Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 19 S MATAR! KOSTAR MINNA 12-19 ALLA DAGA Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval ljósum sumardrögtum af fallegum 10 96 / T A K T ÍK 1 3. 7´ 02 499 Nauta Rib Aye - gæðasteik pr. kg.1 499 Nauta piparsteik pr. kg.1 2899 Nautalundir pr. kg. 099 Nautasnitsel pr. kg.1 Nú er gott verð á nýju nautakjöti KRAFTUR, þor og frumkvæði er það sem situr eftir þegar konurnar í sendinefnd íslenskra viðskipta- kvenna í Barcelona hafa kynnt fyr- irtæki sín fyrir spænskum aðilum nú í vikunni. Tilefnið var að hita upp fyrir alþjóðlegu kvennaráðstefnuna „Global Summit of Women 2002“ sem hófst í gær og stendur til 13. júlí í nýju viðskiptahverfi borgarinnar en þar munu athafnakonur hvaðan- æva úr heiminum koma saman. Hugmyndin að því að stofna þessa sérstöku viðskiptanefnd kvenna kviknaði þegar Jónína Bjartmars al- þingiskona hitti skipuleggjendur ráðstefnunnar í Hong Kong í fyrra og í maí var hafist handa við undir- búning og skipulagningu. Tilgang- urinn er göfugur; að koma íslensk- um athafnakonum á framfæri og leita að viðskiptatækifærum erlend- is. Sjaldan hefur komið saman jafn- áhugaverð blanda fyrirtækja og framtaks. Sem dæmi má nefna út- flutning á hárkollum og höfuðfötum, náttúrulega unnum hundamat, ís- lensku kryddi, tónlistarmönnum og hönnun. Einnig voru íslensku kon- urnar að leita að erlendum birgjum til þess að renna fleiri stoðum undir starfsemi sína á Íslandi. Að loknum fyrirlestri um efna- hagsástand Barcelonaborgar og er- indi Sigríðar Snævarr, sendiherra fyrir Spán, um efnahagsumhverfi Ís- lands, kynntu konurnar sig stuttlega og buðu svo áhugasömum að koma að borðinu sínu og fá frekari upplýs- ingar. Aðspurðar virtust þær flestar ánægðar með árangurinn eða eins og ein orðaði það: „Það er nóg að koma hingað þótt það sé ekki nema fyrir það að finna fyrir meðbyr.“ Eins og ein þessara kraftmiklu at- hafnakvenna benti réttilega á eru þær fáar konurnar sem fæðast með silfurskeið í munni og því er nauð- synlegt að leita réttra leiða til þess að drífa verk sín og hugmyndir áfram og efla viðskiptatengsl sín, ekki bara við samlanda heldur einn- ig á alþjóðlegum vettvangi. Aðalat- riðið er að bera sig eftir björginni og búa sér til sína eigin silfurskeið. Íslenskar konur kynna fyrirtæki sín í Barcelona Að bera sig eftir björginni Morgunblaðið/Gréta Hlöðversdóttir Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands, Helga Jóhannesdóttir hjá Leirverk- stæðinu Álafossi og Þóra Guðmundsdóttir hjá flugfélaginu Atlanta. Barcelona. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gréta Hlöðversdóttir Íslensku athafnakonurnar samankomnar í Barcelóna. VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur selt línubátinn Gandí VE-171 til Færeyja, en hann hefur verið til sölu í eitt og hálft ár. Skrifað var undir kaupsamn- ing þessa efnis í gær og verður skipið afhent í næstu viku. Sölutap á skipa- sölunni er tæpar 90 milljónir króna. Nýlega gekk útgerðarfélagið Únd- ína ehf., sem gerir út togskipið Björgu VE, inn í Vinnslustöðina. Út- hlutaðar aflaheimildir þess eru tæp- lega 500 þorskígildistonn. Eftir söl- una á línubátnum á Vinnslustöðin sjö skip. Það eru Drangavík, Brynjólfur, Kap, Sighvatur, Jón Vídalín, netabát- urinn Gandí og Björg. Uppi eru hug- myndir um að selja Björgu líka og að heimildir hennar verði nýttar af öðr- um skipum félagsins. Vinnslustöðin hefur á þessu fiskveiðiári til ráðstöf- unar ígildi 11.000 tonna af þorski auk 1.850 þorskígildistonna í eigu Jóns Erlingssonar í Sandgerði og afla- heimildanna sem fylgdu Björgu. Vinnslustöðin selur Gandí til Færeyja AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.