Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 9 www.oo.is Opið laugard. frá kl. 11-16 BRIO Kombi kerruvagn 62.950 - 59.800 stgr. Teutonia Delta kerruvagn 66.300 - 62.990 stgr. ORA Carletto kerruvagn 59.950 - 56.950 stgr. BASSON Roma kerruvagn 49.900 - 47.400 stgr. Ú rv al ið er h já ok k u r Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á útsölu Meiriháttar kaup. Viltu vera með? Allt að 80% afsláttur Grímsbæ, sími 588 8488 Útsala — Útsala                Útilegustóll með örmum, glasahaldara og skemil 2.590 kr. ÞAÐ fór vel á með þeim vinum, Bergsveini Stefánssyni og kett- lingnum Táslu, þegar þeir brugðu á leik á dögunum. Bergsveinn, sem er sex ára gamall, var gestkomandi í Bræðratungu í Biskupstungum þar sem hann kynnti sér lífið í sveitinni og skoðaði dýrin sem þar búa. Hann fékk m.a. að halda á Táslu litlu sem virðist una sér vel hjá þessum nýja vini sínum. Tásla býr ásamt mömmu sinni og systkinum í fjósinu í Bræðratungu og skilaði Berg- sveinn henni aftur til mömmu sinn- ar að leik loknum. Bergsveinn Stefánsson sem var gestkomandi í Bræðratungu í Bisk- upstungum knúsar kettlinginn Táslu áður en hann kemur honum aftur til mömmu sinnar í fjósinu. Morgunblaðið/Einar Falur Vinaknús í sveitinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á miðvikudag íslenska ríkið af rúmlega 17 milljóna kröfu sjúk- lings vegna meintra læknamistaka við aðgerð sem hann gekkst undir árið 1997. Byggði stefnandi kröfur sínar m.a. á því að við aðgerðina hefði lega á handlegg hans verið röng. Einnig var byggt á því að mistök hefðu átt sér stað við svæf- ingu hans í aðgerðinni. Stefnandi greindist upphaflega með samfallið vinstra lunga og var skorinn upp á Landspítalanum eftir árangurslausar lækningatilraunir á Neskaupsstað. Stefnandi kvaðst hafa átt við þrá- lát einkenni að stríða frá vinstri öxl allt frá aðgerðinni og taldi að mis- tök hefðu átt sér stað og óskaði eft- ir rannsókn landlæknis á málinu. Í áliti þáverandi landlæknis var talið langlíklegast að rekja mætti óþæg- indi stefnanda til rangrar legu á handlegg við aðgerð. Þá komst nefnd um ágreiningsmál samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónstu að því að mistök í svæfingu hefðu átt sér stað sem líklegt yrði að telja að hefðu valdið tjóni hans. Varanlega örorka stefnanda var talin vera 50% og varanlegur miski 30%. Fylgikvillar ekki raktir til saknæmrar hegðunar Stefndi mótmælti því að lega handleggs stefnanda hefði verið röng eða að mistök hefðu orðið við svæfingu og krafðist sýknu í mál- inu. Var m.a. byggt á því að álits- gerð landlæknis, þar sem líklegast var talið að óþægindin mætti rekja til rangrar legu handleggs, væri ekki rökstudd. Þá lægi fyrir álits- gerð yfirlæknis á Landspítalanum þar sem talið var að vandamál stefnanda mætti rekja til fylgikvilla sem alltaf gæti komið upp við að- gerðir án þess að rekja mætti þá til saknæmrar hegðunar starfsólks. Dóminum þótti vanta stoðir undir þá kenningu þáverandi landlæknis að lega handleggsins hefði verið röng. Ekki kom fram á hvaða gögn- um landlæknir byggði álitið eða hvort hann hefði sjálfur skoðað stefnda. Núverandi landlæknir kemst að í því í álitsgerð sinni að líklegra sé að taugaskaða stefnanda megi rekja til snöggra hreyfingar frekar en rangrar legu, en skurð- lækirinn greindi frá umræddum hreyfingum í viðbótaraðgerðalýs- ingu 8 mánuðum eftir aðgerðina þar sem greint var frá því er stefn- andi vaknar illa þegar verið er að sauma hann. Varðandi meint mistök í svæf- ingu þótti dóminum ekki unnt að byggja á álitsgerð nefndar um ágreiningsmál þar sem nefndin byggði alfarið á því sem fram kom í viðbótaraðgerðalýsingu en tók ekki sjálfstæða afstöðu til þess hvort einkenni stefnanda samrýmdust áverkum hans. Taldi dómurinn að þar sem svo mikið bæri á milli í við- bótaraðgerðalýsingu og öðrum gögnum málsins að viðbótarað- gerðalýsingin yrði ekki trúverðug. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn ásamt með- dómsmönnunum og læknunum Birni Geir Leifssyni og Sveini Geir Einarssyni. Ríkið sýknað af kröfum sjúklings vegna meintra læknamistaka AUKIN löggæsla er að mati al- mennings áhrifaríkasta leiðin til að fækka umferðarlagabrotum og -slysum en í viðhorfskönnun Vá- tryggingafélags Íslands sögðust 34,1% telja að aukin löggæsla væri svarið. 31,2% sögðust telja að betri vegir og vegamannvirki væru áhrifaríkasta aðferðin, talsvert færri, eða 19,5%, telja að hærri sektir og strangari viðurlög við umferðarlagabrotum sé árangurs- ríkasta leiðin en 15,2% nefndu annað. Í tilkynningu frá VÍS segir að í umræðu um umferðarslys á Ís- landi hafi raddir um agaleysi og tregðu Íslendinga við að fara að umferðarlögum orðið æ háværari. Undanfarið hafi verið rætt um þetta agaleysi, meðal annars í leið- ara Morgunblaðsins og Kastljós- þætti Sjónvarpsins. Í Kastljósi hafi þeir Guðmundur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis, og Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðar- slysa, verið sammála um að aukin löggæsla myndi auka aga og minnka líkur á alvarlegum umferð- arslysum. Könnun VÍS staðfesti að stór hluti almennings sé á sömu skoðun. Könnunin var gerð í tilefni Þjóð- arátaks VÍS sem nú stendur yfir og er ætlað að efla umræðu um umferðaröryggismál og auka enn frekar áhuga almennings og stjórnvalda á að fækka slysum og umferðaróhöppum. Könnunin fór fram í júní og var unnin af Gallup. Upphaflegt úrtak var 1.200 manns á aldrinum 16–75 ára af öllu landinu en svarhlutfall var 69,8%. Viðhorfskönnun um aðgerðir til fækk- unar umferðarslysa Aukin lög- gæsla talin áhrifa- ríkust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.