Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITUN viljayfirlýsingar um form- legar viðræður vegna álvers í Reyðarfirði verður að öllum líkindum gerð á morgun, föstudag, en aðgerðaáætlun sem undirrituð var í maí sl. átti að gilda til dagsins í dag, 18. júlí. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi Al- coa, heimsótti Morgunblaðið í gær ásamt Michael Padgett, yfirmanni fjármögnunar- deildar fyrirtækisins í New York, og ræddi við blaðamenn um verkefnið. Að sögn Siewerts lítur Alcoa á undirritun viljayfirlýsingarinnar sem mikilvægt skref fram á við í viðræðum við stjórnvöld. Í vilja- yfirlýsingunni felist alvarleg skuldbinding þar sem Alcoa sé reiðubúið að kosta fjár- magni í frekari hagkvæmniathuganir og annan undirbúning. Fyrirtækið vilji hraða viðræðum eins og kostur sé og hefjast sem fyrst handa við byggingu álversins. Aðspurður segir Siewert að Alcoa hafi ekki þá stefnu að vinna jafnhratt að málum og fyrirtækið hefur gert hér á landi síðustu mánuði. Dæmi séu um að ákveðin verkefni hafi verið í athugun árum saman án þess að mikið gerist. Nú sé Alcoa t.d. fyrst að leggja umtalsvert fjármagn í verkefni í Kína sem byrjað var að kanna fyrir tíu árum. Hann segir að hér á landi hafi legið fyrir vel und- irbúið stóriðjuverkefni á Austurlandi, auk þess sem viðræður við stjórnvöld hafi geng- ið snurðulaust fyrir sig. Einnig hafi lega landsins haft mikið að segja um áhuga Alcoa, þ.e. að Ísland sé um miðja vegu milli tveggja stærstu álmarkaða heims; Evrópu og Bandaríkj- anna. Þá skipti máli að Ísland sé innan Evrópska efnahags- svæðisins og þar með þurfi ál- verið í Reyðarfirði ekki að greiða toll af afurðum sínum sem fari héðan á markaði í Evrópu. „Við viljum reisa fullkomið álver sem uppfyllir allar kröfur um nýjustu tækni og umhverf- isvernd. Aðstæður hér eru þær bestu í heiminum sem við höf- um skoðað til þessa,“ segir Siewert. Hann segir viðræður standa yfir við Landsvirkjun um orkuverð og fleiri þætti, m.a. mögulega þátttöku Alcoa í kostnaði við undirbúningsframkvæmdir Kárahnjúka- virkjunar. Hann vill ekki tjá sig nánar um þær viðræður á meðan niðurstaða liggi ekki fyrir. Hann segist hafa skilning á því að Landsvirkjun vilji hafa í hendi einhverja tryggingu frá Alcoa um aðild að fram- kvæmdunum. Reiðubúnir til viðræðna um þátttöku í byggingu verndarsvæðis Eins og fram hefur komið í máli stjórn- enda Alcoa er fyrirtækið hrifið af hugmynd- um um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjun- ar en Siewert minnir á að slíkur þjóðgarður sé alfarið mál stjórnvalda. Fyrirtækið sé þó reiðubúið til viðræðna um ein- hvers konar þátttöku í því verk- efni. Hann bendir á að Alcoa hafi í öðrum löndum, t.d. Ástr- alíu, gengið til samstarfs við heimamenn um að koma upp náttúruverndarsvæði við vatns- fallsvirkjanir og álver sem fallið hafa vel inn í umhverfið. Siew- ert segir Alcoa sjá þarna svip- aða möguleika varðandi Kára- hnjúkavirkjun en ítrekar að stjórnvöld þurfi að eiga þar síð- asta orðið. Að sögn Jakes Siewerts hefur fyrirtækið ákveðið að reisa ekki rafskauta- verksmiðju við hlið álversins líkt og Reyð- arál hafði áform uppi um, eða allt að 223 þúsund tonna verksmiðju, heldur ætlar Al- coa að flytja rafskautin inn til landsins sjó- leiðina frá Bandaríkjunum. Þá ætlar Alcoa ekki að urða kerbrot frá álverinu, en sam- kvæmt umhverfismatsskýrslu Reyðaráls var ætlunin að urða þau á álverslóðinni. Verða kerbrotin sem falla til við hreinsun keranna flutt til annarrar verksmiðju Alcoa sem sér- hæfir sig í endurvinnslu þeirra til notkunar í öðrum iðnaði, m.a. stáliðnaði og sem hráefni til vegagerðar. Jake Siewert segir að með þessum að- gerðum ætli Alcoa sér að draga sem mest úr mengun frá álverinu og öðrum umhverfis- áhrifum. Einnig sparist milljarðar króna í stofnkostnaði álversins. Þess má geta að rafskautaverksmiðja var í úrskurði Skipu- lagsstofnunar um álverið talin meðal helstu mengunarvalda. Í máli upplýsingafulltrúans kom að auki fram að talsmenn náttúruverndarsamtaka, m.a. íslenskra, hefðu átt fund með fulltrúum Alcoa í Washington nýlega. Siewert segir að Árni Finnsson, frá Náttúruverndarsamtök- um Íslands, hafi verið meðal viðstaddra en samtökin, ásamt sex öðrum hér á landi, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á dögunum þar sem áformum Alcoa á Íslandi var mótmælt. Aðspurður segist Siewert ekki hafa veru- legar áhyggjur af andstöðu umhverfisvernd- arsamtaka, hvort sem þau séu erlend eða innlend. Fyrirtækið sé reiðubúið að koma til móts við óskir um að draga sem mest úr umhverfisáhrifum verkefnisins. Vísar Siew- ert þar til umhverfisstefnu Alcoa, sem hann segir að sé afar metnaðargjörn og unnið sé eftir henni undir ströngu innra eftirliti. Þannig sé búið að setja þá stefnu að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjum Alcoa um fjórðung frá stöð- unni árið 1999. Stærð álversins um 300 þúsund tonn Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarið vill Siewert benda á að ekki sé búið að ákveða endanlega framleiðslugetu álversins í Reyð- arfirði. Einkum hefur verið nefnd stærð upp á 320 þúsund tonna framleiðslu á ári en Siewert segir að stærðin sé nær því að vera í kringum 300 þúsund tonn. Þetta fari m.a. eftir þeirri tækni sem notuð verði við fram- leiðsluna. Hann segir engin áform uppi hjá Alcoa að svo stöddu um stærra álver en þetta. Hann segist hafa fundið fyrir áhyggj- um í þá veru í máli talsmanna umhverf- isverndarsamtaka en að slíkar áhyggjur séu óþarfar. „Eins og staðan er í dag er þetta stærðin sem við miðum við en við getum ekki sagt fyrir um framtíðina og hver fram- leiðsluþörf eða orkuöflun verður þá,“ segir Jake Siewert. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi Alcoa, um framhald undirbúnings álvers á Reyðarfirði Viljayfirlýsingin mikilvægt skref í viðræðunum Fulltrúar Alcoa eru komn- ir til landsins vegna und- irritunar viljayfirlýsingar við stjórnvöld og Lands- virkjun um byggingu ál- vers í Reyðarfirði. Arnór Gísli Ólafsson og Björn Jóhann Björnsson ræddu við Jake Siewert, upp- lýsingafulltrúa Alcoa. Jake Siewert arnorg@mbl.is/bjb@mbl.is EKKI verður farið út í sumarfram- kvæmdir á vegum Landsvirkjunar, s.s vegagerð og undirbúningsfram- kvæmdir, við Kárahnjúka nema fyrir liggi sameiginleg viljayfirlýsing vegna álversframkvæmda og sam- eiginleg ábyrgð af hálfu Alcoa og Landsvirkjunar á verkinu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að viðræður um þessi mál fari nú fram og eigi að klárast á næstu dögum. „Stjórn Landsvirkjunar mun koma saman síðar í vikunni til þess að fjalla um þessi mál og í vikunni munu fara fram viðræður milli Landsvirkjunar og Alcoa um hugsanlega ábyrgð Al- coa á þessum undirbúningsfram- kvæmdum. Það er alveg háð niður- stöðu þeirra viðræðna hvort af þessu verður eða ekki,“ segir Friðrik. Sameigin- leg ábyrgð liggi fyrir Sumarframkvæmdir við Kárahnjúka ÞEIR virðast ekki alveg sammála um hvorum megin línunnar sé best að hlaupa, hundurinn og eig- andi hans sem tóku á sprett í Reykjavík í votviðrinu í gær. Hvorugur þeirra lætur þó rign- inguna á sig fá enda er afar frísk- andi að fá á sig nokkra regndropa á hlaupunum. Margir stunda orðið göngur eða skokk á göngustígum borgarinnar og iða þeir gjarnan af lífi á mildum sumarkvöldum. Morgunblaðið/Kristinn Hundurinn fer sínar eigin leiðir GUÐMUNDUR Guðlaugsson, bæj- arstjóri Siglufjarðar, segist vonast til þess að ekki flytji fleiri frá Siglufirði en til bæjarins í ár, en í fyrra voru brottfluttir umfram aðflutta á Siglu- firði í kringum 30 manns. Fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um 10 manns í bænum, en íbúar Siglufjarðar eru um 1.500 manns. Guðmundur segist þó allt eins geta átt von á því að fólki fækki í bænum í ár, enn sem komið er sé þó ekki hægt að segja til um hvernig þróunin verð- ur á næstu mánuðum. Þó sé það svo að alltaf flytji fólk í bæinn á móti þeim sem fara svo það gæti hreyfingar í þessum málum. „Við búum við það sama og mörg önnur sveitarfélög í jaðarbyggðum, að það er eitthvað sem togar í fólk. Þenslan sem hefur verið á Reykjavíkursvæðinu hefur valdið því að fólk hefur flust þangað, jafnvel þótt atvinna hafi ekki minnkað úti á landi,“ segir Guðmundur. Hann segir næga atvinnu á Siglufirði og fólk ætti ekki að þurfa að flytjast frá bæn- um í stórum stíl. „Atvinna hefur eitthvað aukist í bænum síðustu árin, enda hafa komið til ný tækifæri. Sem dæmi má nefna samstarf Sparisjóðs Siglufjarðar og Kaupþings um skráningu lífeyris- sjóðsiðgjalda. Það skapaði upphaf- lega þrjú störf en þau eru nú í kring- um fimmtán. Annað dæmi er nýtt fyrirtæki, Prímex ehf., sem starfrækt er í bænum og um 25 manns starfa hjá, en í verksmiðju þeirra er fram- leitt kítósan úr rækjuskel,“ segir Guð- mundur. Einnig segir Guðmundur samgöngur við nágrannabæi þokka- legar, þótt ljóst sé að þær megi bæta og fyrir því sé barist. Tíu flutt- ust frá Siglufirði á hálfu ári RANNSÓKN lögreglunnar í Kefla- vík á tildrögum þess að 40 kg af dínamíti fundust af tilviljun í fjör- unni við Sandgerði á þriðjudags- morgun, hefur leitt í ljós að efninu var stolið í maí sl. frá verktakafyr- irtæki sem vann að dýpkun Sand- gerðishafnar. Gámur í eigu fyrirtæk- isins, sem innihélt mikið af dínamíti var sprengdur upp en verktakinn mun ekki hafa gengið úr skugga um að neinu hafi verið stolið. Enginn liggur enn undir grun lögreglu um þjófnaðinn á sprengiefninu. Dínamíti var stolið frá verk- taka í maí ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Sauðárkróki handtók mann um fertugt snemma á sunnudagskvöldið sem staðinn var að verki við þjófnað í verslun Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Var maðurinn ölvaður og svaf hann vímuna úr sér í fangaklefa lögreglunnar aðfara- nótt mánudagsins. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki hafði för mannsins byrjað á Akureyri þar sem starfsbræður Hjólaði 25 km á stolnu reiðhjóli í Skagafirði hennar þar í bæ höfðu haft af- skipti af honum nokkrum sinnum. Varð hann sér úti um bílfar til Sauðárkróks um miðjan dag á sunnudag, stal þar reiðhjóli og gerði sér lítið fyrir og hjólaði á því í Varmahlíð, sem er um 25 km löng leið. Áður en lögreglan var kvödd á vettvang hafði maðurinn m.a. tekið bón úr verslun kaup- félagsins ófrjálsri hendi og bónað reiðhjólið hátt og lágt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.