Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 12

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ YST á Kársnesi í Kópavogi er los- að grjótefni og jarðvegur í landfyll- ingu sem mun síðar gegna hlut- verki hafnarsvæðis samkvæmt framtíðarskipulagi Kópavogsbæjar að sögn Stefáns Lofts Stefánsson- ar, deildarstjóra framkvæmda- deildar bæjarins. Hann segir rusl í fjörum í nágrenninu ótengt land- fyllingunni, en íbúar í nágrenninu hafa orðið varir við það. „Bárujárn og tunnur eiga ekki að vera hluti af landfyllingunni og er reynt að koma í veg fyrir að það berist á staðinn, en alltaf eru ein- hverjir sem fara ekki að settum reglum til að komast hjá förgunar- kostnaði á rusli,“ segir Stefán. Jó- hannes Guðmundsson hafnarvörð- ur sem hefur daglegt eftirlit með hafnarfyllingunni og ef rusl berst á staðinn er það fjarlægt úr fylling- unni. Mikið eftirlit með framkvæmdum „Við gætum þess að ekkert fari í landfyllinguna sem er mengunar- valdandi,“ segir Jóhannes og bætir við að ef grunur er um að mengun sé á ferð er það skoðað mjög vel og sýni tekin til að ganga úr skugga um það og viðeigandi ráðstafanir gerðar. „Það er því líklegast að einhver hafi í leyfisleysi losað sig við efni á þessum stað og þegar það hefur gerst hefur bærinn séð um að fjarlægja það sem ekki á heima í landfyllingu. Þess er vel gætt. Því miður eru alltaf svartir sauðir innan um sem ganga svona um.“ Stefán segir að bætt hafi verið við landfyllinguna í Kársnesi und- anfarin 25 ár eða svo. „Í fyllinguna er notað efni sem kemur upp úr grunnum og fellur til við gatnagerð á vegum bæjarins, helst grjót.“ Bæjaryfirvöld hafa stöðugt eftirlit með gerð landfyllingar Ryðgaðar tunnur og annað rusl í haug á Kársnesi sem einhver hefur skilið þar eftir í leyfisleysi. Morgunblaðið/Arnaldur Í fjörunni við Kársnesið flýtur einangrunarplast en starfsmenn Kópa- vogsbæjar sjá um að hreinsa burt óæskilegt rusl úr landfyllingarefninu. Rusl á Kársnesi ekki á vegum bæjarins GRUNNSKÓLINN á Ísafirði sendi nýverið bréf til foreldra þar sem kom fram að „allir grunnskólanem- endur til heimilis á Suðureyri (Súg- andafirði) sem hafa verið skráðir í GÍ [Grunnskólanum á Ísafirði] eða hafa sótt um skólavist í GÍ fyrir næsta skólaár, skuli sækja skóla á Suðureyri frá og með næsta skóla- ári nema sérstakar ástæður hamli“. Í Bæjarins besta kemur fram að alls stunda átta börn frá Suðureyri nám við Grunnskólann á Ísafirði. Jón Arnar Gestsson á Suðureyri, faðir tveggja nemenda í GÍ, segist í samtali við Bæjarins besta líta svo á að verið sé að reka börnin úr skóla á Ísafirði. Hann hefur nú sent menntamálaráðuneytinu bréf þar sem hann óskar þess að ráðuneytið úrskurði ákvarðanir fræðslunefndar óheimilar og að börn hans fái að vera í GÍ, sem þau hafi sótt í tvö ár. Hann biður ráðuneytið einnig að beina þeim tilmælum til bæjaryf- irvalda að þau „blandi ekki þeim börnum sem fyrir eru í skólum inn í pólitíska valdabaráttu, heldur leysi úr þeim vandamálum sem upp koma án þess að hrófla við því sem fyrir er og senda börnin í skóla sem einstökum bæjarfulltrúum og nefndarmönnum finnist að þau eigi að vera í.“ Oftúlkun hjá Jóni Arnari Að sögn Guðna Geirs Jóhann- essonar, formanns bæjarráðs á Ísa- firði, er það oftúlkun hjá Jóni Arnari að börnin hafi verið rekin úr skólanum. „Málið er í höndum fræðslu- nefndar núna og ég á ekki von á öðru en það leysist farsællega,“ segir hann í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að rætt verði við foreldra og skólastjórnendur á Suð- ureyri. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri GÍ, segir í samtali við Bæjarins besta að um geti verið að ræða túlkunaratriði hvort ákvörðun fræðslunefndar eigi við nemendur sem þegar hafi verið fluttir á milli skóla, til jafns við þá sem sótt hafi verið um flutning fyrir á næsta skólaári. Nokkur börn á Suðureyri hafa sótt grunnskóla á Ísafirði Krefjast þess að börnin sæki skóla á SuðureyriJÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að taka þurfi málefni bótaþega til umræðu í heild og að þau þurfi að ræða í ríkisstjórn. Í viðtali við Morgunblaðið á dögunum lýsti Harpa Njáls, félagsfræðingur, því að 40 þúsund krónur vanti mán- aðarlega upp á fullan lífeyri frá Tryggingastofnun til þess að bótaþegar sem hafa ekki aðrar tekjur en frá ríkinu geti fram- fleytt sér miðað við lágmarks framfærslukostnað. Segir Jón að hann sé að viða að sér upplýsingum um málið, en hann hafi áhuga á því að skoða hversu stór hópur fólks lifi ein- göngu á tryggingabótum og hafi ekki annað til lífsviðurværis. „Mér finnst mest áríðandi að finna þann hóp sem hefur minnst á milli handanna í samfélaginu og huga að honum,“ segir Jón. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Skoða þarf hve margir lifa eingöngu á bótum SALA og neysla á ylræktuðu græn- meti hefur aukist mikið að undan- förnu og fór sala á agúrkum úr 400 tonnum í 500 tonn á fyrstu sex mán- uðum ársins. Þessi aukning nemur um hálfu kílói á mann að meðaltali, að sögn Þórhalls Bjarnasonar, for- manns grænmetisbænda, en hann segir að ylræktarsala hafi tvöfaldast á undanförnum tíu árum. Þórhallur segir að tómatar hafi komið seinna inn á markaðinn í ár en stundum áður, sem stafi af því að ekki hafi verið mjög sólríkt veðurfar seinni hluta vetrar. Í sölufélaginu hafi orðið 30 tonna söluaukning á tómötum í júní og það seljist allt sem komi inn. Hann segist ekki geta sagt til um það hvort hætta er á að skortur verði á grænmeti, en bendir á að innflutningur sé frjáls og tolla- laus svo það sé ólíklegt. „Fólk er greinilega farið að borða meira grænmeti en áður, enda hefur komið í ljós að þetta er ódýrasti maturinn miðað við hitaeiningar. Hinn breytti lífsstíll fólks og stans- laus áróður um að auka neyslu á þessari vöru hefur haft áhrif, en við höfum einnig verið með auglýs- ingaátök í gangi og eigum eftir að auka það enn meira,“ segir Þórhall- ur. Hann segir að agúrkur séu nú ræktaðar árið um kring og tómatar einnig næstum allt árið. „Við höfum fundið það að markaðurinn hefur stækkað á sumrin vegna þess að við getum boðið vöruna allt árið og það virðist halda neyslunni stöðugri.“ Uppskeruhorfur góðar Þórhallur segir að grænmeti sem ræktað er utandyra sé ekki komið mikið inn, fyrir utan kínakál, en uppskeruhorfur séu góðar. Það hafi verið gott vaxtarhitastig í sumar, en þurrkar hafi helst hamlað ræktun. Sighvatur Þorsteinsson, formaður Félags kartöflubænda, segir að nú séu að byrja að koma á markaðinn kartöflur sem ræktaðar hafa verið undir plasti. Hann segir veðurskil- yrði hafa verið prýðileg að mörgu leyti en að þó hafi verið helst til þurrt undanfarnar vikur og það hafi staðið ræktinni aðeins fyrir þrifum. Sighvatur segir enn ekkert hægt að segja til um hvernig uppskera árs- ins verður, það fari allt eftir veðri. Sala á græn- meti hefur auk- ist mikið í ár ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eft- ir bílveltu á Norðausturvegi í Aðal- dalshrauni í fyrrinótt. Við frumrann- sókn á vettvangi var hann þó ekki talinn alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum lögreglu benda aðstæð- ur á slysstað til þess að bifreiðinni hafi verið ekið nokkuð greitt en hún hafn- aði a.m.k. 20 metra frá veginum. Grunur leikur á að maðurinn, sem var einn í bílnum, hafi verið ölvaður. Grunur um ölvun eftir bílveltu LOFTUR Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, telur að grípi þurfi fyrr inn í en gert er þegar bilanir koma upp í nýju fluggagnakerfi hjá flugstjórn- armiðstöðinni í Reykjavík sem tekið var í notkun í vor. Hann segir kerf- ið hafa reynst vel framan af en í síðustu viku hafi kerfið frosið nokkrum sinnum. Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar, sagði í Morgun- blaðinu í gær að aldrei hefði skapast hætta þegar kerfið hafi frosið. Loftur segir að flugumferðar- stjórar geti notast við varakerfi þegar nýja kerfið frjósi, en hins vegar taki sinn tíma að gangsetja það. Hann gagnrýnir að of seint sé brugðist við þegar nýja kerfið sýni merki þess að ekki sé allt með felldu og telur að setja eigi vara- kerfið í gang fyrr en gert er. „Það á ekki að bíða eftir því að kerfið hrynji og fara þá inn á varakerfið,“ segir hann. Að sögn Lofts var brugðist við um síðustu helgi með því að takmarka fjölda flugvéla sem hleypt er inn á flugstjórnarsvæðið. Með því minnkar álagið á flug- gagnakerfið og um leið álagið á flugumferðarstóra þegar skipt er yfir í varakerfi. Rannsóknanefnd flugslysa tilkynnt um málið Þormóður Þormóðsson, formaður Rannsóknanefndar flugslysa, segir formlega rannsókn á málinu standa yfir eftir tilkynningar um bilanir í fluggagnakerfinu. Hafi frumrann- sókn leitt í ljós að öryggi væri ekki ógnað þrátt fyrir frávik í kerfinu. Formaður Félags flugumferðarstjóra gagnrýnir nýtt fluggagnakerfi Of seint brugðist við bilanamerkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.