Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 13
Í GREINARGERÐ sem vinnuhópur
um varðveislu og frágang fornminja
við Aðalstræti hefur sent borgarráði
kemur meðal annars fram að gert er
ráð fyrir að hefja fornleifauppgröft í
Víkurgarði í haust og megi búast við
að leifar eldri kirkjubygginga sé að
finna í vestasta hluta garðsins. Er-
indinu var frestað á borgarráðsfundi
í síðustu viku en borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun
þar sem meðal annars er vikið að
uppgreftri í Víkurgarði. Segir þar að
saga Aðalstrætis sé afar merkileg og
einstök í miðri höfuðborg og haga
beri öllu skipulagi með tilliti til þess
að þar hafi minjar um elstu byggð í
Reykjavík fundist.
„Víkurkirkjugarður er mikilvæg-
ur hluti minjaheildar í Aðalstræti.
Það er óvirðing við garðinn og rask-
ar meginmarkmiðum eðlilegrar
minjavörslu á svæðinu að ráðast þar
í framkvæmdir vegna aðgengis að
fornminjum sem hafa fundist við Að-
alstræti,“ segir þar.
Þá segir að það hljóti að vera álita-
mál hvort það falli að markmiðum
minjavörslu á þessum merka stað að
reisa þar ný hús í dulargervi gamalla
húsa. Þá ítreka borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks fyrri tillögur sínar
um að leitað verði fleiri hugmynda
um varðveislu og sýningu fornminja
í Aðalstræti.
Í bókun Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa F-lista, vegna sama
máls er vísað í tillögu um endurskoð-
un deiliskipulags suðausturhluta
Grjótaþorps þar sem Ólafur óskar
eftir að áhersla verði lögð á verndun
fornminja og aðgengi að þeim, sem
hafi forgang í skipulaginu en ekki
þarfir hótelbyggjenda og fram-
kvvæmda á þeirra vegum.
Nauðsynlegt að grafa til að
svæðið teljist fullkannað
Í bréfi sem Guðný Gerður Gunn-
arsdóttir borgarminjavörður ritar
borgarráði segir að ljóst sé að til
þess að svæðið umhverfis rúst land-
námsskála teljist fullkannað þurfi að
grafa frekar til austurs undir götu-
stæði Aðalstrætis. Í áætlunum um
uppbyggingu á lóðunum sé gert ráð
fyrir að taka þurfi upp götuna og þá
þurfi að rannsaka það svæði.
Á heimasíðu Reykjavíkurpró-
fastsdæma er saga kirkjugarða í
Reykjavík rakin í stuttu máli. Segir
þar um kirkjugarðinn við Aðalstræti
að kirkja hafi risið við höfðingjasetr-
ið í Reykjavík eftir að kristni var
innleidd á Þingvöllum árið 1000. Tal-
ið er að Þormóður sonur Þorkels
mána hafi látið reisa kirkju framan
við bæ sinn og gert grafreit um-
hverfis hann. Staður þessi var þar
sem nú er horn Aðalstrætis og
Kirkjustrætis. Segir þar að Víkur-
garður hafi síðar verið nefndur Fóg-
etagarðurinn og hann hafi enst
Reykvíkingum í rúm 800 ár. Var
hann 40x80 metrar að flatarmáli
þegar hætt var að nota hann árið
1838. Þá segir þar að ætla megi að
jarðneskar leifar 30 kynslóða Reyk-
víkinga hvíli í garðinum.
D-listi leggur fram bókun vegna uppgraftar í Víkurgarði
Segja framkvæmdirnar
óvirðingu við garðinn
Morgunblaðið/Sverrir
Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti hafði enst Reykvíkingum í rúm
800 ár þegar hætt var að nota hann árið 1838. Ætla má að jarðneskar
leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum.
Reykjavík
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
vegna undirbúnings að gerð hring-
torgs á Vesturlandsvegi skammt frá
Skálatúni. Framkvæmdir hófust síð-
astliðið haust en ráðgert er að
hringtorgið verði tilbúið í byrjun
október. Hámarkshraði á vegarkafl-
anum er nú 50 km/klst. en brögð
hafa verið að því að ökumenn aki
vel yfir hámarkshraða um svæðið.
Þorsteinn Sigvaldason, deild-
arstjóri tæknideildar hjá Mos-
fellsbæ, segir verkið hafa tekið jafn
langan tíma og raun ber vitni þar
sem ákveðið hafi verið að hafa ekki
jarðvegsskipti í vegstæðinu heldur
ná fram langtíma sigi með fargi.
Hann segir að fargið þurfi að
vera að lágmarki þrjá mánuði ofan
á götunni til að ná fram réttu sigi.
Síðastliðið haust var sigi náð
sunnan megin við Vesturlandsveg.
Eftir áramót var fargið flutt yfir
norðan megin við brautina og er
ráðgert að fargið þurfi að standa til
1. september. Þegar því er lokið
verður mölin flutt á brott og hring-
torg útbúið en áætluð verklok eru 1.
október n.k. Búið er að ganga frá
samkomulagi við Íslenska að-
alverktaka um lokafrágang hring-
torgs að sögn Þorsteins.
Hann segir brögð að því að öku-
menn aki á allt að 70 - 80 km hraða
um svæðið. Vel sé frá svæðinu geng-
ið og augljóst að einhverjir notfæri
sér það. Hann undirstrikar þó að
skýrt sé kveðið á um leyfilegan há-
markshraða við framkvæmd-
arsvæðið.
Framkvæmdir við Vesturlandsveg
Unnið að gerð
nýs hringtorgs
Morgunblaðið/Sverrir
Brögð eru að því að ekið sé vel yfir leyfilegum hámarkshraða á svæðinu.
Mosfellsbær