Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 21

Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 21 H. BLÖNDAL hefur hafið innflutn- ing á sjálfvirkum slökkvibúnaði fyrir sjónvörp. Búnaðurinn er festur á bak tækisins og er í honum slökkviefni er nefnist aerosol, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá innflytjanda. Þar segir að við eldsupptök leysist efnið út sjálfkrafa og slökkvi eldinn í tækinu. Ekkert viðhald sé á efninu og það haldist virkt í 10–15 ár. Búnaðurinn fæst sendur í póstkröfu og er hægt að nálgast hann hjá innflytjanda sem býður einnig uppsetningu. NÝTT Slökkvibún- aður fyrir sjónvörp SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa dreift bæklingi um sölu létt- víns og bjórs í verslanir og þjón- ustustöðvar olíufélaganna. Þar er þess krafist að einkasala ríkisins á sölu léttvíns og bjórs verði afnumin og smásöluverslunum verði heim- ilað að selja þessar vörur. Í frétta- tilkynningu frá samtökunum kem- ur fram að ástæða útgáfunnar sé vilji smásöluverslana til að fá að selja léttvín og bjór þannig að neytendur geti nálgast þær vörur um leið og matvörur og aðrar nauðsynjar eru keyptar. Í bækl- ingnum eru færð rök fyrir því að aukið frelsi í sölu myndi styrkja stöðu lítilla verslana sem gætu þá boðið viðskiptavinum meiri þjón- ustu. Bæklingur um sölu léttvíns og bjórs í verslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.