Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 29

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 29 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 83 07 07 /2 00 2 enn meiri ver›lækkun Sí ›u st u da ga r út sö lu nn ar Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Ú t i l í f - g ó › u r s t a › u r t i l a › g e r a f r á b æ r k a u p Útsölu lok Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18 Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 NÝ BÓKARÖÐ í barnabóka- klúbbnum Lestrarhestinum er komin út og ber hún í ár heitið: Skoðum náttúruna. Er viðfangs- efnið ýmsar dýrategundir, en þegar hafa komið út bækur um stóra ketti, hvali, köngulær og slöngur. Alls koma sex bækur á ári út hjá Lestrarhestinum. „Bókaklúbburinn Lestrarhest- urinn leggur áherslu á að gefa út vandað fræðsluefni fyrir börn sem jafnframt er aðgengilegt og skemmtilegt,“ segir Reynir Hlíð- ar Jóhannsson, sem er fram- kvæmdastjóri Lestrarhestsins. Bókaklúbburinn hóf göngu sína hjá Skjaldborg árið 1990 og eru nú um 1.800 börn meðlimir í hon- um. Fá þau sendar sex bækur ár- lega í þeim flokki sem gefinn er út það árið. „Áður höfum við ver- ið með seríu kennda við Newton. Hér er um að ræða flokk nýstár- legra fræðibóka sem henta ungu fólki á öllum aldri. Bókaflokk- urinn er kenndur við einn mesta eðlisfræðing sögunnar, Englend- inginn Isaac Newton, og hefur vakið mikla athygli, enda kynnir hann fjölmörg þekkingarsvið nú- tímans á einstaklega glæsilegan hátt í máli og myndum. Fjallað er um arfleifð fortíðarinnar, þekk- ingu okkar tíma og einnig er skyggnst inn í framtíðina. Næsta ár hefst útgáfa nýrrar seríu úr Newton-flokknum,“ segir Reynir. Bækur sem gefnar eru hjá Lestrarhestinum eru að jafnaði ríkulega myndskreyttar, ýmist með ljósmyndum eða teiknimynd- um. Eru þær ætlaðar börnum á aldrinum 8-14 ára. „Þó efast ég ekki um að fullorðnir geti haft jafn gaman af þeim,“ segir Reyn- ir. Hann segir vöntun á framboði af vönduðu fræðiefni ætluðu börnum á íslensku. Bókaklúbb- urinn Lestrarhesturinn einbeiti sér að því að gefa út slíkt efni og hafi oft og tíðum fengið Örnólf Thorlacius til liðs við sig um þýð- ingar á erlendu verðlaunaefni. Svo er einnig með bókaröðina: Skoðum náttúruna. „Það gefur hverri bók aukið vægi að Örn- ólfur Thorlacius komi að útgáfu hennar. Hann hefur sérstakt lag á því að gera efnið áhugavert af- lestrar,“ segir Reynir. Lestrarhesturinn stendur einn- ig fyrir smásagnakeppni og upp- lestrarkeppni meðal barna. „Það er ýmislegt sem við gerum til að styrkja lestur og þar með íslenskt mál, og veitir ekki af,“ segir Reynir Hlíðar að lokum. Morgunblaðið/Arnaldur Bókaröð barnabókaklúbbsins Lestrarhestsins heitir í ár Skoðum náttúr- una og fjallar um ýmsar dýrategundir. Aðgengilegar fræðibækur fyrir börn á öllum aldri Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.