Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 31

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 31 FJÓRUM árum síðar snúa hinir vörpulegu, svartklæddu Kay (Tommy Lee Jones) og Jay (Will Smith), aftur til að vernda mannkynið frá úrhrök- um útgeimsins í Men in Black II. Það skyldi engan undra því fyrri myndin mokaði inn tæpum 600 milljónum dala á heimsvísu. Fyrstu tölur benda greinilega til þess að framhaldið geri það álíka gott. Undanfarin ár hefur Kay snúið baki við útsendarastörfunum og lifað friðsömu og átakalitlu, borgaralegu lífi. Jay hefur hinsvegar haldið áfram að vinna fyrir Svartklædda manninn, hina óopinberu ríkisstofnun sem hef- ur vökult auga með geimverum á móður jörð. Jay er að rannsaka tiltölulega sak- leysislegt mál er hann kemst að djöf- ullegu samsæri sem stjórnað er af álfakroppnum Serleenu (Lara Flynn Boyle). Það snýst um að ná yfirráðum á jörðinni og er Serleena (sem undir dulargervi kynþokkafullrar sýningar- stúlku undirfatnaðar er hinn hroða- legasti óskapnaður), komin vel af stað með undirbúninginn þegar okkar maður kemst á sporið. Að sjálfsögðu er það aðeins einn maður á jarðríki sem getur aðstoðað Jay við að upp- lýsa málið: fyrrverandi starfsbróðir hans og félagi, MIB-útsendarinn Kay. Jafnharðan og þeir félagarnir leggja saman krafta sína hefst hrika- legt kapphlaup við tímann. Spurning- in er hvort þeir ná að forða jarðarbú- um frá þeim hryllilegu örlögum sem bíður okkar ef ógeðið Serleena og hennar óásjálegu geimskrattar taka yfir. Framhaldsmyndin hefst í rauninni þar sem þeirri fyrri lýkur. Kaldhæðin gamansemi höfundanna og leikstjór- ans Barrys Sonnenfeld svífur yfir vötnunum. Brellumeistararnir kynna til sögunnar allskyns óværu úr geimnum sem ógnar lífi söguhetj- anna. Félagarnir Smith og Jones bæta hvor annan upp. „Ég er vita húmorslaus,“ segir Jon- es. „Mín aðferð við að vera fyndinn er að standa eins nálægt Will og kostur er og gera allt sem Barry segir mér. Svo virðist sem ég komist upp með það.“ Fyrir utan Zed (Rip Torn) og fé- lagana Jay og Kay, bregður einnig fyrir nokkrum kunnuglegum furðu- verum úr MIB. Auk Serleenu kemur fjöldi nýrra geimvera til sögunnar þar sem ófögnuðurinn, tvíburabróðir hennar Scrad/Charlie, er mikilvæg- astur. Danny Elfman sér um tónlist- ina á nýjan leik og Greg Gardner stjórnar kvikmyndatökum. Ekki skiptir minna máli að Rick Baker er yfirhönnuður geimveranna, en hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir störf sín í MIB. Leikarar: Tommy Lee Jones (Space Cowboys, Rules of Engagement, The Fugitive); Will Smith (Independence Day, Six Degrees of Seperation); Lara Flynn Boyle (Happiness, Afterglow, Red Rock West); Rip Torn (Payday, Sweet Bird of Youth); Tony Shaloub (Spy Kids, Galaxy Quest, Big Night). Leikstjóri: Barry Sonn- enfeld (Men In Black, The Addams Family, Get Shorty). Senuþjófar í svörtu Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Nýja bíóKeflavík og Ísafjarðarbíó frum- sýna á morgun Men in Black II., með Tommy Lee Jones, Will Smith, Lara Flynn Boyle, Rip Torn o.fl. MIB 2: Menn í svörtu (Tommy Lee Jones og Will Smith), fara mikinn sem fyrr. ATBURÐARÁSIN í bandarísku spennumyndinni The Mothman Prophecies er byggð á illútskýranleg- um fyrirbrigðum „að handan“. Efni sem er ofarlega í íslensku þjóðarsál- inni, hefur fylgt henni frá landnáms- tíð. Söguslóðir myndarinnar eru hins- vegar í smábæ í Vestur-Virginíu, þar sem John Kline (Richard Gere), verð- ur fyrir þeirri sorg að að missa Mary (Deaborah Messing), eiginkonu sína. Það gerist daginn sem þau finna framtíðarhúsnæði og lætur John slag standa þótt honum þyki það í stærri kantinum, en hann er virtur og vel- megandi blaðamaður við The Wash- ington Post. Hjónin eru rétt búin að ganga frá kaupunum á draumahúsinu þegar ógæfan dynur yfir. Mary er undir stýri þegar hún sér skyndilega eitthvað framundan á veginum, víkur undan, missir stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hún hlýtur alvar- legan höfuðskaða. Á sjúkrahúsinu kemur hinsvegar í ljós að Mary er með illkynjað heilaæxli, það dregur hana til dauða. Áður en hún skilur við segir hún við mann sinn: „Sástu það?“ Í eigum Mary finnur John minn- isbók fulla af teikningum af framand- legri en fallegri veru með vængi og rauð augu. Næstu tvö árin eru blaðamannin- um erfið, hann er smám saman að jafna sig þegar bíllinn hans bilar á leið heim úr vinnu. John er staddur úti í sveit og gengur heim að næsta bónda- bæ að leita sér aðstoðar. Bóndinn (Will Patton), heldur hann vera inn- brotsþjóf og kallar til lögregluna. Þannig kynnast þau John og varð- stjórinn Connie Parker (Laura Lin- ney). Hún afsakar móttökurnar sem John fékk á bænum og segir þær stafa af undarlegum atburðum sem hafi síendurtekið sig í sveitinni að undanförnu… Ekki er rétt að fara nánar útí dul- arfulla framvindu myndarinnar sem að mörgu leyti minnir á Arlington Road, næstu mynd leikstjórans Marks Pellingtons á undan. Þar var aðalsögupersónan að fást við stað- reyndir sem enginn vildi leggja eyrun við fyrr en um seinan. Að þessu sinni fæst Pellington við umfjöllunarefni sem átti sér stað í raunveruleikanum, þó lygilegt sé. Atburðirnir í Vestur- Virgínu gerast á mörkum tveggja heima þar sem hægt var að færa sönnur á sannleiksgildi atburðanna. Eitthvað fyrir Íslendinga. Leikarar: Richard Gere (Unfaithful, Run- away Bride, Pretty Woman, An Officer and a Gentleman); Laura Linney (You Can Count on Me, The Truman Show, Primal Fear); Will Patton (Remember The Titans, Gone In 60 Seconds, Armageddon); Alan Bates (Silent Tounge, Zorba the Greek). Leikstjóri: Mark Pellington (Arlington Road, Going All the Way). Goðsögnin um Mölflugumanninn Háskólabíó og Sambíóin frumsýna á morgun The Mothman Prophecies með Richard Gere, Lauru Linney, Will Patton og Alan Bates. Richard Gere og Laura Linney í hinni dulmögnuðu The Mothman Prophecies. HAUKUR Guðlaugsson fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar leik- ur á orgel Reyk- holtskirkju á laugardag kl. 16. Tónleikarnir eru þeir fjórðu í röð tónleika sem haldnir eru með liðsinni Félags ís- lenskra organ- leikara til styrkt- ar orgeli kirkjunnar. Haukur hefur haldið fjölda orgeltónleika hér inn- anlands og í ýmsum löndum Evrópu. Leikur á orgel Reykholtskirkju Haukur Guðlaugsson LAUFEY Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson halda tónleika í Hóla- dómkirkju á laugardag kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir gamla meistara fyrir fiðlu og gítar. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir G. F. Händel, A. Vivaldi, J. S. Bach, N. Paganini, F. Chopin, F. Tárrega og W. Kroll. Auk venjulegs tónleika- halds hafa Laufey og Páll staðið fyrir tónlistarkynningum í skólum víðs vegar um land. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir börn. Fiðla og gítar í Hóladómkirkju Á ÁTTUNDU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu á laugardag kl. 16 kemur fram tríó saxófónleikarans Hauks Gröndal. Með honum leika gítarleikarinn Ásgeir J. Ásgeirsson og danski kontrabassaleikarinn Morten Lundsby. Leikið verður ut- andyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Tríó Hauks Grön- dal á Jómfrúnni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.