Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 35

Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 35 Á TÓNLEIKUNUM voru flutt 6 lög af nýútkomnum geisladiski, Guð- mundarvöku, sem tekin voru upp á samnefndum minningartónleikum um Guðmund Ingólfsson á sl. ári þeg- ar tíu ár voru liðin frá dauða þess dáða og sívinsæla djasspíanista. Til viðbótar voru á efnisskránni m.a. „Vorblómið angar“, sem Guðmundur samdi 12 ára gamall, og hinum klass- ísku lögum „Round Midnight“ og „Night Train“ ásamt „Þei, þei og ró ró“ eftir Björgvin Guðmundsson. Vernharður Linnet, driffjöður og hugmyndasmiður tónleikanna, valdi þau lög sem Guðmundur Ingólfsson var búinn að hrífa svo marga með og tengdust sterkt hans persónulega lífi og listsköpun. Það er ekki vandalaust að fara í hlutverk þess sem á að fá horfinn streng, fallega hljómandi í minningunni, til að titra og gefa frá sér nýjan og lifandi tón, sem ekki verður að daufu bergmáli í saman- burði við þann upprunalega. Ekkert verður nokkurn tímann endurtekið nákvæmlega eins. En með því að fá þá Björn, Gunnar og Guðmund Stein- grímssson, sem höfðu tengst Guð- mundi Ingólfssyni sterkum tónlistar- böndum, og síðast en ekki síst að „detta niður á“ hinn stórgóða djass- píanista Hans Kwakkernaat frá Hol- landi tókst hvorutveggja, að glæða minninguna og vísa veginn fram til birtu og gleði. Hans Kwakkernaat fyllir ekki í skarð Guðmundar, en hann leikur í skarðinu milli hárra tinda og veitir áhorfendum sýn á nýj- ar lendur og glæst fjöll. Djassinn kraumaði í katlinum (Ketilhús ber nafn með rentu!) og hitaði þakklátum áheyrendum í tvo klukkutíma og ef- laust langt inn í nóttina. Það voru ekki bara glæsilegir sprettir hljóð- færaleikaranna í einleikshlutverkum heldur miklu fremur þéttur og litrík- ur samhljómur og samkennd hljóð- færaleikaranna sem lyftu flutningi þeirra á æðra stig. Hans byrjaði að fara á kostum í „Blúsinum til Birnu“ í því lagi sem Guðmundur tengdi konu sína íslenskum blús til framtíðar. Björn Thoroddsen lék svo leiftrandi glæsilega í þeirri „gömlu lummu“ „Sweet Georgia Brown“, sem alltaf fær nýtt bragð í nýjum og þó gömlum flutningi. Annar ópus úr fjölskyldulífi Guðmundar „RóskIngó“ var stórvel flutt af næmri tilfinningu og svo hraðri og heitri sveiflu. Í „Blue Monk“, blúsinum sem Thelonius vann allan heiminn með, var Björn Thoroddsen í ham og spann marglota tónvef af glæsibrag. Síðasta lag fyrir hlé var svo hrein galdrasýning, en þá lék Hans Kwakkernaat einn lag Monks, „Round Midnight“, en það er ein af þessum merkilegu tilviljunum að þetta var eina lagið sem hann og Guðmundur höfðu leikið sóló inn á hljómplötu hvor í sínulagi. Þarna birtust meistararnir hver af öðrum í einum og sama manninum: Erol Garner, Oscar Peterson og áfram mætti telja, en þó fyrst og fremst hinn snjalli Hansi. „Máfaskelfir“ er þrátt fyrir nafnið mjög aðlaðandi lag eftir Björn Thoroddsen og var gríp- andi í fínum flutningi. Sérstaka at- hygli mína vakti dúóspuni Björns og Gunnars, ásamt ótrúlega sannfær- andi tveggja tóna einleiksspuna höf- undarins og píanistans. Ekki er hægt að fjalla um þessa tónleika án þess að geta „papa jazz“ hans Guðmundar Steingrímssonar, því hann var ekki bara pottþéttur, smekkvís, nákvæm- ur og ryþmískur í samspilinu, heldur lék hann óviðjafnanleg sóló, sem bergnumu áheyrendur. Smekkvís, næm og tær túlkun á „Þei, þei og ró ró“ lét engan ósnortinn. Það er ekki neinum ofsögum sagt að þetta voru tónleikar sem maður þakkar forsjón- inni fyrir að hafa fengið að hlýða á. Vernharður Linnet var líflegur og kröftugur kynnir og tengdi saman sögu og eigin reynslu. Tónleikarnir voru vel sóttir og ég fullyrði að stemmingin hafi verið eins og hún gerist best og hljómburðurinn í Ket- ilhúsinu ýtti undir djúpa hrifningu og kom m.a. bæði tónlistarmönnum og áheyrendum á flug. Aukalögin hefðu orðið fleiri, en „I Will Remember Ap- ril“ ef drengirnir hefðu ekki þurft að aka um nóttina suður að tónleikum loknum. Listasumar á Akureyri er að hluta til tveggja mánaða djasshátíð og þessir tónleikar voru þeir fimmtu í þeirri röð og áfram heldur dagskráin. Það er hægt að upplifa stemminguna að hluta með því að eignast nýja geisladiskinn, Guðmundarvöku. Kraumaði í katlinum … TÓNLIST Listasumar á Akureyri Ketilhúsinu Flytjendur voru Hans Kwakkernaat á pí- anó, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur. Kynnir: Vernharður Linnet. GUÐMUNDARVAKA Ljósmynd/Egill Egilsson Hann var þéttsetinn bekkurinn í Ketilhúsinu á Guðmundarvöku. Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.