Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 43

Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 43 FYRIR nokkru var talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um upp- götvun sænskra vís- indamanna á miklu magni af hinu krabba- meinsvaldandi efni akrýlamíð í algengum matvælum. Vakti sú umræða spurningar sem ég varð ekki var við að fjölmiðlar spyrðu né að ábyrg yfirvöld tækju upp og svöruðu. Svo er að sjá sem hinn ábyrgi eftirlitsaðili, þ.e. Hollustuvernd, telji krabbamein af völdum akrýlamíðs síður skað- legt en krabbamein af völdum ann- arra eiturefna í matvælum. Alltént eru viðbrögð stofnunarinnar með nokkuð öðrum hætti en þegar hlið- stæðir skaðvaldar skjóta upp kollin- um, nefna má efni eins og aflatoxín, PAH og 3-MCPD. Aflatoxín Eins og sjá má á heimasíðu Holl- ustuverndar er aflatoxín eitur sem myndast getur í t.d. kornvörum, hnetum og fíkjum við ákveðin skil- yrði. Sterkar líkur eru taldar á því að þetta efni geti verið krabbameins- valdandi, auk þess sem það hefur önnur skaðleg áhrif. Í raun eru þetta nokkur efni og er leyft hámarksgildi þeirra í matvælum 4 µg/kg. Leiki grunur á að magn aflatoxíns í ákveð- inni vörutegund fari yfir þessi leyfi- legu mörk krefst Hollustuvernd heil- brigðisvottorðs sem rekja má til viðkomandi sendingar til að tryggja að vörur á markaði séu undir mörk- unum og er það vel. Kemur enda eft- irfarandi fram hjá stofnuninni: „Talið er að eiturefnið aflatoxín geti valdi krabbameini. Því er mikilvægt að standa þannig að markaðssetningu matvæla að hagsmunir neytenda séu tryggðir með því að selja aðeins vörur sem uppfylla sett skilyrði.“ PAH (polycyclic aromatic hydrocarbons) PAH eru efnasambönd sem talin eru krabbameinsvaldandi. Á síðasta ári greindust þau í ólífuhratsolíum, en þessi efni myndast við mikinn hita í framleiðslu. Skv. heimasíðu Holl- ustuverndar eru ekki til reglur um leyfilegt hámark þessara efna í ólífu- olíu, en hérlendis er tekið mið af við- miðunarmörkum annarra landa og leyfilegt hámark sett við 5 µg/kg. Fór Hollustuvernd fram á heilbrigðis- vottorð fyrir allar ólífuolíur sem fluttar voru inn til landsins á þessum tíma, jafnt ólífuhratsolíur sem aðrar, og lét rannsaka 14 tegundir sem hér voru í verslunum. Reyndust þær all- ar í góðu lagi. Þarna tók Hollustu- vernd af ábyrgð og festu á málum. 3-MCPD Þetta efni veldur ekki bráðum heilsuskaða en langvarandi neysla þess getur skv. upplýsingum á heimasíðu Hollustuverndar verið krabbameinsvaldandi. Leyfilegt há- mark þessa efnis í matvælum er 0,02 ppm. Í mars fyrir tveimur árum sendi Hollustuvernd út innköllum á tveimur tegundum af tælenskum sojasósum vegna þess að í þeim hafði mælst of mikið af 3- MCPD. Sojasósa er framleidd á tvo vegu, annars vegar með súru vatnsrofi og hins vegar með gerjun. Lítil hætta er á að 3-MCPD mynd- ist þegar gerjun er not- uð. Engu að síður fór stofnunin fram á að inn- flytendur öfluðu vott- orða um styrk þessa efnis í þeim sojasósum sem þeir hafa á boðstól- um, jafnvel þeim teg- undum sem framleidd- ar eru með gerjun. Enn var tekið á málum af ábyrgð og festu. Akrýlamíð Nú í vor sáum við uggvænlegar fréttir í fjölmiðlum um akrýlamíð í matvælum, einkum í mikið hituðum kolvetnaríkum matvælum eins og einstaka kex- og brauðtegundum, nokkrum tegundum af morgunkorni en alveg sérstaklega í frönskum kart- öflum og kartöfluflögum. Á heima- síðu Hollustuverndar má sjá að akríl- amíð skaðar erfðaefni líkamans og er krabbameinsvaldandi. Á heimasíðu Livsmedelsverket í Svíþjóð kemur ennfremur fram að stærri skammtar geta valdið taugaskaða og dregið úr frjósemi. Á síðunni segir jafnframt að þar í landi megi trúlega rekja allt að 700 krabbameinstilfelli árlega til akrýlamíðs í mat. Þetta jafngildir tæplega 30 tilfellum árlega hér á landi. Skv. heimasíðu Hollustuvernd- ar eru ekki til reglur um leyfilegt há- mark þessa efnis í matvælum, en í neysluvatni er hámarksgildið 0,1 µg/l. Fyrrgreind matvæli innihalda hins vegar frá nokkur hundruð µg/kg til liðlega 2.000 µg/kg, sem sé meira en 20.000 (tuttuguþúsund) falt há- marksgildi þess sem leyfilegt er í vatni. Þar sem þessar akrýlamíð auðugu matvörur eru flestar mjög vinsælar og neysla þeirra hverra um sig er margfalt, margfalt meiri en neysla tælenskrar sojasósu, ólífuhratsolíu og einstakra hnetutegunda, og þar af leiðandi stórum líklegri til að valda umfangsmiklu heilsutjóni, væri ekki órökrétt að reikna með a.m.k. jafn af- dráttarlausum aðgerðum Hollustu- verndar vegna matvæla með akrýlamíði og þeirra matvæla sem fyrr greinir. Hver eru hins vegar við- brögð Hollustuverndar? Orðrétt seg- ir á heimasíðu stofnunarinnar: „Holl- ustuvernd ríkisins telur að ekki liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar í dag til að hægt sé að grípa til sérstakra aðgerða.“ Þessi skilaboð eru nokkuð frábrugðin þeim sem annars eru not- uð: „Því er mikilvægt að standa þannig að markaðssetningu matvæla að hagsmunir neytenda séu tryggðir með því að selja aðeins vörur sem uppfylla sett skilyrði.“ Þegar bornar eru saman afar markvissar og afdráttarlausar að- gerðir Hollustuverndar vegna hugs- anlegra frávika frá hámarksgildum skaðlegra efna í matvælum annars vegar og algert sinnuleysi við gífur- legum frávikum hliðstæðra efna í fjölda vinsælla vörutegunda hins vegar klórar maður sér í kollinum og reynir að átta sig á hvert hlutverk þessarar stofnunar eiginlega sé. Alltént virðast hin ákveðnu og af- dráttarlausu viðbrögð við jafnvel litlum frávikum sumra efna allt að því hjákátleg í ljósi aðgerðarleysis þegar yfirgengileg frávik annarra efna uppgötvast. Eða telja menn þar á bæ að krabbamein af völdum akrý- lamíðs sé skárra en krabbamein af völdum annarra efna? Eitur í mat Örn Svavarsson Akrýlamíð Viðbrögð Hollustu- verndar við jafnvel litlum frávikum sumra efna virðast, að mati Arnar Svavarssonar, allt að því hjákátleg í ljósi aðgerðaleysis þegar yfirgengileg frávik annarra efna uppgötvast. Höfundur er eigandi Heilsuhússins. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 83 33 07 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.