Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 45 „SUMARIÐ er tíminn“ syngur Bubbi Morthens í samnefndu lagi sínu sem allir þekkja. Sumarið er líka sá árstími sem eðli málsins samkvæmt flestir fara í sumar- leyfi. Júlímánuður er aðalferðatím- inn og víða erlendis er fyrirtækj- um jafnvel lokað vegna sumarleyfa starfsfólks. Fundir í borgarstjórn Reykjavíkur og í mörgum nefnd- um borgarinnar liggja einnig niðri enda er þar heimild fyrir allt að tveggja mánaða leyfi á sumrin. Borgarráð fundar þó allan ársins hring með örfáum undantekning- um. Hraðferð í borgarkerfinu Það skýtur því óneitanlega skökku við að meirihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur, þ.e.a.s. kosningabandalag Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, virðist velja sumarið til að leggja fram og samþykkja ýmis stór mál sem full ástæða er til að gefa meiri tíma og umfjöllun. Umdeilt bílastæðahús Nægir þar að nefna áform þeirra um að byggja bílastæðahús undir Tjörninni þó hvorki liggi fyr- ir kannanir á öðrum möguleikum né mat á umhverfisáhrifum í tengslum við slíkar framkvæmdir. Sérfræðingur um lífríki Tjarnar- innar hefur eindregið lagst gegn byggingu bílakjallarans og bendir á að svæðið njóti borgarfriðunar. Þá hefur meirihlutinn í borgarráði samþykkt að byggð verði hús á Alaskalóðinni í Breiðholti og hundsar þar með undirskriftir og athugasemdir fjölmargra. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarráðs 12. júlí sl. fram bókun þar sem uppbyggingu á Alaskalóðinni var harðlega mót- mælt ásamt bókun þar sem krafist var frekari upplýsinga um forsend- ur bílastæðahúss undir Tjörninni. Hækkun leiguverðs Á síðasta fundi félagsmálaráðs fyrir sumarleyfi var lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Félagsbú- staða um að leiguverð verði hækk- að um 12% og jafnframt að leigan verði jöfnuð sem þýðir að leigu- verð getur lækkað á um 400 íbúð- um en hækkað á allt að 900 íbúð- um. Fulltrúar minnihlutans bentu á að ekki lægi fyrir hver „jöfn- unin“ og hækkunin yrði í einstaka tilvikum og hvernig Félagsþjón- ustan gæti brugðist við fleiri um- sóknum um fjárhagsaðstoð í kjöl- farið. Samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins og lagði félags- málaráð til að réttarstaða leigu- taka verið skoðuð sérstaklega. Fé- lagsbústaðir fara einnig fram á 12% hækkun á framlagi borgarinn- ar, eingreiðslu, og samþykkti ráðið að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir lægju frekari gögn um kostn- aðaráhrif þess á Félagsþjónustuna vegna niðurgreiðslu á leigu. Rétti tíminn? Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur velur hásumarleyfis- tímann til að leggja fram, kynna og eftir atkvikum samþykkja um- deild mál. Hann nýtir sér þann tíma sem flestir eru á faraldsfæti og nefndastörf liggja niðri. Hug- takið „hverfalýðræði“ er algjör skrumskæling í þeirra meðförum enda er ætlun þeirra með fyrir- bærinu „Greiðar götur“ einungis að gefa almenningi tækifæri til að tjá sig án nokkurra fyrirheita um að tekið verði tillit til þeirra. Sumarið er tíminn Guðrún Ebba Ólafsdóttir Borgarmál Meirihlutinn í borg- arstjórn velur sumarleyfistímann þegar flestir eru á faraldsfæti og nefnda- störf liggja niðri, segir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, til að leggja fram umdeild mál. Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði og félagsmálaráði. www.icelandair.is Innifalið: Flug og flugvallarskattar Verð 18-24 ára 24.370 kr.* Innifalið: Flug og flugvallarskattar 24.610 kr.* Innifalið: Flug og flugvallarskattar Innifalið: Flug og flugvallarskattar Alls 4000 vildarpunktar Ekkert þjónustugjald Ódýrar ferðir með Netflugi Kyssist í 5000 fetum Hámarksdvöl er 7 dagar fyrir 18 - 24 ára en 14 dagar fyrir alla aðra. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Ferðatímabil frá júlí - október. London gildir í flug FI 452 (síðdegisflug) og FI 453 (kvöldflug). Kaupmannahöfn gildir í flug FI 216 (síðdegisflug) og FI 203 (morgunflug) fyrir 18-24 ára. Fyrir alla aðra gildir: FI 216 (síðdegis- flug), FI 218 (síðdegisflug), FI 202 (næturflug) út og FI 217 (kvöld- flug), FI 203 (morgunflug) heim. bókaðu á www. icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 18 31 6 0 7/ 20 02 Allir aðrir Kaupmannahöfn London London 28.470 kr.* 28.710 kr.* til London og Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn Bókunarfyrirvari er 7 dagar Borgartúni 28, símar 562 2901 og 562 2900 Glæsileg gjöf! frá Yfir 70 gerðir Þýsk stáláhöld Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.