Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÁ, ÞÚ last rétt, ég er ekki að fara að skrifa um álver. Hug- takið heilsutengd ferðaþjónusta byggist á samhæfingu heil- brigðisstétta og ferða- þjónustu og fjölda ann- arra þátta, s.s. útiveru, afþreyingu, forvörnum og almennri heilsuefl- ingu. Þingeyjarsýslur hafa flest það til að bera sem heilsutengd ferðaþjónusta byggist á og er umræða um heilsubæinn Húsavík bæði gömul og ný. Mér finnst hugmyndin raunhæfari en nokkru sinni fyrr og kýs að nefna hana heilsuver Þing- eyinga. Frumkvöðlar á Húsavík Við eigum mikinn mannauð hér í Þingeyjarsýslum sem styrkir fram- tíð svæðisins. Safnahúsið, Sjóminja- safnið og Hvalasafnið, hvílík þrek- virki. Það liggur óútskýranleg stemmning í loftinu, umhverfið lifn- ar við og manni finnst að nýjar víddir opnist. Þið sem standið að gerð safnanna eigið margfalt hrós skilið. Söfnin hafa skilað okkur og eiga eftir að skila okkur óteljandi ánægðum viðskiptavinum. Tökum okkur til eftirbreytni störf þessa fólks sem stuðlað hefur að menning- artengdri ferðaþjónustu og leggjum þannig grunn að heilsutengdri ferðaþjónustu. Grunnur lagður að heilsu- tengdri ferðaþjónustu Að hafa góða heilsu er ómetan- legt. Að hafa öfluga Heilbrigðis- stofnun er nauðsynlegt. Það er okk- ar sem störfum hjá Heilbrigðisstofnuninni að hlú að lík- ama og sál. Rannsóknir hafa sýnt að gott eftirlit og forvarnir skila ár- angri. Forvarnarstarf og fræðsla er í auknum mæli að skila sér frá heil- brigðisgeiranum til almennings. Við höfum alla burði til að heilsu- efling skili sér héðan frá Þingeyj- arsýslum til lands- manna í formi heilsutengdrar ferða- þjónustu. Í febrúar sl. hófst samvinna Foss- hótels Húsavíkur og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um tvö vikulöng námskeið, þar sem viðfangsefnin voru annars vegar syk- ursýki og hins vegar offita. Fléttað var sam- an fræðslu, hreyfingu, matargerð og menn- ingu. Nokkrir fyrirles- arar komu frá Reykja- vík en aðallega voru það heimamenn sem sáu um fræðslu, sjúkraþjálfun, eft- irlit og svæðanudd. Þátttakendur heimsóttu Hvalasafnið, skoðunar- ferð var farin í kirkjuna og í orku- verið. Annar hópurinn fór á leiksýn- ingu og hinn heimsótti Hólmavað og lærði þar fluguveiði og kunnum við þeim sem lögðu okkur lið bestu þakkir fyrir. Á námskeiðunum var opinn fræðsludagur fyrir almenn- ing, hann var geysivel sóttur á báð- um námskeiðunum. Niðurstaða könnunar við námskeiðslok var að þátttakendur fóru heim ánægðir og reynslunni ríkari. Við sem stóðum að námskeiðunum lærðum mikið og mun reynslan af þeim nýtast okkur þegar áfram verður haldið. Án stuðnings fjölda fyrirtækja hefðu þessi námskeið aldrei orðið að veru- leika. Það ber að þakka og gerum við það hér með. Loft 2002 Að finna áhuga og velvilja í sam- félaginu skiptir sköpum við nýsköp- un. Við viljum að fólki fjölgi á lands- byggðinni og til að svo megi verða þurfum við sjálf að leggja grunninn að nýrri starfsemi eins og þessari. Við höfum mannauð, fólk á öllum sviðum sem hefur reynslu eða þekk- ingu til að miðla öðrum. Norður-Þingeyingar hafa komið fram með athyglisverða hugmynd. Það vill svo til að í Norður-Þingeyj- arsýslu mælist frjómagn í andrúms- lofti mun minna en annars staðar á landinu. Það er því tilvalið fyrir fólk með asma og öndunarfærasjúk- dóma að sækja þangað heilsubót. Við vitum að Mývatnssveit býður upp á mikla möguleika, heilsuböð hafa verið stunduð þar frá ómuna- tíð. Það er því miður staðreynd að einn af hverjum fimm Íslendingum er með gigt. Heit böð liðka og minnka bólgur í liðum og eru því kjörin til meðferðar fyrir þennan hóp fólks. Vonandi rís ný heilsu- gæslustöð þar innan fárra ára og þá verður hægt að fara að hlú betur að hugmyndum Mývetninga um heilsu- tengda ferðaþjónustu. Í september nk. er ætlun að halda opna ráðstefnu í Mývatns- sveit, Loft 2002, um stöðu reykinga og tóbaksvarna á Íslandi. Sérstak- lega verður fjallað um samtalstækni um lífsstílsbreytingar sem nýtist á öllum sviðum heilbrigðisþjónust- unnar. Ráðstefnan verður sniðin fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem og aðra áhugasama um málefnið. Um er að ræða samstarfsverkefni Heilbrigð- istofnunar Þingeyinga, ráðgjafa í reykbindindi, landlæknisembættis- ins, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, tóbaksvarnanefndar, lækna gegn tóbaki, samtaka hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki og fleiri aðila. Dagskráin samanstendur af fyr- irlestrum innlendra og erlendra sérfræðinga og er um afar áhuga- verða ráðstefnu að ræða. Kenndar verða vísindalega prófaðar aðferðir að hvetjandi samtalstækni í klínisku starfi sem nýtist á öllum sviðum heilsugæslunnar. Garðshorn – útivistar- og endurhæfingarsvæði Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar- innar á Húsavík er að vinna að gerð útivistar- og endurhæfingarsvæðis, Garðshorns, sunnan við sjúkrahúsið á Húsavík. Markmið Garðshorns eru m.a. að gera einstaklingum á öldrunar- og sjúkradeild og í Hvammi kleift að njóta útivistar og taka þátt í léttum garðyrkjustörfum, að auka mögu- leika sjúkra- og iðjuþjálfunar og skapa tengsl milli aldraðra og ung- linga. Það má ekki gleymast að aldraðir hafa lagt grunninn fyrir okkur sem yngri eru. Reynsla og verkþekking sem þeir búa yfir þarf að skila sér til komandi kynslóða. Það er alltaf að sannast betur og betur hve það er mikilvægt að hafa áfram hlut- verk og finna að maður geri gagn. Húsavíkurbær tók erindi okkar vel hvað unglingana varðar og munu þeir vinna næstu sumur við að fegra umhverfið kringum sjúkrahúsið og sinna að hluta útivist sjúkra undir okkar leiðsögn. Mærudagarnir á Húsavík í júlí í sumar voru tileinkaðir Garðshorni og fyrsta skóflustungan var tekin hinn 10. júlí. Velvilji til Garðshorns er mikill, starfsfólk Heilbrigðis- stofnunarinnar, líknarfélög á svæð- inu, Garðyrkjufélag Húsavíkur, Skógræktarfélag Húsavíkur, kven- félögin, Húsavíkurkaupstaður, Fé- lag eldri borgara, fyrirtæki, félög og einstaklingar ætla að leggjast á eitt svo Garðshorn verði að veru- leika. Vænta mega munu arðs mörg í hópi okkar. Heilsubót í horni Garðs hljóta þreyttir skrokkar. (H.K. í maí 2002.) Heilsuver Þingeyinga Sigríður Jónsdóttir Heilsa Við höfum alla burði til að heilsuefling, segir Sigríður Jónsdóttir, skili sér héðan frá Þingeyjarsýslum til landsmanna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Veiðistjóraembættið var stofnað 1958 til höfuðs ref og mink sem þá var að leggja undir sig landið. Sveinn Einarsson frá Miðdal sem fyrstur valdist til að skipu- leggja það starf var framúrskarandi braut- ryðjandi, fæddur veiði- maður og fullur áhuga á verkefninu. Sveinn gerði veg veiðistjóraembættisins mikinn og tókst Páli Hersteinssyni líffræð- ingi, sem við tók er Sveinn féll frá 1984, engan veginn að ná með tærnar þar sem fyrirrennari hans hafði haft hælana. Var þó allt með sæmilegum skikk þar til árið 1994 er Össur Skarphéðinsson þáverandi um- hverfisráðherra í bræðiskasti ákvað að flytja aðsetrið til Akureyrar og Páll hvarf úr starfi. Í lögum frá 1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum voru gerð þau afdrifaríku mistök að skilyrt var að veiðistjóri skyldi vera líffræðingur. Til starf- ans á Akureyri valdist því Ásbjörn Dagbjartsson sem enga reynslu hafði af veiðum á þeim vargi sem honum var á hendur falið að halda niðri. Hann virtist auk þess haldinn alvarlegri minnimáttarkennd gagn- vart sínu hlutverki og fór strax að tjá fjölmiðlum að stríðið við ref og mink væri tapað. Hér er ekki rúm til að rekja þá sorgarsögu frekar, en hafi embættið verið komið vel „nið- ur fyrir brúnir“ hjá P.H. var það „undir sjávarmáli“ er Ásbjörn féll frá. Úr öskunni í eldinn Nú hlýtur að birta til, hugsuðum við veiði- menn, en þar skjöplað- ist okkur hrapallega. Tveir sóttu um emb- ætti veiðistjóra, kont- óristi undan handar- jaðri Ásbjarnar, Áki Ármann Jónsson og Snorri Jóhannesson á Augastöðum, lands- þekktur yfirburða- veiðimaður. Þó félagasamtök bænda og fjöldi einstaklinga reri að því öllum árum við Guðmund Bjarnason þáverandi umhverfisráðherra að velja Snorra til starfans var talað þar fyrir dauf- um eyrum, enda hann ekki tengdur valdaaðilum á þeim bæ eins og Áki Ármann, en eiginkona hans og Sif Friðleifsdóttir eru bræðradætur. Nú er það svo að himinn og haf aðskilur okkur veiðimenn og nýút- klakta líffræðinga. Við erum að reyna að halda varginum í skefjum og horfum upp á illa dýrbitnar kind- ur, eydd varplönd eftir tófuna og höfum talið á annan tug þrastar- unga út úr grenskolla. Einnig höfum við séð hundruð æðarunga í kös samandregna af ein- um mink, orðið vitni af gjöreyðingu fisks í lækjum og ám og þriðjungur rjúpnastofnsins fer árlega í þetta óhræsi. Líffræðingagrænjaxlarnir telja að allt leiti jafnvægis, tófan hafi rétt til að bíta lambið, mófuglinn og æð- urna og hreinsa úr rjúpnahreiðrun- um sér og sínum til framfæris og minknum morðóða sé ekkert of gott heldur. Svo hörmulegt sem það nú er virðist núverandi veiðistjóra- nefna vera ansi hallur undir þessar skoðanir menntunarsystkina sinna með þeim afleiðingum að við, óbreyttir dátar í þessu stríði, viljum hvorki heyra hann né sjá. Hann tók strax upp vonleysishjal Ásbjarnar og að halda hlífiskildi yfir sveitar- félögum sem trössuðu lögboðna grenjaleit, rýra enn bág kjör skot- manna og kæra út og suður m.a. börn fyrir að afhenda minkaskott, án þess að hafa veiðikort. Nú megum við Djúpmenn og Strandamenn þola það að tófuhjarð- irnar streymi yfir okkur norðan úr Hornstrandafriðlandinu á leið sinni suður með fullu samþykki og sér- stakri guðsblessun veiðistjóraemb- ættisins og grafarþagnar þing- manna okkar sem þora ekki um þvert hús án leiðsagnar líffræðinga- mafíunnar. Á. Á. hefur í sparnaðar- skyni stuggað snjöllum veiðimönn- um frá embættinu og lagt niður minkahundabúið, svo sá geysimik- ilvægi þáttur og raunar forsenda minkaeyðingar er á algerum ver- gangi. En það voru til peningar í Finn- landsráp sem engu skilaði, veiði- stjóri hefði eins getað fengið sér rúgbrauðssneið og sest á minka- holurnar. Látlaust er auglýst, ef- laust fyrir hundruðir þúsunda, eftir veiðikortaskilum og ímynd embætt- isins könnuð fyrir morð fjár. Friðun vargsins á hálendinu og þjóðgörðunum er hið besta mál hjá veiðistjóra – þrátt fyrir útstreymið og síðasta „afrekið“ er á Snæfells- nesi, en þar er líffræðingur fenginn til, að forgöngu hans, að veiða og sleppa aftur 84 minkum, víst til að kanna hvort þessi tegund geti geng- ið og synt! Óráðshjal Í Mbl. 25. nóv. 2001 er hann búinn að finna upp „náttúrulega stofn- sveiflu“ tófunnar sem sé nú í há- marki um allt land, ásamt minknum, og styður Á.Á. þessa visku sína, sem hann býr einn að, þeim rökum að stígandi hafi verið í refastofn- inum allt frá 1983, einmitt frá þeim tíma þegar líffræðingarnir, illu heilli, tóku við veiðistjóraembætt- inu. Ámátlegri tilraun til að breiða yfir eigið getuleysi og vanhæfni í starfi mun vandfundinn. Veiðistjóri segir með öðrum orð- um að hvolpafulla tófulæðan sem ég skaut um sumarmál hafi engu að síður gotið í vor. Nú er það rétt að minkur og refur eru í hámarki, eins og allir vita sem að þessum málum koma, en rjúpan í gríðarlegri lægð og verður varla hífð upp aftur nema með friðun. Samt segir veiðistjóri í DV 26. nóv. 2001 að ekki megi hagga við veiðitíma hennar næstu 5–10 árin. Þetta verkar svipað á okkur kunnuga og að þorpsfíflið segði for- ustu geimvísindamanna að tunglið sé úr tómum osti. Þetta er mað- urinn sem lögum samkvæmt á að vera mikilvægur ráðgefandi fyrir al- þingi og umhverfisráðuneyti og sækir nú um starf framkvæmda- stjóra væntanlegrar umhverfis- stofnunar til návenslaðs umhverfis- ráðherra. Veiðimann sem veiðistjóra Ég spái því, ef líffræðingar fá áfram að sitja öllum megin ákvarð- anaborðsins, að búið verði að alfriða tófu og mink innan 10 ára. Áróð- ursmyndin í sjónvarpinu 17. júní um minkinn, „gæludýrið góða“, er skref í þá átt. Þeir sem unna lífríkinu verða því að snúa bökum saman um endurreisn veiðistjóraembættisins. Aðskilja verður ráðgjöf og veiði- kortaútgáfu frá skipulagi og stjórn á refa- og minkaveiðum og ráða til þess þáttar veiðimann, sem sinnti starfinu í anda Sveins Einarssonar. Stórauka fjárveitingar til varga- eyðingar og leggja meiri áherslu á vetrarveiði og sýnilegan árangur – þ.e. skottverðlaunin. Veiði á ref og mink verði aftur heimiluð í öllum núverandi friðlönd- um svo og á hálendinu. Reglum um frágang loðdýrabúa verði fylgt eftir af hörku og eig- endur sæti viðurlögum ef dýr sleppa. Hætta vettlingatökum við mink- inn og færa reglugerð um veiðar á honum til fyrra horfs. Norður og niður Indriði Aðalsteinsson Veiðistjórn Ég spái því, ef líffræð- ingar fá áfram að sitja öllum megin ákvarðana- borðsins, segir Indriði Aðalsteinsson, að búið verði að alfriða tófu og mink innan 10 ára. Höfundur er bóndi og veiðimaður, Skjaldönn v/Djúp. Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.