Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 49 ÞVÍ hefur verið haldið fram af gáfuðum mönnum að framsóknar- menn séu hverfandi þjóðfélagshóp- ur, leifar af þjóðfélagsfyrirkomulagi sem steinrann fyrir löngu. Bænda- flokkur í landi sem ekki er hentugt til búskapar. Sömu spekúlantar hafa haldið því fram að ungir framsókn- armenn séu eitthvað sem stríði gegn öllum venjulegum formúlum. Þeir geti í raun ekki talist ungir, því hugsun þeirra sé svo gömul. Þeir telja að ungt fólk skuli vera annað tveggja, efnishyggju eða andans- hyggju, annað mun ekki vera norm- alt. Ekki er þó Framsóknarflokkurinn liðin tíð. Það er hann svo sannarlega ekki þrátt fyrir að vera elsti stjórn- málaflokkur landsins. Framsóknar- flokkurinn var stofnaður árið 1916 og síðan þá hefur margt breyst í ís- lensku þjóðlífi, í raun allt. Þar með talinn Framsóknarflokkurinn. Hann er samt ekki lagður niður þó svo hann sé ekki í tísku þann áratuginn, hann bara fær sér strípur eða perm- anet og mætir endurnýjaður til leiks, kominn í tísku enn og aftur. Þetta hefur verið að gerast und- anfarin misseri, eftir að póli„tísku“ löggurnar höfðu talið okkur öllum trú um að grænt væri ekki inni í haust og yrði það sennilega aldrei aftur. Hvort sem það er Evrópu- strípunum að þakka, eða nýja „lúkk- inu“ á Halldóri er ljóst að enn um sinn hefur Framsóknarflokkurinn erindi í íslenskri þjóðmálaumræðu og ekki síst meðal ungs hugsandi fólks. Því var fleygt fram í gríni fyrir borgarstjórnarkosningarnar að það væru tvö stór félagshyggjuframboð sem bitust um völdin í borginni. Nær væri þó að segja að stefnur framboðanna stóru væru keimlíkar grundvallarstefnu Framsóknar- flokksins, að nýta kosti markaðarins en setja þó manngildi ávallt ofar auðgildi. Hlutu þessi sjónarmið stuðning yfir 90% kosningabærra borgarbúa í kosningunum. Ungt fólk á svo sannarlega erindi í Framsóknarflokkinn þó svo að hann prediki hvorki andann né efnið, heldur það sem best er í reynd. Slurk af félagshyggju, skvettu af einstaklingsframtaki og nokkur kryddkorn af þjóðlegum gildum. Það sýndi sig einnig eftir borgar- stjórnarkosningarnar að Framsókn- arflokkurinn er tilbúinn að gefa ungu fólki færi á að hafa áhrif og koma sínum skoðunum á framfæri. Af þeim nefndarsætum sem komu í hlut flokksins á vegum borgarinnar var ungt fólk í um það bil þriðja hverju, og þar af í mörgum af stærri nefndum borgarinnar. Í Framsókn- arflokknum er pláss fyrir ungt fólk og skoðanir ungs fólks. Framsóknarmaddaman er komin úr lagningu! Haukur Logi Karlsson Framsóknarflokkur Ungt fólk, segir Haukur Logi Karlsson, á svo sannarlega erindi í Framsóknarflokkinn. Höfundur er formaður ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík suður. Brúðargjafalistar Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Hnífapör og matarstell frá Þumalína Alltaf í leiðinni Skólavörðustíg 41, s. 551 2136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.