Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Píparar og/eða menn vanir pípulögnum óskast til starfa. Næg verkefni. Alhliða pípulagnir sf., símar 567 1478 og 693 2601. ½ skrifstofustarf Starfskraftur óskast til bókhalds- og almennra skrifstofustarfa, sem fyrst, hjá meðalstóru iðnfyr- irtæki í Hafnarfirði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Skrifstofa — 12514“, fyrir 25. júlí 2002 og greini frá aldri, menntun og fyrri störfum. Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Steinullarverk- smiðjunni hf. föstudaginn 26. júlí nk. kl. 10.30 á skrifstofu félagsins á Skarðseyri 5, Sauðárkróki. Fundarefni: 1. Kosning nýrrar stjórnar. 2. Önnur mál. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Vegna veikindaforfalla vantar stærðfræði- og eðlisfræðikennara á haustönn. Um er að ræða kennslu í stærðfræði, 30 tíma á viku og eðlisfræði, 20 tíma á viku, alls rúmlega tvær kennarastöður. Möguleiki er að skipta kennslunni í hlutastörf. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum í pósti á Fríkirkjuveg 9, fyrir 1. ágúst 2002. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Launakjör eru skv. samningum KÍ og ríkisins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari, veitir nánari upplýsingar í síma 892 8077. Skólameistari. Enska — hjúkrun Kennara vantar í ensku og hjúkrun á haust- misseri, allt að heillli stöðu í hvorri grein. Umsóknarfrestur er til 20. júlí og skal senda um- sókn í pósti til skólameistara, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, 108 Reykjavík. Ekki þarf að fylla út sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti ghr@fa.is (hjúkrun), edda@fa.is (enska), solvi@fa.is og ohs@fa.is eða í síma 861 6715. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning KÍ og fjármálaráðuneytis. Skólameistari. Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Vallaprestakalli, Kjalarnesprófasts- dæmi, frá 1. september 2002 Prestakallið var stofnað 1. júlí 2002 sbr. starfs- reglur Kirkjuþings nr. 828/2000. ● Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. ● Umsóknarfrestur rennur út 10. ágúst nk. ● Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. ● Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar, http://www.kirkjan.is/biskupsstofa og á Biskupsstofu. Hjúkrunarfræðingar athugið! Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvakt. Mjög góð laun fyrir traustan hjúkrunarfræðing. Óskum einnig eftir hjúkrunarfræðingum til af- leysinga og í fastar stöður. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Sjúkraliðar! Óskum eftir starfskröftum ykkar á morgun- og kvöldvaktir. Verið velkomin í heimsókn eða hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 530 6100 eða 530 6187 alla virka daga. Á Grund búa 248 einstaklingar á hjúkrunar- og dvalardeildum. Á heimilinu er margþætt starfsemi s.s. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hand- avinna, leikfimi, sund, fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa. Lindaprestakall, Kópavogi Organisti — Söngstjóri Sóknarnefnd Lindasóknar í Kópavogi auglýsir hér með laust til umsóknar starf organista og söngstjóra. Lindaprestakall var stofnað 1. júlí síðastliðinn og verða aðstæður því frumbýlingslegar fyrst um sinn en fullur vilji er til að hefja þegar í stað öflugt safnaðar- og söngstarf. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf eftir samkomulagi sem allra fyrst. Umsækjendur skulu í umsókninni gera grein fyrir menntun og reynslu. Verksvið verður í samræmi við starfsreglur um organista nr. 823/1999. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af söngstjórn, eigi auðvelt með samskipti við börn, hafi færni og vilja til að leika ekki einung- is hefðbundna kirkjutónlist í guðsþjónustum og sé lipur í samstarfi. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2002. Nánari uppl. um starfið veitir sóknarprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson s. 864 0554. Umsóknir sendist til formanns sóknarnefndar, Arnórs Pálssonar, Blásölum 1, 201 Kópavogi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skeifan — til leigu Eitt glæsilegasta og best staðsetta 800 m² verslunarhúsnæðið í Skeifunni til leigu. Upplýsingar í síma 894 7997. Grandavegur 47 - til sölu eða leigu Í húsi aldraðra við Grandaveg er til sölu eða leigu hentugt húsnæði fyrir verslun, heilsurækt, sjúkranudd og/eða sólbaðs- stofu, alls 269 fm á jarðhæð. Húsnæðið er laust með skömmum fyrirvara. Ársalir ehf., fasteignamiðlun, sími 533 4200 eða arsalir@arsalir.is TIL SÖLU Sérhæð til sölu Til sölu í hverfi 112 Reykjavík, 136,2 m² sérhæð með sérinngangi, suðursvölum og bílskúr. Vandaðar innréttingar, stórar stofur, stórt bað- herbergi, 2 svefnherbergi. Stutt í alla þjónustu, skóla, sundlaug og golfvöll. Upplýsingar í símum 557 8735 og 864 9687. TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á margvíslegum viðhaldsverkefnum á varnarsvæðinu á Stokksnesi. Þau felast meðal annars í að útbúa vatnslögn, neðanjarðartank ásamt leiðslum og endurnýjun á tveimur bygg- ingum. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25, Reykjavík, og bæjarskrifstofum Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur for- valsnefnd utanríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægj- andi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátt- takendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 30. júlí nk. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins. TILKYNNINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hafnarfjarðarbær Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar á skipulagsáætlun Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á breytingu á Deiliskipulagi fyrir „Suður- höfn“ Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl 2002. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið deili- skipulagið. Auglýsing um gildistöku birtist í B-deild Stjórn- artíðinda þann 19. júlí nk. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi Hafnarfjarðar á Strandgötu 8—10, 3. hæð, Hafnarfirði. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. ÝMISLEGT Til sölu þrotabú Til sölu eru eignir þb. Beint í Pottinn, Þykkvabæ. Um ræðir 185 fm iðnaðar- húsnæði, byggt úr límtré og yleiningum árið 1997, auk véla og tækja til vinnslu á kartöflum, m.a. skrælarar, færibönd, vigtar og pökkunarvélar, turnaringarvél, ryðfr., lyftari og loftpressa. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lög- manna Suðurlandi ehf., Austurvegi 3, Selfossi, s. 480 2900. Ólafur Björnsson hrl, skiptastjóri. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúð- um, Hverfisgötu 42, kl. 20. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður: Timothy Lockhart, frá varnarliðinu í Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 19:30 Samkoma kl. 20:00. Högni Vals- son predikar. Lofgjörð, fyrirbæn- ir og samfélag. Allir velkomnir. Bókabúðin opin að samkomu lokinni — nýjar vörur. Munið flöskusöfnunina í kvöld (þarf að vera talið). „Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.