Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 1
TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. ÁGÚST 2002 Á MYNDINNI að ofan sjást íbúar tékknesku höfuðborg- arinnar Prag bera sandpoka í varnargarða við bakka Moldár. Hin myndin sýnir hins vegar ástandið á járnbrautarstöðinni í þýsku borginni Dresden í gær. Klaus Töpfer, yfirmaður umhverfisverkefnis Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði í gær að iðnaðarþjóðir yrðu að axla hluta ábyrgðarinnar á veðrinu sem gengið hefur yfir Evrópu og As- íu undanfarna daga. Sagði hann að ekki væri lengur hægt að draga í efa að mennirnir bæru að hluta til ábyrgð á hamför- unum. Flóðin í Prag undanfarna daga eru hin mestu í manna minnum en embættismenn í borginni sögðu seint í gærkvöldi að svo virtist sem hætta vegna vatnavaxtanna færi minnkandi. Reuters AP Varnargarðar hlaðnir í Prag  Mestu vatnavextir/20 SAPARMURAT Niyazov, lífs- tíðarforseti í Túrkmenístan, sem nýlega breytti mánaðanöfn- unum og lét nefna þá meðal ann- ars í höfuðið á sér og mömmu sinni, hefur nú bætt um betur og endurskilgreint mannsævina frá vöggu til grafar. Mannsævin að mati Túrk- menaföðurins, eins og Niyazov er kallaður, skiptist í nokkur 12 ára tímabil. Það fyrsta, bernsk- an, stendur þá til 12 ára aldurs og síðan taka ungdómsárin við. Þá er komið að þroskaárunum og næstu þrjú tímabil kennir hann við fullnustu þeirra, inn- blástur og visku ellinnar. Niyazov, sem er 62 ára, er nú að upplifa sín innblástursár og hann þarf ekki að kvíða ellinni fyrr en við 85 ára aldur sam- kvæmt hinni nýju skilgreiningu. Raunar má ætla, að ellin sé lítið áhyggjuefni fyrir Túrk- mena almennt því að meðalævi- líkur túrkmenskra karlmanna eru 60 ár og kvenna 65. Snúið á Elli kerl- ingu Ashgabat. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær trúa því að efna- hagur landsins væri á réttri leið en meira þyrfti til að hann næði sér að fullu. Bush lét þessi orð falla á ráðstefnu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum, en fundinn sótti m.a. helmingur ráðherra í ríkis- stjórn forsetans, fjölmargir for- stjórar stærstu fyrirtækja landsins og fulltrúar verkafólks. Tæplega 250 manns sóttu ráðstefnuna og ræddu þeir málin í átta umræðu- hópum en samkundan fór fram í Baylor-háskólanum í Waco í Texas. „Jafnvel þótt hart sé í ári í augnablikinu erum við enn Banda- ríkjamenn,“ sagði forsetinn. „Ég er ótrúlega bjartsýnn á framtíð þessa lands vegna þess að ég þekki styrk þess.“ Bush gerði hlé á sum- arfríi sínu til að sækja ráðstefnuna, en hann hefur síðustu daga dvalist á búgarði sínum í Crawford í Tex- as. „Við höfum heyrt frá Banda- ríkjamönnum sem hafa áhyggjur af ástandinu en hafa ekki misst kjarkinn,“ sagði Bush. „Við vitum af vandamálum þeim sem að okkur steðja, en við berum fullt traust til efnahags Bandaríkjanna.“ Fjárfestingaráðgjafinn Charles Schwab, sem sótti ráðstefnuna, sagði forsetanum að traust fjár- festa væri á mjög viðkvæmu stigi. Sagðist Schwab trúa því að nið- ursveiflan á verðbréfamörkuðum undanfarið væri tímabundin en bætti við að efnahagslægðin væri „líklega sú versta sem við höfum upplifað“. Bush sagði mikilvægt að vinna aftur traust fjárfesta og sagði að ein leið til að ná því markmiði væri að sýna fólki að ríkisstjórnin tæki bókhaldssvindl mjög alvarlega. Handtökur og fangelsisdómar yfir forstjórum sem gerast sekir um slíkt væru til þess fallin að gefa slík skilaboð. Bush bætti hins veg- ar við: „Traust vinnst ekki aðeins með aðgerðum stjórnvalda. Mark- aðurinn verður að hafa eftirlit með sjálfum sér.“ Bush notaði einnig tækifærið til að minna Bandaríkjaþing á mik- ilvægi þess að halda opinberum út- gjöldum í skefjum. „Efnahagslægð og stríðsrekstur hafa aukið halla ríkissjóðs, en ég er staðráðinn í því að standa straum af forgangsverk- efnum ríkisstjórnarinnar samhliða því að hafa þann hemil á útgjöldum sem nauðsynlegur er til að draga úr fjárlagahallanum.“ Forsetinn kom við hjá fjórum umræðuhópanna eftir að hafa flutt erindi sitt og eyddi um fimmtán mínútum með hverjum þeirra. „Hefði betur verið áfram í fríi“ Nokkrir fjármálaskýrendur drógu í efa skynsemi þess að halda ráðstefnuna í ljósi þess að stjórn seðlabanka Bandaríkjanna fundaði í gær og voru m.a. ræddar þar hugsanlegar breytingar á vöxtum. „Ég hef meiri áhuga á hvað seðla- bankinn ákveður en því sem fer fram í Waco,“ sagði hagfræðing- urinn Sung Won Sohn. „Það sem gerist í Waco mun í rauninni ekki hafa nein áhrif á efnahaginn í nán- ustu framtíð,“ bætti hann við. Í gærkvöldi lá síðan fyrir að vextir í Bandaríkjunum héldust óbreyttir. Bruce Bartlett hagfræðingur, sem var ráðgjafi föður forsetans er hann réð ríkjum í Hvíta húsinu, sagðist í gær draga í efa að ráð- stefnan myndi auka traust manna á markaðnum. „Ég held að þetta sé tímaeyðsla,“ sagði Bartlett. „Ég held að forsetinn hefði betur verið áfram í fríi.“ Bush sækir ráðstefnu um ástand efnahagsmála „Ótrúlega bjartsýnn“ Waco. AP, AFP. Gagnrýnendur efast um að ráð- stefnan skili miklum árangri BRESKA lögreglan hóf síðdegis í gær rannsókn á tveimur svæðum um tíu kílómetra frá heimilum þeirra Jessicu Chapman og Holly Wells þar sem jörð hefur nýlega verið raskað. Stúlkurnar, sem eru báðar tíu ára, hurfu fyrir tíu dögum. Skokkari nokkur benti lögregl- unni á svæðin, en hann hafði kvöldið sem stúlkurnar hurfu heyrt „öskur unglinga“ þar nærri. Hann tilkynnti lögreglunni um öskrin en ákvað sjálfur að athuga málið betur þegar ljóst var að stúlkurnar höfðu horfið. Svæðin, sem lögreglan rannsakar nú, eru ekki fjarri þeim stað sem leigubílstjóri nokkur missti af bíl sem hann hafði veitt eftirför og sem menn telja nú að kunni að hafa haft stúlkurnar tvær innanborðs. Lögreglan hefur beðið fjölskyldur stúlknanna að búa sig undir hið versta, en um tíuleytið í gærkvöldi sagði talsmaður lögreglunnar að for- rannsóknir hefðu skilað ófullnægj- andi niðurstöðum og því væri ekkert hægt að fullyrða um hvað kunni að finnast á svæðunum. Staðirnir hafa verið girtir af og sagði talsmaðurinn að unnið yrði alla nóttina við upp- gröft. „Við gerum okkur grein fyrir því hve erfitt það er fyrir fjölskyldur stúlknanna að þurfa að bíða svo lengi eftir fréttum, en við verðum að fara að öllu með gát til að spilla ekki hugsanlegum sönnunargögnum.“ Ættingjarn- ir búast við hinu versta London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.