Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
sæti hvað varðar umhverfisáhrif.
Þetta er verndarsvæði samkvæmt
Ramsarsamþykktinni um verndun
votlendis og mikilvægt svæði fyrir
fugla. Þetta er friðlýst svæði, þannig
að það er margt sem gaf okkur til
kynna að Skipulagsstofnun myndi
hafna þessu,“ segir Árni.
„Það hlýtur að koma krafa á
stjórnvöld að segja: Hér er komið
nóg, við munum ekki leyfa þessa
framkvæmd. Ég bendi á að bæði
umhverfisráðherra og landbún-
aðarráðherra hafa lýst eindregnum
vilja til að vernda Þjórsárver.“
GÍSLI Már Gíslason, formaður
Þjórsárveranefndar, segist stein-
hissa á úrskurði Skipulagsstofnunar.
„Miðað við þær
upplýsingar sem
lágu fyrir og alla
þá vinnu sem
unnin hefur verið
við rannsóknir á
svæðinu á því
hver áhrifin af
lóni, jafnvel í
lægstu lónstöðu
upp á 575 metra,
verði kemur á óvart að Skipulags-
stofnun skuli fallast á þessa fram-
kvæmd. Það er einfaldlega ekki í
samræmi við þær upplýsingar sem
liggja fyrir,“ segir Gísli Már.
Hann segir að sú staðreynd að
Skipulagsstofnun hafi samþykkt 578
metra lón komi sér enn meira á
óvart. „Það var ekki einu sinni á
áætlun Landsvirkjunar í þeirri
skýrslu um mat á umhverfisáhrifum
sem lá fyrir að fara fram á 578 metra
eða 581 metra lón,“ segir Gísli Már.
Hann bendir einnig á sjötta
áfanga Kvíslaveitna, sem kallað sé
setlón í viðbótarupplýsingum sem
sendar voru til Skipulagsstofnunar,
og ekki komu til umfjöllunar hjá
mörgum umsagnaraðilum og al-
menningi. Nú sé gert að skilyrði að
það verði reist lón í austurhluta
Þjórsárvera og það komi sér ennþá
meira á óvart.
Gísli Már segist gera ráð fyrir því
að úrskurður Skipulagsstofnunar
verði kærður. Þjórsárveranefnd
muni væntanlega koma saman og
fjalla um þessa niðurstöðu og senda
sitt álit til Náttúruverndar ríkisins
og Landsvirkjunar.
„Ég vona að þessum úrskurði
verði snúið við og ekki verði fallist á
frekari framkvæmdir í Þjórs-
árverum, það er alveg komið nóg,“
sagði Gísli Már.
Gísli Már Gíslason
Steinhissa á
úrskurðinum
MÁR Haraldsson, oddviti Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, sagði í gær að sér
fyndist margt í úrskurði Skipulags-
stofnunar um Norðlingaölduveitu
með ólíkindum. Skipulagsstofnun
heimilaði til að mynda að veitan yrði
fleiri metra yfir sjávarmáli en fram
kæmi í matsskýrslu Landsvirkjunar.
„Þá á ég við að heimilað er að Norð-
lingaölduveita verði 578 metra yfir
sjávarmáli en í skýrslunni er sú hæð
eingöngu kynnt sem viðmið-
unarkostur. Það er eitthvað sem ég
átti ekki von á,“ segir Már.
Hann segir kostina þrjá um 575,
578 eða 581 metra lón hafa verið
kynnta með því fororði að einungis
lægsti kosturinn væri talinn raun-
hæfur en hinir hefðu verið hafðir til
viðmiðunar. „Mér sýnist því að
Skipulagsstofnun sé þarna að heim-
ila kost sem framkvæmdaraðilinn
hefur í raun ekki farið fram á,“ segir
Már.
Hann segir einnig að í úrskurð-
inum sé verið að gera að skilyrði
mótvægisaðgerðir sem eðli málsins
samkvæmt hefðu átt að fylgja með í
matinu og séu hluti af framkvæmd-
inni. Þær séu heimilaðar án umsagn-
ar eða athugasemda almennings.
„Það er því ýmislegt í þessu sem mér
finnst ekki alveg eðlilegt,“ sagði Már.
Hann sagðist ekki geta sagt til um
það á þessu stigi málsins hvort
hreppurinn hygðist kæra úrskurð
Skipulagsstofnunar. „Við þurfum
fyrst að kynna okkur þennan úr-
skurð betur og skoða hvað stendur
þarna á bak við og svo munum við
meta þetta. Mér sýnist þessi úr-
skurður þó vera þess eðlis að hann
komi ekki til með að breyta neinu um
afstöðu okkar til Norðlingaöldu-
veitu,“ sagði Már.
Már Haraldsson
Margt í úr-
skurðinum
með
ólíkindum
JÓNAS Jónsson, oddviti Ásahrepps,
er mjög sáttur við úrskurð Skipulags-
stofnunar um Norðlingaölduveitu, en
segir þó að það komi sér á óvart
hversu jákvæð niðurstaðan er.
,,Ég fagna þessu engu að síður og
er á þeirri skoðun að það sé skyn-
samlegt að halda þessum fram-
kvæmdum áfram,“ segir hann. ,,Ég
tel að þær hafi ekki umtalsverð um-
hverfisáhrif á Þjórsárverin,“ segir
Jónas og bendir á að fyrirhugað lón
muni að tiltölulega litlu leyti ná inn í
friðland Þjórsárvera miðað við 575
metra lónshæð yfir sjávarmáli en það
muni þó skerðast nokkuð meira ef
miðað er við 578 metra lónshæð, sem
einnig er heimiluð skv. úrskurði
Skipulagsstofnunar.
Hærri lónsstaða en
reiknað var með
Ásahreppur og Djúpárhreppur
eiga aðild að Holtamannaafrétti og
hafa hrepparnir verið jákvæðir gagn-
vart fyrirhuguðum framkvæmdum
við Norðlingaölduveitu en Gnúp-
verjahreppur og Skeiðahreppur hafa
verið andvígir framkvæmdunum.
Jónas segist gera ráð fyrir að sveit-
arstjórn Ásahrepps muni mjög fljót-
lega taka úrskurðinn til skoðunar.
,,Það þarf að sjálfsögðu að skoða
þetta, sérstaklega í ljósi þess að
þarna fellst Skipulagsstofnun á 578
metra, sem er svolítið hærri lóns-
staða en við höfðum reiknað með. Það
er því ýmislegt sem þarf að skoða
gagnvart sveitarfélögum.“
Jónas Jónsson,
oddviti Ásahrepps
Fagnar
úrskurði
Skipulags-
stofnunar
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing frá
stjórn Landverndar.
„Stjórn Landverndar lýsir yfir
vonbrigðum með úrskurð Skipu-
lagsstofnunar um umhverfisáhrif
miðlunarlóns í Þjórsárverum.
Í umsögn Landverndar um
áform um framkvæmdir í Þjórs-
árverum kemur fram að Norð-
lingaöldulón muni valda umtals-
verðum umhverfisáhrifum á
friðlýstu svæði. Niðurstaða
Skipulagsstofnunar um annað
kemur því óvart. Samtökin munu
á næstu vikum kynna sér betur
þær forsendur sem Skipulags-
stofnun byggir niðurstöður sínar
á.
Það er álit stjórnar Landvernd-
ar að viðhalda eigi verndun Þjórs-
árvera og að frekar sé ástæða til
að stækka ytri mörk verndar-
svæðisins þannig að það verði
vistfræðileg, vatnafarsleg og
landslagsleg heild.
Þrátt fyrir að þessi miðlun sé
talin hagkvæmur kostur til að
auka arðsemi virkjunarmann-
virkja á Þjórsár- og Tugnaár-
svæðinu mun hún óhjákvæmilega
skerða eitt mikilvægasta náttúru-
verndarsvæði landsins, eins og
m.a. kemur fram í skýrslu um til-
raunamat á 15 virkjunarkostum í
vatnsafli, sem lögð var fram á veg-
um rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma sl. vor.
Unnið er að náttúruverndar-
áætlun og stjórn Landverndar tel-
ur afar óráðlegt að halda áfram
frekari undirbúningi að virkjunar-
framkvæmdum á Þjórsárverum
þar til hún liggur fyrir. Í þessu
sambandi verður að hafa í huga að
Þjórsárver eru vernduð á grund-
velli Ramsarsáttmálans.
Stjórn Landverndar hvetur
stjórnvöld til að taka enga ákvörð-
un sem kann að draga úr náttúr-
verndargildi Þjórsárvera fyrr en
niðurstöður rammaáætlunar og
náttúruverndaráætlunar liggja
fyrir.“
Úrskurður Skipu-
lagsstofnunar
veldur vonbrigðum
AÐALHEIÐUR Jó-
hannsdóttir, lögfræð-
ingur og sérfræðingur
í umhverfisrétti, hef-
ur ýmislegt við úr-
skurð Skipulagsstofn-
unar um
Norðlingaölduveitu að
athuga. Hún segir
m.a. að úrskurðurinn
byggist að afar litlu
leyti á íslenskri um-
hverfis- og náttúru-
verndarlöggjöf en
þeim mun meira sé
vitnað í úrskurðinum
til ákvæða í alþjóða-
samningum um um-
hverfismál, sem ekki
hafi verið tekin inn í íslenska lög-
gjöf.
,,Skipulagsstofnun vinnur út frá
ákveðnum forsendum sem tengjast
hugtökunum ,,skynsamleg nýting“
og ,,sjálfbær nýting“. Þessi hugtök
hafa hins vegar ekki verið skil-
greind í íslenskum lögum og þýðir
Skipulagsstofnun skilgreiningar á
þessum hugtökum
beint úr skjölum sem
tengjast Ramsar-
samningnum. Þetta
eru mjög flóknar skil-
greiningar og það er
ekki einhugur um
hvernig eigi að skil-
greina þessi hugtök í
alþjóðlegum umhverf-
isrétti eða hvaða efn-
isþættir felist í þeim.
Það er til dæmis ekki
sannfærandi að um-
hverfisáhrif sem eru
óafturkræf séu sjálf-
bær,“ segir hún.
,,Í öðru lagi vekur
athygli mína að úr-
skurðurinn byggir lítið á íslenskri
umhverfis- og náttúruverndarlög-
gjöf. Það er lítið vitnað til íslenskra
lagaákvæða en það er aftur á móti
vitnað til alþjóðasamninga og til
EES-samningsins, þar sem er m.a.
fullyrt að varúðarreglan sé hluti af
73. grein EES-samningsins, sem er
rangt. Hins vegar er reglan hluti af
EES-samningnum. Skipulagsstofn-
un byggir þannig úrskurð sinn
nánast ekkert á íslenskum lögum.
Jafnvel þótt íslensk umhverfislög-
gjöf hafi þróast mikið á undanförn-
um árum vantar mjög margt inn í
löggjöfina. Þannig er t.d. efnis-
ákvæði Ramsar-samningsins að
óverulegu leyti að finna í íslensk-
um lögum og það vantar afar mik-
ilvæg efnisákvæði samningsins um
líffræðilegan fjölbreytileika í ís-
lenska umhverfislöggjöf, s.s. skýr
ákvæði um vernd lífsvæða, þ.e.a.s.
önnur en friðlýsingarúrræði. Efn-
isákvæði í íslenskum lögum sem
eiga að endurspegla samninginn
um líffræðilegan fjölbreytileika,
Bernar-samninginn og Ramsar-
samninginn eru því mjög fátæk-
leg,“ segir Aðalheiður.
,,Það kemur mér verulega á
óvart hversu mikið er byggt í úr-
skurðinum á erlendum lögum og
erlendum sjónarmiðum, sem eru
ekki hluti af íslenskum rétti, og
mikil áhersla lögð á atriði sem ekki
eiga undir landsrétt en varða stöðu
Íslands að þjóðarrétti. Því eru
lagalegar forsendur sem úrskurð-
urinn byggir á mjög veikar,“ segir
Aðalheiður.
Metur mikla hagkvæmni á
móti umhverfisáhrifum
,,Það kemur einnig á óvart í úr-
skurðinum sjálfum að stærstu og
veigamestu þættirnir sem varða
náttúruverndargildi svæðisins eru
taldir valda verulegum óafturkræf-
um umhverfisáhrifum, að mati
Skipulagsstofnunar. Þetta er m.a.
niðurstaða stofnunarinnar varð-
andi áhrif setlóns, áhrif á gróður,
áhrif á freðmýrar, áhrif á smádýra-
líf og ýmsa þætti í vatnafari og
áhrif á fuglalíf og fleira. Hins veg-
ar tekur Skipulagsstofnun skýrt
fram að taka verði mið af þeim
skilgreiningum sem er að finna í
lögum um mat á umhverfisáhrifum,
en lögin innihalda ekki neinar efn-
isreglur sem lúta að náttúruvernd.
Umhverfismat Skipulagsstofnunar
er að sjálfsögðu aðeins víðtækara
heldur en mat Náttúruverndar rík-
isins á náttúruverndargildi Þjórs-
árvera, en Skipulagsstofnun vegur
mikla hagkvæmni framkvæmdar-
innar á móti þessum verulegu og
óafturkræfu áhrifum af fram-
kvæmdinni. Niðurstaða Skipulags-
stofnunar er svo sú að jafnvel þótt
stærstu þættirnir sem varða nátt-
úruna á þessu svæði séu taldir hafa
veruleg óafturkræf umhverfisáhrif,
þá muni hæð lónsins 575 metra og
578 metra yfir sjávarmáli ekki hafa
í för með sér umtalsverð umhverf-
isáhrif vegna þess að fallist er á
framkvæmdina,“ segir Aðalheiður.
Sveitarfélög og Náttúruvernd
ríkisins þurfa að gefa leyfi sitt
Aðalheiður segir alveg skýrt að
bæði Náttúruvernd ríkisins og
sveitarfélög sem málið varðar þurfi
að gefa leyfi sitt svo hefja megi
framkvæmdir á svæðinu. Hjá því
verði ekki komist skv. lögum.
,,Niðurstaða Skipulagsstofnunar
er ekki leyfi til framkvæmda. Nátt-
úruvernd ríkisins á eftir að gefa
leyfi eða hafna slíkri umsókn í sam-
ræmi við 38. grein náttúruvernd-
arlaga og eftir því sem ég best veit
hefur Landsvirkjun ekki sótt um
það til Náttúruverndar ríkisins að
fá heimild til að framkvæmda
Norðlingaölduveitu. Náttúruvernd
ríkisins mun væntanlega hafna
þessari framkvæmd miðað við þá
umsögn sem hún hefur gefið en
það er alveg ljóst að leyfi Nátt-
úruverndar ríkisins þarf að liggja
fyrir. Þar að auki eiga sveitarfélög-
in sem hlut eiga að máli eftir að
gefa framkvæmdaleyfi samkvæmt
27. grein skipulags- og bygging-
arlaga. Það liggur nú fyrir að ann-
að þeirra sveitarfélaga sem að mál-
inu kemur er andvígt
Norðlingaölduveitu, þannig að ef
það gefur ekki sitt leyfi til fram-
kvæmdanna, þá er beinlínis ólög-
legt að hefja framkvæmdir. Laga-
staðan er alveg skýr hvað þetta
varðar,“ segir Aðalheiður.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur
og sérfræðingur í umhverfisrétti
Aðalheiður
Jóhannsdóttir
Lagalegar forsend-
ur eru mjög veikar
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdirnar eru taldar valda verulegum, óafturkræfum umhverfisáhrifum, m.a. á gróður og freðmýrar,
en Skipulagsstofnun telur mikla hagkvæmni framkvæmdarinnar vega á móti þessum áhrifum.