Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 42

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. „MÉR líður eins og blautri tusku hafi verið fleygt framan í mig,“ sagði ég við son minn eftir að hafa heyrt útvarpsviðtal við álforstjóra sem kom til Íslands á miðju sumri, til að kvitta undir áætlun um nýjan hernað gegn landinu. Mér fannst það henta tilefninu að nota gamla og hand- ónýta líkingu sem íslenskir stjórn- málamenn grípa stundum á lofti og heiðra þingheim og fjölmiðla með. Alkóar á jakkafötum koma til lands- ins að véla um rafmagn, búnir að fara erindisleysu í Víetnam, Brasilíu og á Indlandi og íslenski álkórinn á vappi í kring, tilbúinn þegar kollin- um er kinkað, blað og penna takk fyrir, ræsið vélarnar, hefjið mokst- urinn! Það er í raun og veru hinn erlendi auðhringur sem veitir leyfið til að hefja framsóknina fyrir austan, kljúfa öræfin í tvennt og undirbúa hrikalegustu landspjöll sem fram hafa farið hér á landi. Slíkt er viðhorf og slík er sýn ráðamanna til náttúr- unnar í þessu landi. Leyfið fæst ekki lengur hjá Skipulagsstofnun. Álit og niðurstaða þeirrar stofnunar er felld úr gildi, dregin í efa, gerð tortryggi- leg, hundsuð, fótum troðin og út úr henni er snúið. Það er hin sómakæra og óumdeilda viljayfirlýsing borin fram í brosmildri dragt sem skal ráða úrslitum – og nú ríður á að hraða sér! En hvað sagði álforstjórinn í út- varpsviðtalinu? Hann sagði eitthvað um umhverfisstefnu – og þá fór ég að taka eftir kliðnum að baki orðum hans – og svo beit hann hausinn af skömminni með því að fullyrða að það ríkti breið samstaða á Íslandi um virkjanaframkvæmdirnar og þess vegna væri þetta lítið mál. Já, breið samstaða, sagði hann, eins og hann hafi nokkurn tíma kynnt sér málið – lesið álitsgerðir eða íslensk blöð, virt fyrir sér náttúru landsins eða heyrt skoðanir almennings. Staðhæfing þessa manns á sér enga undirstöðu, frekar að henni sé lætt í hendur hans eins og illa þefjandi tusku – sem hann leggur fljótlega frá sér. Hún er vanvirða við álit stofnana, samtaka, fagaðila, skoðanir og sýn tugþús- unda Íslendinga á náttúru Íslands. Í beinu framhaldi af fullyrðingu álforstjórans vindur íslenski raf- orkuforstjórinn tusku sína í sunnu- dagsviðtali Morgunblaðsins (28.7. 2002) – til að fegra ímynd sína og fyr- irtækisins. Um leið gerir hann lítið úr náttúruvernd á Íslandi, gerir hana fjandsamlega og tortryggilega í augum fólks, tengir hana við öfgar og einræði. Honum er það ekki nóg, í krafti fjár og aðstöðu að birta heil- síðuauglýsingar í lit af uppistöðulón- um í sólskini, fylla gömlu stöðvar- húsin af földum íslenskum þjóð- minjum eða skreyta hin nýju með nútímalist – heldur þarf hann að bæta um betur og ráðast gegn verndun Íslands og þeim stóra hópi fólks sem ann náttúru þessa lands. Til þess notar hann margar órök- studdar yfirlýsingar og andlit hins æfða stjórnmálamanns verður okkur öllum augljóst – og einnig hin nýja þjóðhvöt: að hlaða og steypa varn- argarða, byggja stíflur og lón, þurrka upp og breyta árfarvegum, eyða ósum, sökkva víðernum, reisa möstur og setja árnar og fossanna í rör – svo handsala megi álið og bjóða Kyoto-mengunina velkomna heim. Ætlum við virkilega að láta þessi áform yfir okkur ganga? Látum í okkur heyra! JÓN ÖZUR SNORRASON, framhaldsskólakennari, Ártúni 3, Selfossi. Blaut tuska Frá Jóni Özuri Snorrasyni: ÞAÐ er auðvitað fásinna að neita því að tölvur skipta miklu máli í nútíma- skólastarfi. En það er engu minni fá- sinna að krefjast þess af nemendum í venjulegu framhaldsskólanámi að þeir eigi fartölvu. Sá háttur var þó tekinn upp í Menntaskólanum í Kópavogi í fyrra og heldur áfram á næsta skólaári og mér skilst að fleiri framhaldsskólar taki þennan hátt upp nú, en þó aðeins fáeinir. Flestir virðast enn treysta sér til að skipu- leggja kennsluna þannig að nemend- urnir geti notast við heimilistölvuna og einhverja tölvur í skólanum. Það segir sig sjálft að þannig verður að skipuleggja kennsluna meðan tölvur eru enn jafn dýr tæki og nú er. Fartölva kostar á bilinu 150–200 þúsund krónur. Það er hægt að fá þær með afborgunum sem gerir þá 15 þúsund á mánuði í eitt ár eða milli 5 og 10 þúsund á mánuði í tvö til þrjú ár. Á flestum heimilum er þegar til tölva og þegar tveir unglingar eru komnir í fram- haldsskóla er tölvuútgerð heimilis- ins orðin upp á hátt í hálfa milljón krónur. Fyrir margar fjölskyldur gengur þetta einfaldlega ekki upp og ég veit til þess að unglingar hafa orðið að velja annan skóla en MK vegna þessa þótt hann hefði legið best við að öðru leyti. Hér er verið að mismuna unglingum eftir efna- hag. Fyrir nú utan þetta beina út- gjaldadæmi þá er það líka umhugs- unarefni að unglingar 16 til 20 ára eiga að vera að bera 150 þúsund króna tæki með sér daglega. Tölvan getur orðið fyrir hnjaski en er líka girnilegur fengur fyrir þjófa. Þá er kannski að tryggja tækið og eykst þá kostnaðurinn enn. Mér var sagt, þegar ég spurðist fyrir um þetta í MK, að þetta væri þróunin. En þessi þróun er ekkert náttúrulögmál heldur ákveðin af ein- hverjum einstaklingum sem eiga þann kost að skipuleggja starfið öðruvísi. Foreldrar framhaldsskóla- nema ættu að taka höndum saman og andæfa þessari þróun áður en hún nær lengra. EINAR ÓLAFSSON, Trönuhjalla 13, Kópavogi. Fartölvudellan í framhaldsskólunum Frá Einari Ólafssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.