Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 32

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SEPTEMBER 1999 sendi Rík- isendurskoðun Alþingi skýrslu um stjórnsýsluendurskoðun á lífeyris- sviði Tryggingastofnunar ríkisins. Sem vænta mátti er skýrsla þessi greinargóð og nákvæm og lýsir ástandi þessara mála í hnotskurn. Stofn- unin bendir á og gerir grein fyrir því óréttlæti og rangsleitni, sem líf- eyrisþegar og öryrkjar eru beittir við fram- kvæmd laganna um al- mannatryggingar, og af orðalagi skýrslunnar má ráða að jafnræðis- regla stjórnarskrárinn- ar er brotin á þessum skjólstæðingum lag- anna. Ef gera á þessari stjórnsýsluúttekt þau skil, sem hún gefur til- efni til og á fyllilega skilið, verður það ekki gert nema í löngu máli. Ég ræðst ekki í það vegna þess eins að langar greinar um þessi mál eru yfirleitt ekki lesnar. Læt nægja stutta tilvitn- un í skýrsluna, en þar segir á bls. 43: „Að mati Ríkisendurskoðunar er eðlilegt að leitað verði leiða til þess að einfalda það bótakerfi lífeyristrygg- inga, sem tengist öryrkjum og öldr- uðum skv. lögum um almannatrygg- ingar nr. 117/1993 og lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993. Íhuga má hvort kerfi lífeyristrygginga, sem byggði eingöngu á grunnlífeyri og tekjutryggingu, myndi uppfylla þær kröfur, sem gera verður til almanna- trygginga. Í þessu samhengi þarf að skilgreina skýrar hver markmið líf- eyristrygginga eru en þau verða hvorki með góðu móti ráðin af lög- unum sjálfum né lögskýringargögn- um, s.s. greinargerðum, sem fylgdu frumvörpum að lögum um almanna- tryggingar eða umræðum á Alþingi.“ Samkvæmt upplýsingum Ríkis- endurskoðunar eru allar stjórnsýslu- úttektir sendar forsætisnefnd Al- þingis ásamt til allra þingmanna. Skýrslan hefur því legið fersk á borð- um nýkjörins Alþingis sem saman kom í október 1999. Ætla hefði nú mátt að jafn afdráttarlaus svört skýrsla sem snertir meira og minna 30.000 kjósendur hefði fengið verð- uga umfjöllun og meðferð á þinginu með viðeigandi viðbrögðum í sam- ræmi við ábendingar sjálfrar eftirlits- stofnunar Alþingis, Ríkisendurskoð- unar. Nei. Því var nú ekki að heilsa þrátt fyrir fögur loforð fjölmargra þing- manna í kosningabaráttunni vorið 1999 um að áhugasvið þeirra beindist mjög að því að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Í þrjú ár hefir þessi skýrsla nú legið og vafalaust myglað í skrifborðs- skúffum þingmanna. Enginn þeirra hefir brugðist við skýrslunni og forsætisnefndin virðist ekki taka skýrsl- una eins og prentaða á Hólum. Það líður varla sá mánuður að einstakir þingmenn kalli ekki eft- ir úttekt Ríkisendur- skoðunar á einstökum málum eða málaflokk- um, en þegar þessi sama stofnun sendir þeim vandaða skýrslu með ávirðingum og ábendingum um, að ákveðin lög séu svo óljós að markmiðin skiljist ekki, hvorki af lagatextanum né af um- ræðum þeirra sjálfra á hinu háa Al- þingi, þá gera þeir hreinlega ekki neitt og hafa þó haft þrjú ár til að bregðast við. Aðgerðarleysið er táknræn stað- festing á því að málefni aldraðra og öryrkja eru munaðarlaus á Alþingi. Framkvæmdavaldið er fljótara að bregðast við í sinni sífelldu leit að snillingum og skúrkum. Snillingarnir eru fljótir að bræða úr sér og hverfa svo sem ráðagóðir menn og forstjór- ar, en skúrkarnir eru ýmist settir af tímabundið eða fyrir fullt og allt eftir úttekt Ríkisendurskoðunar, og það er athyglisvert, að þeir kosta þjóðina minna í fjármunum talið en snilling- arnir. Virtur hæstaréttarlögmaður hefur lýst þeirri skoðun sinni, að öll laga- smíð Alþingis sé hrákasmíð. Lögin um almannatryggingar eru þar greinilega engin undantekning. Hvert leiðir svo óljós löggjöf, nema til þess að framkvæmdavaldið fer eins og því sýnist, stundum með nauðsyn- legri hjálp pöntunarfélags síns á Al- þingi, sem best sést á síðustu breyt- ingum á lögunum. Í kjölfar öryrkjadómsins var skipuð nefnd kerfiskarla, sem skyldi hafa það hlut- verk að endurskoða lögin um al- mannatryggingar. Þessi nefnd hefir eitthvað misskilið hlutverk sitt. Hefir sennilega ekki lesið stjórnsýsluúttekt þá sem minnst er á að framan. Hún endurskoðaði ekki neitt, heldur flækti kerfið með þeim bastarði sem að lögum varð 1. júlí 2001. Nú skal taka upp hagfræði Hróa hattar og hætta að skilja á milli tryggingabóta og félagslegrar aðstoðar enda segja þeir vísu menn að „aðalhlutverk al- mannatrygginga sé að vera öryggis- net sem byggist ekki á skilgreindum rétti til lífeyris heldur taki mið af framfærslu“. Er nú ekki kominn tími til að alþingismenn fari að gera sér grein fyrir 65. gr. stjórnarskrárinnar eða verða lífeyrismál eldri borgara og öryrkja áfram munaðarlaus á Al- þingi? Lífeyrismál aldraðra og öryrkja Hannes Þ. Sigurðsson Höfundur er fv. deildarstjóri. Tryggingar Bent er á það óréttlæti og þá rangsleitni, segir Hannes Þ. Sigurðsson, sem lífeyrisþegar og öryrkjar eru beittir við framkvæmd laganna um almannatryggingar. ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist á Herjólfsstöðum í Ytri-Laxárdal 18. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Grund 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Elías Sig- urðsson, f. 6.11. 1890, d. 3.7. 1974, og Þórunn Björnsdóttir, f. 20.8. 1885, d. 9.1. 1970. Systkini Sig- urðar eru: Hjörtur f. 2.2. 1913, d. í júlí 1965; Guðrún, f. 4.7. 1914, Sigríð- ur, f. 1.9. 1917, d. 9.1. 2000; Birna Lahn, f. 10.4. 1923; Stefán, f. 23.9. 1925, d. 9.6. 1982; Guðmundur, f. 23.8. 1928; Sigurlaug, f. 18.1. 1931. Fyrri kona Sigurðar var Sig- urbjörg Björnsdóttir, f. 10.11. 1906, d. 6.1. 1956, húsmóðir. Hún var dóttir Björns Guðmundssonar og Sigurlaugar Kristjánsdóttur. Börn Sigurðar og Sigurbjargar eru: Björn, f. 5.3. 1944, d. 30.12. 1996, var kvæntur Eygló Krist- ófersdóttur; Árni, f. 17.10. 1945, kvæntur Ingigerði Árnadóttur og eiga þau einn son og eitt barna- barn; Þórunn, f. 28.2. 1949, gift Gunnari H. Gunnarssyni og eiga þau þrjá syni og fjögur barna- börn. Seinni kona Sigurðar var Dórothea Hallgrímsdóttir, f. 8.5. 1940, húsmóðir, þau slitu sam- vistum 1975. Börn Sigurðar og Dórotheu eru: Jósef Hjálmar, f. 5.8. 1961, sambýliskona Eva Björk Lárus- dóttir og eiga þau tvö börn, Jósef á eina dóttur frá fyrri sambúð; Magnús El- ías, f. 17.7. 1962, kvæntur Hrafnhildi Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Sigríður Aðal- borg, f. 1.7. 1963, sambýlismaður Jó- hannes Guðnason og á hún þrjú börn frá fyrri sambúð; Ævar Þórarinn, f. 4.6. 1964, d. 28.9. 1964; Hjörtur Þórarinn, f. 9.6. 1965, og á hann tvö börn: Rósa Dröfn, f. 24.8. 1967, sambýlismaður Árni Óli Friðriksson og eiga þau þrjú börn: Kolbeinn Vopni, f. 6.6. 1972, kvæntur Önnu Báru Reinalds- dóttur og eiga þau þrjú börn; Hugrún Gréta, f. 28.7. 1973, sam- býlismaður Lárus Konráðsson og eiga þau tvö börn. Sigurður ólst upp á Herjólfs- stöðum. Hann stundaði almenn sveitastörf í sinni heimasveit frá fermingu, flutti til Skagastrandar árið 1943 og starfaði hjá Hólanesi hf., sótti fisk- og síldarmatsnám- skeið árið 1953 og var síðan verk- stjóri hjá Hólanesi hf. þar til hann hætti störfum og flutti til Reykja- víkur 1993. Útför Sigurðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég var staddur á Mallorka þegar Hugrún systir hringdi í mig og lét mig vita að það væri óvíst að pabbi myndi lifa nóttina af. Þetta voru erf- iðar fréttir og verst þótti mér að geta ekki kvatt hann, en sem betur fór var guð á mínu bandi og við pabbi hitt- umst fyrsta þessa mánaðar. Þegar ég kom til þín, pabbi minn, var sárt að sjá hvað þú þjáðist og öll lífslöngun var slokknuð í þínum fallegu og blíðu augum, þú varst búinn að segja mér hve heitt þú þráðir hvíldina. Þessar umræður þóttu mér ávallt erfiðar en þú varst fljótur að breyta um um- ræðuefni og gantast eins og þú varst vanur. Ég fékk að vera hjá þér þá stund sem þú áttir eftir, það var sárt, elsku pabbi minn, að horfa á þig kveðja þennan heim en ég bað bæn- irnar sem þú kenndir mér þegar ég var lítill og þú leist til hliðar á mig. Ég passaði upp á það, pabbi minn, að þú sæir mig ekki gráta meðan þú kvadd- ir. Þetta var þín stund og ég virti það. Frá því að þú kvaddir annan þessa mánaðar þá hef ég verið að rifja upp allt sem við gerðum saman og sög- urnar sem þú kunnir ógrynni af. Ein saga sem þú sagðir mér þegar ég var lítill og oft á lífsleiðinni var af sjálfum þér. Þú varst á milli fjögurra og sex ára uppi á Herjólfsstöðum. Amma var að taka slátur og fólkið var eitt- hvað að sýsla úti við. Þú varst klædd- ur nærfötum (og peysu minnti þig). Það var október og orðið mjög kalt úti. Þú laumaðist út án þess að nokk- ur vissi. Um kvöldið var farið að leita að þér en þú fannst ekki fyrr en dag- inn eftir. Þá lástu niðri í laut og þér var öllum heitt. Þú sagðir alltaf, pabbi minn, að álfar hefðu haldið á þér hita. Þú varst gjafmildur á sjálfan þig og varst alltaf fljótur að hjálpa öllum sem þurftu hjálp og aldrei þáðir þú neitt fyrir vikið. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að allir byggju yfir þínum kostum. Þú varst blíður, kærleiksrík- ur, heiðarlegur, ósérhlífinn, vinnu- glaður, þetta eru kostir sem ég tel prýða fullkominn herramann. Þú ólst mig upp og hefur alltaf reynst mér vel, bæði sem faðir og móðir. Því líður mér sem ég hafi misst bæði og það er stórt sár í mínu hjarta sem aldrei verður fyllt. Þú reyndist mínum börnum sem draumaafi enda var það viðkvæði þeirra sem kynntust þér að blíðari mann væri ekki að finna. En veikindi þín lögðu þig loks að velli og varst þú búinn að fá alltof stóran toll af þeim. Því er ég ánægður fyrir þína hönd, elsku pabbi minn, að þú þjáist ekki lengur. Ég þakka þér, elsku pabbi minn, allt það góða sem þú kenndir mér. Ég sakna þín. Guð geymi þig, pabbi minn. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Þinn sonur Kolbeinn. Hann Siggi tengdapabbi er látinn og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Við kynntumst um 1973, þegar Siggi bjó á Skagaströnd, þar sem hann starfaði sem verkstjóri hjá Hólanesi. Við hittumst fyrst þeg- ar við hjónin keyrðum norður í heim- sókn til hans með nýfæddan son okk- SIGURÐUR MAGNÚSSON Ég var nýkominn úr sumarfríi, þar sem ég varð fyrir því að síma mínum var stolið, og ég því í stopulu sambandi síðastliðinn mánudag þegar Ásgerður dóttir Einars Loga, vinar míns, náði til mín og færði mér þá döpru frétt að pabbi hennar hefði látist að kvöldi föstudagsins 2. ágúst. Síðast var ég hjá honum laugar- daginn 13. júlí, rétt fyrir fríið. Hvernig er hægt að lýsa tilfinning- unni þegar slík fregn berst? Jafnvel þótt við hefði mátt búast er eins og lífsþrótturinn sogist úr manni. Leiðir okkar Einars Loga lágu saman nokkrum sinnum á lífsleið- inni. Fyrst kynntist ég honum sem ungum manni í tilhugalífi með Sig- rúnu, sem síðar varð eiginkonan og er móðir tveggja af þremur dætrum Einars. Næst var það í lok áttunda áratug- arins sem við áttum samstarf sem vinnufélagar í fasteignasölu og stóð- um saman að rekstri kaffihúss fyrir óvirka alkóhólista um skeið. Þá var það seinni hluta tíunda ára- tugarins að Einar hafði samband við EINAR LOGI EINARSSON ✝ Einar Logi Ein-arsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 13. ágúst. mig og bað mig aðstoð- ar við fráfall móður sinnar. Hann átti þá von á nokkrum arfi en var illa skuldsettur. Vonum framar tókst að losa hann úr skuldum. Minnisstætt er mér hversu annt honum var um að gera upp við alla þá er hann taldi sig skulda. Eftir þetta vorum við í stöðugu sambandi það sem eftir lifði. Hann var þá í sam- búð með Soffíu Björg- vinsdóttur í Hamarsgerði 6 í Reykja- vík, sem í allt mun hafa varað í allt að 12 árum og allt fram til desember 2001, að Soffía fluttist á hjúkrunar- heimili. Einar var vel af Guði gerður. Hann hafði mikla hæfileika. Auk þess að vera gæddur ríkum listræn- um hæfileikum, bæði til skrifta og á sviði tónlistar, hafði hann í ríkum mæli þann hæfileika að laða að sér fólk. Aldrei hefi ég mætt óvildar- manni Einars og held ekki að hann finnist. Einn átti hann þó andstæðing sem hann glímdi við þann tíma sem ég þekkti hann og hafði sá algjörlega undirtökin síðustu árin og fullan sig- ur að lokum, en sá var Bakkus kon- ungur. Glíman við þann konung er oft erfið og þegar illa gengur vill vin- um fækka og jafnvel þeir sem kær- astir eru forðast viðkomandi. Þetta er skiljanlegt og eðlilegt þeim sem til þekkja, en breytir ekki því að sá sem glímuna heyr þjáist mest. Um síðastliðna páska varð Einar fyrir áfalli og lá um tíma milli heims og helju á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi og var vart hugað líf. Gegnum það komst hann þó og fékk inni í Gunnarsholti síðustu mán- uðina, en stöðugt hrakaði heilsu hans þar til að þessu kom. Ég kveð minn góða vin Einar Loga Einarsson, sem fallinn er frá alltof ungur, í þeirri trú að hvíldin sé honum góð. Helgi Hákon. Einar Logi Einarsson, hljómlist- armaður og rithöfundur, var ljúfur maður og góður drengur, hugur hans stefndi til ritstarfa á ungum aldri og hlaut hann viðurkenningu fyrir. Rit- störfin urðu hans ævistarf, hann samdi margar bækur, einkum fyrir unglinga og börn. Áreiðanlega minn- ast margir ánægjustunda við lestur bóka hans. Smásögur liggja eftir hann í blöðum og tímaritum, einnig samdi hann nokkur leikrit og svið- setti þau sjálfur. Bækur þýddi hann og greinar í tímarit og var afkasta- mikill á því sviði. Hjómlistarmaður var hann góður og minnast margir ljúfra tóna úr píanóinu á öldurhúsum borgarinnar frá fyrri tíð. Ótalmargt fleira mætti telja til frá lífsferli Ein- ars Loga en ég læt hér staðar numið. Undirritaður átti áralangt sam- starf við Einar Loga vegna útgáfu á bókum hans og margs er að minnast frá þeim árum og mun kannski seinna verða sagt frá þeim tíma. Votta vinum hans og ættingjum inni- lega samúð. Heimir Brynjúlfur Jóhannsson. MINNINGAR FUGLAHÚS Garðprýði fyrir garða og sumarhús. 10 mismundandi gerðir. Klapparstíg 44  Sími 562 3614 PIPAR OG SALT Frá kr. 3.995 8 Hárlos það er óþarfi Þumalína, Skólavörðustíg 41 Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.