Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Í ÚRSKURÐI Skipulagsstofnunar á mati á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu, sem birtur var í
gær, er fallist með skilyrðum á tvo kosti, þ.e. lón í
575 eða 578 metra hæð yfir sjávarmáli, en stofnunin
hafnar gerð lóns sem yrði í 581 metra hæð.
Lagalegar forsendur mjög veikar
að mati sérfræðings
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur og sér-
fræðingur í umhverfisrétti, hefur ýmislegt við úr-
skurðinn að athuga. ,,Það kemur mér verulega á
óvart hversu mikið er byggt í úrskurðinum á er-
lendum lögum og erlendum sjónarmiðum, sem eru
ekki hluti af íslenskum rétti, og mikil áhersla lögð á
atriði sem ekki eiga undir landsrétt en varða stöðu
Íslands að þjóðarrétti. Því eru lagalegar forsendur
sem úrskurðurinn byggir á mjög veikar,“ segir hún.
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa þegar
ákveðið að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra,
samkvæmt upplýsingum Árna Finnssonar, for-
manns samtakanna.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lýsti í
gær ánægju með úrskurð Skipulagsstofnunar en
sagði að málið væri þó langt frá því að vera í höfn.
,,Þetta ferli umhverfismatsins þarf að ganga til
enda og ég held að það megi alveg búast við því að
þessi úrskurður verði kærður,“ sagði hún.
Lýsa ánægju með úrskurðinn
Landsvirkjun fagnar einnig úrskurðinum, skv.
upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar upplýsinga-
fulltrúa. Hann segir athyglisvert að Skipulagsstofn-
un skuli ekki einungis fallast á tillögu í skýrslu
Landsvirkjunar um gerð 575 metra lóns, heldur
einnig heimila 578 metra lón.
Már Haraldsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps, segir hins vegar margt í úrskurði Skipu-
lagsstofnunar með ólíkindum. Honum sýnist að
með því að heimila að Norðlingaölduveita verði 578
m y.s. sé Skipulagsstofnun að heimila kost sem
framkvæmdaraðilinn hafi í raun ekki farið fram á.
Gísli Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar,
tekur í sama streng. ,,Það var ekki einu sinni á áætl-
un Landsvirkjunar í þeirri skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum sem lá fyrir að fara fram á 578
metra eða 581 metra lón,“ segir hann.
Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, segist fagna
úrskurði Skipulagsstofnunar.
Ekki talið valda umtalsverðum
umhverfisáhrifum
Í úrskurði Skipulagsstofnunar eru áhrif fram-
kvæmdarinnar metin á menn og samfélag, gróð-
urfar og dýralíf, jarðmyndanir, rof, freðmýrarústir,
landslag og menningarminjar. Er það mat Skipu-
lagsstofnunar á grundvelli gagna Landsvirkjunar,
athugasemda og umsagna að Norðlingaöldulón í
575 eða 578 metra hæð yfir sjó muni ekki hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif að teknu tilliti
til skilyrðanna sex. Í matsskýrslunni segir Skipu-
lagsstofnun að kostirnir þrír muni hafa í för með sér
neikvæð umhverfisáhrif sem í sumum tilvikum séu
ekki afturkræf.
Skipulagsstofnun fellst á tvo kosti af þremur vegna Norðlingaölduveitu
Ákveðið að úrskurð-
urinn verður kærður
Fagnar/10 og 12
Telur alla/26–27
TILHLÖKKUNIN í andlitum barn-
anna á leikskólanum Tjarnarási
leyndi sér ekki þegar þau skoðuðu
Áslandsskóla í gær, en þar munu
þau nema næsta haust.
Alvara lífsins tekur nú við, lest-
ur, skrift, reikningur og annar
lærdómur. Börnin verða sex ára á
árinu og eru að ljúka dvöl sinni á
Tjarnarási nú í ágústmánuði.
Starfsemi grunnskólanna hefst
innan skamms og setjast þá þús-
undir barna á skólabekk, mörg
hver í fyrsta sinn líkt og þessi kátu
börn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skoðunar-
ferð á nýj-
ar slóðir
HNEFASTÓRT gat kom á
skrokk Flugleiðavélar á Kenn-
edy-flugvelli í gær er verið var að
hlaða hana fyrir brottför til Ís-
lands.
Tildrög atviksins voru þau að
starfsmaður afgreiðsluaðila vél-
arinnar á flugvellinum hafði skil-
ið eftir stiga undir framanverðri
vélinni þegar verið var að gefa
henni jarðstraum eins og venja
er.
Starfsmaðurinn hvarf síðan til
annarra verka en gleymdi stig-
anum og uppgötvaðist vanræksl-
an of seint. Eftir því sem vélin
fylltist af eldsneyti, farangri og
farþegum seig hún niður um fá-
eina tugi sentimetra og lenti á
stiganum með þeim afleiðingum
að eitt horn hans boraðist inn í
vélarskrokkinn.
Strax varð ljóst að vélin færi
ekki í loftið og voru farþegar
fluttir frá borði og settir á hótel
eða í aðrar vélar. 12 tíma seinkun
varð á fluginu og tjónið talið mik-
ið, að sögn Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa Flug-
leiða.
Hann segir afgreiðsluaðilann
bera kostnaðinn af viðgerðinni,
en reglan sé sú að í tilvikum sem
þessum beri viðkomandi flugfélög
afleiddan kostnað af svona
óhöppum, s.s. vegna hótelgisting-
ar farþega og ráðstafana með að
koma þeim á áfangastað með öðr-
um vélum.
Hnefastórt gat
kom á Flugleiðavél
ÞEIR sem hafa lágar tekjur
borða sjaldnar grænmeti og
ávexti en hátekjufólk og konur
borða slíkt fæði í mun meira
mæli en karlar, að því er fram
kemur í nýrri samnorrænni
könnun á mataræði fólks sem
Manneldisráð hefur umsjón
með hér á landi.
Tæplega 60% fólks borða
grænmeti fimm sinnum í viku
eða oftar en einungis einn af
hverjum tíu tvisvar á dag eða
oftar. Karlar eru meira fyrir
franskar eða steiktar kartöflur
en konur, um 45% þeirra borð-
uðu þær einu sinni í viku eða
oftar en einungis rúmlega 20%
kvennanna.
Þá kemur einnig í ljós að fólk
á aldrinum 64–74 ára borðar
fisk 2,7 sinnum í viku á meðan
yngsti aldurshópurinn í könn-
uninni borðar hann aðeins 1,4
sinnum í viku.
Mataræði Íslendinga
Um 60%
borða græn-
meti fimm
sinnum í viku
Langskólagengnir/6
KONA sem var farþegi í bifreið á
Vesturlandsvegi í gær var flutt á
Landspítalann í Fossvogi eftir bíl-
veltu við Háumela skömmu fyrir
klukkan 14. Konan sat í framsæti bif-
reiðarinnar og þurfti að beita klipp-
um tækjabíls frá Borgarnesi til að
bjarga henni úr flakinu. Ökumaður
og tveir farþegar í aftursæti voru
fluttir á Sjúkrahúsið á Akranesi til
skoðunar.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaðurinn missti bifreiðina út í
vegkant hægra megin og brást við
með því að beina henni snöggt inn á
veginn aftur. Við það fór hún þvert
yfir á vinstri akrein og fór nokkrar
veltur út fyrir veginn uns hún stað-
næmdist á hjólunum.
Bifreiðin eyðilagðist og var fjar-
lægð með kranabifreið.
Lögreglan í Borgarnesi segir að
allir í bifreiðinni hafi verið í beltum
og hafi það átt sinn þátt í að koma í
veg fyrir ennþá alvarlegra slys.
Fjórir á
slysadeild
eftir bílveltu
♦ ♦ ♦
VÍSITALA neysluverðs miðuð við
verðlag í ágústbyrjun 2002 var 221,8
stig og lækkaði um 0,54% frá fyrra
mánuði. Vísitala neysluverðs án hús-
næðis var 220,2 stig og lækkaði um
0,72% frá fyrra mánuði. Síðastliðna
tólf mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 3,2% og vísitala
neysluverðs án húsnæðis um 2,8%.
Vísitalan í ágúst er hin sama og í maí.
Lækkun vísitölu neysluverðs nú
er talsvert meiri lækkun en fjár-
málafyrirtækin væntu en spár þeirra
gerðu almennt ráð fyrir lækkun á
bilinu 0,2%-0,1%. Miðað við þessa
breytingu telja fjármálafyrirtækin
almennt líklegt að Seðlabankinn
muni lækka stýrivexti fyrr en ella.
Dregur úr
verðbólgu
Meiri/19