Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 25
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
Leitið tilboða
í stærri verk
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.300,-
Verð frá
Stálskápar
Stærð:
D: 100 cm
B: 290 cm
H: 250 cm
Tekur
9 bretti
Brettahillur
kr. 19.920,-
Næsta bil
kr. 15.438,-
Lagerhillur
Stærð:
D: 60 cm
B: 190 cm
H: 200 cm
3 hillur
kr. 15.562,-
Næsta bil
kr. 13.197,-
Stálhillur
í fyrirtæki
og heimili
Stálhillur
Stærð:
D: 40 cm
B: 100 cm
H: 200 cm
5 hillur
kr. 8.765,-
Næsta bil
kr. 6.125,-
en gott
Við bjóðum
ÓDÝRT
10
11
/
TA
K
T
ÍK
-
N
r.:
29
B
Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína
með spennandi ferðatilboðum í vetur og allt að
10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra.
Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur
frá 19. desember. Þú getur valið um þá ferðalengd
sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og
nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á
dvölinni stendur. Heimsferðir bjóða nú meira úrval
gististaða á Kanarí en nokkru sinni fyrr, hvort sem
þú vilt íbúðir á Ensku ströndinni eða glæsihótel í
Maspalomas. Beint flug með glæsilegum vélum
Iberworld flugfélagsins án millilendingar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verðtrygging Heimsferða
Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði,
endurgreiðum við þér mismuninn*
Kanarí-
veisla
Heimsferða
í vetur
frá kr. 45.365
Við tryggjum þér
lægsta verðið
Verð frá 45.365
7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn .
Verð kr. 49.765
14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn
Verð kr. 58.550
7 nætur, 2. janúar, Tanife, m.v. tvo
í íbúð
Brottfarardagar
Vikuleg flug alla
fimmtudaga
Einn vinsælasti gististaðurinn Paraiso Maspalomas
Verðtrygging
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja.
Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar,
ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn.
Gildir ekki um sértilboð.
Mesta úrvalið af
gistingu á Kanarí
HALLDÓRA Arnardóttir nam list-
fræði við Lundúnaháskóla og lauk
þaðan doktorsprófi með arkitektúr
sem sérgrein. Hún er búsett á Spáni
og hefur að undanförnu skrifað grein-
ar um arkitektúr sem birst hafa í fag-
ritum og Morgunblaðinu. Í skrifum
sínum segist Halldóra leitast við að
fjalla um byggingarlist á almennan
hátt, jafnframt því sem hún hefur
horft til sambúðar manns og náttúru,
hins manngerða og hins „ósnortna“, í
nálgun sinni við íslenska byggingar-
list. „Ég hef m.a. skrifað stuttar
greinar í fasteignablað Morgunblaðs-
ins þar sem fjallað er um sögu ein-
stakra húsa. Þar horfi ég ekki ein-
göngu á sögu og tæknilega þætti
heldur reyni að líta á arkitektúr sem
hefur eitthvað að segja, bæði hug-
myndalega og um samband þess sem
hannar húsið og þess sem býr í því.“
Halldóra segir hugmyndina um
gerð sjónvarpsþátta þar sem varpað
yrði ljósi á íslenska byggingarlist í
samtímalegu ljósi hafa vaknað í kjöl-
far greinaskrifanna. „Á Íslandi er um-
ræða um arkitektúr og hönnum mjög
lítil, þó svo að hún sé alltaf að aukast.
Ég hef leitast við að leggja nokkuð til
þessarar umræðu og held að sjón-
varpsþáttaformið sé mjög hentugt til
þess að miðla umfjöllun um efnið á al-
mennan og aðgengilegan hátt. Um
leið býður kvikmyndaformið upp á
vinnslu myndefnis sem varpar ljósi á
hin beinu og óbeinu tengsl arkitekt-
úrs og náttúrunnar,“ segir Halldóra.
Þættina vinnur Halldóra í sam-
vinnu við Örn Inga Gíslason og eru
þeir framleiddir af Arnarauga á Ak-
ureyri. „Við munum byrja á að vinna
fjóra þætti en ef vel gengur með fjár-
mögnun munum við bæta við fleiri
þáttum. Þannig mun röðin byrja á
nokkurs konar inngangsþætti, sem
verður lengri en þeir sem á eftir
koma. Í fyrsta þættinum verður
fjallað vítt og breitt um byggingarlist
á Íslandi. Komið verður inn á ólík svið
arkitektúrs og er fjallað um einstakar
byggingar sem dæmi. Þá er litið á
sögu byggingarlistarinnar frá áður-
nefndu sjónarhorni, þ.e. tengslum
byggingarinnar við umhverfið og
náttúruna og þeim þörfum sem hún
þarf að uppfylla. Í umfjölluninni má
jafnframt finna ákveðið heildarsam-
hengi, sem tengist því hvernig við
hugsum um umhverfi og náttúru. Hin
hefðbundna sýn felst í því að greina
náttúru og hið manngerða að, en á
síðari árum hafa þessi viðhorf verið að
breytast og verður litið á arkitektúr-
inn út frá þessum tengslum. Leitað
verður allt aftur frá torfbænum til
glænýrra bygginga. Í þættinum er
jafnframt rætt við íslenska arkitekta
sem koma með innlegg í umræðuna.“
Í þáttunum sem á eftir fylgja segir
Halldóra að fjallað verði um einstaka
íslenska arkitekta í nokkurs konar
framhaldi af þeirri umfjöllun sem
vakin er í inngangsþættinum. Fyrsti
þátturinn af því tagi verður um Man-
fred Vilhjálmsson, næsti um Stúdíó
Granda og sá þriðji um Guðrúnu
Jónsdóttur.
– Hvernig stendur gerð þáttanna?
„Við höfum verið að þeysast um
landið endilangt að taka upp efni fyrir
fyrstu tvo þættina. Það hefur verið
mjög skemmtilegt, ekki síst vegna
þess hversu mikinn áhuga húsráðend-
ur hafa sýnt verkefninu. Fólk hefur
hleypt okkur óhikað inn í stofu til sín
og það er okkur mjög mikilvægt því
að eins og fyrr sagði fjallar þátturinn
ekki síst um líf þeirra sem búa í hús-
unum sem hönnuð eru. Þá hafa ís-
lenskir arkitektar verið mjög opnir
fyrir verkefninu og hjálplegir. En við
munum sem sagt aðeins vinna fyrstu
tvo þættina í þessari lotu, en á næstu
mánuðum liggur fyrir að afla fjár-
magns svo hægt verði að gera þætt-
ina sem best úr garði.“
– Má ekki segja að hér sé um þarft
umfjöllunarefni að ræða?
„Jú, svo sannarlega. Hér á Íslandi
er almenn meðvitund fyrir hönnun og
arkitektúr í umhverfinu fremur lítil.
Engu að síður er þetta órjúfanlegur
þáttur í daglegu lífi fólks, og mótandi
þáttur í umhverfi þess. Það er því
mikilvægt að almenningur hafi þekk-
ingu og jafnvel skoðanir á því um-
hverfi sem verður til í kringum hann.
Að mínu mati ætti að gera bygging-
arlist að grein í listkennslu í grunn-
skólum,“ segir Halldóra að lokum.
Tengslin við náttúruna
Halldóra Arnardóttir
listfræðingur vinnur
um þessar mundir að
sjónvarpsþáttaröð um
íslenskan arkitektúr.
Heiða Jóhannsdóttir
ræddi við Halldóru
og forvitnaðist um
verkefnið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halldóra Arnardóttir listfræð-
ingur vinnur að gerð sjónvarps-
þátta um íslenskan arkitektúr.
heida@mbl.is
RÚNAR Guð-
brandsson hef-
ur verið ráðinn
í starf prófess-
ors í leiktúlkun
við leiklistar-
deild Listahá-
skóla Íslands.
Rúnar lauk
stúdentsprófi
1976. Hann
lagði stund á
leiklistarnám í Kaupmannahöfn
1976-79 og hlaut síðan frekari þjálf-
un við Odin Teatret í Holsterbro, og
við Teatr Laboratorium Instytut
Aktora í Wrocláv, Póllandi. Hann
stundaði framhaldsnám við De
Montfort University í Leicester,
Englandi, frá 1996, þar sem hann
lauk meistaranámi í leiktúlkunar-
fræðum ári síðar.Hann lauk fyrri
hluta doktorsprófs, M. phil, árið
2000.
Rúnar á að baki langa reynslu sem
leikari og leikstjóri, bæði hér heima
og erlendis og hefur víðtæka reynslu
sem kennari í margvíslegum þáttum
leiktúlkunar og leikhúsfræða. Rúnar
hefur kennt leiktúlkun við leiklistar-
deild Listaháskóla Íslands frá haust-
inu 2001.
Rúnar Guðbrandsson ráð-
inn prófessor í leiktúlkun
Rúnar
Guðbrandsson