Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 41
GÓÐAR fregnir berast af bökkum
laxveiðiáa í Þistilfirði. Dæmi er
Svalbarðsá sem var í vikubyrjun
komin með milli 110 og 120 laxa og
á bara fáa laxa í heildartölu síðasta
sumars. Menn sjá talsvert af laxi í
ánni að sögn Jörundar Markússon-
ar leigutaka og því nánast öruggt
að áin losi 200 stykki á þessari ver-
tíð, enda mjög góður tími eftir.
Síðasta holl í Svalbarðsá veiddi 22
laxa og þar á undan veiddust 32 lax-
ar og 10 bleikjur. Nær allur aflinn á
flugu. Stærstu fiskarnir eru 13-14
pund, mest er um mjög vænan eins
árs fisk.
Svipaða sögu er að segja af öðr-
um ám í firðinum, síðustu hollin í
Hafralónsá hafa verið að fá um og
yfir 40 laxa samkvæmt fregnum frá
Lax-á, sem hefur með sölu veiði-
leyfa að gera. Líflegt hefur einnig
verið í Hölkná og Sandá.
„Það besta…“
„Þetta er það besta sem ég hef
séð í Flekkudalsá í mörg ár, við er-
um komnir með nánast sömu tölu
og í fyrra, mánuður eftir, mikill
fiskur í ánni, gott vatn og lax enn að
ganga. Hvað vilja menn meira?“
sagði Ómar Blöndal, einn leigutaka
Flekkudalsár í Breiðafirði, í samtali
við Morgunblaðið á mánudag.
Þá voru komnir 125 laxar á land,
en allt síðasta sumar veiddust þar
132 laxar. Þetta eru þriggja stanga
holl í tvo daga og flest að fá 10 til 15
laxa. Menn setja í marga og missa,
laxinn tekur helst mjög smáar flug-
ur og mjög grannt. Einn 16 punda
er stærstur, en mest er af stórum
ársfiski.
Fyrstu laxarnir eru komnir á
land úr Skógá, sá fyrsti um helgina,
en síðan komu sex á mánudags-
morgun, þar af einn 17 punda.
Menn sjá nú eitthvað af laxi og
bæta við: Betra seint en aldrei. Sil-
ungsveiði er og eftir sem áður stór-
góð í ánni.
Ýmis tíðindi
Nokkur síðustu holl í Hrollleifs-
dalsá hafa veitt vel, 15 til 30 bleikj-
ur, jafnvel meira í einhverjum til-
vikum. Fiskurinn hefur ekki vaðið
allur beint efst í ána eins og stund-
um, heldur veiðst vítt og breytt.
Menn sjá talsvert af netasærðum
fiski í ánni og eru jafnvel dæmi um
mjög illa farna fiska.
Veiðin í Rangánum er enn dauf
miðað við væntingar. Vikuveiði í
báðum ánum var að detta ofan í ein-
hverja fjörutíu fiska, en sunnudag-
urinn í eystri ánni gaf síðan 40 einn
og sér og lyftist þá brúnin á mönn-
um aðeins. Einn þaulkunnugur
maður sagði að þá hefði komið tals-
vert af 4 punda lúsugum hængum
og reynslan segði að þeir kæmu oft
fyrstir og fremstir í stórum göng-
um. Þá er bara að bíða og sjá.
Stórir fiskar…
Vænir laxar eru að veiðast í bland
við smálaxa víða um land. Til að
mynda veiddi Hans G. Magnússon
18 punda hæng á Devon í Þverá í
Fljótshlíð á mánudagsmorgun, fékk
einnig 12 og 8,5 punda hrygnur.
Hann sagði um 50 komna á land úr
ánni og talsvert væri af laxi.
Þá eru boltafiskar í Laxá í Kjós.
Hinn kunni bandaríski rit- og
greinahöfundur Art Lee var t.d. í
ánni um helgina og fékk 18 punda
lax í Bugðufossi. Náði þar einnig
öðrum 13 punda. Sleppti báðum.
Mikill bolti sást í Klingeberg, a.m.k.
20 punda fiskur og nýgenginn.
Gamall Bandaríkjamaður sem var
að veiðum í hylnum hætti er laxinn
gerði sig líklegan í tvígang. Karlinn
spólaði inn og treysti sér ekki í
slaginn!
Vilhjálmur Leví Egilsson, 15 ára gamall, veiddi sinn fyrsta lax í Grímsá fyrir nokkru, 5 punda. Með honum er
Stefán Teitsson, 72 ára gamall leiðsögumaður við Grímsá.
Þistilfjarðarárnar bæta sig
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Sambandi
ungra framsóknarmanna:
„Stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna lýsir yfir miklum
áhyggjum af vaxandi vímuefna-
neyslu í samfélaginu og aukningu af-
brota og ofbeldisverka sem henni
fylgja. Ljóst er af ummælum fagfólks
að ofbeldisverkum fjölgar og þau
gerast sífellt hrottalegri. Árangur
núverandi ríkisstjórnar í meðferðar-
úrræðum fyrir ungt fólk er ótvíræður
og þeir fjármunir sem framsóknar-
menn lofuðu fyrir síðustu alþingis-
kosningar hafa skilað sér margfalt.
Betur má ef duga skal og leggur
stjórn SUF áherslu á að í forvarn-
arskyni verði áhættuhópar skil-
greindir í samstarfi við foreldra,
skóla, heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og
aðra fagaðila. Fjármagni verði varið
til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
barna og unglinga, sérstaklega
þeirra í áhættuhópum.
Stjórn SUF skorar á stjórnvöld að
leggja þeim enn frekar lið sem starfa
að forvörnum, meðferð og eftirmeð-
ferð þeirra sem ánetjast hafa ávana-
bindandi efnum. Jafnframt skal
tryggt að fjölbreytt meðferðarúr-
ræði séu í boði, þannig að fólk í vímu-
efnavanda geti fengið aðstoð við sitt
hæfi.“
Áhyggjur af
vaxandi vímu-
efnaneyslu
BORGARSKÁKMÓTIÐ 2002 fer að
þessu sinni fram föstudaginn 16.
ágúst nk. og hefst það kl. 16. Mótið
fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það
eru Taflfélag Reykjavíkur og Tafl-
félagið Hellir sem standa að mótinu.
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi
mun leika fyrsta leik mótsins. Mótið
er opið öllum og eru áhugasamir
hvattir til að skrá sig sem fyrst! Ekk-
ert þátttökugjald. Tefldar verða 7
umferðir eftir Monrad-kerfi. Um-
hugsunartími er 7 mínútur á skák.
Þetta er í 17. sinn sem mótið fer fram
og fer það ávallt fram í kringum af-
mælisdag Reykjavíkurborgar sem
er 18. ágúst.
Verðlaun:
1. verðlaun: 12.000
2. verðlaun: 7.000
3. verðlaun: 5.000
Skráning: www.hellir.is.
Tölvupóstur: hellir@hellir.is og
leo@islandia.is. Nánari upplýsingar
á www.hellir.is.
Borgarskákmót
í Ráðhúsinu
„NÆSTA laugardag, 17. ágúst,
stendur Útivist fyrir dagsferð í sam-
vinnu við Mýrdælinga. Ekið er inn
Sólheimaheiði frá Sólheimabæjum,
upp heiðina að skála Geysis. Gengið
er frá skálanum í SV-átt eftir Laka-
landi að skriðjöklinum og stefnan tek-
in innst á Lakaþúfu. Í Lakaþúfugili er
mjög skemmtilegur berggangur sem
stendur eins og veggur sunnan megin
innst í gilinu. Þegar komið er á aust-
urbrún Lakaþúfugils er gengið niður
með gilinu og skoðaður foss sem fell-
ur ofan á skriðjökulinn, þaðan er
gengið niður með jöklinum ofan í
Lakalandsgil, þar kemur fallegur
lækur út úr skúta í hlíðum Lakalands,
áfram upp úr gilinu meðfram skrið-
jöklinum sunnan megin, upp á
Hrossatungur. Þegar komið er upp á
Hrossatungur er gaman að ganga
austur eftir brúninni á Hrossatung-
um og horfa ofan í gilið austan við þær
en það gil heitir Þröngur. Af Hrossa-
tungum er gengið til vesturs og stefn-
an tekin á bílaplanið við sporð Sól-
heimajökuls en þá er gengið niður í
svokallaðar Sængeyjar og vestur með
Jökulhaus. Ferðin tekur u.þ.b. 4–6
klst. í göngu,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Brottför frá BSÍ kl. 08:30. Farar-
stjóri: Sigurður Hjálmarsson. Verð
kr. 2.900 / 3.300. Í þessa dagsferð þarf
að skrá sig á skrifstofu Útivistar.
Sólheimaheiði
könnuð
NÚ Á haustönn verður sú aukning
í starfi Iðnskólans í Reykjavík að
Margmiðlunarskólinn verður hluti
af starfsemi hans.
„Eins og vitað er af fréttum urðu
miklir erfiðleikar í rekstri Marg-
miðlunarkólans síðastliðið vor. Úr
varð að Iðnskólinn keypti rekst-
urinn og verður skólinn framvegis
rekinn sem framhaldsnám fyrir
nemendur tölvu- og upplýsinga-
sviðs IR, þar sem nemendur fá
möguleika á enn frekara námi eftir
að hefðbundnu námi á því sviði lýk-
ur.
Þeir nemendur sem áttu eftir að
ljúka námi í Margmiðlunarskólan-
um þegar hann hætti störfum
munu ljúka því í Vörðuskóla, þar
sem skólinn verður til húsa, á þann
hátt sem þeir höfðu ráðgert þegar
þeir hófu námið, þ.e. í námskeiðs-
formi. Nýir nemendur munu á hinn
bóginn fara inn í námsskipulag
Iðnskólans, áfanganám, og ljúka
því þannig,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Margmiðlunar-
skólinn hluti af
Iðnskólanum
FÖSTUDAGINN 16. ágúst mun
Emmanuel Brunet-Jailly flytja fyr-
irlestur í Norræna húsinu á vegum
Borgarfræðaseturs. Brunet-Jailly
kennir við Victoria-háskóla í Kan-
ada og er sérfræðingur í sveitar-
stjórnamálum og svæðislegri þróun.
Fyrirlestur Brunet-Jailly er flutt-
ur á ensku og nefnist „Borgir og ný
efnahagssvæði: Stjórnunarvanda-
mál í nýja hagkerfinu“.
Brunet-Jailly hefur á undanförn-
um árum m.a. unnið að rannsóknum
á nýrri svæðislegri þróun í Ameríku
og Evrópu, sem tengist framþróun
nýrra atvinnuhátta og nýrra sam-
starfsforma í atvinnulífi. Þar er m.a.
um að ræða að atvinnulífsþyrpingar
myndast á einstökum svæðum, milli
borga og héraða, þar sem samstarf
og tengsl fyrirtækja verða virk og
nýjar efnahagsheildir myndast.
Þegar slíkar heildir skarast yfir
landamæri og milli borga eða sveit-
arfélaga verða oft til ný skipulags-
og stjórnunarvandamál sem taka
þarf á.
Mikil aukning slíkra þyrpinga í
Ameríku og Evrópu á undanförnum
árum, samhliða þróun nýja hagkerf-
isins, gerir viðfangsefni Emmanuel
Brunet-Jailly sérstaklega áhuga-
verð, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 14
og er öllum opinn.
Fyrirlestur um
borgir og ný
efnahagssvæði
FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ er
nýstofnað félag sem hyggst starfa
að fræðslu um frjálshyggju á Ís-
landi. Þegar fram í sækir er stefnt
að framboði í kosningum til Alþing-
is. Það verður þó ekki í næstu kosn-
ingum, enda telja félagsmenn
óraunhæft að undirbúa árangursríkt
framboð í öllum kjördæmum á svo
stuttum tíma, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu.
„Stefnuskrá félagsins má finna á
vef þess, www.frjalshyggja.is. Þar
kemur fram ítarlegur rökstuðningur
fyrir frelsi einstaklingsins á hinum
margvíslegu sviðum. Frjálshyggju-
félagið setur fram skynsamlegar
hugmyndir um hvernig nálgast megi
skipulag frelsis á nokkrum sviðum,
eins og til dæmis í heilbrigðiskerfi,
menntakerfi og landbúnaðarkerfi.
Þessar hugmyndir miða að því að ná
fram kostum frelsis og einkarekstr-
ar þannig að fólk sem nú treystir á
stuðning þessara kerfa hljóti betri
kjör en ella. Stofnendur félagsins
eru vel á annan tug ungra frjáls-
hyggjumanna. Nú þegar hefur dá-
góður hópur fólks að auki lýst áhuga
á að starfa í félaginu. Flestir fé-
lagsmenn eru fyrrverandi félagar í
Sjálfstæðisflokknum. Þeir skilja við
sinn gamla flokk í góðu og óska
frjálshyggjumönnum í honum vel-
farnaðar í baráttunni fyrir frelsi,“
segir í fréttatilkynningu.
Haukur Örn Birgisson var kjör-
inn fyrsti formaður félagsins á
stofnfundi. Með honum í stjórn voru
kjörnir Hjalti Baldursson, Ívar Páll
Jónsson, Konráð Jónsson og Steinar
Örn Jónsson. Friðbjörn Orri Ket-
ilsson er framkvæmdastjóri félags-
ins.
Frjálshyggjufélagið
tekur til starfa
AGORA – alþjóðleg fagsýning þekk-
ingariðnaðarins – verður haldin í
Laugardalshöll 10. til 12. október.
Þetta er önnur Agora-sýningin sem
haldin er hér á landi og hefst skrán-
ing gesta á faghluta hennar 15.
ágúst. Skráning er ókeypis til 15.
september. „Mikil bjartsýni virðist
ríkja innan þekkingariðnaðarins,
sem sést best á því að skráning sýn-
enda á Agora hefur gengið afar vel.
Sýningin að þessu sinni verður
jafnstór og árið 2000, þegar hún
fyllti Laugardalshöllina. Þessi ár-
angur hefur náðst þrátt fyrir að all-
mörg fyrirtæki hafi fallið úr leik
þegar uppsveiflu efnahagslífsins
lauk árið 2000. Sýnendum hefur
fækkað frá árinu 2000, úr 130 í 90,
en þeir fylla engu síður sama fer-
metrafjölda,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Skráning fer fram á sérstökum
þjónustuvef Agora-sýningarinnar
og er frekari upplýsingar um stað-
setningu hans að finna á www.-
agora.is.
Skráning gesta á
Agora-sýninguna
að hefjast
FIMMTUDAGINN 15. ágúst, kl.
13.30, verður lagt af stað frá Minja-
safni Austurlands, á slóðir fjalla-
grasa. Farið verður á einkabílum að
Gestreiðarkvísl, áleiðis á Vopna-
fjörð, þar sem fjallagrös verða tínd.
Leiðsögnin kostar 400 kr., 200 f.
eldri borgara.
Minjasafn Austurlands stendur
fyrir rútuferð um Hróarstungu með
sagnfræðilegri leiðsögn, sunnudag-
inn 18. ágúst, kl. 13 (frá Minjasafn-
inu). Leiðsögumaður er Páll Pálsson
frá Aðalbóli.
Ferðaleið: Krakalækjarþing –
Kirkjubær – Galtarstaðir fram –
Geirsstaðakirkja – endað í Húsey.
Boðið verður upp á miðdegiskaffi
og kvöldmat í ferðinni en fólki bent á
að hafa með sér drykkjarföng. Þátt-
tökugjald: fullorðnir 2.000 kr., 1.500
fyrir börn.
Fjallagrasaferð
á Austurlandi
ÚT ER kominn fræðslubæklingur til
almennings um átraskanir. Átrask-
anir eru vaxandi vandamál á Íslandi
sem og á Vesturlöndum og er brýnt
að auka meðvitund almennings um
þessa sjúkdóma. Starfsfólk átrösk-
unarteymis á geðdeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss hefur haft
áhyggjur af þróun mála og vill vekja
athygli á hinum nýútkomna bæklingi
sem mun verða dreift ókeypis víða,
m.a. til skóla og heilbrigðisstofnana.
Bæklingurinn er stuttur og aðgengi-
legur og gefur leiðbeiningar um
hvernig þekkja má þessa sjúkdóma.
Lyfjafyrirtækið Eli Lilly kostaði
útgáfu bæklingsins og mun útibú
þess á Íslandi sjá um dreifingu.
Bæklinginn skrifaði Guðlaug Þor-
steinsdóttir geðlæknir, geðdeild
LSH.
Fræðslubæklingur
um átraskanir
ÁRLEG minningarathöfn vegna
fósturláta verður haldin í Bænhúsi
við Fossvogskirkju miðvikudaginn
21. ágúst nk. kl. 17. Sjúkrahús-
prestur og djákni Landspítala – há-
skólasjúkrahúss sjá um fram-
kvæmd athafnarinnar í samvinnu
við starfsfólk Kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma. Athöfnin er
öllum opin.
Minningarathöfn
vegna fósturláta
Í MYNDATEXTA með umfjöllun
Jóns Ransu um sýninguna Homo
Graficus í blaðinu í gær var rangt
farið með föðurnafn Helga Snæs
Sigurðssonar. Er beðst velvirðingar
á mistökunum.
LEIÐRÉTT