Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur og fer í
dag. Poseidon, Nordic
Ice og Goðafoss koma í
dag. Álaborg, Sergey
Ocipov og Admiral
Chabanenko fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ýmir kom í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sólvalla-
götu 48. Sumarlokun
frá 1. júlí til 1. sept-
ember.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Hellnum
og að Arnarstapa. Að
Snjófelli verður súpa og
brauð um hádegisbilið.
Leiðsögumaður Tómas
Einarsson. Lagt af stað
frá Norðurbrún 1 kl.
8.30 og teknir farþegar
í Furugerði. Upplýs-
ingar í Norðurbrún,
sími 568 6960, og í
Furugerði, sími
553 6040.
Félagsþjónustan í
Hvassaleiti, Hæðar-
garði og Sléttuvegi.
Farið verður í síðustu
ferð sumarsins miðviku-
daginn 28. ágúst. Lagt
af stað kl. 10.30 frá
Hvassaleiti. Ekið verð-
ur til Þingvalla yfir
Lyngdalsheiði að
Laugarvatni. Gullfoss
og Geysir heimsóttir.
Málsverður í Brattholti.
Leiðsögumaður Hólm-
fríður Gísladóttir.
Skráning á skrifstofum
staðanna fyrir föstudag-
inn 23. ágúst eða í sím-
um 588 9335, 568 3132
og 568 2586.
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 13 spil-
að, kl. 13.30 keila og
frjáls spilamennska.
Púttvöllurinn er opinn
kl. 10–16 alla daga.
Myndlist byrjar mánu-
daginn 16. sept. kl. 16.
Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–10.30
banki, kl. 13–16.30 spil-
að.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 bað-
þjónusta, kl. 14.30
bankaþjónusta, kl. 14.40
ferð í Bónus, hár-
greiðslustofan opin kl.
9–17 alla daga nema
mánudaga.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerð-
arstofa, tímapantanir
eftir samkomulagi, s.
899 4223.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pílukast
kl 13.30, á morgun
bingó kl 13.30. Orlofs-
ferð að Hrafnagili við
Eyjafjörð 19.–23. ágúst.
Orlofsferð að Höfða-
brekku 10.–13. sept.
Skráning og upplýs-
ingar í Hraunseli kl. 13
og 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu,
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar,
ganga frá Ásgarði kl.
10. Fimmtudagur: Brids
kl. 13. Hringferð um
Norðausturland 17.–24.
ágúst. Fundur verður
með leiðsögumanni 15.
ágúst kl. 16 í Ásgarði,
Glæsibæ. Ath. Áður
auglýstur tími rangur.
Nokkur sæti laus vegna
forfalla. Þjórsárdalur,
Veiðivötn Fjallabaksleið
nyrðri, 27.-30. ágúst.
Staðfestingargjald þarf
að greiða fyrir 14.
ágúst. Nokkur sæti
laus. Fyrirhugaðar eru
ferðir til Portúgals 10.
september í 3 vikur og
til Tyrklands 30.
september í 12 daga
fyrir félagsmenn FEB,
skráning er hafin,
takmarkaður fjöldi. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12 í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, kl. 9–17
hárgreiðsla.
Gerðuberg, félagsstarf.
Gerðuberg, félagsstarf,
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. almenn
handavinna, umsjón
Eliane Hommersand,
kl. 9.30 sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug, frá hádegi
spilsalur opinn. Veit-
ingar í Kaffi Bergi.
Miðvikudaginn 21.
ágúst er ferðalag í
Rangárþing, leiðsögn
staðkunnugra, kaffi-
hlaðborð í Hlíðarenda,
Hvolsvelli, skráning
hafin. Allar upplýsingar
á staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 13, félagsvist FEBK,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 17 bobb.
Miðvikudaginn 14.
ágúst kl. 15.15 verður
myndastund til kynn-
ingar á Alpafjallaferð 1.
til 8. sept. á vegum
Teits Jónassonar.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti. Prjóna-
námskeið verður 20.
ágúst til 17. sept. kl. 13,
leiðbeinandi Dóra Sig-
fúsdóttir. Uppl. og
skráning í Gullsmára
sími 564 5260.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl.
9–17 hárgreiðsla, kl. 11–
11.30 banki, kl. 13–14
pútt, kl. 13 brids.
Föstudaginn 16. ágúst
kl. 14 verður spilað
bingó í tilefni af 10 ára
afmæli stöðvarinnar,
afmæliskaffi og glæsi-
legir bingóvinningar.
Allir velkomnir.
Hvassaleiti 58–60. .
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 13
banki, kl. 14. félagsvist.
Fótaaðgerðarstofan
opin. Útskurður hefst á
morgun, fimmtudag, kl.
9–13.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
13–14 spurt og spjall-
að.Verslunarferð í Bón-
us kl. 13.30.
Ferð til Vestmannaeyja
miðvikudaginn 21.
ágúst. Lagt af stað frá
Vesturgötu kl. 10.30.
Siglt með Herjólfi fram
og til baka. Skoð-
unarferð um eyjuna.
Þriggja rétta kvöld-
máltíð og gisting ásamt
morgunverði á hótel
Þórshamri.
Athugið, greiða þarf
farmiða í síðasta lagi
fyrir 19. ágúst. Nánari
upplýsingar í síma
562 7077, allir velkomn-
ir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
9.30 bókband, kl. 10
morgunstund, kl. 12.30
verslunarferð í Bónus.
Bankaþjónusta 2 fyrstu
miðvikudaga í mánuði.
Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerð.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Vestfjarða-
ferð dagana 29.–31.
ágúst, farið frá Hall-
grímskirkju kl. 10, gist í
Flókalundi, á Hótel Ísa-
firði og Reykjanesi,
heimferð um Stein-
grímsfjarðarheiði, í
Hrútafjörð og þaðan yf-
ir Holtavörðuheiði og
heim. Uppl. og skráning
hjá Dagbjörtu í s.
693 6694, 510 1034 og
561 0408, allir velkomn-
ir.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi:
Kópavogur: Kópavogs
Apótek, Hamraborg 11.
Hafnarfjörður: Lyfja,
Setbergi. Sparisjóð-
urinn, Strandgötu 8–10,
Keflavík: Apótek Kefla-
víkur, Suðurgötu 2,
Landsbankinn, Hafn-
argötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Suður-
landi: Vestmannaeyjar:
Apótek Vestmannaeyja,
Vestmannabraut 24.
Selfoss: Selfoss Apótek,
Kjarnanum.
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minning-
arspjöld seld hjá kirkju-
verði.
Í dag er miðvikudagur 14. ágúst,
226. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Fyrir því segi ég yður: Hvers sem
þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að
þér hafið öðlast það, og yður mun
það veitast.
(Mark. 11, 24.)
Í MORGUNBLAÐINU 17.
júlí sl. er haft eftir Karli
Steinari Valssyni, aðstoð-
aryfirlögregluþjóni, að of-
beldisbrotum sem koma til
kasta lögreglunnar hafi
fækkað umtalsvert. Þetta
er athyglisvert, en ef til vill
skiljanlegt. Lögreglan tek-
ur nefnilega ekki við kær-
um um ofbeldi nema sá sem
verður fyrir ofbeldinu geti
gefið upp fullt nafn árásar-
mannsins.
Ungur maður sem mér
er tengdur varð fyrir árás í
heimahúsi á dögunum. Um
var að ræða gleðskap þar
sem nokkur fjöldi ung-
menna var saman kominn.
Einn af gestunum réðst á
unga manninn að tilefnis-
lausu, og veitti honum
áverka. Næsta dag kom í
ljós að áverkarnir voru það
alvarlegir að hann var lagð-
ur inn á sjúkrahús og á hon-
um gerð aðgerð. Þegar í
ljós kom hversu alvarleg
árásin var hafði ungi mað-
urinn samband við lögreglu
til að kanna hvort hann
gæti kært þegar hann
kæmi heim af spítalanum.
Það reyndist í lagi.
Þegar pilturinn svo
nokkrum dögum seinna
mætir á stöðina til að kæra
árásina var honum sagt að
ekki væri tekið við kærum
nema kærandinn hefði fullt
nafn árásarmannsins. Ekki
var nóg að gefa upp nafn
húsráðanda sem þekkti
árásarmanninn. Unga
manninum tókst ekki að
verða sér úti um nafn árás-
armannsins, en trúlega
hefði lögreglan ekki verið
lengi að fá það uppgefið.
Ég spyr: Hvaða skilaboð
er lögreglan að gefa ungu
fólki?
Ein undrandi.
Endursýnið þætti
Baldurs
NÚ Á tímum endursýninga
í Ríkissjónvarpinu finnst
mér kúnstugt að rykið skuli
ekki hafa verið dustað af
hinum bráðskemmtilegu og
litríku þáttum Baldurs
Hermannssonar, Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins.
Þættir þessir vöktu mikið
umtal á sínum tíma enda sú
söguskoðun sem þar kom
fram nokkuð óvenjuleg og
nýstárleg. Væri ekki ráð að
sýna þá aftur í haust, t.d.
eftir hádegi um helgar?
Sjónvarpsáhugamaður.
Ósnortin náttúra
ÓSNORTIN náttúra er
náttúra sem getur skartað
því sem mögulega getur
vaxið án afskipta mannsins,
það er að segja grös og
blómjurtir allskonar, birki
og víðitegundir. En vegna
ofbeitar og illrar meðferðar
á landinu er dag vart að
finna óspillta náttúru.
Það má jafnvel segja að
Ísland sé verst farna landið
í allri Evrópu, og þó víðar
væri leitað, í þessum skiln-
ingi. Svo tala menn um
þessa miklu óspilltu nátt-
úru hér á landi, sem í raun
er ekki til, en fólki er sagt
að svo sé. Þetta er svipað
og þegar bent var á nýju föt
keisarans – sem voru ekk-
ert frekar til.
Pétur Sigurðsson.
Flugleiðafár
NÚ VERÐ ég bara að taka
blaðið frá munninum. Ætl-
ar yfirkeyrsla Flugleiða
engan enda að taka? Ég var
að athuga verð fyrir hóp
næsta sumar til Íslands og
varð næstum sköllóttur
þegar ég heyrði verðið:
4.750 norskar krónur á
mann. Er enginn á Íslandi
sem getur komið viti fyrir
ráðamenn fyrirtækisins og
útskýrt fyrir þeim að það
finnast Íslendingar erlend-
is sem gjarnan vilja heim til
ættingja og vina öðru-
hvoru. Það er ódýrara að
fljúga til Bandaríkjanna en
til Íslands!
Nei, það er af því vonda
að Flugleiðir hafi einokun á
samkeppni á Norðurlanda-
flugi, og þeir misnota að-
stöðu sína eins og þeir geta.
Íslendingar erlendis
myndu hoppa af gleði ef
Flugleiðir fengju sam-
keppni á þessum leiðum.
Hægt er að fá miða niður í
2.500 til 3.000 norskar
krónur, en það er aðeins
fyrir þriggja daga ferðir, og
er það stuttur tími fyrir Ís-
lendinga á leið heim í frí.
Hvað er orðið af afslætt-
inum sem Íslendingafélög-
in fengu á sínum tíma? Nei,
Flugleiðir, gefið okkur verð
sem hægt er að lifa með.
Ýtið við þjónustu við land-
ann, í stað þess að hugsa
aðeins um að troða sem
mestum peningum í spari-
grísinn.
Halldór Júlíusson,
Etterstadsletta 59b,
Oslo.
Tapað/fundið
Nælu í blómslíki
saknað
NÆLA löguð eins og blóm,
gerð úr hvítum steinum,
týndist á dansskemmtun-
inni Innipúkanum í Iðnó sl.
laugardagskvöld. Finnandi
er vinsamlega beðinn að
hringja í Margréti í síma
693 1246.
Skilaðu kattarbúrinu
ÉG GAF á dögunum manni
búsettum á Selfossi kett-
ling og lánaði honum búr
með sem hann hefur ekki
enn skilað og bið ég hann að
skila því hið snarasta.
Kona á Skúlagötu.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Brotalöm hjá
lögreglunni
Víkverji skrifar...
GOLFÍÞRÓTTIN hefur smámsaman verið að ná tökum á Vík-
verja í vor og sumar. Hefur það örlít-
ið komið til umræðu í þessum dálk-
um eins og glöggir lesendur muna
eflaust. Ekki dettur Víkverja þó í
hug að telja sig til afreksmanna í
þessum hópi – að minnsta kosti ekki
enn sem komið er.
Þessi íþrótt þykir bæði erfið og
hún er náttúrlega „fínt sport“, menn
stunda hana ekki nema að vera í
ákveðnum stellingum ef svo má
segja. Fram að þessu hefur Víkverji
ekki sérstaklega fylgst með golfi og
ekki talið það áhugaverða iðju að slá
kúlu yfir gras og grjót og elta hana
svo. En svona orðalag hverfur úr
orðaforðanum um leið og Víkverji
kynnist golfinu. Þetta er ekki spurn-
ing um að elta kúlu heldur að sýna
leikni, útsjónarsemi og tækni við að
slá golfkúluna á sem fæstum högg-
um um brautirnar. Að stunda erfiða
íþrótt á góðum degi í góðum fé-
lagsskap. Hefur Víkverja skilist að
félagsskapurinn sé ekki síst mikil-
vægur. Þá er ekki síður mikilvægt að
geta talað um allar golfferðirnar sem
fara þarf til útlanda.
Ennþá vefst nú allt þetta fyrir
Víkverja, ekki síst upphafshöggið.
Þar þarf að muna að gera margt í
einu (og það er víst miklu fremur á
færi kvenna en karla!). Það þarf að
grípa rétt um kylfuna, standa gleiður
og örlítið boginn í hnjánum, sveifla
handleggjunum til hægri og halda
vinstri handlegg beinum og snúa um
leið örlítið uppá skrokkinn og þegar
handleggirnir eru komnir eins langt
til vinstri og tilbúnir að láta höggið
ríða af þarf að sveigja kylfuna aðeins
með úlnliðnum. Það þarf líka að
muna að halda höfðinu kyrru og hafa
augun á kúlunni sem bíður þess að
fljúga af stað. Nokkurn veginn svona
en lesendur eru þó beðnir að taka
þetta ekki sem texta í kennslubók.
Farið heldur til golfkennara.
Þegar öllu þessu er lokið, svo vitn-
að sé í frægan piparkökusöng, er
rétt að hefja sveifluna og láta höggið
ríða af. Ákveðið en ekki með neinum
látum. Höggið á nefnilega að byggj-
ast á tækni golfleikarans en ekki
kröftunum. Þá flýgur kúlan líka sína
100 metra og síðan 200 metra þegar
sveiflan er orðin örugg. Þannig er
það að minnsta kosti í sjónvarpinu!
Þegar. Hvenær verður það? Hjá
Víkverja fer kúlan svo sem af stað,
stundum skríður hún eftir jörðinni
(sem er ekki fínt), stundum fer hún í
„svolítið“ aðra átt en ætlunin er,
stundum fer hún á 10 til 20 metra
flug en stundum í 50 og stöku sinn-
um í 100 metra. Þá finnst Víkverja
hann nálgast það að vera maður með
mönnum. En þessi tilfinning kemur
bara aðeins of sjaldan. Meðan svo er
reynir Víkverji að halda sig á fáförn-
um æfingavöllum og halda áfram æf-
ingum í upphafshöggunum. Svo
kemur áreiðanlega að því að hann
þarf að sækja námskeið aftur, fram-
haldsnámskeið eða að minnsta kosti
framhaldsnámskeið fyrir byrjendur.
Það hlýtur að vera til.
Svo hefur Víkverji líka komist að
því að það er ákveðin tækni að heim-
sækja golfverslanir. Þar er nauðsyn-
legt að ganga um með ákveðnum
svip eins og maður hafi stundað
íþróttina árum saman, þreifa á bún-
aðinum og spyrja gáfulegra spurn-
inga. Áður en byrjendur fara í slíka
heimsókn er rétt að fara í læri til
kunningjanna sem eru lengra komn-
ir á þessu sviði.
LÁRÉTT:
1 hefur sig lítt í frammi, 8
horskur, 9 súrefnis, 10
ætt, 11 fugl, 13 ómerkileg
manneskja, 15 fars, 18
huguðu, 21 hold, 22 mat-
búa, 23 rödd, 24 afleggj-
ara.
LÓÐRÉTT:
2 auðvelda, 3 tilbiðja, 4
uppnám, 5 dvaldist, 6
skjót, 7 tjón, 12 ferskur,
14 málmur, 15 poka, 16
megnar, 17 vik, 18 svik-
uli, 19 óbrigðul, 20 kven-
dýr.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hótel, 4 sonur, 7 fitla, 8 endum, 9 nær, 11 afar,
13 hirð, 14 eflir, 15 hólf, 17 ósar, 20 err, 22 pútan, 23 ísk-
ur, 24 rimma, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 hefja, 2 titra, 3 lóan, 4 sver, 5 níddi, 6 rúmið,
10 ætlar, 12 ref, 13 hró, 15 hopar, 16 lítum, 18 sekta, 19
rýrna, 20 enda, 21 ríkt.
K r o s s g á t a 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16