Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 35

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 35 svaraði, að samtalið við þau var jafn- langt og við þann sem ég ætlaði upp- haflega að tala við. Það var af nógu að taka. Við John áttum ýmis sam- eiginleg hugðarefni; sagnfræði var eitt þeirra og mörg samtölin áttum við um þátt Breta í síðari heims- styrjöldinni, afdrifaríkar ákvarðan- ir, mistök og síðast en ekki síst um sjálfan Winston Churchill. John hafði mikið álit á Churchill – og ég hafði mikið álit á John. Og kannski voru þeir ekkert ólíkir í sjálfu sér; John og Churchill. Miklir menn, ákveðnir, afgerandi, drífandi og dug- miklir. Þeir voru menn sem aðrir litu upp til. Skorradalurinn varð ekki síður staður fyrir umræður og vangavelt- ur, enda náttúrudýrðin og kyrrðin þar uppspretta ýmiss konar hugs- ana sem John tæpti á eða sáði fræ- kornum fyrir í huga mér. Skorradal- urinn verður ætíð tengdur honum í mínum huga. John var hugsandi maður og við töluðum oft um mannrækt, trú og hvað biði okkar þegar kallið kæmi. Ég leitaði því til hans þegar mér fannst ég tilbúinn til að bæta sjálfan mig og ekki þurfti hann að hugsa sig lengi um áður en hann samþykkti að aðstoða mig við að slípa minn hrjúfa stein. John var einn þeirra sem ég leit upp til og hans sannfæring var sterk og algjörlega óbifanleg, hrein- lega aðdáunarverð. John styrkti mig og aðstoðaði, hjálpaði mér að verða betri í dag en í gær. Fyrir það get ég aldrei þakkað nóg. Þakkir mínar verða að koma fram með öðrum hætti; með gjörðum, ekki orðum. Steingrímur Ólafsson. Látinn er heiðursmaðurinn John Karl Aikman eftir erfið veikindi. Á stundu sem þessari rifjast upp fyrir mér minningar um heilsteyptan og góðan mann. Ég minnist Johns fyrir hlýju hans, heiðarleika og sanngirni. Ég mun ávallt búa vel að kynnum mínum við þennan einstaka mann. Ég kveð John með miklum sökn- uði, hlýhug og þakklæti. Með þessum fáu orðum fylgja innilegar samúðarkveðjur fjölskyldu minnar til Þórdísar, Inger, Harald- ar, Skorra og fjölskyldna þeirra. Eymundur Sveinn Einarsson. Í dag er kvaddur hinztu kveðju kær vinur, John Aikman, sem lézt 3. ágúst síðastliðinn eftir illvíg og erfið veikindi. Fundum okkar Johns bar fyrst saman fyrir hartnær fjórum áratug- um þegar við vorum nýliðar í sömu stúku í Frímúrareglunni, en þar höf- um við verið samstiga síðan. Nánari kynni hófust þó ekki fyrr en fyrir um 25 árum en þá fékk ég inni fyrir fyr- irtæki mitt í húsnæði sem John hafði á leigu, en þaðan fluttum við síðan í annað húsnæði þar sem við störf- uðum saman um árabil unz ég flutti mig um set, reyndar í sama húsi. Þarna vorum við saman, með sitt- hvort fyrirtækið í tvo áratugi eða þar til John tók við rekstri Ásgeirs Sigurðssonar hf. Á þessum árum voru samskipti náin og við rædd- umst við nær daglega. Við urðum mjög góðir vinir og ekki minnist ég þess að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. John hafði flest í fari sínum sem prýða má góðan mann. Hann var raungóður með afbrigðum, mikill vinur vina sinna og reyndist mér af- ar vel í öllum okkar samskiptum og fyrir það verð ég honum ævarandi þakklátur. John var hlédrægur og hafði sig lítt í frammi opinberlega, hlustaði fremur en talaði. Sumir sögðu hann seintekinn en þrátt fyrir nokkurn aldursmun náðum við mjög góðu sambandi hvor við annan og fór alltaf vel á með okkur. Við áttum ýmislegt sameiginlegt því John var skozkur í föðurætt og Skotar hafa verið mínir menn, allt frá námsárum mínum í Skotlandi um miðja síðustu öld. Oft ræddum við um Skotland og Skota og John gaukaði að mér bók- um og ýmsum forvitnilegum fróðleik um föðurland sitt. John var mikill fjölskyldumaður og velferð ástríkrar eiginkonu og barna sat ætíð í fyrirrúmi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við Anna áttum því láni að fagna að kynnast þessari dásamlegu fjölskyldu og eignast hana að vinum. Margs er að minnast frá árunum með John og fjölskyldu hans svo sem ferðalaga innanlands og utan með vinum úr Freeportklúbbnum, árlegra veiðiferða í Víðidalsá og Grímsá og fleiru í þeim dúr. Ég ræddi síðast við John í síma um miðjan júlí. Við vorum þá báðir nýkomnir til landsins úr ferðalögum erlendis og vorum að bera saman bækur um ferðirnar. Mér er minn- isstætt hve John var sæll og yfir sig ánægður með vel heppnaða ferð með stórfjölskyldunni til Skotlands. Hann bar sig vel að venju, en tveim- ur vikum seinna var hann allur. Það var sárt. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með þakklæti og trega og bið honum Guðs blessunar. Við Anna sendum elsku Þórdísi, Inger Önnu, Haraldi Ásgeiri og Skorra Andrew og öllu þeirra fólki okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Johns Aikman. Guðni Hannesson. Aki ókunnugur ferðalangur yfir hrjóstrugan Draghálsinn á fögrum sumardegi á hann sér vart von þeirr- ar dýrðar er opnast honum þá halla tekur norður af – og Skorradalurinn birtist. Spegilfagurt vatnið með bláma úr ævintýrum; fagurgrænar skógi vaxnar hlíðar þar sem kúra lágreistar snyrtilegar sumarhúsa- byggðir innan kjarrsins og ferða- langurinn fær á tilfinninguna að hann hafi villst í önnur lönd. Samt er landslagið svo ofur íslenskt að ekki finnst annað eins á öðrum stöðum – og sé þessi sami ferðagarpur örlítið upplýstur um sögu dalsins, skilur hann á augabragði framsýni Harald- ar Á. Sigurðsson, stórkaupmanns og leikara, er hann festi kaup á Litlu- Drageyrinni á upphafsárum síðari heimsstyrjaldarinnar og bjó fjöl- skyldu sinni og afkomendum þann sælureit er þau hafa notið þarna síð- ustu sextíu ár. Sá sem vaknar fyrsta sinni í dalnum á björtum sumar- morgni verður aldrei samur maður eftir; – á slíkum stundum komast menn næst almættinu. Vinur minn John Aikman var um margt mjög sérstæður persónuleiki; heimsmaður –mótaður í æsku af uppeldi sem spannaði áhrif þjóðar- eðlis þriggja landa; þrítyngdur strax á barnsaldri. Móðir hans var íslensk, kjördóttir danskra foreldra búsettra á Íslandi; faðir hans skoskur – og í Skotlandi var John fæddur. Korna- barn var hann sendur í fóstur hjá afa sínum og ömmu hér heima, til að forða honum frá ógnum heimsstyrj- aldarinnar síðari, er braust út haust- ið eftir að hann fæddist – og hjá þeim dvaldi hann stríðsárin. Næstu tíu ár var hann með foreldrum sín- um í Skotlandi, en við sviplegt fráfall móður hans árið 1955 varð að ráði að hann sneri aftur til Íslands – og hér tók hann út manndómsárin í skjóli ömmu sinnar og afa, Methu og Carls Olsen aðalræðismanns. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1959 og hellti sér síðan út í við- skiptalífið, sem varð hans ævistarf – og eðlilegasta hlutverk í heimi, enda stóðu að honum kaupmenn í allar áttir. Við John kynntumst ekki mikið á þessum árum; vissum þó vel hvor af öðrum þar sem faðir minn og Carl Olsen afi hans voru aldavinir og fé- lagsmálagarpar saman – en ég dvaldi löngum við nám erlendis á þessum fyrstu seinni árum hans hér heima. Við áttum samt ýmsa sam- eiginlega kunningja og hittumst því oft á förnum vegi; vorum málkunn- ugir en lítið meir. Forlögin eru þó á stundum skrít- in. Þau spunnu okkur John þann vef að eiga spítalavist saman vestur í Freeport á Long Island í Bandaríkj- unum í febrúarmánuði 1976 – og þar tókst með okkur vinátta sem ekki hefur borið skugga á síðan. Báðum hafði orðið hált á brautum Bakkus- ar; vorum reyndar hvor um sig að þrotum komnir þegar aðstandendur okkar gripu í taumana og sendu okk- ur viljalausa vestur um haf, sem síð- asta hálmstrá í baráttu er margir á þeim tíma töldu heldur vonlausa. Eftirleikurinn varð ævintýri sem enn er að eiga sér stað – og þjóðin þekkir. Freeportferðir hófust fyrir alvöru síðsumars árið áður, 1975, eftir að fullhuginn Hilmar Helgason sneri heim úr sinni Bjarmalandsför og setti upp loftbrú til Ameríku að áeggjan Önnu Guðmundsdóttur, þá læknisfrúar á Long Island – og með fulltingi Flugleiða. Fólk tók uppá- tækinu af varfærni í fyrstu og úr- töluhúmoristar á vinstri væng ræddu dekurferðir hvítflibbaróna á kostnað skattborgaranna, en þegar ólíklegustu menn, sem ekki höfðu þótt beinlínis samkvæmishæfir, fóru að ganga hnarreistir og vel til hafðir um götur, með endurheimtan dug og þor – og gerðust nýtir þjóðfélags- borgarar sem skiluðu fyllilega sínu til samfélagsins; þá þögnuðu úrtölu- raddirnar – og átakið hlaut fullan stuðning langþreyttrar þjóðarinnar sem fengið hafði nóg af ástandi þess- ara mála fyrir exódusinn. Þegar vesturferðunum lauk og menn voru búnir að flytja heim kunnáttuna og aðferðirnar sem þeir lærðu handan hafs, höfðu hundruð fólks af öllu lit- rófi þjóðfélagsins notið góðs af átak- inu – og síðan byggt upp öflugt hjálparstarf á heimavelli; hópurinn hleypt endurnýjuðu og raunsæju lífi í gamla baráttu sem sennilega mun þó seint sjá fyrir endann á. Fyrir vestan sögðu þeir: – „get in- volved“! Við John tókum þetta alvar- lega – og eftir heimkomu, hráblautir bak við eyrun, hentum við okkur út í miðja hringiðu gerjunarinnar sem hér var að hefjast í þessum málum og sáum aldrei eftir því. Raunar var það lyginni líkast að þetta brölt skyldi ganga upp, sem það svo sann- arlega gerði. Hér kom hópur fólks, nýkomið úr spítalavist vegna sjúk- dóms sem ekki naut nú beint virð- ingar í heiminum; sannfært um að hafa ekki neitt að skammast sín fyrir – og hóf að segja þjóðinni hvað gera skyldi. Og þjóðin hlustaði! Kannski var það vegna þess hvað tiltækið var óforskammað að málin sigldu í rétt- an farveg; allavega átti þetta ekki að vera hægt – en varð það samt. Heimsmaðurinn John Aikman var þessari hreyfingu fengur; hann náði eyrum manna sem ella hefðu vart hlustað og tryggði stuðning þeirra. Góð návist hans og sérstæður sjarmi, sem fylgir gjarnan mönnum með víða heimsmynd, löðuðu fólk að honum – og vönduð ræðumennska hans á kynningarfundum málefnis- ins, blönduð léttri bresk/danskri ír- óníu með íslensku ívafi, höfðaði til áheyrenda. Sem að líkum lætur voru honum falin ýmis trúnaðarstörf á vegum hópsins; hann sat í fram- kvæmdanefnd áfengismálaviku á Hótel Loftleiðum í maí 1976, sem haldin var í tilefni fyrstu heimsóknar Joseph P. Pirro hingað til lands – og fyllti húsið daglega; þá sat hann í fyrstu stjórn Freeportklúbbsins og reyndar fleirum, var formaður klúbbsins eitt árið – og sat í fyrstu framkvæmdastjórn SÁÁ; að ógleymdu stærsta einstaka framlagi hans til málefnisins, þegar hann, nær einhendis, stóð fyrir heimsókn Sister Christine Kennedy hingað til lands síðsumars 1977 – og fékk hana til að stýra helgarráðstefnu á Flúð- um, um aðstæður fjölskyldunnar í skugga alkóhólismans. Hótelið á Flúðum fylltist út í ystu horn – og fjöldi fólks gisti á tjaldstæðunum, því enginn vildi missa af neinu sem þessi afburða kona hafði að segja. Mér er sagt að ennþá, aldarfjórð- ungi síðar, hittist hópar aðstandenda sem náðu saman á þessari ráðstefnu. En lífið er ekki tómt strit og ar- mæða. Frumherjarnir tóku upp á því haustið 1975 að hittast í hádeg- inu á föstudögum, snæða hádegis- verð – og ráða ráðum sínum. Fyrstu árin var uppátækið einskonar her- ráðsborð; þar kviknuðu hugmyndir og framkvæmdir voru skipulagðar – en í tímans rás varð borðið griða- staður í vikulok, þar sem menn hitt- ust, hristu af sér spennu vikunnar og nutu þess að staldra með vinum sín- um. Harður kjarni hefur mætt á þetta borð hvern föstudag um ára- tuga skeið – og ekkert látið aftra sér. John, sem jafnan hafði auga fyr- ir hinu spaugilega, sagði einhverju sinni að það væri svo sem ekkert merkilegt við þessa góðu mætingu: – hér væru samankomnir helstu þver- hausar landsins! Nafnið festist – og hefur samkoman síðan gengið undir heitinu Hið íslenzka þverhausafélag, utanaðkomandi til nokkuð feimnis- legra viðbragða. Félagarnir hafa hin seinni ár sameinast um að njóta þess besta sem lífið hefur að bjóða; stunduðu árlegar veiðiferðir lengi; hafa skipulagt hópferðir með mök- um til áhugaverðra staða úti í lönd- um – jafnvel siglingar niður í Kar- íbahafi. John lét þau orð falla við mig fyrir skömmu, að vináttan innan þessa óformlega félags væri upp- skera okkar fyrir að hafa tekið söns- um vestur í Ameríku fyrir margt löngu. Hann hitti naglann á höfuðið. Þá húmar að í Skorradalnum á kyrru sumarkvöldi verður samspil himins, jarðar og vatns með slíkum fádæmum að jafnvel harðgerður maður fær kökk í háls. Slík er feg- urðin. Þarna á bökkum vatnsins átti John Aikman sín bestu ár. Hann kvæntist ungur stúlkunni sem fang- aði hug hans á göngum Verslunar- skólans, skólasystur sinni Þórdísi Sigurðsson; dóttur Haraldar Á. Sig- urðsson, sem enn lifir í minningu þjóðarinnar sem einhver ástsælasti gamanleikari sem hún hefur átt – og átti Litlu-Drageyri sem fyrr segir; – og í dalnum áttu þau Þórdís sitt til- hugalíf; þarna sáu þau börn sín vaxa úr grasi – og barnabörnin stíga sín fyrstu skref. Það kemur því varla nokkrum vina Johns á óvart að hann hafði búið svo um hnúta, að hljóta hinstu hvílu í þessum dal. Þar renna náttúran og eilífðin saman í eitt. Við Þórunn þökkum dýrmæta minningu um góðan vin – en hugur okkar er hjá Þórdísi og fjölskyld- unni. Þeirra er missirinn mestur. Tómas Agnar Tómasson. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Þegar kær vinur er kvaddur verða orð svo sannarlega fánýt og fátækleg, en það eru tilfinningarnar og tárin sem tala sínu máli og kalla fram í hugann fallegar minningar. Litríkum myndum bregður fyrir í hugarheiminum, eins og leiftri af ljósi, sem nú hefur slokknað. Við nutum þeirra forréttinda, fyr- ir rúmum aldarfjórðungi, að kynnast þeim hjónum John og Þórdísi og með okkur tókst sú vinátta og vænt- umþykja, sem varað hefur fram á þennan dag. Ekki er ætlun okkar að rekja lífs- hlaupið hans Johns hér, aðeins að þakka honum tryggðina og sam- fylgdina. Hann var gleðigjafi á góð- um stundum og í andbyr erfiðleika var hann bjargið, sem treystandi var á og við erum þess fullviss að honum verður endurgoldið allt það góða sem hann gaf öðrum. Full þakklætis fyrir gengnar stundir munum við leyfa hlýjum minningum að græða sárin. Elsku Þórdís og þið öll, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur. Hann hvarf oss í rökkrið, heimtur af óvæntu kalli, en heiðar og runnar og lækir minning hans geyma, störin og fífan, blundandi blóm á fjalli, bláklukkan smá á þúfnakollunum heima. Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans og var honum styrkur í nauðum. Vér hlustum, vér spyrjum, og horfum með trega um dalinn sem húmnóttin fyllir að slökktum glóðunum rauðum. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Ásta og Hendrik (Binni). Mig langar að kveðja vin minn John Aikman með fáeinum orðum. Ég kynntist John fyrst fyrir 23 ár- um þegar ég kom heim frá Free- port-spítala. John var einn af for- ystumönnum Freeportklúbbsins, hann og fleiri af þessum forystu- mönnum tóku mér ákafalega vel þegar ég var að taka mín fyrstu spor í lífinu án vímugjafa. Þegar ég fór að kynnast John betur kom í ljós hvers konar öðlingur hann var. Oft trúði ég honum fyrir erfiðleikum mínum í edrúmennskunni og átti hann auð- velt með að deila með mér reynslu sinni og hvernig hann hafði leyst svipuð vandamál. John var ákaflega greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa. Þær voru margar heimsóknirnar sem ég átti á skrifstofu hans í Borgartúni til að biðja hann að hjálpa mér á ýms- um sviðum. Mér er minnisstætt að ég þurfti að skrifa bréf og auðvitað fór ég til John til að fá lánaða ritvél- ina. Vélritunin gekk ekki vel enda hafði ég ekki komið nálægt ritvél í marga áratugi. John, sem hafði fylgst með mér úr fjarlægð, kom loksins til mín og bauð mér að nota tölvuna sína, það væri miklu betra að skrifa á hana. Ég hafði aldrei komið nálægt tölvum og taldi alla vankanta á að ég gæti lært á þær. John sagði aftur á móti að ég gæti þetta auðveldlega og kenndi mér fyrstu sporin í ritvinnslunni. Þetta fannst mér undur og stórmerki, að geta eytt, fært og geymt orð eða setningar var alveg ótrúlega þægi- legt. Eftir á að hyggja held ég að þessi kennsla og hjálpsemi Johns hafi átt stóran þátt í ákvörðun minni að fara í langskólanám á gamals aldri. John var ákaflega vel máli farinn og var gaman að heyra hann halda ræður, röddin var djúp og hljóm- mikil og alltaf var stutt í glettnina hjá honum. Sérstaklega var gaman að hlusta á hann mæla á enska tungu, enskan hans John var eins og hún gerist best hjá þulum BBC. Við Dunna kveðjum með söknuði drengskaparmanninn John og vott- um Þórdísi, Inger, Haraldi og Skorra og öðrum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar Guðbjartsson.  Fleiri minningargreinar um John Aikman bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.