Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 43
ALLT NÝJAR
VÖRUR Í
VERSLUNINNI
Pantið nýja listann: 5 88 44 22
www.hm.is
TÍSKA GÆÐI BETRA VERÐ
Stökktu til
Benidorm
28. ágúst
frá 39.865
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til Benidorm á ótrúlegu tilboði
þann 28. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á
þennan vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við
í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú
traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 28. ágúst, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. tvo í íbúð. Flug, gisting, skattar,
28. ágúst, vikuferð.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.
GUÐMUNDUR Gottskálksson,
organisti frá Kvíarhóli, hefur leikið á
orgel Selfosskirkju inn á geisladisk,
sem nýlega var gefinn út. Leikur
Guðmundar var tekinn upp á ára-
bilinu frá 1996 til 2001. Efnisskráin
samanstendur af 22 tónverkum og
er afar fjölbreytt og einkar smekk-
lega valin. Verkin eru m.a. eftir J.S
Bach, W.A. Mozart, J. Pachelbel og
Charles Gounod, svo nokkur erlend
tónskáld séu upp talin. Af íslenskum
tónsmíðum má nefna kompósísjónir
eftir Karl O. Runólfsson, Gottskálk
Gissurarson, föður organistans og
svo ljómandi fallegt lag eftir ágætan
kollega Guðmundar, Steindór Zóph-
oníasson, fyrrum bónda í Ásbrekku í
Gnúpverjahreppi og lengi organista
með sæmd í Stóra-Núpskirkju, nem-
anda Kjartans heitins Jóhannesson-
ar.
Guðmundur Gottskálksson er
merkilegur maður. Hann stóð á sex-
tugu, þegar hann hóf fyrst að læra á
pedal orgelsins, þ.e. að spila með fót-
unum. Í öndverðu lærði hann hljóð-
færaleik af föður sínum og afa, sem
báðir voru orgelleikarar. Guðmund-
ur hóf að koma fram sem organisti á
barnaskemmtunum langt innan við
fermingu. Síðar stundaði hann nám
hjá Kristni Ingvarssyni, dr. Páli Ís-
ólfssyni, dr. Victor Urbancic og Wil-
helm Lansky-Otto. Árið 1965 hélt
Guðmundur námi sínu áfram, eftir
nokkurt hlé vegna heilsubrests, og
lærði þá píanóleik undir leiðsögn Ás-
geirs Beinteinssonar. Árið 1967 var
Guðmundur ráðinn organisti Kot-
strandar- og Hveragerðissókna og
starfaði við þær kirkju báðar um
árabil, en var auk þess undirleikari
og þjálfari kóra og kvartetta. Þá hóf
hann að nema kórstjórn og orgelleik
hjá dr. Róbert A. Ottóssyni, söng-
málastjóra Þjóðkirkjunnar, en sótti
einnig tíma í organslætti hjá Guð-
mundi Gilssyni í Tónlistarskóla ár-
nessýslu. Síðustu árin hefur Guð-
mundur notið leiðsagnar organista
og kórstjóra Selfosskirkju, Glúms
Gylfasonar.
Það er skemmst frá því að segja,
að orgelleikur Guðmundar Gott-
skálkssonar á þessari fallegu hljóm-
plötu er afar vandaður og innvirðu-
legur, enda maðurinn framúr-
skarandi músíkalskur. Hann er
fullkomlega laus við þann þreytandi
skavanka í hljóðfæraleik, sem lýsir
sér í því, að áheyrandanum finnist
einlægt að hann viti nákvæmlega
hvað kemur næst hjá flytjandanum.
Guðmundur hefur þvert á móti inn-
borið lag á því að koma hlustand-
anum á óvart með þessum skemmti-
legu dyntum og útúrdúrum, sem
hvorki verða kenndir né lærðir.
Hraðaval hans ber vott um yfirvegað
jafnvægi, andlegan styrk, innri ró og
djúpa, barnslega andakt. Efnistökin
eru í senn alvörugefin, nákvæm og
ljóðræn. Það svífur einhver skáldleg,
en þó stillileg heiðríkja yfir vötnun-
um í tónlistarflutningi Guðmundar,
skyld fjarska og blámóðu eilífðarinn-
ar, en þó umfram allt í ætt við
draumkennda, næstum áfenga sýn
inn á hinar mjúku og dularfullu lend-
ur söngs og hljóma, þar sem ekki
verður lengur greint á milli gleði og
sorgar, af því að fegurðin hefur tekið
völdin. Þetta er vafalaust að hluta til
að þakka ágætum músík-hæfileikum
Guðmundar, teknum í arf frá söng-
elskum og gáfuðum forfeðrum í
marga liði Bergsættar, er hlotið hafa
áburð og virkt á langri, lífsreynslu-
fullri ævi hans. En þar við bætist sú
ómissandi virðing fyrir viðfangsefn-
inu, sú mjúklæting sálarinnar og sú
torfengna ögun, er hlýst af löngum
og einmanalegum setum á hörðum
orgelbekknum, í mannlausri, rökkv-
aðri kirkjunni, við þrotlausar, þraut-
erfiðar og ákaflega langsamar æf-
ingar, að ógleymdri þeirri innilegu
hjartans auðmýkt, sem þeir einir
búa yfir, sem lengi hafa kynnst við
tónlistargyðjuna, bæði í sæld og
raun.
Ég þakka Guðmundi Gottskálks-
syni fyrir þennan hljómdisk, sem
áreiðanlega mun verða öllum þeim,
sem á hann hlusta, til mikillar gleði
og uppbyggingar. Ég óska honum til
hamingju með einlægni og góðan ár-
angur og vona, að hann eigi lengi
enn eftir að hafa gleði og uppbygg-
ingu af tónlistariðkun sinni. Megi
svo aðrir njóta með.
GUNNAR BJÖRNSSON,
sóknarprestur á Selfossi.
Fallegur organ-
leikur Guðmundar
Gottskálkssonar
Frá Gunnari Björnssyni:
KIRKJUSTARF
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12:10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir
taka við fyrirbænum í síma 520 9700.
Háteigskirkja: Kvöldbænir kl. 18:00.
Óháði söfnuðurinn: Viðeyjarferð fjöl-
skyldunnar. Mæting í Sundahöfn kl.
18:30 með nesti.
Seltjarnarneskirkja: Hádegistíð kl.
12:00. Tíðagjörð þar sem textar Bibl-
íunnar eru sungnir og íhugaðir í bæn og
lofgjörð til Drottins. Helstu þættir þessa
helgihalds kynntir og æfðir í upphafi
stundarinnar, sem tekur u.þ.b. 20 mín-
útur. Verið hjartanlega velkomin.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag
kl.12:10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu eftir stundina.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr-
irbænaefnun í kirkjunni í síma
567 0110.
Vídalínskirkja: Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl.
10-12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á
könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri
velkomin með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja: Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja: Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10-12.
Þorlákskirkja: Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10-12.
Kletturinn, kristið samfélag: Kl. 20:30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601:
Samverustund unga fólksins kl. 20:30.
Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allt
ungt fólk velkomið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58:
Samkoma í kvöld kl. 20:30. „Jesús er
að leita“. Jón Jóhannsson talar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Trúlofunar- og giftingahringir
20% afsláttur
www.gunnimagg.is
alltaf á föstudögum