Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 4. Vit 398
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
1/2
Kvikmyndir.is
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
Sýnd kl. 5.50 og 8. Vit 415
Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kolrugluð
grínmynd sem kemur öllum í gott skap.
Í anda „God's
must be crazy“
myndana.
i í i i l i l l
í ll í
Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Bi. 14. Vit 417 Sýnd kl. 3, 4 og 5. Íslenskt tal. Vit 418
Líkar þér illa við köngulær?
Þeim líkar ekkert vel við þig heldur!
Frábær mynd full af húmor
og hryllingi sem á eftir að láta hárin rísa!
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
Ný sérstök útgáfa!
Nú í fyrsta sinn í
kvikmyndahúsum
með íslensku tali.
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Sýn
d á
klu
kku
tím
afr
est
i
Kvikmyndir.is
SK Radíó X
www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
Kl. 8 og 10. B.i. 16.
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
26 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
Hvað myndir þú gera ef
þú gætir stöðvað tímann?
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
DVMbl
RadíóX
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16.
DV
HL. MBL
Vegna fjölda áskoranna
verður myndin sýnd áfram í örfáa daga
SV Mbl
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 8 og 9. Hluti af ágóða myndarinnar
rennur til Hjálparstofnunnar Kirkjunnar.
Mávahlátur Sýnd kl. 10. Síðustu sýningar
Kvikmyndir.is
FYRIR fjórum árum hófst í þýska
gríntímaritinu Titanic teiknimynda-
sería um Adolf Hitler. Pennanum
stýrði þýski spaugarinn Walter
Moers, sem sló í gegn með teikni-
myndum um Das kleine Arschloch,
Litla rassgatið, nokkrum árum áður,
en Rassgats-bækurnar urðu svo vin-
sælar að gerð var kvikmynd um æv-
intýri þess. Fyrir þremur árum kom
svo út barnasagan Die 13½ Leben
des Käpt’n Blaubär, sem gefin var út
á ensku sem The 13½ Lives of
Captain Bluebear á síðasta ári og er
kveikja þessarar samantektar.
Moers er hálffimmtugur og hefur
víða komið við; sem rithöfundur,
teiknimyndasmiður, málari og hand-
ritshöfundur. Litla rassgatið kom
honum á kortið svo um munaði og
ekki minnkuðu vinsældir hans þegar
hann tók að greina frá ævintýrum
Adolfs Hitlers á vorum dögum.
Prince, Adolf Hitler
og Michael Jackson
Fyrsta teiknimyndin um Adolf
hefst þar sem Moers fær
Prince í heimsókn
og heilsar honum
kumpánlega:
„Prince, gamla
rassgat!“ Þeir fá sér
í glas og ekki líður á
löngu að Prince er
farinn að væla yfir
músík, kveina yfir Fu-
gees og Wu-Tang
Clan. Þegar hann
bregður sér á klósettið
knýr Adolf Hitler dyra
og Moers heilsar honum kump-
ánlega: „Adolf, gamla nasistasvín!“
Þeir fá sér í glas og ekki líður á löngu
að Adolf er farinn að væla yfir gyð-
ingum. Síðan fara þeir að spjalla,
Prince og Adolf, og fer vel á með
þeim. Enn er knúið dyra og nú er
það Michael Jackson sem Moers
heilsar vitanlega kumpánlega:
„Michael, gamli barnaníðingur!“ Í
ljós kemur að Michael er búinn að fá
sé nýtt nef, gyðinganef, er enda orð-
inn gyðingur. Lesendur geta gert
sér í hugarlund hversu vandræðaleg
stund var í uppsiglingu
en þetta gefur ágæta
mynd af gamansemi
Moers.
Eins og getur
nærri vakti teikni-
myndasaga hans um
nasistasvínið Adolf
Hitler mikið umtal í
Þýskalandi, þar
sem menn eru
skiljanlega mjög
viðkvæmir fyrir allri
umfjöllun um Hitler og hyski hans.
Umtalið gerði sitt til að vekja athygli
á bókinni sem seldist í 50.000 eintök-
um fyrstu vikuna. Í ræmunum sem
birtust í Titanic og síðar á bók segir
frá því er Adolf kemur upp á yf-
irborðið einn góðan veðurdag 1998
eftir að hafa hafst við í skólpræsum
frá stríðslokum. Hann er hálfrugl-
aður á breyttum heimi og leiður yfir
því að hafa ekki ráðist aftan á Sov-
étmenn. Stutt er í gömlu geggjunina,
ekki þarf hann nema fá sér í glas eða
reykja smá krakk þá er hann orðinn
sami brjálæðingurinn og forðum.
Ekki er vert að rekja ævintýri hans
of nákvæmlega en meðal annars nýt-
ur hann ásta með Hermann Göring,
lendir í árekstri sem bílstjóri Díönu
og Dodi, varpar móður Teresu fyrir
hákarla og svo má telja.
Alræmdur, umdeildur
og verðlaunaður
Getur nærri að sögurnar um Adolf
og Litla Rassgatið hafi orðið til að
gera Moers alræmdan og umdeildan
og gekk svo langt að kaþólska kirkj-
an beitti sér gegn honum eða réttara
sagt teiknimyndasögum hans. Á
sama tíma var Moers þó að vinna til
verðlauna á öðru sviði, því hann hafði
þá um nokkurra ára skeið unnið við
sjónvarpsefni fyrir börn. Meðal ann-
ars var hann hugmyndasmiður
handdúkku sem kallaðist Kapteinn
Blábjörn og sagði sögur í þýskum
sjónvarpsþætti fyrir börn. Fyrir
Kaptein Blábjörn og sögur hans fékk
Moers verðlaun og Kapteinninn fékk
líka eigin sjónvarpsþátt og svo bók,
áðurnefnda Die 13½ Leb-
en des Käpt’n Blaubär,
sem kom út 1999 og varð
þegar metsölubók í
Þýskalandi. Hún kom
svo út á ensku inn-
bundin ári síðar og í
kilju á síðasta ári.
Vinsældir bók-
arinnar í Þýskalandi
réðust væntanlega
mikið til af því hve
Blábjörn var vin-
sæll sem sjón-
varpsfígúra, en
hefðu varla dugað til ef bók-
in væri ekki óborganleg samsuða.
Sagan hefst þar sem Blábjörn er við
það að sogast niður í hringiðuna
miklu þar sem hann flýtur um útsæ-
inn í valhnetuskel. Það er honum til
bjargar að dvergsjóræningjar sjá til
hans og bjarga honum. Hjá þeim elst
hann síðan upp næstu árin en þegar
hann er orðinn það stór að skip sjó-
ræningjanna bera hann ekki skilja
þeir hann eftir á Draugaeyjunni.
Lýkur þar fyrsta lífi Blábjörns og
hið næsta tekur við, en alls segir
hann frá hálfu fjórtánda lífi í bókinni.
Fjölfróður lygari,
flækingur og hetja
Ekki er gott að segja frá fjöl-
skrúðugum ævintýrum kapteins Blá-
bjarnar í stuttu máli, en meðal ann-
ars lærir hann fjölfræði við skóla
prófessors Næturgala, lendir í
hremmingum í risahöfði, þar sem
hann er meðal annars hætt kominn í
eyrnamergsgryfju, aflar sér frægðar
sem lygameistari Atlantis, situr fast-
ur í hvirfilbyl, tekur þátt í að bjarga
fólki úr lífshættu, berst við risaköng-
urló og lendir loks á risaskipinu óg-
urlega MS Mólok. Á flækingi sínum
kemur Blábjörn víða við á meg-
inlandinu týnda Zamoníu sem er
sannkallað ævintýra-
land og nýjar furðu-
verur (og nýjar
hættur) við hvert
fótmál. Zamonía er
reyndar svo æv-
intýraleg að Moers
hefur þegar notað
hana í nýrri bók, Ensel
og Krete, ævintýri frá
Zamoníu eftir Hilde-
gunst von Mythenmetz,
en þess má geta að Blá-
björn kapteinn kemur víst
hvergi við sögu.
Frekari upplýsingar um
Zamoníu er að finna (á þýsku) á slóð-
inni www.zamonia.de, en skóli pró-
fessors Næturgala er á vefsetrinu
www.nachtschule.de.
The 13½ Lives of Captain Blue-
bear eftir Walter Moers er ríkulega
myndskreytt 720 síðna kilja í stóru
broti. Hún fæst í Máli og menningu.
Ævir kapteins
Blábjarnar
Þýski spéfuglinn Walter Moers hefur verið umdeildur fyrir
teiknimyndasögu um Hitler en líka verðlaunaður fyrir barnaefni.
Árni Matthíasson las 13½ ævisögu kapteins Blábjarnar.
BANDARÍSKA leikkonan Jennifer
Aniston, sem er þekktust fyrir
hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum
Vinir, kveðst ganga í svefni. An-
iston greindi frá því í viðtali við
tímaritið Us Weekly að hún hefði
gengið í svefni frá því að hún var
barn. Hún kveðst hafa gengið í
svefni ekki alls fyrir löngu, en þá
hafi hún gengið út af heimili henn-
ar og Brad Pitts og ekki vaknað
fyrr en þjófavarnakerfi heimilisins
fór í gang.
„Þegar ég vaknaði stóð ég í bak-
garði hússins,“ segir Aniston. Hún
segir að Pitt, eiginmaður hennar,
hafi orðið skelfingu lostinn þegar
kerfið fór í gang og hann áttað sig
á því að Aniston var ekki lengur í
herbergi þeirra hjóna. „Þegar ég
var barn gekk ég oft í svefni út úr
herberginu mínu og inn í stofuna.
Mamma kveðst oft hafa rætt við
mig þegar ég var í þessu ástandi án
þess að ég muni eftir því,“ segir
Aniston í samtali við Us Weekly.
Svefngengillinn
Jennifer Aniston
Reuters
Jennifer Aniston.
ÞESSIR HRESSU og kátu krakkar komu og heimsóttu
Morgunblaðið á dögunum. Þau eiga það sameiginlegt
að vera á leikjanámskeiði hjá félagsmiðstöðinni Bú-
stöðum og komu í fylgd leiðbeinenda sinna.
Starfsmaður Morgunblaðsins leiðbeindi hópnum um
húsið og lýsti því sem fyrir augu bar. Ekki var annað að
sjá en að krakkarnir væru ánægðir með heimsóknina
en Morgunblaðið þakkar þeim kærlega fyrir innlitið.
Morgunblaðið/Kristinn
Þau Sif, Svava, Hrafnhildur, Íris, Júlía, Diljá, Ólafur, Elínborg, Nikki, Einar, Aron, Stefanía, Margrét, Aron
Gauti, Daníel, Unnbjörg, Þórhanna, Dísa, Elín, Sylvía, Alexander, Ingunn og Árni sóttu Morgunblaðið heim.
Blaðamenn framtíðarinnar?
Krakkar á leikjanámskeiði í Bústöðum
heimsækja Morgunblaðið