Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 14

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÉTTLEIKI fyrirhugaðrar byggð- ar í Norðlingaholti er í samræmi við stefnumörkun Reykjavíkurborgar um að þétta byggð í borginni. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur, um þá at- hugasemd Kópavogsbæjar að reg- inmunur sé á hugmyndum sveitarfélaganna um þéttleika byggðar á svæðinu. Íbúar í Selás- hverfi, sem liggur að fyrirhuguðu byggingarlandi, afhenda í dag und- irskriftalista þar sem deiliskipulags- tillögunni er mótmælt en frestur til að skila mótmælum rennur út í dag. Morgunblaðið greindi í gær frá athugasemdabréfi Kópavogsbæjar þar sem fjölmörg atriði varðandi skipulagið eru gagnrýnd. Steinunn Valdís segist ekki vilja tjá sig um bréfið í smáatriðum fyrr en athuga- semdafrestur er liðinn. Þó segir hún ekki rétt að fyrirhugaðar fjögurra til sex hæða blokkir suðvestast á deiliskipulagssvæðinu séu einungis í 50–60 metra fjarlægð frá bakka ár- innar Bugðu en stefnumörkun borg- arinnar miðar við 100 metra fjar- lægð. „Þetta er einhver misskilningur af hálfu Kópavogs- bæjar. Þeir hljóta að miða við eitt- hvað annað en við gerum varðandi fjarlægð árinnar frá byggðinni.“ Kópavogsbær gagnrýnir einnig í bréfi sínu að þéttleiki byggðarinnar í Norðlingaholti sé áætlaður 26 íbúðir á hvern hektara á meðan að í lögsögu Kópavogs í Vatnsenda sé gert ráð fyrir 8,5 íbúðum á hektara. „Það er auðvitað stefnumörkun Reykjavíkurborgar að þétta byggð,“ segir Steinunn Valdís um þetta. „Þessi byggð, sem gerir ráð fyrir 1.000–1.100 íbúðum, er liður í þessari stefnumörkun. Hverfið er þannig í sveit sett að það afmarkast af tveimur mjög stórum umferðar- æðum, Breiðholtsbraut og Suður- landsvegi, og við teljum að með því að hafa þarna 1.000–1.100 íbúðir geti menn sótt nærþjónustu á borð við skóla og leikskóla innan hverf- isins sem aftur er í anda umhverf- isstefnu borgarinnar og markmiða um sjálfbæra þróun. Að sögn Steinunnar Valdísar verður farið yfir allar athugasemdir að loknum athugasemdafresti. „Þá verður lagt mat á þetta og ákveðið í framhaldinu hvort menn breyti ein- hverju eða haldi sig við þetta skipu- lag,“ segir hún. Bensínstöðin ekki á sprungusvæði Í bréfi Kópavogsbæjar er gerð athugasemd við það að með skipu- laginu sé Græni trefillinn svokallaði slitinn í sundur. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Helgu Bragadótt- ur, skipulagsfulltrúa í Reykjavík, að þetta væri ekki rétt þar sem Græni trefillinn lægi utan skipulagssvæð- isins. Í samtali við Morgunblaðið vísaði Helga einnig á bug þeirri fullyrð- ingu bæjaryfirvalda að bensínstöð, sem til stæði að reisa á svæðinu, mundi liggja á sprungusvæði. Segir í bréfi bæjarins að því sé ekki hægt að útiloka að olíur og bensín eigi greiða leið í grunnvatn á svæðinu. Að sögn Helgu er hér um rang- færslur að ræða enda fari bygging- arreitur bensínstöðvarinnar ekki inn á umrætt sprungusvæði. Sama útsýnið selt tvisvar Frestur til að skila athugasemd- um vegna skipulagsins rennur sem fyrr segir í dag en þá hyggjast íbú- ar í Seláshverfi skila undirskrifta- listum þar sem hæð bygginga á svæðinu er mótmælt. Sigrún Helga- dóttir, einn af aðstandendum undir- skriftasöfnunarinnar, segir rúmlega 100 manns hafi skrifað undir listana. „Þetta hefur hvergi legið frammi á opinberum stað heldur eiginlega gengið á milli húsa. Það hefur ekki verið gert neitt sérstakt átak í þessu en það er bara svo mik- ill hugur í fólki.“ Hún segir íbúana fyrst og fremst áhyggjufulla yfir skertu útsýni og þeirri breyttu ímynd sem verði á hverfinu. Sú þétta byggð sem fyr- irhuguð sé eigi einfaldlega ekki heima á svæðinu. Þannig sé verið að mótmæla því að byggð verði eins há hús og tillagan gerir ráð fyrir. „Í skipulaginu er verið að hrósa því að það verði svo fallegt útsýni frá þessu hverfi. Hér á greinilega að selja útsýni en fólkið sem býr hér keypti þetta sama útsýni fyrir nokkrum árum. Nú á að taka þetta útsýni og selja það öðrum.“ Að sögn Sigrúnar óttast íbúar því verðrýrnun á sínum eignum. „Húsin hér í brúninni hafa mörg verið mun dýrari en sambærileg hús annars staðar, ekki síst vegna útsýnisins og margir hafa svo að segja skipulagt húsin sín í kringum útsýnið.“ Hún bendir einnig á það sem hún kallar rangar forsendur í deiliskipu- laginu. „Það er talað um að þessi háu hús að norðanverðu í kringum byggðina eigi að skerma fyrir norð- anátt. Hins vegar gerði veðurfræð- ingur úttekt á veðráttunni þarna og tók það sérstaklega fram að norðan- áttar gætti lítið á svæðinu. Þannig að það er algerlega fráleitt að það sé rétta ástæðan heldur er bara verið að reyna að koma sem flestu fólki þarna fyrir til að fá meiri pen- inga.“ Formaður skipulagsnefndar um þéttleika fyrirhugaðrar byggðar Morgunblaðið/Jim Smart Íbúar í Seláshverfi óttast að fjölbýlishús, sem gert er ráð fyrir í tillögu að skipulagi Norðlingaholts, komi til með að byrgja þeim sýn. Norðlingaholt !"#$ $%&'( ! 7  ) /  3                                      )*  +     ,-,.      ,-,. $  / 0*  12$)(2 (       Í anda mark- miða um sjálf- bæra þróun BÆJARRRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt að veita aukafjárveitingu vegna hönnunarkostnaðar við 2. áfanga Lágafellsskóla, samtals 18 milljónir króna, en ráðgert er að hönnun hefjist á þessu ári. Jafnframt hefur bæjarverkfræð- ingi verið falið að kanna lauslega kostnað og hugsanlegt fyrirkomulag á því að koma fyrir sundlaug í kjall- ara væntanlegs íþróttahúss. Samkvæmt þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að annar áfangi Lágafellsskóla verði tekinn í notkun haustið 2004. Í minnisblaði bæjarverkfræðins segir að til þess að hægt verði að standa við þá áætlun þurfi að bjóða verkið út í febrúar og að fram- kvæmdir geti hafist í lok maí á næsta ári. Í öðrum áfanga er íþrótta- hús og sex kennslustofur en alls er um að ræða 1591m², þar af 359m² í kjallara. Annar áfangi Lágafellsskóla Morgunblaðið/Golli Í öðrum áfanga Lágafellsskóla er ráðgert að reisa íþróttahús og sex kennslustofur en hann á að vera tilbúinn til skólahalds haustið 2004. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun síðastliðið haust. Ráðgert að hefja hönnun á yfir- standandi ári Mosfellsbær UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti sóknarprests í Vallaprestakalli í Hafnarfirði rann út 10. ágúst síð- astliðinn en um nýtt prestakall er að ræða. Tveir umsækjendur voru um embættið. Þeir eru séra Carlos A. Ferrer og séra Eiríkur Jóhannsson. Embætti sóknarprests í Valla- prestakalli er veitt frá 1. september 2002. Vígslubiskup Skálholtsum- dæmis boðar valnefnd prestakalls- ins saman en dóms- og kirkjumála- ráðherra skipar í embættið til fimm ára. Vallaprestakall var stofnað 1. júlí síðastliðinn. Það nær yfir núverandi íbúðarbyggð í Áslandi og væntan- lega byggð á Völlum. Auk þjónustu í Vallaprestakalli skal sóknarprestur þjóna Kálfatjarnarsókn þar til Kirkjuþing hefur ákveðið framtíð- arskipan sóknarinnar. Ennfremur hefur sóknarpresturinn tímabundn- um skyldum að gegna við Hafn- arfjarðarsókn eftir nánara sam- komulagi. Tveir sóttu um nýtt prestakall Hafnarfjörður KONUR eru í meirihluta í tíu sveit- arfélögum, þar á meðal á Seltjarn- arnesi, þar sem í bæjarstjórn sitja fjórar konur af sjö kjörnum fulltrú- um, eða 57%, að því er segir í tilkynn- ingu á heimasíðu Seltjarnarnesbæj- ar. Félagsmálaráðuneytið hefur tekið saman ýmsar tölulegar upplýsingar um nýkjörna sveitarstjórnarmenn, þar á meðal um kynjahlutfall þeirra. Fram kemur að hlutfall kvenna hefur aukist frá kosningunum 1998 úr 28% í 31% á landsvísu. Í nefndum og ráðum Seltjarnar- nesbæjar eru kjörnir 40 fulltrúar, þar af eru 19 konur. Í 6 af 9 nefndum og ráðum bæjarins eru konur formenn. Þá er fjárhags- og launanefnd bæj- arins og starfskjaranefnd eingöngu skipaðar konum. Það sama gildir um stjórn starfsmenntunarsjóðs. Önnur sveitarfélög þar sem konur eru í meirihluta eru Akureyrarkaup- staður, Dalvíkurbyggð, Borgarfjarð- arsveit, Aðaldæla-, Keldunes-, Rauf- arhafnar-, Mjóafjarðar- og Mýrdals- hreppur. Hæsta hlutfall kvenna í bæjar- stjórn er á höfuðborgarsvæðinu eða 44% en lægst er hlutfallið á Reykja- nesi eða 24% kjörinna fulltrúa. Konur í meirihluta í bæjarstjórn og nefndum Seltjarnarnes ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.