Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 20
SJÖTÍU og sjö manns að minnsta
kosti hafa farist í þeim veðurofsa
sem riðið hefur yfir Mið- og Austur-
Evrópu undanfarna daga. Verst var
ástandið í gær í Prag, höfuðborg
Tékklands, en þar hafa ekki verið
jafn miklar rigningar og vatnavextir
um einnar aldar skeið. Yfirvöld lýstu
í fyrrakvöld yfir neyðarástandi í
borginni og í gærmorgun var hafist
handa við að flytja um 50 þúsund
manns á brott frá heimilum sínum.
Vatnsmagn í Moldá, sem rennur
um Prag, jókst sífellt í gær og var
óttast að um miðjan dag yrðu 490
götur að fullu undir vatni. Elsti og
sögufrægasti hluti borgarinnar,
Mala Strana, var þegar að miklu
leyti undir vatni og óttast var að
vatnshæðin færi í 1,8 metra í sumum
íbúðarhverfum síðdegis í gær.
Nauðsynlegt reyndist að opna
gáttir stíflna í Moldánni suður af
Prag vegna gífurlegra rigninga og
sagði Ígor Nemec, borgarstjóri í
Prag, að jafnvel mætti reikna með
nýrri og öflugri flóðbylgju um kvöld-
ið. Var óttast að hinn sögufrægi mið-
bær færi þá að mestu undir vatn og
óttast var um afdrif Karlsbrúnnar,
eins helsta kennileitis borgarinnar.
Rafmagnsleysi hrjáði flesta borgar-
búa og gera má ráð fyrir að skortur
verði á drykkjarvatni næstu daga.
Um sex þúsund tékkneskir björg-
unarmenn hafa unnið dag og nótt að
því að bjarga Prag frá vatnavöxtun-
um, sem eru þeir mestu í borginni
frá 1890. Hafa sjö manns dáið í ham-
förunum. Hundruð manna voru flutt
á brott frá spítala í miðborg Prag á
mánudag og þá var í undirbúningi í
gær að rýma dýragarðinn í borginni
og flytja dýrin í öruggt húsaskjól.
Ríkisstjórn Tékklands fundaði síð-
degis í gær og ákvað þá að eyrna-
merkja um 37 milljónir evra, rúm-
lega 3 milljarða ísl. króna, til
björgunarstarfa og neyðarviðgerða.
Það versta afstaðið í Salzburg?
Næsti nágranni Tékklands, Aust-
urríki, hefur ekki farið varhluta af
veðrinu og a.m.k. sjö hafa dáið þar af
völdum flóðanna. Sagði Thomas
Klestil, forseti Austurríkis, í gær að
flóðin væru þau verstu í sögu aust-
urríska lýðveldisins, sem var stofnað
1918. 8000 hermenn taka þátt í neyð-
araðgerðum en flytja hefur þurft um
300 manns frá heimilum sínum með
þyrlum og hundruð til viðbótar hefur
verið bjargað um borð í báta, sem
notast er við í björgunarstarfinu.
Yfirvöld lýstu Salzburg hamfara-
svæði á mánudag, en þar dró nokkuð
úr vatnsflaumnum í gær. Veður-
fræðingar spá þó áfram rigningu í
landinu og því ekki öruggt að það
versta sé afstaðið. Í höfuðborginni
Vín hefur sömuleiðis rignt látlaust
og miklir vatnavextir voru í Dóná,
sem rennur um borgina. Ekki var
talið að ástandið yrði jafn slæmt og í
Salzburg en þó voru menn við öllu
búnir. Víða lágu samgöngur niðri.
Hið sama má segja um samgöngur
í Suður-Þýskalandi en þjóðvegurinn
sem liggur í átt að Vínarborg í Aust-
urríki var lokaður í gær vegna veð-
ursins. Yfirborð Dónár í Þýskalandi
hækkaði verulega, fór yfir tíu metr-
ana, og varð það til þess að neyðar-
ástandi var lýst yfir í sjö héruðum
Bæjaralands. Hefur verið staðfest
að fimm manns hafi dáið í flóðunum í
Þýskalandi frá því um síðustu helgi
og sjö til viðbótar er saknað. Búið
var að flytja um eitt þúsund manns
frá heimilum sínum í Sachsen í Aust-
ur-Þýskalandi, þar af þurfti að flytja
500 af sjúkrahúsi í Dresden.
Þrír létust í Rúmeníu og átján
slösuðust þegar fárviðri skall á í suð-
urhluta landsins. Og við Svartahafs-
strönd Rússlands var ástand enn
varasamt en þar er talið að flestir
þeirra, sem farist hafa af völdum
veðursins undanfarna daga, hafi lát-
ist; eða 58 af 77.
Mestu vatnavextir
í manna minnum
Prag. AFP.
Reuters
Loftmynd af bændabýlum sem orðið hafa vatninu að bráð í Machland-héraði, um 30 km austur af borginni Linz í Austurríki.
Reuters
Starfsfólk dýragarðsins í Prag bjargar nashyrningi úr vatnsflaumnum í gær en rýma átti garðinn.
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„BORGIN er rafmagnslaus og
fólk hefur verið búið undir, að
svo verði næstu daga,“ sagði
Þórir Gunnarsson, ræðismaður
Íslands í Prag og eigandi veit-
ingahússins Reykjavíkur þar í
borg, í viðtali við Morgunblaðið.
Sagði hann, að þau svæði, sem
lægst lægju við Moldá, væru
undir vatni og í gær var búist við
nýrri flóðbylgju í ánni.
Þórir sagði, að fólki á mestu
hættusvæðunum við Moldá, um
20.000 manns, hefði verið skipað
að rýma húsin og óvíst væri hve-
nær það kæmist aftur heim til
sín. Í gær rigndi í Prag eins og
víðar í Tékklandi og um alla Mið-
Evrópu og spáð hafði verið
áframhaldandi rigningum fram á
laugardag.
Vatni hleypt úr lónum
„Hér eins og víðar í landinu
eru allar samgöngur úr skorðum
og nú er beðið eftir nýrri flóð-
bylgju í Moldá. Ástæðan er að-
allega sú, að víða er verið að
hleypa vatni úr yfirfullum uppi-
stöðulónum til að létta álagið á
stíflunum,“ sagði Þórir en hann
kvaðst ekki vilja trúa því, að
hinni frægu Karlsbrú, sem smíð-
uð var á 14. öld, væri hætt.
Reykjavík, veitingastaður Þóris,
er skammt frá brúnni.
Þórir kvaðst hafa verið í sam-
bandi við Íslendinga í Prag og
nágrenni og amaði ekkert að
þeim fyrir utan þá erfiðleika,
sem íbúar landsins alls væru að
upplifa þessa daga.
Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Prag
Rafmagnslaust og beð-
ið eftir nýrri flóðbylgju „VIÐ vorum vakin upp í morgunmeð þeim orðum, að við yrðum aðhafa okkur hið bráðasta burt af
hótelinu í miðborginni og nú er bú-
ið að hola okkur niður í barnaskóla
nokkuð fyrir utan hana,“ sagði
Stefanía Snorradóttir en hún er ein
í hópi níu Íslendinga, sem fóru í
tennisferð til Prag.
Stefanía sagði, að minna hefði
orðið úr tennisiðkuninni en til stóð.
Ekkert lát væri á úrkomunni og
stundum gengi á með þrumum og
eldingum. Sagði hún, að borgin
væri nú rafmagnslaus og í fyrrinótt
hefði varla verið svefnfriður fyrir
sírenuvæli. Væru sjúkrabílar og
lögreglubílar stöðugt á ferðinni
enda um að ræða neyðarástand á
sumum svæðum. Þá biði fólk eftir
nýrri flóðbylgju í Moldá og töluðu
sumir um, að vatnsborðið gæti
hækkað um allt að þrjá metra.
Að sögn Stefaníu beinir lög-
reglan allri umferð frá miðborginni
og er því með vegatálma mjög víða.
Eins og fyrr segir var Íslend-
ingahópurinn í gær í barnaskóla
fyrir utan miðborgina en Stefanía
sagði, að Emil Kristjánsson, far-
arstjóri hjá Ferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar, hefði verið
þeim hjálplegur og útvegað þeim
pláss á gistihúsi skammt frá. Sagði
hún, að tveir úr hópnum væru farn-
ir til Kaupmannahafnar og hinir að
velta fyrir sér brottferð enda spáð
rigningu áfram næstu daga.
Vakin og sagt að
yfirgefa hótelið