Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glæsileg... Baðkar og sturta 336.900 kr. 180x90x213 cm, með nuddi verð áður: 449.323 kr. Funoi handlaug 20.636 kr. Scala handlaug 29.656 kr. stölluð, 470x470 mm og 200 mm á hæð ...hreinlætistæki Handy C. hornbaðkar 85.000 kr. 135x135x58 cm Ver› á›ur: 113.338 kr. 145x145x58 cm, með nuddi Ver› á›ur: 381.227 kr.400 mm og 150 mm á hæð Stelleria hornbaðkar 285.900 kr. Ráðstefna norrænna félagsfræðinga Samfélagið í netheimi RÁÐSTEFNA nor-rænna félagsfræð-inga verður haldin í Reykjavík dagana 15.–17. ágúst. Helgi Gunnlaugs- son, formaður Félagsfræð- ingafélags Íslands, sagði Morgunblaðinu nánar frá ráðstefnunni. – Hver er saga ráðstefn- unnar? „Ráðstefnan er haldin af norræna félagsfræðinga- félaginu og Félagsfræð- ingafélagi Íslands og hefur álíka ráðstefna verið hald- in að jafnaði annað hvert ár í einhverju Norður- landanna. Ráðstefnan nú er sú 21. í röðinni. Hins vegar er þetta í annað sinn sem þingið er haldið hér á Íslandi, hið fyrra sinn var árið 1981. Þannig er sannarlega kominn tími til að ráðstefnan sé haldin hér á ný. Undirbúnings- hópur hefur unnið að ráðstefnunni undanfarin tvö ár og Gestamót- takan ehf. sér um alla framkvæmd með hópnum. Undirbúningurinn hefur gengið afar vel og er von á að ráðstefnan heppnist mjög vel í alla staði.“ – Hvert er þema ráðstefnunnar að þessu sinni? „Að þessu sinni ber ráðstefnan heitið Netsamfélagið – frelsi eða fjötrar. Fjórir aðalfyrirlesarar munu flytja sérstök erindi varð- andi þema eða heiti ráðstefnunn- ar, en efni málstofa verður á ýms- um sviðum félagsfræðinnar.“ – Á hve mörgum er von á ráð- stefnuna? „Við eigum von á hátt í fjögur hundruð þátttakendum að þessu sinni, sem er tvöfalt á við fjöldann sem mætti á síðustu ráðstefnu í Bergen í Noregi fyrir þremur ár- um. Það sýnir okkur að efni henn- ar hefur vakið athygli og von á spennandi umræðum. Vísinda- menn og fræðimenn heimsækja okkur frá hinum Norðurlöndun- um auk gesta frá öðrum löndum og kynna rannsóknir sínar. Alls verða um 250 erindi flutt á yfir 20 málstofum.“ – Er dagskrá ráðstefnunnar þéttofin? „Já, á morgun er ráðstefnan sett á háskólasvæðinu með ávarpi forseta Íslands í Súlnasal Radis- son SAS Hótels Sögu, en það er skemmtilegt að geta þess að for- setinn hélt hátíðarræðu á ráð- stefnunni hér heima árið 1981, þegar hann var prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hver málstofan rekur aðra yfir daginn, en á kvöldin verður mót- taka í Ráðhúsi Reykjavíkur, kvöldverður í Bláa lóninu og eftir lokafyrirlestrana verður haldið á vit Menningarnætur í Reykjavík. Reynt er að gera dagskrána spennandi og áhugaverða.“ – Hverjir eru aðalfyrirlesarar? „Fyrsta má nefna Arlie R. Hochschild, frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Hún mun flytja erindi um alþjóðavæðingu og stöðu kynjanna innan hennar. Næstan má nefna David Lyon, frá Queens-háskólanum í Kanada, en hann mun ræða þekkingarsamfélagið, með- ferð persónulegra upplýsinga og friðhelgi einkalífsins. Saskia Sassen, frá háskólanum í Chicago, mun koma inn á stöðu þjóðríkisins innan hins nýja alþjóða hagkerfis. Loks er Nils Christie, frá háskól- anum í Ósló, sem flytur erindi um þróun viðurlaga gegn afbrotum á Vesturlöndum.“ Þess má geta að Saskia Sassen heldur opinn fyr- irlestur í Norræna húsinu í dag klukkan 17 og Nils Christie sömu- leiðis í Reykjavíkurakademíunni í kvöld, klukkan 20. – Hver eru viðfangsefni mál- stofanna? „Þær eru flestar á meginsviðum félagsfræðinnar. Þar má nefna vinnumarkaðinn, þjóðernishyggju og innflytjendur, vísindapólitík, heilsufélagsfræði, vald og lýðræði, umhverfismál, samspil dreifbýlis og þéttbýlis, velferðarmál, menn- ing og fjölmiðla, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar á viðkomandi sviði stjórna umræðum og fluttir eru fyrirlestrar um rannsóknir á þeim málefnum.“ – Hvert er gildi ráðstefnu sem þessarar fyrir fræðin? „Það má með sanni segja að ráðstefna sem þessi sé nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir fræði- menn á sviði félagsfræði. Hér koma menn saman, ræða málin og kynnast nýjum rannsóknum.“ – Íslendingar sitja nú við stjórnvölinn í norræna félags- fræðingafélaginu. „Já, Guðbjörg Linda Rafnsdótt- ir hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár og er það í fyrsta sinn sem Íslendingur gegn- ir því embætti. Það er okkur mikil ánægja að halda ráðstefnuna með- an Guðbjörg Linda er formaður, en nýr formaður, frá Svíþjóð, tek- ur við að henni lokinni. Auk Guðbjargar Lindu situr Ingólfur V. Gísla- son í stjórn norræna sambandsins fyrir hönd okkar Íslendinga. Sömuleiðis eru ritstjórar tímarits félagsins, Acta Sociologica, um þessar mundir íslenskir, þeir Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson. Tímaritið er mjög hátt skrifað innan félagsfræðinn- ar og er mikilvæg tekjulind fyrir félagið.“ Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna má finna á heimasíðu, www.sociologkongress.hi.is. Helgi Gunnlaugsson  Helgi Gunnlaugsson er fæddur í Reykjavík 1957, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1977, BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1982, meistara- og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Missouri í Columbia í Bandaríkjunum 1985 og 1992 þar sem hann sérhæfði sig í afbrotafræði. Helgi er formaður Félagsfræðingafélags Íslands og starfar sem dósent í félagsfræði við HÍ og kenndi félagsfræði við Menntaskólann í Reykjavík 1987–1996. Helgi er giftur Kristínu Hildi Ólafsdóttur lektor í myndmennt við KHÍ og eiga þau tvö börn. Áhugaverðar málstofur og fyrirlestrar Þetta er allt í lagi, ykkur er óhætt að koma öll inn í einu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.