Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 24
Morgunblaðið/Þorkell
Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson
í forgrunni leikbrúðuóperu sinnar í galleríi i8.
HELGI Þorgils Friðjónsson og
Kristinn G. Harðarson þekkjast vel
„síðan í gamla daga“ eins og þeir
orða það og hafa unnið að ýmsum
verkefnum saman, ráku m.a. gallerí
Nýlistasafnsins um tíma. Sýningin
sem opnuð verður í i8 gallerí kl. 17 í
dag er að hluta til samsýning, en
rennur saman í eitt í myndbands-
verkinu Afturgöngur sem sýnd er í
kjallara gallerísins. „Þegar okkur
var boðið að sýna hér saman
ákváðum við að vinna eitt verk þar
sem við gætum skipst á hugmyndum
og búið ti einhverja tengingu. Ég
held að við höfum strax leitað dálítið
aftur, bæði til þess sem við höfum
unnið saman áður, m.a. brúðuleik-
húss sem við gerðum fyrir Barna-
tíma Sjónvarpsins, og aftur til þess
þegar við vorum að koma úr námi á
sama tíma, úr sama skóla. Við byrj-
uðum með ákveðinn útgangspunkt
og létum síðan hugmyndina þróast.
Það má segja að við séum dálítið að
leika okkur, og þar má finna tengsl
við sýninguna í heild,“ segir Helgi en
auk þeirra Kristins kom Sverrir
Guðjónsson söngvari að gerð verks-
ins. Afturgöngur er að formgerð eins
konar leikbrúðuópera í fjórum þátt-
um, notaðir eru leikmunir, svið,
textabrot, hljóðrás og dramatísk lýs-
ing. „Verkið er tilvistar- og sögulegs
eðlis, það er að mörgu leyti frum-
stætt, en nákvæmt í öðrum atrið-
um.“
Nokkurs konar ævisaga
Í aðalsal gallerísins sýnir Kristinn
tvenns konar verk, vantslitaverk
máluð eftir ljósmyndum og útsaum-
aðar myndir gerðar eftir teikning-
um. Verkin segir Kristinn tengjast
dagbók sem hann hefur haldið í fjöl-
mörg ár. „Ljósmyndirnar sem verk-
in eru máluð eftir eru teknar á síð-
ustu 15 árum, og eru tengdar
nokkurs konar dagbókarhaldi. Þær
eru teknar á ferðalagi og heima við, í
Bandaríkjunum, Hollandi og á Ís-
landi. Myndirnar eru þó örlítið til
hliðar við fjölskylduljósmyndina,
þær sýna sjónarhorn sem er á jaðri
okkar persónulega umhverfis og ytri
heimsins. Myndinar eru ekki af fjöl-
skyldunni sem slíkri, heldur sýna
þær nærveru fjölskyldunnar og míns
persónulega lífs. Þá lét ég prenta
litla bók með frásagnarbrotum úr
dagbókum mínum sem lýsa mörg því
sama og ljósmyndirnar. Þetta dag-
bókarverkefni er langtímaverkefni
hjá mér og er hugsað sem nokkurs
konar ævisaga.“
Í þessum verkum sem og hinum
útsaumuðu vísar Kristinn til ná-
kvæmnisvinnu handverksins, en þar
er vatnslitnum beitt á vandvirkan
hátt til að líkja eftir ásýnd ljósmynd-
arinnar. „Margir hafa spurt mig af
hverju ég nota ekki bara ljósmyndir,
en vatnslitirnir gefa verkunum nauð-
synlega huglægni, þeir skila annars
konar tilfinningu.“ Útsaumsverkin
segir Kristinn e.t.v. lýsa draumnum
um hinn fullkomna íverustað, en þau
eru saumuð eftir flatarskissum eig-
inkonu hans af íbúðum þeirra hjóna.
Hið viðtekna skraut
Leirskúlptúrar af englum og ald-
inum eru þau verk sem Helgi Þorgils
hefur til sýnis í aðalsýningarými
gallerísins. Þannig eru málverkin
sem Helgi er svo þekktur fyrir hér
víðsfjarri, þó svo að umfjöllunarefni
skúlptúranna sé ekki langt frá þeim
minnum sem víða birtast í málverk-
unum. Sígild mótíf hefðarinnar eru
meginhugðarefni skúlptúranna, sem
eru smáir að vöxtum og dreifðir um
þann hluta salarins sem Helgi sýnir
í.
„Ég hef alltaf unnið dálítið af
skúlptúrum, og hef gjarnan sýnt þá
með málverkunum mínum. Ég er
hins vegar ekki viss um að fólk hafi
alltaf tekið eftir þeim,“ segir Helgi
og brosir við þegar spurt er út í til-
færsluna yfir í skúlptúrformið. Hann
segir verkin mynda ákveðna heild í
rýminu og megi líta á þá sem inn-
setningu. „Kveikjan að verkunum
eru styttur, sem til eru á mörgum
heimilum, framleiddar af Bing og
Gröndal, sem fela í sér tilvitnanir í
listasöguna, eru eftirmyndir af fræg-
um fyrirmyndum. Það var svona
stytta á bernskuheimli mínu í Búð-
ardal þar sem ég ólst upp og var ég
alltaf mjög hrifinn af henni. Ég sá
sams konar styttu tuttugu árum síð-
ar á heimili í Maastricht í Hollandi
þar sem ég var við nám. Það var sér-
stök tilfinning. Þessi stytta var á
heimilum á ólíkum stöðum í heim-
inum, sem bæði myndu teljast venju-
leg heimili og eru stytturnar því
nokkurs konar viðtekið skraut. Mér
fannst þær spennandi því þær birta
ákveðið fegurðarmat, ákveðna af-
stöðu fólks til þess hvað er fallegt.“
– Nú má ef til vill greina allt að því
barnslega alúð í þessum verkum.
Tengist það þeirri bernskuupplifun
sem þú geymir af styttunni góðu?
„Ekki nema á óbeinan hátt, því ég
nálgast þetta fyrst og fremst hug-
myndalega. Vinn til dæmis með hina
klassísku engla úr málverkum Rafa-
els og ávextina sem ímynd formfeg-
urðar og gnóttar. Sú gnótt er
kannski ýkt upp í stærðarhlutföllun-
um milli englanna og ávaxtanna. En
eitt af því sem ég er að gera í mínum
verkum er að athuga hversu langt
hægt er að ganga í að handleika eitt-
hvað sem þykir eiginlega vera of
vandmeðfarið til að geta talist vera
list. Popplistamennirnir myndu
nálgast slíkan efnivið með kald-
hæðnislegum fyrirvara, en ég fer
eiginlega frekar í hina áttina og
reyni að gera þetta af alúð og finna
þar einhvern flöt,“ segir Helgi og
þvertekur ekki fyrir það að í þessari
nærfærni leynist sú bernska og sá
leikur sem óneitanlega liggur yfir
sýningunni.
„Erum dálítið
að leika okkur“
Leikbrúðuópera, skúlptúrar og útsaumaðir
draumar um hinar fullkomnu vistarverur –
þetta er meðal þess sem getur að líta á sýn-
ingu þeirra Helga Þorgils og Kristins G.
Harðarsonar í i8 galleríi. Heiða Jóhanns-
dóttir leit inn og ræddi við listamennina.
heida@mbl.is
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARNÓTT í Reykjavík og
Landsbanki Íslands undirrituðu í
gær samstarfssamning þar sem
Landsbankinn gerist aðalstyrkt-
araðili menningarnætur til næstu
þriggja ára. Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri og Árni Þór Sigurðs-
son, forseti borgarstjórnar, und-
irrituðu samninginn í afgreiðslusal
aðalbankans við Austurstræti.
Viðburður fólksins í borginni
Elísabet Þórisdóttir, formaður
verkefnisstjórnar menningarnætur,
flutti stutt ávarp áður en samning-
urinn var undirritaður og sagði það
mikið ánægjuefni að Landsbankinn
gerðist með þessum hætti að-
alstyrktaraðili. Dagskrá menning-
arnæturinnar ykist að umfangi með
hverju ári og í ár yrði hún nánast
samfelld frá 12 á hádegi laug-
ardagsins 17. ágúst til 12 á mið-
nætti. Hún sagði nánast ógjörning
að tíunda alla dagskrána svo um-
fangsmikil væri hún nú þegar orðin
og vafalaust ættu enn fleiri við-
burðir eftir að bætast við. En um
alla miðborgina mun hljóma tónlist,
allir sýningarsalir og söfn borg-
arinnar eru opin, leiksýningar, dans
og söngur verður bæði innandyra
og á götunum, og víða í fyrirtækjum
og listastofnunum eru samfelldar
dagskrár eða reglulegar end-
urtekningar á viðburðum svo hver
og einn getur sett saman sína per-
sónulegu Menningarnæturdagskrá.
Árni Þór Sigurðsson sagði Menn-
ingarnóttina vera viðburð fólksins í
borginni, þar sem fyrirtækin, lista-
menn og almenningur hefðu gert
hana að stærsta menningarviðburði
landsins. Hann kvað það ekki orð-
um aukið að segja að um 100 þús-
und manns kæmu að Menning-
arnóttinni með einum eða öðrum
hætti. Aðalatriðið væri að Menning-
arnóttin væri fyrir alla og þar væri
frítt inn á flesta viðburði og þar
fyndu flestir eitthvað við sitt hæfi.
Halldór J. Kristjánsson sagði
stefnu Landsbankans vera þá að
styrkja fáa menningarviðburði en
gera það myndarlega og það væri
sérstaklega ánægjulegt að taka þátt
í samstarfi við Menningarnóttina.
Hann sagði Landsbankann ávallt
hafa staðið að dagskrá á eigin veg-
um á Menningarnóttina og í ár yrði
hún sérlega vegleg en hún hæfist kl.
17 í aðalbankanum og stæði óslitið
til kl. 23.
Rappið heim
Að undirskriftinni lokinni var
viðstöddum gefinn forsmekkur að
dagskrá menningarnæturinnar
með því að Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson söng tvö lög við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Þá komu
þrjú börn fram sem fluttu kvæði og
tvísöngsstemmu, systurnar Lilja og
Hildur Kristín Þorvarðardætur og
frændi þeirra Róbert Sigurðarson,
en afi þeirra er Sigurður Sigurð-
arson dýralæknir sem hefur kennt
barnabörnunum kvæðalögin sem
þau fluttu, viðstöddum til óbland-
innar ánægju.
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
menningarfulltrúi Reykjavík-
urborgar, sagði að Menningarnótt-
inni hefði á dögunum áskotnast
heilt hús undir starfsemi sína sem
er gamla skrifstofuhúsnæði Lands-
símans við Sölvhólsgötu. Til stend-
ur að rífa húsið í haust og því er ein-
ungis tjaldað til einnar nætur og
hefur húsinu verið gefið hið vel við-
eigandi heiti Gallerí Rif. Þar verður
haldin gríðarmikil rapp- og kvæða-
hátíð undir stjórn Hilmars Arnar
Hilmarssonar tónskálds sem hann
vill gefa yfirskriftina „Rappið
heim“. Flytjendur verða m.a. Stein-
dór Andersen, Lúðrasveit Reykja-
víkur, Erpur Eyvindarson o.m.fl.
Anna Margrét sagði að enn væri
nægt rými til ráðstöfunar fyrir hug-
myndaríkt fólk sem vildi taka þátt í
þessari uppákomu. Áhugasamir
skyldu snúa sér til stjórnenda
Menningarnætur en allar upplýs-
ingar er að finna á heimasíðunni
www.menningarnott.is. Með Morg-
unblaðinu á föstudag mun svo
fylgja ítarleg dagskrá Menning-
arnæturinnar sem gott er hafa með-
ferðis þegar lagt er upp í menning-
arreisu um borgina á laugardaginn.
Fjölbreytt dagskrá
á Menningarnótt
Morgunblaðið/Þorkell
Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Árni Þór Sigurðsson, forseti
borgarstjórnar, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára.
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Njáls-
saga ehf. hefur hafið framleiðslu
fyrsta þáttar af 10 þátta sjónvarps-
seríu um Njálssögu og hófust upp-
tökur í þessari viku.
Í gær fóru upptökur fram á
Þingvöllum en tökur þessa fyrsta
þáttar fara að mestum hluta fram
á söguslóðum Njálu og að sögn
Þorgeirs Gunnarssonar framleið-
anda er allt kapp lagt á að vanda
mjög til verks á öllum sviðum og
hefur færasta kvikmyndagerðar-
fólk og listamenn verið ráðin til
verksins. Leikarar eru landsþekkt-
ir, m.a.fer Ingvar Sigurðsson með
hlutverk Njáls, Hilmir Snær
Guðnason leikur Gunnar á Hlíð-
arenda, Margrét Vilhjálmsdóttir
Hallgerði og Halldóra Geirharðs-
dóttir Bergþóru. Aðrir leikendur
fyrsta þáttar eru Bergur Þór Ing-
ólfsson, Helgi Björnsson, Benedikt
Erlingsson, Pétur Einarsson, Sig-
urður Karlsson, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson,
Pálmi Gestsson og Sveinn Þ.
Geirsson.
Leikstjóri er Björn Br. Björns-
son, höfundar handrits eru Hrefna
Haraldsdóttir, Björn Br. Björns-
son og Þorgeir Gunnarsson. Leik-
mynd gerir Árni Páll Jóhannsson
og kvikmyndataka er í höndum
Víðis Sigurðssonar.
Að sögn Þorgeirs verður fyrsti
þátturinn notaður til að fjármagna
hina þættina níu, sem áætlað er að
verði teknir upp að tveimur árum
liðnum, 2004–2005.
„Verkefnið hefur alls staðar
hlotið góðar undirtektir. Auk Rík-
isútvarps-Sjónvarps hafa ríkissjón-
varpsstöðvar allra hinna Norður-
landa tryggt sér sýningarrétt á
myndinni. Þá hafa allir kvik-
myndasjóðir sem leitað hefur verið
til ákveðið að styrkja gerð mynd-
arinnar, þ.á m. Kvikmyndasjóður
Íslands, Norræni kvikmynda- og
sjónvarpssjóðurinn, Kabelfonden
og Menningarsjóður útvarps-
stöðva. Framleiðsluáætlun gerir
ráð fyrir að fyrsti þátturinn verði
tilbúinn til útsendingar í sjónvarpi
í febrúar á næsta ári.
Kvik-
mynda-
tökur
hafnar
á Njálu
Morgunblaðið/Þorkell
Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum Hall-
gerðar og Gunnars við tökur á Njálu á Þingvöllum.
ARNFINNUR Amazeen og Bryndís
Erla Hjálmarsdóttir opna sýningu í
rýminu undir stiganum í i8 á Klapp-
arstíg 33 í dag, miðvikudag, kl. 17.
Arnfinnur Amazeen (f. 1977) og
Bryndís Erla Hjálmarsdóttir (f.
1977) útskrifuðust frá Listaháskóla
Íslands vorið 2001 síðan þá hafa þau
unnið að myndlist sinni og meðal
annars skipulagt ásamt fleirum
Opna galleríið á Laugaveginum.
Verkið sem þau sýna undir stiganum
nefnist „Við erum í svo miklu jafn-
vægi“ og er innsetning gerð með
ljósmynd og spegli.
Sýningin stendur fram til 6. sept-
ember.
Innsetning
undir stig-
anum í i8