Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 47
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
Sýnd kl. 8.30 og Powersýning kl. 10.30.
Hverfisgötu 551 9000
Powersýning
kl. 10.30.
Radíó X
1/2
Kvikmyndir.com
„Besta mynd ársins til þessa“ HÖJ
HK DV
Sexý og Single
Yfir 12.000 MANNS 2 FYRIR EINN - allra síðustu sýningar
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.
Sýnd kl. 8. B. i. 16.
SV.MBL
HK.DV
Yfir
35.000
MANNS
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10.
Sýnd kl. 6 og 9.
STÓRKOSTLEGAR
TÆKNIBRELLUR OG
BRJÁLAÐUR HASAR.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Forsýning
YFIR
35.000.
MANNS!
www.laugarasbio.is
Forsýnd kl. 11.35.
Radíó X
1/2
Kvikmyndir.com
„Besta mynd ársins til þessa“ HÖJ
Forsýnd í kvöld kl. 11.35.
Miðasalan opnar kl. 17.
TILRAUNAKENND raftónlist er
það víst kallað, hvar tón- og hljóð-
listarmenn kanna útnára hljóða og
hljóma en ólíkir hérlendir lista-
menn eins og t.d. Exos, múm, Sigur
Rós og Auxpan hafa allir dýft tám í
þennan geira, misdjúpt þó.
Hér á landi hófust þreifingar í átt
að samtíma tilraunakenndri raf-
tónlist fyrir réttum áratug eða svo,
eða þegar Andrew nokkur
McKenzie steig hér á land. Þetta
álítur Birgir Örn Thoroddsen
(sömuleiðis þekktur sem Bibbi eða
Curver) a.m.k. en hann er skipu-
leggjandi tónleika í kvöld þar sem
fram koma listamenn sem allir hafa
átt þátt í að móta íslenskt raf-
tónlistarlandslag. Þetta eru Pro-
duct 8, Stilluppsteypa, Curver og
Vindva Mei og svo að sjálfsögðu
The Hafler Trio, sem er sveit áð-
urnefnds McKenzie.
„Það var hálfgerð tilviljun að við
skyldum allir vera staddir á landinu
á sama tíma,“ segir Birgir, að-
spurður um kveikjuna að tónleik-
unum.
„Þar sem allir voru staddir hér
heima á sama tíma langaði okkur til
að halda stóra tónleika og fagna af-
mæli þessa geira í tilraunakenndri
raftónlist.“
Birgir segir að vissulega sé heim-
ur þessarar tónlistar ekki stór en
hann skiptist engu að síður í hina
og þessa flokka eftir mismunandi
stílbrigðum og nálgunum.
„Þessir fimm listamenn eiga sér
allir sameiginlega sögu. Þegar
McKenzie kom til landsins á sínum
tíma fóru þeir sem voru að stunda
svona tónlist, þá helst Reptilicus, að
pæla meira í hljóði en áður og
skildu taktinn meira við sig.“
Hann segir að náið samstarf hafi
verið á milli listamannanna alla tíð.
„Það mætti segja, í dag a.m.k, að
við værum að leika tilraunar-
aftónlist af gamla skólanum,“ álítur
Birgir. „Aðall okkar er að við dufl-
um meira í framúrstefnulegri
óhljóðalist og véltónlist (e. ind-
ustrial) en fáumst ekki við þær mel-
ódísku tilraunir sem eru móðins í
dag eða það sem er kallað klikk og
klipp taktpælingar (e. click and cut)
sem eru raktar til breska rafdúetts-
ins Autechre. Stundum er notað yf-
irheitið slag-tónlist (e. glitch).
Tónleikarnir hefjast stundvíslega
kl. 20.30 í Vesturporti, Vesturgötu
18. Hvert atriði tekur um hálftíma í
flutningi en Andrew McKenzie mun
flytja sína list á milli atriða.
Skemmtanagjald er þúsund krónur.
Tilraunakennd raftónlist í Vesturporti
Tíu ár af tilraunum
Morgunblaðið/Jim Smart
Helgi, Bibbi, Pétur, Andrew, Jóhann, Rúnar og Sigtryggur bíða spenntir eftir kvöldinu eins og sjá má.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og
Mete Gudmundsen spila fyrir gesti.
STÚDENTAKJALLARINN:
Kleszmersveitin Schpilkas leikur við
hvern sinn fingur kl. 21.30. Hljóm-
sveitina skipa Peter Jörgensen,
Haukur Gröndal, Helgi Helgason og
Nicholas Kingo.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÞESSIR fornfálegu knettir standa á
næstunni til boða hjá uppboðshöldur-
unum Christie’s í London. Ef þeir
væru þannig skapaðir er víst að
knettirnir myndu tímana tvenna en
þeim var sparkað á milli í undanúr-
slitum og úrslitum ensku bikarkeppn-
innar árin 1887 og 1888. Áætlað er að
fáist á bilinu 600 þús. til 2,5 milljónir
íslenskra króna fyrir gripina góðu.
Reuters
Frá bikarkeppni
þarsíðustu aldar