Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra fagnar úrskurði Skipu-
lagsstofnunar en segir að málið sé þó
langt frá því að
vera í höfn. „Þetta
ferli umhverf-
ismatsins þarf að
ganga til enda og
ég held að það
megi alveg búast
við því að þessi úr-
skurður verði
kærður. Þar af
leiðandi getur það
ferli tekið nokkurn tíma, en auk þess
þarf að breyta friðlýsingunni sem er
líka heilmikið ferli áður en hægt er að
fara að huga að leyfisveitingu. Engu
að síður finnst mér þetta mjög mik-
ilvægt skref sem hérna er stigið og
mjög jákvætt,“ segir ráðherra.
Skipulagsstofnun fellst í úrskurði
sínum bæði á lón 575 m.y.s og 578
m.y.s. „Hvor leiðin verður valin er
óljóst á þessari stundu en hvað um-
hverfið varðar er ég sammála Skipu-
lagsstofnun í því að kosturinn 578
m.y.s. sé að mörgu leyti áhugaverðari
einmitt séð út frá umhverfissjón-
armiðum, þó að meira land fari undir
vatn.“ Valgerður segir skilyrðin sem
Skipulagsstofnun setur fyrir fram-
kvæmdinni virðast vel viðráðanleg.
Segja megi að þau séu að verulegu
leyti samkvæmt vatnalögum hvað
varðar vöktun og annað slíkt.
Bjartsýn á að verði af
stækkun Norðuráls
Norðlingaölduveita hefur verið
sögð forsenda fyrir því að orðið geti
af stækkun Norðuráls á Grund-
artanga. „Það sem núna liggur fyrir
gerir það að verkum að maður er
mikið bjartsýnni en áður um að Norð-
urál geti farið í þessa stækkun og að
það geti orðið það fljótt að fram-
kvæmdum verði lokið þar áður en
þær ná hámarki fyrir austan [vegna
Reyðarálsverkefnisins]. Það er mjög
mikilvægt fyrir efnahagslífið,“ segir
ráðherra.
Valgerður segist hafa átt von á því
að úrskurður Skipulagsstofnunar
yrði jákvæður. „Ekki síst vegna þess
að ég hef kynnt mér þetta svæði. Það
er mín tilfinning, þó ég geri mér grein
fyrir því að það skaðar náttúruna að
fara í þessar framkvæmdir, að áhrifin
á náttúruna verði innan marka. Hin
raunverulegu Þjórsárver eru líka of-
ar í landinu og ekkert svæði á landinu
hefur verið rannsakað jafn mikið og
þetta,“ segir hún.
Með Norðlingaölduveitu megi
segja að vatnasvæði efri Þjórsár sé
fullnýtt. Uppsett afl í öllum virkj-
unum á Þjórsár-Tungnársvæðinu
nýtist að fullu, ekki þurfi nýtt virkj-
unarleyfi en vegna framkvæmdarinn-
ar verði til afl á við eina Blönduvirkj-
un.
Umhverfisráðherra tjáir
sig ekki að svo stöddu
Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra er stödd í Noregi og feng-
ust þær upplýsingar í umhverfisráðu-
neytinu í gær, þegar Morgunblaðið
leitaði eftir viðbrögðum ráðherrans,
að hún hefði ekki haft tíma til að
kynna sér úrskurðinn.
Valgerður Sverrisdóttir
Fagnar úr-
skurðinum
en enn langt
í land
Skipulagsstofnun féllst í
gær á tvo kosti Norð-
lingaölduveitu, með
lónshæð í 575 metrum
eða 578 metrum að upp-
fylltum ákveðnum skil-
yrðum. Morgunblaðið
leitaði viðbragða við úr-
skurðinum, sem reynd-
ust ærið blendin.
ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, for-
maður Landverndar, segir úrskurð
Skipulagsstofnunar mikil vonbrigði.
Þjórsárver séu
geysilega mik-
ilvægt og verð-
mætt land frá
náttúruvernd-
arsjónarmiðum.
„Þrátt fyrir að
það sé lagst gegn
lóni í 581 m y.s. er
verið að skerða
friðlandið og er
það vafasamt með tilliti til Rams-
arsamningsins og heiðargæsastofns-
ins. Það er ljóst að þarna er verið að
ganga á náttúruna,“ segir Ólöf
Guðný.
Hún segir að skilyrðin fyrir fram-
kvæmdinni sem útlistuð eru í úr-
skurðinum séu mjög óljós. Hún hafi
áhyggjur af því. „Rauði þráðurinn í
skýrslunni styður þau sjónarmið að
þarna sé um mjög vafasama fram-
kvæmd að ræða og úrskurður Skipu-
lagsstofnunar að veita leyfi með skil-
yrðum er í mótsögn við það sem þar
kemur fram. Það er mjög óljóst
hvernig menn ætla að standa að mál-
um ef allt fer úr böndunum. Það þarf
að skoða þetta allt miklu betur.“
Aðspurð hvort Landvernd muni
kæra úrskurðinn til umhverf-
isráðherra segist hún telja fulla
ástæðu til að nota öll þau verkfæri
sem möguleg eru til að koma í veg
fyrir þessi spjöll. Stórn Landverndar
eigi þó eftir að ræða hver viðbrögð
samtakanna við úrskurðinum verði.
„Það er full ástæða til að fara alla leið
með þetta mál. Þótt einhverjum finn-
ist það í lagi í dag að ráðast í þessa
framkvæmd koma örugglega þeir
tímar að menn eiga eftir að naga sig í
handarbökin fyrir þetta. Einkum þar
sem við erum svo rík þjóð og höfum
nóg af öllum lífsgæðum. Ef við vær-
um fátæk og þetta væri spurning um
að allir landsbúar fengju rafmagn eða
eitthvað í þeim dúr væri ég tilbúin að
endurskoða mína afstöðu. Velferð-
arríki eins og Ísland hefur ekki efni á
að fara svona með náttúru landsins
og það á eftir að koma í ljós þótt síðar
verði.“
Leyfið ávísun á að friðlýsing
hafi ekki mikla merkingu
Ólöf Guðný segist hafa átt von á að
Skipulagsstofnun myndi hafna fram-
kvæmdinni og bendir á að Nátt-
úruvernd ríkisins lagðist gegn fram-
kvæmdinni í sinni umsögn. „Það
hefur svo víða komið fram, m.a. í
rammaáætlun ríkisstjórnarinnar, að
þetta land hefur hátt náttúruvernd-
argildi. Það setur alla þessa umræðu
á allt annað plan ef það er hugsanlegt
að taka þetta svæði undir virkjanir.
Þá sé ég ekki að náttúruverndarsjón-
armið eigi mikið lengur neina vörn.
Það virðist að menn geti réttlætt og
fundið leiðir til að fá leyfi til að virkja
á öllum svæðum. Ef menn geta gefið
þarna leyfi er það ávísun á að friðlýs-
ing hafi í rauninni ekki mikla merk-
ingu eða alþjóðasamningar sem Ís-
land er aðili að. Mér finnst það í sjálfu
sér ekkert annað en viljayfirlýsing
um eyðileggingu á náttúru Íslands að
fara með framkvæmd á svona svæði í
mat á umhverfisáhrifum,“ segir Ólöf
Guðný.
Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, formaður
Landverndar
Skilyrði fyrir
framkvæmd-
inni of óljós
ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að innan Landsvirkjunar ríki, eins
og gefi að skilja,
ánægja með úr-
skurð Skipulags-
stofnunar. „Við
teljum við fyrstu
skoðun að Skipu-
lagsstofnun hafi
unnið vel að
þessu máli, stofn-
unin var dugleg
að leita til okkar
eftir upplýsingum eins og upplýs-
ingaskylda stjórnvalda kveður á um.
Við töldum okkur hafa unnið þarna
mjög vandaða skýrslu og því kemur
þessi niðurstaða okkur ekki á óvart.
Við teljum að við búum líka að ára-
tuga vinnu við rannsóknir á nátt-
úrufari og mikilli vinnu á mörgum
undanförnum árum við að hanna
þessi mannvirki þar sem reynt hefur
verið að leita leiða til þess að lág-
marka umhverfisáhrif,“ segir Þor-
steinn.
Hann bendir á að þótt úrskurður
Skipulagsstofnunar liggi nú fyrir sé
málinu ekki lokið því ljóst sé að hægt
sé að kæra úrskurðinn og ekki ólík-
legt að það verði gert. Síðan séu ým-
is mál sem eigi eftir að sinna. Þar
megi nefna að leita þurfi eftir breyt-
ingu á friðlýsingu á svæðinu, vinna
þurfi að breytingu á skipulags-
málum og sækja þurfi virkjunarleyfi
til iðnaðarráðuneytisins og fram-
kvæmdaleyfi til sveitarstjórnanna.
Þorsteinn segir athyglisvert að
Skipulagsstofnun skuli ekki einungis
fallast á tillögu í skýrslu Landsvirkj-
unar um gerð 575 metra lóns, heldur
heimila einnig gerð lóns sem er 578
metrar yfir sjávarmáli. Þetta komi
þó í sjálfu sér ekki á óvart þar sem
Landsvirkjun hafi leitað leiða til að
hanna þessi mannvirki með sem
vönduðustum hætti. Með lækkun úr
581 metra lóni, sem friðlýsingin
gerði ráð fyrir að væri heimil, niður í
578 metra verði reginmunur á áhrif-
um á náttúrufar og umhverfi. Ekki
sé svo mikill munur að þessu leyti
milli 575 metra lóns og 578 metra
lóns en Landsvirkjun hafi hins vegar
fundið leið til að minnka lónið niður í
575 metra og talið það vera viðleitni í
átt til sátta við þá sem gagnrýnt hafa
aðgerðirnar. Hins vegar hafi komið í
ljós við þessa vinnu að ákveðin
vandamál tengd setmyndun, aur-
burði og aurkeilunni sem kæmu inn í
þessi lón skapist við 575 metra lón.
„Í raun setur Skipulagsstofnun það
sem skilyrði, ef farið verður í gerð
575 metra lóns, að mynda setlón sem
yrði norðar, ofar með ánni og utan
friðlýsta svæðisins. Það er í sjálfu
sér röskun á svæði og það kemur í
ljós að þeirra mat er að þá kynni að
vera fullt eins skynsamlegt að hafa
lónið 578 metra og sleppa þá við set-
lónið og losna að verulegu leyti við
aurvandamál og hugsanlega garða
sem gæti þurft að byggja seinna ef
aurburður verður mikill. Verði af
gerð stærra lónsins yrðu slíkir garð-
ar mun minni að umfangi heldur en
þær ráðstafanir sem þyrfti að grípa
til með 575 metra lón,“ segir Þor-
steinn.
Hann segir jafnframt að með því
að fara niður í 578 metra lón úr 581
metra hafi Landsvirkjun vitað að bú-
ið væri að finna góða lausn sem
leysti vandamál sem tengjast gróð-
urfari, fuglalífi og slíku.
Mikilvægt að hafa tvo
kosti fyrir hendi
Þorsteinn segist telja mjög mik-
ilvægt að þarna séu tveir kostir fyrir
hendi sem hægt verði að skoða nán-
ar. Það hljóti að auðvelda mönnum
að finna lausn í málinu sem hægt
verði að sætta sig við. Hann segir
liggja skýrt fyrir að 578 metra lón sé
með tilliti til raforkuframleiðslu og
hagkvæmni mun betri kostur, en þá
standi eftir spurningin um umhverf-
ismálin. Það sé mjög þýðingarmikið
að Skipulagsstofnun hafi komist að
því að báðir kostirnir séu viðunandi.
Varðandi þau sex skilyrði sem
Skipulagsstofnun setti fyrir fram-
kvæmdinni segir Þorsteinn að þau
séu þess eðlis að Landsvirkjun sé
ljúft og skylt að verða við. Sumt af
því hefði fyrirtækið hvort eð er upp-
fyllt, til dæmis ákvæðið um vöktun
með svæðinu, vatnafari, uppblæstri,
aurburði og slíku. Þá sé síðasta skil-
yrðið athyglisvert því þar er þess
getið að tryggja verði óbreytt vatns-
rennsli í fossum í farvegi Þjórsár
neðan stíflu yfir hádaginn á sumrin.
„Við bentum einmitt á að hægt væri
að gera þetta þannig að þegar lónið
er orðið fullt í júnímánuði gætu
menn hagað dægursveiflu árinnar
þannig að hún væri vatnsmeiri að
degi til en að nóttu og unnið þá upp
vatnið sem fer út úr lóninu að deg-
inum til yfir nóttina. Þannig gætum
við haldið sama rennsli á fossunum
og er í dag,“ segir Þorsteinn.
Þorsteinn Hilmarsson
Ánægja með
úrskurðinn
hjá Lands-
virkjun
ÁRNI Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands, segir
að samtökin muni kæra úrskurð
Skipulagsstofn-
unar til umhverf-
isráðherra. „Það
er okkar skylda
að leita allra leiða
til að koma í veg
fyrir fram-
kvæmdir sem
munu valda óaft-
urkræfum skaða
á náttúrunni. Það
segir í lögum okkar að hlutverk sam-
takanna sé að veita stjórnvöldum að-
hald þannig að við munum kæra úr-
skurðinn,“ segir Árni.
Kemur á óvart að fallist
sé á lón í 578 m y.s.
Árni segir að það hafi komið hon-
um mjög á óvart að Skipulags-
stofnun fallist í úrskurði sínum á lón
í allt að 578 m y.s. Matsskýrslan hafi
miðast við 575 m y.s. og hann hafi
talið að 578 metrar væru einungis
nefndir til viðmiðunar. „Ég get ekki
betur séð en þessir viðmiðunarkostir
séu til þess að réttlæta það að stíflan
fari niður í 575 metra og taldi ég að
Landsvirkjun væri að framfylgja því
ákvæði laganna að setja fram aðra
valkosti. Landsvirkjun hefur haldið
því fram að þetta sé mjög lítið, ein-
ungis 6% gróins lands sem fara und-
ir vatn en það hlýtur að vera talsvert
meira miðað við 578 m y.s. því
þriggja metra hækkun á svona flötu
landi hlýtur að stækka lónið umtals-
vert.“
Árni segir að Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar, hafi sagt
opinberlega að Landsvirkjun muni
ekki hækka stífluna umfram þá hæð
sem miðað hafi verið við en Lands-
virkjun hafi sagt m.a. á heimasíðu,
þar sem framkvæmdin er kynnt, að
miðað sé við að uppistöðulón veit-
unnar verði 575 m y.s. „Nú er Skipu-
lagsstofnun að gefa Landsvirkjun
grænt ljós til að gera það sem for-
stjóri hennar sagði að fyrirtækið
ætlaði ekki að gera. Hann virðist
sjálfur hafa haft þann skilning á
matsskýrslunni að Landsvirkjun
hygðist ekki byggja stíflu fyrir lón
yfir 575 m y.s.“
Árni segist hafa átt von á því að
Skipulagsstofnun myndi hafna fram-
kvæmdinni, Náttúruvernd ríkisins
og Þjórsárveranefnd hafi lagst gegn
henni. „Rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma hefur komist
að þeirri niðurstöðu í sínu bráða-
birgðamati að umhverfisáhrif vatns-
miðlunar í Þjórsárverum væru mikil
á náttúrufar miðað við aðra valkosti.
Það var gerður samanburður á 15
valkostum og lentu Þjórsárver í 4.
Árni Finnsson
Munum kæra
úrskurðinn
SJÁ SÍÐU 12