Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 45
DAGBÓK
Rammen om et godt liv...
ELDASKÁLINN
Invita sérverslun
Brautarholti 3, 105 Reykjavík
Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is
Umgjörð u gott líf...
Persónulega eldhúsið
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 29. ágúst, viku-
ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting,
skattar, 29. ágúst, vikuferð. Staðgreitt.
Alm. verð kr. 52.450.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til
Mallorca á ótrúlegu tilboði þann 29. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint
flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna,
og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum
við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú
traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Stökktu til
Mallorca
29. ágúst
frá kr. 39.865
LJÓÐABROT
Hvaðan komu fuglarnir
Hvaðan komu fuglarnir,
sem flugu hjá í gær?
Á öllum þeirra tónum
var annarlegur blær.
Það var eitthvað fjarlægt
í flugi þeirra og hreim,
eitthvað mjúkt og mikið,
sem minnti á annan heim,
og eg get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.
Af vængjaþytnum einum
eg vor í lofti finn.
Einhver hefur sent þá,
sem elskar fjörðinn minn.
Þeir komu út úr heiðríkjunni
og hurfu þangað inn.
Það var eins og himnarnir
hefðu fært sig nær.
Hvaðan komu fuglarnir,
sem flugu hjá í gær?
Davíð Stefánsson
„ENN einu sinni situr mað-
ur í hundunum,“ lét norður
eftir sér að hugsa þegar
hann tók upp þessi spil í tví-
menningi í sumarbrids ný-
lega:
Norður
♠ D9543
♥ 108432
♦ 4
♣74
En norður var ekki að
spila brids í fyrsta sinn og
vissi sem var að það er sitt-
hvað gæfa og gjörvuleiki.
Spilagjöfin er eins og lík-
amsgenin – enginn ræður
hvað honum er gefið, en hitt
er á okkar valdi hvernig far-
ið er með gjafirnar, hvort
sem þær eru guðs eða
manna.
Og norður ákvað að líta
jákvætt á málin: „Að vísu á
ég bara eina drottningu, en
skiptingin er góð,“ taldi
hann sjálfum sér trú um.
Jæja. Makker opnar í
fyrstu hendi á einum Stand-
ard tígli og vestur doblar.
Norður ákveður að tjalda
því sem til er og segir einn
spaða. Austur passar og …
nú stekkur makker í fjögur
grönd til að spyrja um lyk-
ilspil!
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 tígull
Dobl 1 spaði Pass 4 grönd
Pass ???
Þetta er hræðileg þróun
mála, en það er ekki um ann-
að að ræða en að svara
spurningunni. Norður segir
því fimm lauf og vonar að
makker slái nú af í fimm
spöðum.
En ekki aldeilis – suður
segir fimm tígla, sem er
kerfisbundið spurning um
trompdrottningu. Norðri
ber að segja slemmu með
spaðadrottninguna, en fimm
spaða ella. Svo einfalt er
það.
Hefurðu kjarkinn?
Norður
♠ D9543
♥ 108432
♦ 4
♣74
Vestur Austur
♠ 1087 ♠ 2
♥ ÁKDG ♥ 975
♦ D ♦ 87653
♣D8652 ♣KG103
Suður
♠ ÁKG6
♥ 6
♦ ÁKG1092
♣Á9
Ef svo er þá hefurðu
bjargað kvöldinu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14.
ágúst, er áttræð Dóra Þor-
valdsdóttir, Fannborg 8,
Kópavogi. Af því tilefni mun
hún taka á móti vinum og
ættingjum í Gjábakka,
Fannborg 8, Kópavogi, laug-
ardaginn 17. ágúst milli kl.
17 og 19.
70ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, er RalphRamsey sjötugur. Eiginkona hans Vilborg Ramsey
verður áttræð í október. Þau taka á móti fjölskyldu og vinum
í safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík laugard. 17. ágúst kl. 18.
50 ára afmæli. Í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, er fimm-tug Helga Jóna Ársælsdóttir, Grenigrund 42, Akra-
nesi. Eiginmaður hennar Þráinn Ólafsson varð fimmtugur
31. maí. Þau taka á móti gestum á Breiðinni, Akranesi, laug-
ardaginn 17. ágúst frá 20–23. Af því loknu verður stíginn
dans fram á nótt. Þau hjón vonast til að sjá sem flesta.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4
4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6.
R1e2 Rd7 7. Rf4 e5 8. Rxg6
hxg6 9. Be3 Rgf6 10. dxe5
Da5+ 11. Dd2 Dxd2+ 12.
Bxd2 Rxe5 13. Bc3 Red7 14.
O-O-O Bc5 15. f3 O-O 16.
Bc4 Rb6 17. Bb3 Be3+ 18.
Bd2 Bxd2+ 19. Hxd2 Hfd8
20. Hhd1 Hxd2 21. Hxd2 Kf8
22. He2 a5 23. a3 Rbd7 24.
Re4 Rxe4 25. Hxe4 Rc5 26.
Hf4 f6 27. Hh4 Ke7 28. Ba2
f5 29. Hd4 g5 30. Kd2 b5 31.
b4 axb4 32. axb4 Rd7 33. Bb3
Ha1 34. Ke2 Hh1 35. h3 Rf6
36. f4 gxf4 37. Hxf4 Re4 38.
Ke3 Kf6 39. Hf3 Ke5 40. g4
Staðan kom upp í
Inline Czechia flokkn-
um á skákhátíðinni í
Olomouc. Alexei Gavr-
ilov (2487) hafði svart
gegn Patriciu Llanezu
(2302). 40...f4+! 41.
Ke2 41. Hxf4 gekk
ekki upp sökum
41...Hxh3+ 42. Hf3
Hxf3+ 43. Kxf3 Rd2+
44. Ke3 Rxb3 45. cxb3
g5 og svartur vinnur.
Framhaldið varð:
41...Hh2+ 42. Ke1 Rg5
43. Hd3 f3 og hvítur
gafst upp. Lokastaða
flokksins varð þessi: 1. Jan
Bernasek (2289) 8½ vinn-
inga af 11 mögulegum 2.–3.
Ladislav Salai (2395) og Ul-
rich Dresen (2259) 7 v. 4.
Alexei Gavrilov (2487) 5.–6.
Jiri Jirka (2400) og Tom Wil-
ey (2248) 6 v. 7.–8. Josef Jur-
ek (2357) og Patricia Llan-
eza (2302) 5½ v. 9.–11. Dan
Florea (2303), Anna Dush-
enok (2200) og Alexander
Maslak (2305) 4 v. 12. D.V.
Ganesh (2063) 2 v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Afmælisbarn dagsins er
opinskátt, heiðarlegt, íhug-
ult og húmorískt. Það lætur
sér annt um kjör mann-
skepnunnar og er oftast í
hlutverki forystusauðar í
hverjum hóp.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Mikilvægt er að ganga til
starfa dagsins af opnum
huga og verða ekki heltekinn
af einhverri hugdettu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hugsanir um rómantík eru
þér áleitnar í dag og þú veist
ekki í hvorn fótinn þú átt að
stíga. Slepptu dómhörku og
reyndu bara að spjara þig
eftir mætti.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Forðastu allt rifrildi við föru-
naut þinn um málefni heim-
ilisins. Bæði viljið þið knýja
ykkar sjónarmið fram í stað
þess að miðla málum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gerðu ráð fyrir að í brýnu
slái milli þín og einhvers ann-
ars í dag. Mundu að það þarf
tvo til að deila og haldir þú
aftur af þér verður friður
áfram.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það háir þér hvað þú þráir að
kaupa einhvern fjandann í
dag. Betra er að bíða svo þú
þurfir ekki að sjá eftir kaup-
unum síðar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér hættir til að reyna að
troða þínum skoðunum á
aðra í dag. Slepptu öllum
sannfæringartilraunum,
segðu bara hvað þér finnst –
góð hugmynd selur sjálfa sig
best.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gott er að staldra við í dag og
líta aðeins í eigin barm. Þú
þarft að ná betri stjórn á eig-
in lífi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Valdabarátta við yfirmann er
mjög líkleg í dag. Farðu
gætilega svo það komi þér
ekki í koll síðar meir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þér finnst þú þurfa að sigra
heiminn í dag en það gæti
leitt til tómra vandræða fyrir
þig og óþarfa rifrildis um fá-
nýta hluti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fréttir munu vekja hjá þér
sterkar tilfinningar í dag en
láttu þær samt ekki slá þig út
af laginu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Rifrildi út af einhverju sem
þú deilir með öðrum gætu
orðið illskeyttar. Forðastu
ágreining því enginn mun
tapa nema þú.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Forðastu afskipti af málum
annarra í dag, við stígum
ekki öll sama taktinn í lífinu,
farðu algjörlega þínar eigin
leiðir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRÉTTIR
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í
krikket fer fram á Víðistaðatúni
laugardaginn 17. ágúst og hefst kl.
13.
Iðkun krikkets á Íslandi má
rekja aftur til ársins 1999 þegar
fyrsta krikketlið landsins, Kylfan,
krikketklúbbur Reykjavíkur
(KKKR), var stofnað að frum-
kvæði Ragnars Kristinssonar,
sem var kosinn konferenzráð á
stofnfundi félagsins.
Fyrsta árið var reynt að spila
nokkuð reglulega en skortur á
réttum búnaði háði mönnum
nokkuð. Var því haft samband við
Evrópska krikketsambandið
(ECC) sem sýndi málinu mikinn
áhuga og sendi félaginu fullkom-
inn búnað til krikketiðkunar.
Andstæðingur fannst
í Stykkishólmi
Í kjölfarið var ákveðið að efna
til fyrsta óopinbera Íslandsmóts-
ins í greininni og fannst andstæð-
ingurinn í Stykkishólmi, þrátt fyr-
ir að kenna þyrfti liðinu íþróttina
fyrir leikinn. Sú kennsla tókst svo
vel að Ungmennafélagið Glaumur
úr Stykkishólmi vann lærimeist-
arana í KKKR og hampaði fyrsta
Íslandsmeistaratitlinum.
Seinna sama ár náði KKKR þó
fram hefndum þegar liðið vann
Ungmennafélagið Glaum í mjólk-
urbikarkeppninni sem Mjólkur-
samsalan styrkti. Á síðasta ári
sameinuðust svo fyrrverandi erki-
fjendurnir í Glaumi og KKKR
gegn nýju liði Tryggingamið-
stöðvarinnar, í Íslandsmeistara-
móti sem nú var haldið á Tungu-
bakkavelli í Mosfellsbæ.
Áhugi á þessum leik var gríð-
armikill og sem dæmi má nefna að
breska sjónvarpsstöðin Sky Sport
sendi hingað menn til að mynda
leikinn. Innlendir fjölmiðlar létu
svo ekki sitt eftir liggja í umfjöll-
uninni. Fóru leikar loks þannig að
sameinað lið Glaums og Kylfunn-
ar hafði sigur, 111-53.
Laugardaginn 17. ágúst er
komið að þriðja Íslandsmeistara-
mótinuog fer það að þessu sinni
fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Tvö lið eru skráð til leiks, þ.e.
Kylfan og Tryggingamiðstöðin, og
hefst leikurinn klukkan 13.
Íslandsmeistara-
mót í krikket