Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 9
JARÐVATNSBARKAR
Stærðir 50—100 mm
Lengd rúllu 50 m
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
Ármúla 21, sími 533 2020
Stærðir 50—80
og 100 mm.
Lengd rúllu 50 mtr.
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
Sprengitilboð v/breytinga
Tveir fyrir einn
Handskorin massív húsgögn, fatnaður, pelsar, leðurvörur og
öðruvísi gjafavara.
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 10. ágúst frá kl. 11-16,
sunnud. 11. ágúst frá kl. 13-18
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Laugavegi 63, sími 551 4422
Stórútsala
Heilsárs-
kápur og
dragtir
Gott úrval
Útsölulok
ÚTSALA 2 fyrir 1
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Rúskinnspils 5.900 1.900 + ein frí
Herrapeysa stutterma 5.900 1.900 + ein frí
Sumarbuxur 3.400 900 + ein frí
Dömubelti 2.600 900 + ein frí
Kápa 6.600 1.900 + ein frí
Dömublazer 5.700 1.900 + ein frí
Sítt pils 3.900 900 + ein frí
Stuttermabolur 3.300 900 + ein frí
Jakkapeysa 5.700 1.900 + ein frí
Slinky-bolur 2.100 900 + ein frí
...og margt margt fleira
60—90%
afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl.10.00-18.00
NORÐURLANDAMÓT í húsa-
málum fer fram í Smáralind þessa
vikuna en keppnin er haldin í
tengslum við Norðurlandaþing
húsamálara sem haldið verður hér-
lendis á föstudag.
Hermann Óli Finnsson, formaður
Málarameistarafélags Reykjavíkur,
segir að keppnin, sem haldin er á Ís-
landi á tíu ára fresti, sé mjög mikil-
væg fyrir stétt málara og gefi góðan
samanburð á menntun og kunnáttu
málarasveina á Norðurlöndum.
Keppnin gefi að auki vísbendingu
um kröfur, gæði og uppbyggingu
menntunar og starfsþjálfunar í iðn-
greininni í hverju landi. Í kjölfar
keppninnar verði svo skoðað hvaða
samræmingar og breytinga er þörf
en framfarir í greininni hljóti að
vera háðar menntun og þekkingu
málara.
Hann segir að nú sé í fyrsta sinn
verið að halda keppnina á þann veg
að almenningur geti fylgst með
henni. Byrjunin lofi góðu og hafi
fjöldi manns í Smáralind skoðað
vinnu málaranna á mánudag. Hver
málari fái 36 stundir til þess að
vinna sitt verk en hluti verksins felst
í skreytimálun þar sem hver kepp-
andi hannar og málar sjálfur skreyt-
ingu.
Keppendur á mótinu hafa lokið
sveinsprófi í húsamálun og eru þeir
fimm talsins. Fyrir Íslands hönd
keppir Guðmundur Lár Ingason,
Rita Strand fyrir Noreg, Kimmo
Hjerp kemur frá Finnlandi, fyrir
Danmörku keppir Niels Hakonsen
og Emil Hansson er fulltrúi Svía.
Mótið var sett af Sigurði Geirdal,
bæjarstjóra Kópavogs, á mánudag
og stendur fram til hádegis á föstu-
dag.
Dómarar í keppninni eru formenn
hinna fimm málarameistarafélaga á
Norðurlöndum en þeir hefja starf
sitt seinni hluta föstudags og sig-
urvegarinn verður tilkynntur í loka-
hófi á laugardagskvöld.
Norðurlandamót í húsamálun haldið í Smáralind
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norðurlandamótið í húsamálun fer fram í Smáralind þessa dagana og eru keppendur fimm talsins.
Fimm sveinar í
málaraiðn etja kappi
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra mun taka þátt í ráðstefnu
sem hefst í Ósló í dag en á henni
munu ráðherrar frá öllum Norð-
urlöndum ræða málefni barna og
ungs fólks. Í tilkynningu frá Nor-
rænu ráðherranefndinni segir að
á ráðstefnunni verði fulltrúum
samtaka sem tengjast málefnum
barna og ungs fólks í fyrsta sinn
boðið að taka þátt. Munu þessir
fulltrúar geta komið með spurn-
ingar eða stutt innlegg í um-
ræðuna á fundi ráðherranna.
Málefni barna og ungs
fólks rædd í Ósló
STYRKJUM úr Landgræðslusjóði
var nýlega úthlutað í fyrsta sinn á
grundvelli breyttrar skipulags-
skrár sem staðfest var af dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu á síðasta
ári. Auk þess hefur stjórn sjóðsins
samþykkt ítarlegar reglur um um-
sóknir og afgreiðslu þeirra.
Samtals var úthlutað styrkjum
að upphæð 5.450.000 sem er mun
hærri fjárhæð en verið hefur um
langt skeið, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Landgræðslusjóði. Til
samtals 15 héraðsskógræktarfélaga
var úthlutað kr. 3.850.000. Þar er
um margháttuð verkefni að ræða
s.s. skógræktarskipulag, friðun
nýrra landsvæða, grisjun, gróður-
setningar og stígagerð. Þá var út-
hlutað kr. 1.300.000 til Skógrækt-
arfélags Íslands vegna
grisjunarverkefna fyrir aðildar-
félögin og kr. 300.000 til kaupa á
rannsóknatæki fyrir Rannsóknar-
stöð skógræktar, Mógilsá.
Verksvið Landgræðslusjóðs skv.
6. gr. skipulagsskrár er að stuðla
að landgræðslu og gróðurvernd en
meginmarkmið hans er að taka
þátt í og styrkja verkefni á sviði
skógræktar, einkum á vegum aðild-
arfélaga Skógræktarfélags Íslands.
Stefnt að því að gera sjóðinn
að öflugum styrktaraðila
Starfsemi sjóðsins hefur nú verið
breytt í þá veru að horfið hefur
verið að mestu frá eignaumsýslu og
atvinnurekstri, en þess í stað stefnt
að því að gera sjóðinn að öflugum
styrktaraðila og verja ávöxtun af
eigin fé til að styrkja verkefni á
vegum annarra aðila og samrýmast
markmiðum sjóðsins. Eigið fé
sjóðsins nam í árslok 2001 samtals
183,4 milljónum króna.
Landgræðslusjóður var stofnað-
ur 1944 fyrir atbeina landsnefndar
lýðveldiskosninganna og forgöngu
Skógræktarfélags Íslands til minn-
ingar um stofnun lýðveldis á Ís-
landi. Sjóðurinn er sjálfseignar-
stofnun og starfar skv. lögum nr.
19/1988.
Stjórn Landgræðslusjóðs er
skipuð 5 mönnum. Þrír fulltrúar
eru frá Skógræktarfélagi Íslands:
Vignir Sveinsson sem er formaður
sjóðsstjórnar, Þuríður Yngvadóttir
og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Þá
eiga sæti í stjórninni Sveinn Run-
ólfsson, landgræðslustjóri og Jón
Loftsson skógræktarstjóri.
Á sjöttu milljón króna út-
hlutað úr Landgræðslusjóði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá banka-
stjórn Búnaðarbanka Íslands hf.
„Vegna yfirlýsinga stjórnenda
Spron um Búnaðarbankann, í
tengslum við fund stofnfjárfesta
Spron, vill Búnaðarbankinn árétta
eftirfarandi.
Búnaðarbanki Íslands hóf af-
skipti sín af málefnum stofnfjár-
eigenda SPRON þegar hópur
þeirra leitaði til bankans. Ástæðan
var sú að þeim fannst stjórn
SPRON hafa í hyggju að hlunnfara
sig og aðra stofnfjáreigendur á
þeim forsendum að lög heimiluðu
ekki að stofnfé væri keypt við
hærra verði en uppreiknuðu nafn-
verði. Höfðu stofnfjáreigendurnir
flutt þetta mál fyrir daufum eyrum
stjórnenda SPRON áður en þeir
leituðu til Búnaðarbankans. Bank-
inn samþykkti, eftir að hafa skoðað
lagalegan grundvöll málsins, að
ganga til samninga við þá.
Ákvörðun bankans var tekin á
viðskiptalegum forsendum enda
taldi hann að um mjög álitlegan
fjárfestingarkost væri að ræða.
Markmið Búnaðarbankans er að
auka hagkvæmni í rekstri og það
hefur bankinn gert í ríkum mæli
undangengin misseri, meðal ann-
ars með kaupum á 60% hlut í Lýs-
ingu og öllum hlutabréfum í Gild-
ingu.
Niðurstaða málsins er sú að
Fjármálaeftirlitið hefur lýst lögleg
viðskipti með stofnfé á yfirverði.
Þau munu fara fram og hagsmun-
um stofnfjáreigenda er borgið.
Auk þess hefur skapast þörf um-
ræða í samfélaginu um eignarhald
sparisjóða og eigendalaust fjár-
magn.
Búnaðarbankinn mun áfram
leita leiða til að auka hagkvæmni í
rekstri sínum, meðal annars með
sameiningu við önnur fjármálafyr-
irtæki. Bankinn lýsir sig reiðubú-
inn til viðræðna um alla kosti sem
upp koma, enda verði það til þess
að hann geti boðið viðskiptavinum
fjölbreyttari, betri og ódýrari
þjónustu og áfram skilað eigendum
sínum góðum arði.
Það er trú bankastjórnar Bún-
aðarbankans að þessar staðreyndir
muni standa eftir þegar tilfinn-
ingaþrungnar upphrópanir eru
horfnar út í vindinn.“
Ákvörðun bankans
tekin á viðskipta-
legum forsendum
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga