Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 16
SUÐURNES
16 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
„UMHVERFISÁTAKIÐ gengur
mjög vel og um síðustu helgi var
safnað rúmlega fjórum og hálfu
tonni af járni í fyrsta áfanga verk-
efnisins,“ segir Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ, um árangur
umhverfisátaks sem hrundið var af
stað í bænum í síðustu viku. Meg-
inmarkmið átaksins er að hreinsa
jaðra bæjarins af járni og öðru rusli.
Fyrsta svæðið, sem lögð er áhersla
á að hreinsa, nær frá smábátahöfn-
inni og inn á Vatnsnes. „Það er
greinilega mikil þörf á hreinsuninni
og við finnum fyrir miklum áhuga
fyrirtækja og fólks sem vill leggja
okkur lið,“ segir Árni. Hann segir
margar nytsamar ábendingar hafa
borist til þjónustumiðstöðvarinnar
um hvar járnarusl sé að finna.
Árni segir ástæðu til að ítreka að
hreinsunarþjónustan sem veitt er á
meðan á átakinu stendur sé öllum
að kostnaðarlausu. „Ég hvet fyr-
irtæki til að nýta sér þessa þjónustu
næstu daga og vikur, en við stefnum
á að ljúka átakinu um næstu mán-
aðamót.“
Umhverfisátakið gengur vel að sögn bæjarstjóra
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Útjaðar Reykjanesbæjar er að verða ryðfrír, því verið er að hreinsa hann af ýmsu járnarusli.
Tæp fimm tonn af járni
Reykjanesbær
FULLTRÚAR sjálfstæðismanna og
Samfylkingar í bæjarráði Grindavík-
ur lögðu til á fundi ráðsins að óskað
yrði eftir viðræðum við heilbrigðis-
ráðuneytið um núverandi ástand og
framtíðarfyrirkomulag heilsugæslu-
mála í Grindavík. Var tillaga þeirra
samþykkt. Fulltrúi Framsóknar-
flokks greiddi atkvæði gegn tillög-
unni.
Í bókun fulltrúa S- og D-lista seg-
ir að með tillögunni sé vísað til
meirihlutasamkomulags þar sem
kveðið er á um að kannaðir verði
möguleikar á því að Grindavíkurbær
gerist tilraunasveitarfélag í rekstri
heilsugæslunnar.
Grindavík á aðild að Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja. Ómar Jónsson,
formaður bæjarráðs, segir breyting-
ar hafa orðið nýverið í heilsugæslu-
málum á Suðurnesjum. Fram-
kvæmdastjóri HSS hefur hætt
störfum og yfirlæknirinn tekið árs-
leyfi. Vegna þessara breytinga segir
hann m.a. hafa verið ákveðið að láta
til skarar skríða og óska eftir við-
ræðum við ráðuneytið um heilsu-
gæslumál bæjarins, líkt og sett var
fram í meirihlutasamkomulagi D- og
S-lista eftir sveitarstjórnarkosning-
ar í vor. „Það eru blikur á lofti í
heilsugæslumálum. Margt má betur
fara og vonandi leiða viðræðurnar til
ákveðinnar niðurstöðu,“ segir Ómar.
„Við erum ekki ánægð með stöðu
mála og höfum því áhuga á að ræða
við ráðuneytið um þær breytingar
sem við viljum.“
Málið verður til umfjöllunar bæj-
arstjórnar Grindavíkur á fundi
hennar eftir sumarfrí í byrjun sept-
ember.
Bærinn verði tilraunasveitar-
félag í rekstri heilsugæslu
Grindavík
BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur
samþykkt að kaupa tvær lausar
skólastofur við grunnskólann. Í til-
lögunni er lagt til að stofurnar verði
keyptar af S.G. einingahúsum á Sel-
fossi. Verð hvorrar skólastofu er 6,9
milljónir króna. Áætlaður heildar-
kostnaður við að kaupa og koma upp
skólastofunum tveimur er um 22
milljónir.
Að hluta endurnýjun
Bæjarráð hefur falið bæjartækni-
fræðingi að hefja undirbúning að
uppsetningu húsanna þegar í stað.
Í tillögunni segir ennfremur að
þar sem ekki var gert ráð fyrir þess-
um framkvæmdum í fjárhagsáætlun
fyrir núverandi fjárhagsár verði
gerðar breytingar á fjárhagsáætlun
og kostnaðurinn settur inn í fjár-
hagsáætlun við endurskoðun í sept-
ember.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í
Grindavík, segir að nýju stofurnar
komi að hluta í stað einnar eldri stofu
sem verður rifin. Þá segir hann ár-
ganga sem eru að hefja skólagöngu
nú fjölmenna og að því hafi þurft að
bæta við skólahúsnæðið.
Ólafur Örn segir að unnið sé að
framtíðarlausn í húsnæðismálum
grunnskólans í Grindavík. Að sinni
verði þörfin leyst með lausum skóla-
stofum.
Tvær lausar kennslustofur keyptar við grunnskólann
Kostnaður um 22 milljónir
Grindavík
Morgunblaðið/Þorkell
Þangað til skólinn byrjar og nýju stofurnar koma ætla þau Sunneva, Íris
Eir, Eva Kristín og Helgi að njóta þess að leika sér úti.
FORNLEIFARANNSÓKN á Gás-
um hefur staðið yfir frá 1. júlí til 9.
ágúst í sumar. Fornleifarannsóknin
sem var í höndum Fornleifastofnun-
ar Íslands gekk vel og vonir standa
til að grafið verði á Gásum allt til árs-
ins 2006. Um 1.900 m² svæði var opn-
að í sumar auk þess sem kannað var
hvort fornleifar leyndust neðansjáv-
ar í Gásavík og í Hörgárósum.
Fyrstu niðurstöður rannsóknarinn-
ar eru nú ljósar. Rannsókn neðan-
sjávarfornleifafræðinga frá danska
þjóðminjasafninu leiddi ekki í ljós
nein ummerki um leifar og eru því
hverfandi líkur á því að fornleifar sé
þar að finna undir sjávarmáli. Hvað
varðar sjálfan uppgröftinn hafa
komið fram ummerki um niður-
grafnar búðir yngri en gjóskulag frá
1477 og bendir það til að verslað hafi
verið lengur á Gásum en áður var
talið, sennilega fram á 16. öld. Grafn-
ar hafa verið upp sex búðir, sú elsta
að hluta til með torfhlöðnum veggj-
um. Talsvert hefur fundist af brenni-
steini og talið er að í nokkrum þeirra
eldstæða sem grafin hafa verið fram,
fyrir utan búðirnar, hafi brenni-
steinn verið hreinsaður. Fram til
þessa hefur verið talið að hreinsun
brennisteins hafi ekki verið reynd á
Íslandi fyrr en á 18. öld en ummerkin
á Gásum eru frá síðmiðöldum. Þetta
virðist benda til þess að Gásir hafi
verið aðaluppskipunarhöfn brenni-
steins sem tekinn var austan og
norðan við Mývatnssveit á síðmið-
öldum.
Eitt stærsta safn leirkerabrota á
Íslandi frá miðöldum hefur komið í
ljós á Gásum og flest brotanna eru
ensk eða þýsk að uppruna og tíma-
sett til 14. og 15. aldar. Járngjall
fannst einnig við uppgröftinn, sem
bendir til að járnsmíði hafi átt sér
stað á Gásum, sennilega í sambandi
við viðgerðir á skipum en hugsan-
lega einnig almennar smíðar fyrir þá
sem komu til að versla á staðnum.
Auk þess fannst lófastór kvarssteinn
með pússaðri hlið sem er vísbending
um að einnig hafi verið unnið úr góð-
málmum (gulli, silfri og bronsi) á
þessum helsta verslunarstað Norð-
urlands á miðöldum.
Meðan á uppgreftrinum stóð var
boðið upp á gönguferðir um svæðið
með leiðsögn. Aðsókn í gönguferð-
irnar var mjög góð og mun ferða-
mönnum standa til boða að koma
næsta sumar til að fræðast um upp-
gröftinn, staðinn, sögu hans og
tengsl við aðra nærliggjandi staði,
náttúru og fleira meðan á fornleifa-
rannsókninni stendur.
Brot úr könnu sem fannst við
fornleifarannsókn á Gásum.
Fornleifarann-
sókn á Gásum
lokið í sumar
TÆPLEGA fjórtán þúsund
gestir heimsóttu Dalvík sl.
laugardag og tóku þátt í há-
tíðahöldum á Fiskideginum
mikla, að sögn Júlíusar Júl-
íussonar, framkvæmdastjóra
hátíðarinnar. Það voru fisk-
verkendur í Dalvíkurbyggð
sem stóðu fyrir þesari uppá-
komu sem nú var haldin í
annað sinn. Júlíus sagði að
dagurinn hefði farið vel fram
að öllu leyti og almenn
ánægja verið á meðal að-
standenda og gesta. „Hér
brostu allir hringinn.“
Landsmönnum öllum var
boðið til fiskiveislu og alls
runnu um 50 þúsund mat-
arskammtar af ýmsum gerð-
um ofan í þá gesti sem komu
til bæjarins en þrátt fyrir það
var nóg til handa öllum. Um
60 manns sáu um að grilla of-
an í mannskapinn. Á sviði
var boðið upp á ýmislegt til
skemmtunar og gestum var
boðið í siglingu um Eyjafjörðinn
með Grímseyjarferjunni Sæfara.
Sýning á fiskum og sjávardýrum,
sem Skarphéðinn Ásbjörnsson frá
Blönduósi stóð fyrir, vakti mikla at-
hygli en alls voru til sýnis yfir 70
tegundir af fiskum og sjávardýrum
í fiskikörum við höfnina. Voru
margir gestir að sjá þarna fjöl-
margar tegundir í fyrsta skipti.
Júlíus sagði að hjá Sæplasti hefði
verið sett heimsmet, með því að
koma fyrir 40 manns í einu í 1.000
lítra keri frá fyrirtækinu. Að-
spurður sagði Júlíus að vissulega
vonuðust allir til þess að Fiskidag-
urinn mikli yrði endurtekinn að ári
en engin ákvörðun hefði verið tekin
um framhaldið. Hann sagði þó allt
mæla með því enda væru heima-
menn stoltir af framtakinu og bæn-
um sínum.
Um 50 þúsund
matarskammtar
runnu ofan í gesti
Tæplega 14 þúsund gestir
á Fiskideginum mikla á Dalvík
Fiska- og sjávardýrasýningin vakti
mikla athygli á Fiskideginum mikla en
sýndar voru yfir 70 tegundir.
Morgunblaðið/Kristján