Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 22

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, kom í opinbera heimsókn til Afganistans í gær. Sagði hann við komuna, að stjórn sín hefði fram- selt alla þá, sem grunaðir væru um aðild að al-Qaeda, hryðjuverka- samtökum Osama bin Ladens. Í þessari fyrstu heimsókn ír- ansks leiðtoga til Afganistans í 40 ár ætlar Khatami að leggja á það áherslu í viðræðum sínum við afg- önsku stjórnina, að ópíumfram- leiðslan í Afganistan verði stöðvuð. Að auki ætlar hann að heita Afg- önum stuðningi við uppbyggingu í landinu og leggja fram rúmlega 42 milljarða íslenskra króna í því skyni. Khatami staðfesti fréttir um, að Íranir hefðu framselt menn, sem grunaðir væru um aðild að al- Qaeda, til Sádi-Arabíu og vísaði á bug fullyrðingum Bandaríkja- manna um að Íranir hefðu ekki lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn hryðjuverkum. „Við höfum meiri reynslu en Bandaríkjamenn af þeirri bar- áttu,“ sagði hann á fréttamanna- fundi í Kabúl með Hamid Karzai, forseta Afganistans. „Í skjóli hennar getur ekkert eitt ríki reynt að segja öðrum fyrir verkum.“ Bandaríkjastjórn hefur sakað Íransstjórn um að leyfa al-Qaeda- félögum að fara um landið óáreitt- um en Khatami sagði, að hvenær sem minnsti grunur hefði leikið á, að um al-Qaeda-menn væri að ræða, hefðu þeir verið framseldir og ekki aðeins til Sádi-Arabíu. „Heimskuleg gremja“ „Bandaríkjastjórn virðist eitt- hvað misskilja vald sitt og sína eigin hagsmuni. Eftir 11. septem- ber hefur utanríkisstefna hennar einkennst af heimskulegri gremju,“ sagði Khatami án þess að skýra mál sitt frekar. Nefndi hann ekki Írak á nafn en sagði, að árás á eitt ríki hefði áhrif í öðrum. „Voldugum ríkjum ber meiri skylda til þess en öðrum að vinna að friði um allan heim.“ Karzai, forseti Afganistans, tók enga afstöðu til yfirlýsinga Kha- tamis enda eru Afganir mjög háðir stuðningi Bandaríkjamanna. Þakk- aði hann hvorum tveggja, Írönum og Bandaríkjamönnum, fyrir að- stoð við að byggja upp landið. Mohammad Khatami, forseti Írans, í opinberri heimsókn í Afganistan AP Mohammad Khatami, forseti Írans, og Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, spjalla saman á fréttamannafundi í Kabúl í gær. Segir Banda- ríkjastjórn mis- skilja vald sitt Kabúl. AP. AMRAM Mitzna, borgarstjóri Haífa, lýsti formlega yfir því í gær að hann hygðist gefa kost á sér í leiðtogakjöri ísraelska Verka- mannaflokksins. Með framboði hans er kominn fram valkostur við núver- andi leiðtoga flokksins, Binyamin Ben Elizer varnarmálaráðherra, en Mitzna boðar mun meiri sveigjanleika í samningaviðræðum við Palestínumenn en stjórnvöld hafa viljað sýna til þessa. „Ég lýsi yfir því að ég verð í framboði og ég er sannfærður um að ég mun fara með sigur af hólmi. Það verður hins vegar að- eins fyrsta orrustan,“ sagði Mitzna á fundi með fréttamönnum í Haífa og vísaði þannig til þingkosn- inganna í Ísrael í októbermánuði. Sá sem sigrar í leiðtogakjörinu mun fara fram gegn frambjóðanda Lík- ud-bandalags Ariels Sharons, nú- verandi forsætisráðherra. Mitzna lagði áherslu á „algjöra nauðsyn þess að hafnar verði á ný samningaviðræður við Palestínu- menn“ en bætti við að hann hefði ekki „töfralausn“ á takteinum sem hann hygðist leggja fram. Skoðanakannir benda til þess að framboð Mitzna mælist vel fyrir. Hann nýtur, samkvæmt þeim, meira fylgis en Ben Elizer og Haim Ramon, formað- ur utanríkis- og varn- armálanefndar ísr- aelska þingsins. Matan Vilnai menntamálaráð- herra skýrði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ákveðið að hætta við framboð og að hann hygðist styðja Mitzna. Deildi við Sharon Mitzna er 57 ára fyrrum hershöfðingi. Hann telst ekki til „haukanna“ í ísr- aelskum stjórnmálum og boðar að í stað harðlínustefnu núverandi stjórnvalda beri að leita leiða til að leysa deilu Ísarela og Palestínumanna með friðsamlegum hætti. Hann nýtur nú þegar mikils stuðnings innan Verkamannaflokks- ins sem raunar á mjög undir högg að sækja í ísraelskum stjórnmálum. Mitzna hefur í viðtölum síðustu daga sagt að Ísraelum beri að kalla heim herlið sitt frá 95% Vestur- bakkans og gjörvöllu Gaza-svæðinu. Hann vill að landnemabyggðir gyð- inga á svæðum Palestínumanna verði leystar upp og að Austur- Jerúsalem verði skipt upp í hverfi araba og gyðinga. Hann hefur einnig fordæmt loft- árás Ísraela á Gaza-borg í liðnum mánuði en hún kostaði 14 óbreytta borgara lífið auk eins af leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar, sem staðið hefur fyrir fjölmörgum ódæðisverk- um gagnvart ísraelskum borgurum og neitar að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Mitzna var herforingi þegar Ísr- aelar réðust inni í Líbanon árið 1982. Var hann einn fárra ráða- manna innan hersins sem lýsti yfir andstöðu við þá aðgerð. Honum lenti þá saman við Ariel Sharon sem í þá daga fór með embætti varn- armálaráðherra. Engu að síður var Mitzna falið að stjórna miðstjórn ísraelska herafl- ans og þurfti hann því að bregðast við fyrstu intifada-uppreisn Palest- ínumanna árið 1987. Segir Mitzna að sú reynsla hafi kennt honum að Ísraelar þyrftu að móta aðrar áætl- anir en þær sem einvörðungu kvæðu á um aukna valdbeitingu. Hann hefur hins vegar ítrekað lýst yfir því að enga miskunn beri að sýna í baráttunni við hryðjuverka- menn. Síðustu níu árin hefur Mitzna ver- ið borgarstjóri Haífa, sem er þriðja stærsta borg Ísarels. Þar búa um 275.000 manns og eru rúm tíu pró- sent íbúanna ísraelskir arabar. Haífa hefur löngum verið talin eitt helsta vígi Verkamannaflokksins. Nýr valkostur kominn fram Borgarstjóri Haífa sækist eftir embætti leiðtoga ísraelska Verkamannaflokksins og boðar aukinn sveigjanleika í viðræðum við Palestínumenn Jerúsalem. AFP. Amram Mitzna FLETT hefur verið ofan af glæpa- samtökum, sem smyglað hafa hundruðum barna frá Mið-Amer- íku til foreldra þeirra, sem eru ólöglegir innflytjendur í Banda- ríkjunum. Bandaríska innflytjendaeftirlitið hóf að rannsaka málið í apríl síð- astliðnum og hafði við það mikla samvinnu við yfirvöld í Gvatemala, El Salvador og Mexíkó. Hafa tólf manns verið handtekin í Banda- ríkjunum og El Salvador en ekkert þeirra er bandarískur ríkisborgari. Hámarksrefsing við athæfinu er 10 ára fangelsi og 22 milljóna króna sekt. Í fórum smyglaranna fundust nákvæmar skrár allt frá árinu 1994 og samkvæmt þeim er ljóst, að til Bandaríkjanna hafa þeir komið hundruðum barna. Ljóst er, að þeir hafa auðveldað sér leikinn með mútum til embættismanna víða. Smyglararnir tóku til jafnaðar 425.000 krónur fyrir að koma hverju barni til Bandaríkjanna og voru foreldrarnir oft í nokkur ár að safna fyrir því með vinnu sinni sem ólöglegir innflytjendur. Eins og fyrr segir hófst rann- sóknin í apríl en þá voru sjö lang- ferðabifreiðar með 53 börn stöðv- aðar í Gvatemala. Smygluðu börnum til Banda- ríkjanna Washington. AFP. ...fegurð og ferskleiki Ókeypis KARIN HERZOG „OXYGEN BAR“ fimmtudag, föstudag og laugardag Í Hollywood eru „OXYGENS BARS“ þar sem stjörnurnar koma í „MINI FACIALS“ frá KARIN HERZOG og endurheimta ferskleikann eftir strangar upptökur. Nú gefst þér líka tækifæri að prófa án endurgjalds, svo komdu og leyfðu okkur að dekra við þig. Pantaðu tíma í Snyrtivörudeild Hagkaups Smáralind sími 530 1000. Á sama tíma bjóðum við glæsilegan kaupauka, þegar keyptir eru tveir hlutir í Karin Herzog. SÆNSKA krónprinsessan Vikt- oría greindi frá því opinberlega á mánudag að hún þjáðist af les- blindu (dyslexíu). Sagði Viktoría að bæði hún og yngri bróðir hennar, Karl Filippus prins, hefðu í gegnum tíðina átt erfitt með að lesa og skrifa. Lengi hefur verið vitað að les- blinda þjakaði marga meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, þ. á m. Karl Gústaf konung, en menn þar á bæ hafa þó verið lítið gefnir fyrir að bera vandræði sín á torg. Viktoría, sem er 25 ára, tók hins vegar af skarið á mánudag er hún ávarpaði ráð- stefnu um ein- elti í skólum, sem haldin var í Örebro. Dag- blaðið Expressen greindi síðan frá ummælum hennar í gær. „Einu sinni fannst mér að ég hlyti að vera bæði heimsk og seinþroska,“ sagði Viktoría. „Það var ekki alltaf skemmtilegt að sitja lengur en hinir til að æfa til- tekin orð. Í dag geri ég mér hins vegar grein fyrir því að ég hef notið blessunar. Ég hef fengið mikla aðstoð og stuðning í barátt- unni við lesblinduna. Þess vegna finnst mér ekkert erfitt að ræða opinskátt um þetta.“ Sagði Viktoría í samtali við Ex- pressen að henni hefði fundist gaman í skóla en lærdómurinn hefði þó verið erfiður á köflum. Stokkhólmi. AP. Viktoría prinsessa með lesblindu HEILSU Ronalds Reagans, fyrrum forseta Bandaríkjanna, fer ört hrak- andi og á það jafnt við um líkamlegt sem andlegt ástand hans. Er nú svo komið að Reagan, sem er 91 árs, þekkir ekki lengur eiginkonu sína, Nancy, en hann þjáist af Alzheimer- sjúkdómi. Líkamleg heilsa forsetans ku hafa verið góð þar til nýlega en vitað var að andleg geta hans var stórlega skert sökum sjúkdómsins. Reagan hrakar ört New York. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.