Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 15

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 15 w w w .d es ig n. is © 20 02 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. bað m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. eldhús Kr. 5.900,- stgr Stálvaskur. 62x44 cm. Kr. 11.900,- stgr Stálvaskur. 80x44 cm. Kr. 8.950,- stgr Stálvaskur. 100x51 cm. Kr. 15.900,- stgr Stálvaskur. 80x50 cm. m. lyftit. Kr. 25.900,- stgr Stálvaskur. 46x48 cm. Kr. 7.350,- stgr Stálvaskur. 49x49 cm. Kr. 8.950,- stgr DÚNDUR sumartilboð! Handlaug í borð. 56x47 cm. Kr. 8.950,- stgr Handlaug í borð. 53x41 cm. Kr. 10.900,- stgr Handlaug í borð. 47x39 cm. Kr. 11.100,- stgr Handlaug á vegg. 45x34 cm. Kr. 3.950,- stgr Handlaug á fæti. 55x43 cm. Kr. 9.450,- stgr Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn, vatnslás. 70x70 cm. Kr. 48.950,- stgr 80x80 cm. Kr. 50.250,- stgr 75x90 cm. Kr. 60.250,- stgr 90x90 cm. Kr. 60.250,- stgr Frístandandi sturtuklefar. Öryggisgler, segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn, vatnslás. 80x80 cm. Kr. 59.900,- stgr Þrískipt baðkarshlíf. Öryggisgler, segullæsing. 125x140 cm. Kr. 16.900,- stgr Wc til innb. Kr. 43.800,- stgr Wc m. festingum og harðri setu. Stútur í vegg eða gólf. Kr. 17.250,- stgr Hitastýrt blöndunartæki f. sturtu m. brunaöryggi. Kr. 10.900,- stgr Hitastýrt blöndunartæki f. bað m. brunaöryggi. Kr. 12.900,- stgr HEILDARKOSTNAÐUR við gerð jarðganga undir Vaðlaheiði er áætl- aður 4,4 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs og án fjármagnskostnað- ar. Kostnaður við innheimtu veggja- lds, viðhald og rekstur er áætlaður 50 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að göngin verði 7,2 km löng og stytti vegalengdina um 15 km frá leiðinni yfir Víkurskarð. Á kynningarfundi Eyþings umVaðlaheiðargöng í vik- unni kom fram að stefnt er að stofnun hlutafélags um gerð og rekstur ganga undir Vaðlaheiði í einkaframkvæmd fyrir árslok. Þó er ljóst að þátttaka ríkisins í verkefninu er óhjákvæmi- leg. Í máli Hreins Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs Vega- gerðarinnar, á fundi Eyþings í vik- unni, kom fram að fyrst og fremst er horft til þess að framlag ríkisins af stofnkostnaði verði 75% , eða 3,3 milljarðar króna, og að endur- greiðslutíminn, þ.e. sá tími sem inn- heimt verður veggjald, er 20 ár. Í niðurstöðum rannsóknar Vega- gerðarinnar kemur fram að ef inn- heimt er veggjald í 20 ár og virðis- aukaskattur af stofnkostnaði verður ekki endurgreiddur þarf meðalveg- gjald af fólksbíl að vera 325 krónur, ef framlag ríkisins er 75% eða 3,3 millj- arðar en 545 krónur ef framlag ríks- ins er 50% af stofnkostnaði, eða 2,2 milljarðar króna. Ef virðisaukaskatt- ur af stofnkostnaði verður endur- greiddur, líkt og í Hvalfjarðargöng- um, þarf meðalgjald á ferð að vera 285 krónur, ef framlag ríkisins af stofnkostnaði er 75% eða 2,5 milljarð- ar króna en 460 krónur ef framlag ríksins er 50% eða 1,7 milljarðar króna. Í þessum tölum er miðað við að um 50% bíla séu í áskrift, eins og í Hvalfjarðargöngum en þar er meðal- gjaldið um 600 krónur á fólksbíl en ekki 1.000 krónur eins og margir halda, að sögn Hreins. Hann sagði raunhæft að miða við að veggjaldið í Vaðlaheiðargöngum yrði um helm- ingur af veggjaldinu í Hvalfjarðar- göngum. Þar er þó um mun meiri styttingu að ræða, eða 40–60 km á móti 15 km í Vaðlaheiðargöngum. Kristján Þór Júlíusson, formaður Eyþings og bæjarstjóri á Akureyri, sagði að skipaður yrði vinnuhópur fljótlega, sem hefði það verkefni að kanna forsendur fyrir stofnun félags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Einnig þyrfti að kanna áhuga fjár- festa, ríkisvaldsins og sveitarstjórna. Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur samgöngunefndar Alþingis, sótti fund Eyþings á Akureyri og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist vel á hugmyndir um jarð- göng undir Vaðlaheiði. Spurningin er með aðkomu ríkisins að málinu Hann sagði að sú hugmyndafræði sem sett væri upp og byggð er á reynslu og þekkingu af gerð Hval- fjarðarganga væri gott módel til að vinna eftir. „Spurningin er hins vegar með aðkomu ríkisins að málinu í ljósi þeirra verkefna sem þegar hefur ver- ið raðað upp í jarðgangagerð og vega- gerð. Ef það verður ofan á að menn ætli að fá fjárfesta inn í dæmið og að það hafi lítil áhrif á fjármögnun til vegagerðar af hálfu ríkisins hvað landið í heild varðar sé ég ekki annað en að þetta sé hið besta mál.“ Guðmundur sagði að líkt og Hval- fjarðargöngin höfðu áhrif á Vestur- land og í útkanti Norðurlands myndu jarðgöng undir Vaðlaheiði hafa veru- leg áhrif á byggðaþróun og sam- göngumál á Norðurlandi. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að það væru fjögur svæði á land- inu sem ætti að byggja upp sem meg- inkjarna og Eyjafjarðarsvæðið er eitt af þeim. Það skiptir máli fyrir hina dreifðu byggð í nærsveitum Eyja- fjarðarsvæðisins að hér séu greiðar samgöngur að,“ sagði Guðmundur. Framlag ríkisins verði 75% af stofnkostnaði Kostnaður við jarðgöng undir Vaðlaheiði á fimmta milljarð króna JÓN Sigurðsson píanóleikari heldur tónleika í Ketilhúsinu í kvöld kl. 20.30. Hann leikur lög eftir Bach, Schumann, Barber, Moszkowski og Scriabin. Nini Tang frá Hollandi opnar sýn- ingu í Kompunni í kvöld kl. 20, sem ber yfirskriftina Frag- mentarinum. Á morgun, fimmtudag, kl. 21.30 leikur Robin Nolan Trio á Django Jazz 2002 Festival í Ket- ilhúsinu. Föstudaginn 16. ágúst verður meiri Djangodjass í Ket- ilhúsinu en kl. 21.30 leikur þar Hot Club of San Francisco, fimm manna hljómsveit, með- gítarleikarann fræga Paul Mehling í fararbroddi. Á laug- ardag verður Django Jazz 2002 Festival flutt á Glerártorg en frá kl. 20 og fram á nótt verður leikin sígunatónlist og Django- sveifla með fjórtán manna hópi fyrsta flokks tónlistarmanna. Á laugardag kl. 16 opna Ilana Halperin og Adam Putman myndlistarsýningu í Ketilhús- inu. Rannveig Helgadóttir sýnir á svölum Ketilhússins og í litla salnum sýnir Hrefna Harðar- dóttir leirlistarkona. Ópera á sumarkvöldi er dagskrárliður í Ketilhúsinu á laugardag kl. 21. Þar koma fram Valdimar Hauk- ur Hilmarsson bassabaríton og Alexandra Rigazzi-Tarling sópransöngkona. Mánudaginn 19. ágúst verða minningartónleikar um Jóhann Ö. Haraldsson í Ketilhúsinu kl. 20.30. Flytjendur eru Alda Ingi- bergsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Michael J. Clark baríton, Óskar Pétursson tenór og Sólveig Anna Jónsdótt- ir sem leikur á píanó. Dagskrá Listasumars FLUGMÓDELFÉLAG Akureyrar stóð fyrir árlegri sýningu á Mel- gerðismelum um síðustu helgi. Er þetta fastur liður hjá flugmód- eláhugamönnum víða af landinu, að hittast á Melgerðismelum, aðra helgi í ágúst. Að sögn Erlings Jóhannssonar, flugmódelsmiðs úr Kópavogi, komu um 40 eigendur um 60 flugmódela saman og sýndu gripi sína. Flestum flugmódelunum var flogið en nokk- ur þeirra voru þó aðeins til sýnis. Á myndinni er Carl Hamilton úr Kópavogi með þotulíkan af gerðinni Sophia 450 frá Japan. Heild- arkostnaður við það módel er um hálf milljón króna en bæði elds- neytis- og olíugjöf þotunnar er tölvustýrð. Carl þótti sýna glæsi- lega takta með þotu sinni en hann sýnd m.a. listflug og snertilendingu. Flugmódel á flugi á Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Bossakremið frá WELEDA engu líkt Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.