Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHermann Hreiðarsson ætlar ekki að ganga í raðir WBA / B1 KR og Valur leika til úrslita í bikarkeppni kvenna / B3 4 SÍÐUR Sérblöð í dag JÓN Birgir Jónsson, ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu, átti fund með umboðsmanni Alþingis í síðustu viku, þar sem dráttur á svari ráðuneytisins við fyrirspurn um- boðsmanns var ræddur. Stjórnsýsla ráðuneytisins hefur verið í fréttum undanfarið en umboðsmaður átaldi ráðuneytið í áliti sínu fyrir drátt sem varð á svari við fyrirspurn hans, en svarbréf ráðuneytisins barst um- boðsmanni rúmu ári eftir að fyrir- spurn var send ráðherra. Að sögn Jóns Birgis óskaði hann eftir fundi með umboðsmanni og var farið í gegnum þessi mál á fund- inum. „Það hafði dregist að svara og okkur fannst hann fulldómharður í því máli,“ segir hann og bendir á að málin hafi verið ítarlega rædd, auk þess sem umboðsmaður var beðinn afsökunar á að það hefði dregist úr hófi að svara bréfi hans. Jón Birgir segir að þetta hafi ver- ið mistök í ráðuneytinu en undir- strikar að þessi framkvæmd endur- spegli ekki störf ráðuneytisins í heild sinni og því hafi honum fundist full ástæða til að ræða þetta við um- boðsmann. „Við gerðum honum einnig grein fyrir að við hefðum gert ráðstafanir til að bæta þetta. Okkur þótti mjög leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir og þess vegna vildi ég staðfesta það við hann að þetta væru mistök sem kæmu ekki fyrir aftur,“ leggur hann áherslu á. Umboðsmaður Alþing- is beðinn afsökunar RÚMLEGA fimmta hver útför á höfuðborgarsvæðinu er bálför og er það til marks um hversu mjög lík- brennsla hefur færst í vöxt hér á landi á síðustu árum. Í tilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma segir að fjöldi bálfara á landinu í fyrra hafi verið 234 en alls var fjöldi látinna 1.720 og voru því 13,6% þeirra brennd á síðasta ári. Á árinu 2000 voru 212 bálfarir á landinu eða 11,63% af öllum útförum. Þá segir í tilkynningunni að á árinu 1995 hafi fjöldi bálfara verið 171 eða 8,89% en 1996 hafi 207 bál- farir verið á landinu öllu eða 11,02% allra útfara. Frá árinu 1996 hafa bál- farir ávallt farið yfir 200 og verið meira en 11% allra útfara. 216 bál- farir hafa verið að meðaltali á ári hverju frá 1995 eða 11,74%. Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæma benda á að á árinu 2001 hafi 26,5% útfara á höfuðborgar- svæðinu verið bálfarir en frá árinu 1995 hafa að meðaltali 22,78% útfara verið bálfarir. Í tilkynningunni segir jafnframt að Kirkjugarðasamband Íslands og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæma hafi samvinnu um að auðvelda fólki að láta brenna sig, án tillits til búsetu og hvar duftkerið verður jarðsett. Þá segir að duftker séu að jafnaði grafin í sérstakan duftgarð, sem er í tengslum við kirkjugarð, en einnig sé algengt að duftkerin séu grafin ofan á kistugrafir með leyfi umsjónarmanns leiðis. Gallup hefur gert þrjár skoðana- kannanir á síðustu fjórum árum um viðhorf almennings til bálfara og var niðurstaðan sú að 70% svarenda voru jákvæð gagnvart líkbrennslu. Líkbrennsla færist í vöxt hér á landi RÚSSNESKIR sjóliðar af tveimur herskipum sem eru í opinberri heimsókn hér á landi heimsóttu bandaríska hermenn á Keflavík- urflugvelli í gær. Dagskráin hófst með knatt- spyrnuleik úrvalsliða Bandaríkja- manna og Rússa og að honum loknum var dagskrá í keiluhöll- inni á Keflavíkurflugvelli og skoðunarferð um varnarsvæðið. Á myndinni má sjá bandarískan leikmann, til vinstri, og rúss- neskan leikmann, til hægri, berj- ast um boltann. Fjöldi áhorfenda var á leiknum og studdu hermenn beggja landa sína menn. Áhorf- endur virtust skemmta sér kon- unglega en hins vegar fylgdi ekki sögunni hver úrslit leiksins voru. Morgunblaðið/Arnaldur Rússar og Banda- ríkjamenn berj- ast um boltann GÆSLUVARÐHALD rennur út í dag, miðvikudag, yfir þrem- ur feðgum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás við Eiðistorg 2. ágúst sl. Lögreglan í Reykjavík stefnir að því að leggja fram kröfu um fram- lengingu á gæsluvarðhaldi þeirra við Héraðsdóm Reykja- víkur. Fórnarlambið úr lífshættu Sá sem ráðist var á er karl- maður um tvítugt og höfuð- kúpubrotnaði hann í árásinni. Hann gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í kjölfarið og er úr lífshættu. Meintir árásarmenn voru handteknir í kjölfar árásarinn- ar og úrskurðaðir í gæsluvarð- hald um verslunarmannahelg- ina. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan um þrjá feðga grunaða í ofbeldismáli Stefnir að því að fá gæslu- varðhald- ið fram- lengt LÖGREGLAN í Borgarnesi segir að rannsókn meintrar illrar með- ferðar búfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð sé á lokastigi, en málið kom upp í lok febrúar. Tekinn var til skoðunar aðbúnaður og umhirða búfjár vegna gruns um að dýra- verndarlög hafi verið brotin með illri meðferð á búfé á umræddum bæ. Að sögn lögreglu er skýrslutöku að mestu leyti lokið nema ekki hef- ur verið tekin skýrsla af aðstand- endum búsins. Lögreglan á því von á að nið- urstaða rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni en hvert framhaldið verður er síðan í höndum sýslu- manns. Rannsókn á lokastigi AFKOMA deCODE var svipuð á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Tap af rekstri fyrirtækisins nam um 28 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til rúmlega 2,4 milljarða ís- lenskra króna, miðað við tæplega 28,4 milljóna dala tap á sama tímabili í fyrra og er tapið um 1% minna en í fyrra. Rekstrartekjur fyrirtækisins rúmlega tvöfölduðust á milli tímabila, voru tæplega 23 milljónir dala, sem nemur um tveimur milljörðum ís- lenskra króna, miðað við ríflega 11 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Í tilkynningu segir að tekjuaukningin sé fyrst og fremst til komin vegna vel- gengni deCODE og dótturfélaga á sviðum erfðafræði og lyfjaerfðafræði. Kostnaður deCODE við rannsókn- ir og þróun nam 41,2 milljónum dala, sem svarar til rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna, og jókst um 13%, eða um tæpar 5 milljónir dala frá síðasta ári. Þann kostnað má að miklu leyti rekja til þess að í uppgjörinu er kostn- aður er tengist yfirtöku á lyfjaþróun- arfyrirtækinu MediChem tekinn með í reikninginn. Almennur kostnaður og stjórnunarkostnaður fyrirtækisins hækkaði um 40% milli tímabila, var 9,4 milljónir dala á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en um 6,7 milljónir dala í fyrra. Sá aukni kostnaður skýr- ist að miklu leyti af auknum launa- greiðslum í tengslum við yfirtökuna á MediChem fyrr á árinu. Tap á hvern hlut í deCODE nam 0,56 dölum miðað við 0,64 dala tap á sama tíma í fyrra. Útistandandi hlutir í fyrirtækinu voru um 53,7 milljónir við lok tímabilsins. Gengi bréfa í de- CODE var 3,12 við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær og hafði lækkað um 5,45% frá deginum áður. deCODE með svipaða afkomu og í fyrra Rekstrartekjur rúmlega tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.