Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 21
AP
Hjólaskófla var notuð til að hjálpa fólki í bænum Grimma í Þýskalandi,
nærri borginni Leipzig, til að flýja heimili sín.
Reuters
Horft úr fjarlægð á Karlsbrúna (fyrir miðju) í Prag en óttast var í gær
að vatnið í Moldánni myndi flæða yfir brúna.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 21
Útsala
Í Veiðihorninu Kringlunni
(áður veiðideild Nanoq)
Wheatley stangafestingar kr. 6.995
Redington stangir, vöðlur og hjól 30% afsláttur
Ari T Hart hjól 30% afsláttur
Cortland stangir 30% afsláttur
St. Croix stangir 30% afsláttur
ABU stangir 30% afsláttur
Daiwa stangir 30% afsláttur
Shimano hjól 30% afsláttur
Mitchell hjól 30% afsláttur
G. Loomis stangir 30% afsláttur
Thomas & Thomas stangir 30% afsláttur
Patagonia vöðlur, jakkar og skór 30% afsláttur
Flugulínur 20% afsláttur
Allir spúnar 20% afsláttur
Gúmmívöðlur kr. 3.995
Barnavöðlur kr. 3.995
Belly bátar frá kr. 9.995
Í tilefni af opnun Veiðihornsins í Kringlunni
erum við einnig með ótal góð tilboð í
Veiðihorninu, Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8
m.a.
Laxaflugur kr. 280
Laxatúpur kr. 320
Straumflugur kr. 250
Silungaflugur kr. 150
18 gr. svartur Tobie kr. 285
Hafnarstræti 5 - Síðumúla 8 - Kringlunni
www.veidihornid.is
símar 551 6760 - 568 8410 - 575 5152
Gildir í nokkra daga eða á meðan birgðir endast.
(Nýtt kortatímabil hefst fimmtudaginn 15. ágúst)
MIKIÐ vatnsveður hefur verið
undanfarna daga víða í Austurríki
og á mánudag drukknuðu fjórir
menn, þar af einn slökkviliðsmaður
í Salzburg-héraði. Neyðarástandi
var lýst yfir í Salzburg á mánudag
enda hefur ekki gert annað eins
vatnsveður þar í 80 ár. En í gær
tók vatnið á götum borgarinnar
mjög að sjatna og lækkaði vatns-
borðið í ánum sem renna um borg-
ina um tvo metra á innan við sólar-
hring, að sögn Erichs Eibls,
ræðismanns Íslands í Salzburg.
„Hér er nú fallegt veður og brýr
eru ekki lengur á kafi í vatni,
ferðafært um allar götur og lest-
irnar ganga eðlilega. Hættan er af-
staðin hér í Salzburg en menn eru
enn mjög á varðbergi austar í land-
inu, einkum við Dóná,“ sagði Eibl.
Guðmundur Emilsson hljóm-
sveitarstjóri er staddur í Salzburg
en hann kom þangað frá München
á sunnudag til að taka þátt í
listahátíðinni í borginni sem er
fæðingarstaður tónskáldsins Wolf-
gangs Amadeusar Mozarts.
Aurskriða reif með sér
járnbrautarbrúna
„Ég kom með lest og þegar um
100 kílómetra voru eftir til Salz-
burg var ein járnbrautarbrúin, sem
tengir Freilasching og Salzburg,
horfin. Hún hafði orðið fyrir aur-
skriðu. Lestin var þegar stöðvuð,
ekki svo harkalega að meiðsli yrðu
á fólki en enginn vissi hvaðan á sig
stóð veðrið. Öllum farþegunum var
gert að yfirgefa lestina. Flestir
fóru aftur til München með hrað-
lest en nokkrir, þar á meðal ég,
héldu áfram með ýmsum ráðum.
Sendar voru rútur eftir fólkinu en
ég var svo heppinn að konsúllinn
okkar, Erich Eibl, sótti mig á bíln-
um sínum. Hann fór einhverjar
krókaleiðir, hálfgerða fjallabaks-
leið, held ég.
Glitti í bílflök
í flaumnum
Fólk er mjög skelkað hérna í
borginni, þetta er mjög friðsæll
staður og það er ekki vant því að
náttúran sé að láta mikið á sér
kræla. Nokkrar ár renna um Salz-
burg og þær voru mjög vatnsmikl-
ar og mórauðar í gær. Liturinn
minnti mjög á jökulhlaup hjá okkur
en vantaði fnykinn. Sums staðar
glitti í bílflök og raftar úr húsum
og annað brak flaut fram hjá. Sagt
var frá því að menn hefðu verið að
aka á hraðbrautum sem ekki áttu
að vera í neinni hættu, langt fyrir
ofan vatnsborð ánna en skyndilega
hefði flaumurinn hrifið bílana með
sér.
Skemmdir hafa orðið í kjöllurum
bókasafna og listasafna en ég held
samt að ekki hafi orðið stórtjón.
Menn eru vanir snjóflóðum hér á
veturna en ekki svona áföllum á
sumrin, þetta kom þeim alveg í
opna skjöldu,“ sagði Guðmundur
Emilsson í Salzburg.
Minnti á jökul-
hlaup en vant-
aði fnykinn
Guðmundur Emilsson sá árnar sem
renna um Salzburg í ham á mánudag