Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
„STARFIÐ leggst vel í mig og það
eru mörg spennandi verkefni fram-
undan,“ segir nýráðinn sveit-
arstjóri á Hólmavík, Ásdís Leifs-
dóttir. Hún tekur við starfinu af
Þór Erni Jónssyni sem gegnt hefur
starfinu undanfarin fimm ár.
Ásdís segir að það sem beri hæst
af væntanlegum verkefnum sveit-
arfélagsins sé stækkun leikskólans
og bygging sundlaugar og íþrótta-
húss.
„Famkvæmdir við leikskólann
eru nýhafnar og tekin hefur verið
fyrsta skóflustungan vegna bygg-
ingar sundlaugar og íþróttahúss.“
Ásdís er menntaður rekstr-
arfræðingur og útskrifaðist frá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið
1992 og hefur margháttaða reynslu
úr atvinnulífinu.
Hún hefur starfað á rekstrarsviði
hjá Íbúðalánasjóði, sem for-
stöðumaður fjármála hjá Fé-
lagsbústöðum og sem ráðgjafi á
Ráðgjafastofu um fjármál heim-
ilanna. Þá var Ásdís deildarstjóri
yfir húsaleigubótum hjá fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík. „Þar
kynntist ég fyrst sveitarstjórn-
armálum og þeirri fjölbreytni sem
einkennir þann málaflokk. Ég bý
vel að þeirri reynslu sem ég hef
fengið í mínum fyrri störfum en tel
jafnframt að það sé jákvætt að
koma inn í svona starf með eigin
hugmyndir.“
Ásdís er uppalin í Reykjavík en
hefur undanfarið búið í Garðabæ.
„Það eru vissulega viðbrigði að
flytjast búferlum út á land en mér
finnst staðurinn fallegur og mann-
lífið gott sem ég hef kynnst. Ég
hafði einsleita skoðun á Vest-
fjörðum og þekkti þennan lands-
hluta aðeins lítillega sem ferðamað-
ur. Náttúrufegurðin hérna er
einstök og ótrúlega fjölbreytt. Það
er hægt að njóta lífsins á annan og
betri hátt úti á landi en í þéttbýl-
inu.“
Ásdís segir áhugamálin ekki
mörg utan vinnunnar. „Hjá mér er
vinnudagurinn oft langur en þegar
tími gefst til stunda ég hesta-
mennsku og hef hugsað mér að
flytja hingað tvo hesta og njóta
samveru með þeim.“
Eiginmaður Ásdísar, Kristjón
Þorkelsson, flytur ekki með henni
að sinni því hann starfar á vegum
NATO í Kosovo. Í fyrstu átti hann
aðeins að vera í sex mánuði en þeir
eru að verða tólf en hann kemur
heim í ágúst og fær þá vonandi gott
frí. Dóttirin, Halldóra Kristjóns-
dóttir, er 23 ára nemi og býr í
Reykjavík.
Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri
Lít fram-
tíðina
björtum
augum
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Ásdís Leifsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri á Hólmavík.
Hólmavík
PORTÚGALSKA skemmti-
ferðaskipið Funchal kom til
Grundarfjarðar á dögunum, þetta
er síðasta skemmtiferðaskipið af 6
sem komu til Grundarfjarðar
þetta sumarið. 470 farþegar voru
um borð í skipinu, allt Hollend-
ingar, og 180 manna áhöfn. Þess
má geta að verslun blómstraði á
Grundarfirði á meðan skipið lá
þar við höfn.
Skipið er 9.563 brúttótonn og
152ja metra langt, smíðað í Hels-
ingör í Danmörku 1961. Með stór-
bættri hafnaraðstöðu geta skip af
þessari stærð lagst að bryggju.
Bryggjan hefur verið lengd um
100 metra og dýpi er 9 metrar á
stórstraumsfjöru.
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Grundarfjörður
FYRIR bændur er ekkert jafn
notalegt og að vita að þeir séu vel
birgir af heyi handa búsmala sínum
fyrir komandi vetur. Þannig geta
bændur verið í rónni.
Í Mýrdalnum er fyrri sláttur víða
langt kominn eða búinn og heyin
sem hafa náðst í sumar eru mun
þurrari en oft áður, enda hefur tíð-
arfarið undanfarið verið einstaklega
hagstætt.
Á Götum í Mýrdal var Jón
Hjaltason að hreinsa upp síðustu
stráin af bletti sem hann hafði sleg-
ið í kringum bæinn, hann var búinn
að fylla kerruna sína af ilmandi
töðu og gaf sér smástund til að tala
við gesti.
Fyrri slætti að ljúka
Fagridalur
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Jón Hjaltason hvílir lúin bein eftir góða hirðingu.
ÍSLANDSSÍMI hf. var rekinn með
134 milljóna króna tapi fyrstu sex
mánuði ársins, að teknu tilliti til af-
skrifta, fjármagnsliða og skatta,
samanborið við 445 milljóna króna
tap á sama tímabili í fyrra.
Í fréttatilkynningu frá Íslands-
síma segir að viðsnúnings hafi gætt í
rekstri félagsins á öðrum ársfjórð-
ungi sé horft til afkomu fyrir af-
skriftir, fjármagnsliði og skatta
(EBITDA), sem er jákvæð um 6
milljónir króna. Er þetta í fyrsta
skipti sem EBITDA félagsins er já-
kvæð á heilum ársfjórðungi, að því er
fram kemur í tilkynningunni.
Auknar afskriftir
Rekstrartekjur Íslandssíma hf.
jukust um 315 milljónir króna eða
50% á milli fyrri hluta árs 2002 og
fyrri hluta árs árið áður. Þær námu
946 milljónum króna á fyrri hluta
þessa árs samanborið við 631 milljón
króna á sama tíma 2001.
Rekstrargjöld Íslandssíma hf.
námu 957 milljónum króna fyrri
helming ársins 2002. Jukust þau um
6% eða um 58 milljónir króna frá
sama tímabili árinu áður, þegar þau
námu 899 milljónum króna.
Afskriftir félagsins fyrstu sex
mánuði ársins 2002 hafa aukist um
92 milljónir króna frá sama tímabili
árinu áður. Auknar afskriftir skýrast
af miklum fjárfestingum síðasta árs
en meginuppbyggingu fjarskipta-
kerfa félagsins er lokið.
Fjármagnsliðir félagsins voru já-
kvæðir um 143 milljónir króna á
fyrri árshelmingi 2002 og er það
verulegur viðsnúningur frá sama
tímabili árið áður en þá voru fjár-
magnsliðir neikvæðir um 196 millj-
ónir króna. Skýrist þetta einkum af
jákvæðri gengisþróun fyrstu sex
mánuði ársins.
Of lágt veltufjárhlutfall
Veltufjárhlutfall Íslandssíma hf.
var 0,51 í lok júní 2002 og telja
stjórnendur að veltufjárhlutfall fé-
lagsins sé of lágt. „Áfram verður leit-
að leiða til að koma því í viðunandi
horf,“ segir í tilkynningunni.
Eigið fé Íslandssíma nam í lok
tímabilsins 2.172 milljónum króna og
nemur eiginfjárhlutfall félagsins
44%.
Handbært fé til rekstrar nam 115
milljónum króna fyrstu sex mánuði
ársins 2002 samanborið við 459 millj-
ónir króna á sama tímabili árið 2001.
Reksturinn að færast í rétt horf
Óskar Magnússon, forstjóri Ís-
landssíma, segir að reksturinn sé
jafnt og þétt að færast í rétt horf.
„Við vinnum öll mjög einbeitt að
sameiginlegu markmiði og það er að
skila árangri. Viðskiptavinum okkar
hefur fjölgað mjög, ekki síst síðustu
vikurnar enda fólki nú orðið það ljóst
að það er virk samkeppni og menn
geta skipt um símafélag þegar þeim
hentar.“
Íslandssími tap-
ar 134 milljónum
Rekstrartekjur jukust um 50%
HAGNAÐUR Hampiðjunnar nam
191 milljón króna fyrstu sex mánuði
ársins samanborið við 91 milljón á
sama tímabili í fyrra.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 2.182 milljónum króna á tíma-
bilinu sem er 21% aukning frá fyrra
ári er hún nam 1.800 milljónum
króna. Skýrist það að mestum hluta
af innkomu reikningsskila Gundry á
Írlandi í samstæðuna en félagið sam-
einaðist Swan Net á Írlandi á tíma-
bilinu, samkvæmt tilkynningu frá
Hampiðjunni. Rekstrargjöldin námu
1.971 milljón króna samanborið við
1.537 milljónum króna árið á undan.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði nam 211 milljónum króna
sem er tæp 10% af veltu samstæð-
unnar, samanborið við 262 milljónir
á fyrra ári. Afskriftir námu 81 millj-
ón króna og hagnaður fyrir fjár-
magnsliði var 131 milljón krónur.
Vegna styrkingar krónunnar voru
fjármagnsliðir hagstæðir eða sam-
tals 82 milljónir til tekna. Hagnaður
fyrir aðrar tekjur og gjöld var 212
milljónir króna samanborið við 1
milljónar króna hagnað á sama tíma í
fyrra. Hagnaður af sölu hlutabréfa
var 51 milljón króna en önnur gjöld
námu 49 milljónum króna sem skýr-
ist af stærstum hluta af kostnaði
vegna starfslokasamninga á Írlandi
er komu til vegna sameiningar Swan
Net og Gundry. Eigið fé í lok tíma-
bilsins var 1.741 milljón króna og
eiginfjárhlutfall samstæðunnar 32%.
Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins var
47%. Í fréttatilkyningu kemur fram
að rekstur móðurfélagsins og dótt-
urfélaga, ef undan er skilinn rekstur
dótturfélags Hampiðjunnar í Banda-
ríkjunum, gekk ágætlega fyrri helm-
ing ársins. Tap dótturfélags í Banda-
ríkjunum var um 31 milljón króna
fyrri helming ársins. Á tímabilinu
var skipt um framkvæmdastjóra og
eignarhlutur fráfarandi fram-
kvæmdastjóra keyptur. Reksturinn
hefur verið endurskipulagður og
vonir standa til að hann skili hagnaði
síðari hluta ársins. Rekstraráætlun
félagsins gerði ráð fyrir 375 milljóna
króna hagnaði fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBITDA). Ekki er
talin ástæða til að endurskoða þá
áætlun.
Hampiðjan með
191 milljón
króna í hagnað
EITT stærsta flugfélag heims, hið
bandaríska American Airlines, hefur
tilkynnt að það muni segja upp 7.000
starfsmönnum frá október 2002 til
mars 2003. Mest verður fækkað í hópi
flugmanna og flugliða en þeim sem
vinna við viðhald verður síður sagt
upp. Félagið hyggst fækka flugferð-
um, nýta vélar betur og skera niður
flugvélaflota. Þá er ætlunin að mæta
aukinni eftispurn eftir lágum flugfar-
gjöldum. Gripið er til aðgerðanna í því
skyni að endurreisa fjárhag félagsins
en mikil niðursveifla hefur verið í
rekstri þess síðan 11.september.
Á fréttavef Reuters kemur fram að
aðgerðirnar nú séu aðeins byrjunin á
viðamiklum breytingum hjá félaginu
sem miði að því að minnka umsvif
þess. Telja forsvarsmenn félagsins að
með breytingunum megi spara 1,1
milljarð dali árlega en það er nálægt
þeirri upphæð sem félagið tapaði á
fyrstu sex mánuðum ársins.
American Airlines
segir upp 7.000 manns