Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 19 LETTLAND hefur upp á ýmis tækifæri að bjóða fyrir erlenda fjár- festa enda er markaðurinn í mikilli og hraðri uppbyggingu, að sögn Maris Elerts, forstjóra lettnesku þróunarstofnunarinnar. Elerts tel- ur að Íslendingar eigi hvað mesta möguleika í Lettlandi á sviði upp- lýsingatækniiðnaðar, þ.e. hugbún- aðargerð. Ennfremur liggi tækifæri á sviði rafeindatækni, málmiðnaðar, efna- og lyfjaframleiðslu, matvæla- vinnslu, timburiðnaðar og ekki síst á sviði ferðamannaiðnaðar. Helstu kosti markaðarins segir hann vera stærð hans, hátt menntunarstig vinnuafls í landinu og góðar sam- göngur inn á önnur markaðssvæði í grennd við Lettland. Þetta kom fram í erindi Elerts á lettnesk-íslenskum viðskiptadegi sem haldinn var hjá Verslunarrráði Íslands í gær í tilefni af heimsókn forseta Lettlands, Vaira-Freiberga. Í för með forsetanum er stór við- skiptasendinefnd fulltrúa fyrir- tækja úr ýmsum atvinnugreinum í Lettlandi. Tvennt eftirsóknarverðast Gísli Reynisson, ræðismaður Ís- lands í Lettlandi, sagði að ýmislegt laðaði fjárfesta að landinu en hann teldi aðallega tvennt vera eftirsókn- arvert fyir Íslendinga til langs tíma litið í viðskiptum við Letta, og það ætti jafnframt við um Eystrasalts- löndin yfirleitt. Annars vegar væri góð staðsetning landsins með tilliti til annarra markaða og inngöngu Lettlands í Evrópusambandið eft- irsóknarverð. Hins vegar stærð markaðarins í Eystrasaltslöndun- um en sá markaður væri í mjög örri þróun og hraðri uppbyggingu. Þarna væru möguleikar fyrir Ís- lendinga til að ná góðri markaðs- hlutdeild á meðan á uppbyggingu stæði og það með lágum tilkostnaði. Jón B. Stefánsson hjá Sjóklæða- gerðinni 66°N, sagði frá starfsemi fyrirtækisins í Lettlandi en öll framleiðsla á vörum fyrirtækisins fer fram þar í landi hjá dótturfyr- irtækinu 66°North Baltic SIA. Hann benti t.d. á að einkennisfatn- aður íslensku lögreglunnar, sem fylgt hefur forseta Lettlands í heim- sókn hans hérlendis, sé framleiddur í hans heimalandi. Jón sagði að þrátt fyrir að miklar framfarir hefðu orðið í viðskiptalífi Letta þá væri enn nokkuð um hindr- anir. Hann sagði skrifræði enn mjög mikið í landinu og þar af leiðandi gengi sumt fremur hægt fyrir sig. Þá hefði fyrirtæki hans orðið vart við það að erfiðara er að fá vinnuafl en áður. Á hinn bóginn væru við- skiptatækifærin ótvíræð, viðskipta- umhverfið væri mjög hagstætt, vinnuafl vel menntað og dugmikið. Góð reynsla af viðskiptum landanna Jón Snorrason, ræðismaður Lett- lands á Íslandi, tók undir það að enn vottaði fyrir hindrunum fortíðarinn- ar í lettnesku viðskiptalífi en Lettar hafi lagt mikla áherslu á að greiða úr þeim málum. Hann sagði Íslend- inga hafa góða reynslu af viðskipt- um við Letta og viðskipti á milli landanna gengið mjög vel. Mikil viðskiptatæki- færi í Lettlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Forseti Lettlands og forseti Íslands á lettnesk-íslenskum viðskiptadegi í húsnæði Verslunarráðs Íslands. HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. nam 146 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins samanborið við rúmlega 200 milljóna tap í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 407 milljónum króna en tæplega 190 milljónum á sama tíma í fyrra. Hagn- aður samstæðunnar fyrir skatta nam 226 milljónum króna. Rekstrarhagn- aður móðurfélagsins fyrir skatta og fjármagnsliði nam 74 milljónum króna samanborið við 113 milljónir í fyrra. Þá drógust rekstrartekjur móðurfélagsins saman um 18%. Í til- kynningu frá félaginu er sagt frá því að Opin kerfi hf. seldi rekstrarvöru- viðskipti sín til Tölvudreifingar hf. um mitt síðasta ár og það skýri hluta lækkunar rekstrartekna móður- félagsins. Þá er sagt frá því að tölu- verðar breytingar hafi orðið hjá birgjum móðurfélagsins vegna sam- runa HP og Compaq. Milliuppgjörið tekur til allrar sam- stæðu Opinna kerfa hf. en auk móð- urfélagsins eru Skýrr hf., Opin kerfi Sweden AB, Tölvudreifing hf. og Enterprise Solutions AS innan henn- ar. Rekstrartekjur samstæðunnar nær tvöfölduðust milli tímabila og námu um 5,2 milljörðum króna. Veltufé frá rekstri var 303 milljónir króna á fyrri helmingi ársins miðað við um 107 milljónir í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Opnum kerf- um að aukningin sé að mestu til kom- in vegna starfsemi erlendis, en félag- ið hefur víkkað út starfsemi sína að undanförnu í þeim tilgangi að auka arðsemi félagsins. Eigið fé Opinna kerfa var við lok tímabilsins 1.408 milljónir króna og arðsemi eigin fjár 23,1%. Stjórn félagsins ákvað að nýta heimild til að beita verðleiðréttingum í reikningsskilum til að uppgjör yrði samanburðarhæft við fyrri ár. Hefði það ekki verið gert hefði eigið fé fé- lagins verið um 6,1 milljón króna lægra en hagnaður nánast sá sami. Áhrif hlutdeildarfélaga voru sam- stals neikvæð um 18 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins en voru neikvæð um rúmar 200 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Bókfærð- ur var 53 milljóna króna söluhagn- aður á tímabilinu vegna sölu Opinna kerfa hf. á eignarhlut í AcoTæknival hf. Forráðamenn Opinna kerfa hf. telja ekki ástæðu til að endurskoða rekstraráætlanir félagsins fyrir árið 2002 en þær gera ráð fyrir um 400 milljóna hagnaði fyrir skatta. Gengi bréfa félagsins var 15,3 krónur á hlut í byrjun árs en er nú um 17 krónur. Opin kerfi hf. með 146 millj- óna hagnað Rekstrarhagnaður móðurfélags minnkar en erlend félög skila meiru málafyrirtækin væntu en spár þeirra gerðu almennt ráð fyrir lækk- un á bilinu 0,2%–0,1%. Að sögn Björns R. Guðmundsson- ar hjá Búnaðarbankanum Verðbréf- um er lækkun neysluverðsvístölunn- ar um 0,5% nú í ágúst töluvert meiri en reiknað hafði verið með. Miðað við verðhækkanir síðustu 12 mánaða mælist verðbólgan nú 3,2% og nálg- ast nú hratt verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5% verð- bólga á ári. „Greiningadeild Búnað- arbankans hafði reiknað með 0,1% lækkun eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhrifum af hækkunum á gjald- skrá Landsímans og Orkuveitunnar. Áður var búist við 0,2% lækkun. Þar sem verulegur hluti af lækkuninni nú skýrist af sumarútsölum á fatn- aði má fastlega gera ráð fyrir að í næstu mælingu, þegar útsölum er lokið, gangi þessi áhrif að töluverðu leyti til baka. Engu að síður virðist sem undirliggjandi verðbólguþrýst- ingur sé minni en almennt var reikn- að með og er líklegt að styrking krónunnar á síðustu mánuðum sé nú að koma fram af fullum krafti. Greiningadeild mun því á næstunni endurskoða verðbólguspá sína fyrir árið í heild og líklegt að sú endur- skoðun verði til lækkunar, en núver- andi spá hljóðar upp á 2,2% verð- VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun 2002 var 221,8 stig og lækkaði um 0,54% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 220,2 stig og lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 3,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8%. Vísitalan í ágúst er hin sama og í maí og hefur því hækkun hennar und- anfarna þrjá mánuði gengið til baka. Í frétt frá Hagstofu Íslands kem- ur fram að vegna sumarútsala lækk- aði verð á fötum og skóm um 9,3% (vísitöluáhrif 0,54%). Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 1,5% (0,24%). Verð á símaþjónustu hækk- aði um 3,8% (0,10%) og markaðsverð húsnæðis hækkaði um 0,7% (0,07%). Gengi krónunnar lækkaði um 0,86% Gengisvísitala íslensku krónunnar endaði í 127,60 í gær og gengi krón- unnar lækkaði því um 0,86% í gær í tæplega sjö milljarða viðskiptum, samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka. Á mánudag lækkaði gengi krónunnar um 1%. Gengi krónunnar hefur hækkað um 11,10% á árinu en gengisvísital- an byrjaði í 141,80 á þessu ári. Lækkun vísitölu neysluverðs nú er talsvert meiri lækkun en fjár- hækkun frá upphafi til loka þessa árs. Greiningadeild telur líklegt að Seðlabankinn muni fylgja þessari hagstæðu verðmælingu eftir með því að lækka stýrirvexti, en þegar síðasta vaxtalækkun var kynnt í byrjun ágúst boðaði bankinn að frekari vaxtalækkana væri að vænta yrði framvindan í verðbólgumálum hagstæð. Líklegt er þó að bankinn vilji ekki rasa um ráð fram og lækki vexti tiltölulega lítið eða á bilinu 0,25–0,5%,“ að sögn Björns R. Guð- mundssonar. Verðstöðvun það sem af er ári Í morgunpunktum Kaupþings kemur fram að heita megi að verð- stöðvun hafi ríkt hér á landi frá upp- hafi árs en á þessum tíma hefur vísi- tala neysluverðs ekki hækkað sem neinu nemur. „Þegar verðlagsvið- miði sem kennt er við rauða strikið var náð var óttast að hrina hækkana kynni að fara af stað og gekk það eftir – hins vegar í minna mæli en búist hafði verið við. Þannig fór vísi- talan upp um 0,45% í júní. Þessi hækkun gengur nú að mestu til baka og er vísitalan komin aftur undir rauða strikið. Mikið verðlagsaðhald vegna umræðunnar sem skapaðist um rauða strikið hefur haft sitt að segja í hófsamlegri þróun verðlags hér á landi, svo og frestun hækkana á ýmissi opinberri þjónustu. Mestu munar þó væntanlega um gríðarlega styrkingu krónu á árinu sem virðist hafa slegið mjög á uppsafnaða verð- hækkunarþörf smásölunnar,“ að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings. Þar kemur fram að árstíðasveiflan í fataverði muni gera það að verkum að lækkun þar gengur fljótt til baka. „Engu að síður verður ekki annað sagt en að verðbólga hafi með sam- stilltu átaki í þjóðfélaginu og styrk- ingu krónu auk minnkandi eftir- spurnar vegna efnahagssveiflu horfið með undrahröðum hætti á þessu ári. Er þetta í samræmi við síðustu verðbólguspá Seðlabanka Ís- lands, en fram kom í síðasta hefti Peningamála að nú væri komið að breyttri forgangsröðun í bili í stjórn peningamála, enda benti allt til þess að verðbólgumarkmið væru í aug- sýn. Verðbólgumælingin nú ætti að ýta frekar undir að stýrivextir verði lækkaðir enn,“ að því er fram kemur í morgunpunktum Kaupþings. Í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að umtalsverð hækkun húsnæðisverðs, eða um 0,7%, sé til marks um mikil umsvif á fasteigna- markaði. Vísitala neysluverðs lækkar um 0,54% á milli júlí og ágúst Meiri lækkun en spáð var HAGNAÐUR Skýrr hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 8 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 157 milljóna króna tap á sama tíma- bili árið áður. Rekstrartekjur tíma- bilsins námu alls 923 milljónum, samanborið við 764 milljónir króna árið áður. Meðal rekstrartekna á síðasta ári var söluhagnaður að fjár- hæð 24 milljónir króna en í ár er ekki um slíka færslu að ræða. Að söluhagnaði frátöldum jukust rekstrartekjur félagsins um 183 milljónir. milli ára eða um 25%. Rekstrargjöld tímabilsins námu 853 milljónum króna samanborið við 752 milljónir króna á síðasta ári og hækka því um 13% milli ára. Hagn- aður fyrir afskriftir, það er s.k. EBITDA, nemur 128 millj. kr., sam- anborið við 66 millj. kr. á síðasta ári. 19 milljóna gengishagnaður Fjármagnsliðir tímabilsins eru já- kvæðir um 8 millj. kr., en á síðasta ári voru þeir neikvæðir um 19 millj. kr. Þar vegur þyngst 19 millj. kr. gengishagnaður á erlendum lánum á þessu ári, en gengistap að fjárhæð 25 millj. kr. á síðasta ári. Sérstök niðurfærsla hlutabréfaeignar nemur 66 millj. kr. á tímabilinu, vegna lækkunar á markaðsgengi skráðra hlutabréfa í eigu félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam niðurfærslan samtals 173 millj. kr. og lækkar því um 107 millj. kr. milli ára. Samkvæmt tilkynningu frá Skýrr nam niðurfærslan 53 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en 13 milljónum á öðrum árs- fjórðungi. Verulega hefur því dregið úr lækkunum á skráðum hlutabréf- um í eigu félagsins undanfarna mánuði. Hækki bréfin aftur færist sú hækkun til tekna í rekstrarreikn- ingi. Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga var neikvæð um 0,5 milljónir króna á tímabilinu, en á sama tíma á síðasta ári var hún nei- kvæð um 18 milljónir. Rekstrartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru 4% undir áætlun, en þrátt fyrir það var hagn- aður fyrir afskriftir (EBITDA) á áætlun eða 128 millj. kr. Reiknað er með að framlegð rekstrarins haldi áfram að styrkjast seinni hluta árs- ins og vonir standa til að upphafleg rekstraráætlun um 270 millj. kr. EBITDA náist í lok ársins. End- anleg afkoma ársins í heild mun hins vegar ráðast mjög af þróun markaðsgengis hlutabréfa í eigu fé- lagsins, að því er segir í tilkynningu. Viðsnún- ingur hjá Skýrr ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.