Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 30

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA kom út á geisladiskum, hjá sænska útgáfufélag- inu BIS, Baldr tón- drama án orða, eftir Jón Leifs. BIS hefur gefið út áður mörg verka Jóns, og staðið myndarlega að því verki. Á eigandinn, Robert von Bahr, miklar þakkir skildar fyrir að kynna Jón á alþjóðlegum vett- vangi. Ég hef ekki séð neitt skrifað um þenn- an merka menningar- viðburð, nema umsögn í Morgunblaðinu hinn 19. júlí s.l., eftir Valdemar Pálsson. Mér finnst hún ekki góð. Þar er m.a. sagt um Jón Leifs að hann sé „...mesti furðufugl ís- lenskrar tónlistsögu...“. Svona finnst mér að ekki eigi að skrifa um einn merkasta listamann þjóðar- innar fyrr og síðar. Um verkið er þetta sagt: „...ég sæi t.d. ekki fyrir mér að hægt væri að hlusta á Baldr í hljóm- tækjum í bílnum mínum enda held ég að umferðaröryggi væri þá stefnt í voða...“ Að mínu mati er ekki hægt að afgreiða eitt merkasta tónverk íslenskra tónbók- mennta á þennan hátt. Jón Leifs var með Baldr í smíðum frá 1940-47. Það voru mikil átök í heiminum á þessum tíma, heims- styrjöld geisaði, og miklar sviptingar voru í einkalífi Jóns. Verkið endurspeglar þessi átök, Það er stórbrot- ið og metnaðarfullt: fjallar um líf, ástir og dauða hins góða áss. Verkið var frum- flutt árið 1991, af Sin- fóníuhljómsveit æskunnar, undir stjórn Paul Zukofskys, og var það mikil stund í íslenskri tónlistar- og menningarsögu. Þessi flutningur kom út á geisladiskum skömmu síðar, en eitthvað voru menn óhressir með framtak Zukofskys. Hann var of góður til að starfa hér; flæmdur burtu nokkru síðar, og þar með var gengið af Sinfóníu- hljómsveit æskunnar dauðri. Af þessu leiddi að Listahátíð 2000 lét uppfæra Baldr í Laugar- dalshöll, með dönsurum eins og höfundur hafði hugsað sér. Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék af snilld og finnski hljómsveitarstjórinn Leif Segerstam stjórnaði af mikl- um myndugleik. Danshönnunin var falleg en ekki ýkja frumleg. Hafði þann megin- galla, að það, sem sýnt var á svið- inu, átti ekkert skylt við söguna af Baldri, eða það sem Jón vildi sýna á meðan tónlistin var leikin. Verst var þó að verkið var stytt um 20 mínútur (alls er það 90 mín- útur), og sýnir það ósjálfstæði og uppburðarleysi Listahátíðar gagn- vart „erlendum stórstjörnum“ að líða þetta. Segerstam og Jorma Uotinen dansstjóri voru ráðnir til að flytja verkið eins og höfund- Baldur eftir Jón Leifs á geisladiskum Atli Heimir Sveinsson Tónlist Þetta er um margt glæsileg hljóðritun, seg- ir Atli Heimir Sveins- son, og gefur góða mynd af frumlegri og mik- ilfenglegri tónhugsun Jóns Leifs. SPARISJÓÐIRNIR eru ein helsta stoðin við byggð víða um landið, m.a. vegna þess að íbúarnir hafa sjálfir forræði yfir þeim. Þeir hafa styrkt efnahags- legt sjálfstæði íbúanna og tryggt þeim svig- rúm til þess að laga sig að breyttum aðstæð- um. Návist þeirra er trygging fyrir þjónustu á staðnum og lánum til einstaklinga og smærri fyrirtækja í viðkom- andi byggðarlögum. Fyrir nokkrum ára- tugum gekk yfir hrina þar sem margir sparisjóðir urðu stofn að nýj- um bankaútibúum – fyrst og fremst Búnaðarbanka eða Landsbanka. Öflugir sparisjóðir svo sem Spari- sjóður Akraness, Sparisjóður Dala- sýslu og Sparisjóður Stykkishólms, svo nokkrir séu nefndir, hurfu þann- ig inn í næsta bankaútibú. Samein- ingin fór fram í því ljósi að þessir bankar voru þá að fullu í ríkiseign og litið var á þá sem þjónustustofnanir fyrir fólk og atvinnulíf en ekki fyr- irtæki sem bæri fyrst og fremst að skila hámarksarði til eigenda sinna. Í þessu ljósi er lærdómsríkt að líta til þess hvernig Dalamenn reyndu að binda um hnútana þegar þeir sömdu við Búnaðarbankann um rekstur Sparisjóðs Dalasýslu. Sparisjóður Dalamanna Í ágætu riti, „Sparisjóður Dala- sýslu – aldahvörf“ sem kom út 1995, rekur Friðjón Þórðarson sögu Sparisjóðsins og samninginn við Búnaðarbankann sem enn er í gildi. Friðjón er sem kunnugt er fyrrver- andi alþingismaður, ráðherra og sýslumaður Dalamanna og Snæfell- inga. Hann var í senn formaður stjórn- ar Sparisjóðs Dalasýslu og sat í bankaráði Búnðarbankans í 32 ár, lengst af sem varaformaður, en um tíma sem formaður ráðsins. Sparisjóður Dalasýslu var stofn- aður 2. okt. 1891. Á hálfrar aldar af- mæli hans skrifar Ásgeir Ásgeirs- son, próf. í Hvammi: „Merkasta stofnun Dalamanna, sem þeir eiga allir hlutdeild í, er Sparisjóður Dalasýslu. Það er óhætt að full- yrða að Dalamenn hafi hvorki fyrr né síðar komið á fót hjá sér stofnun sem reynst hefur þeim jafnhappa- sæl til fjársöfnunar og til eflingar nytsömum framkvæmdum í sýsl- unni allri og hann. Með stofnun sjóðsins var lögð traustasta undir- staðan að efnalegri vel- megun sýslubúa.“ Sparisjóðurinn lét menningar- og líknarmál til sín taka. Dæmigert er þegar sjóðurinn ákvað að minnast fórnfúss starfs bændahöfðingjans Bjarna Jenssonar í Ásgarði sem var gjaldkeri sjóðsins í áratugi. Það ger- ir sjóðurinn með því að leggja fram stofnkostnað eins stúdentaherbergis við Háskóla Íslands á Nýja-Garði, sem ber nú nafnið Ásgarður. Dalamenn semja við ríkisbanka Á fundi ábyrgðarmanna Spari- sjóðs Dalasýslu haustið 1963 var fyrst hreyft þeim hugmyndum að Búnaðarbankinn og Sparisjóðurinn sameinuðust um rekstur bankaúti- bús í Búðardal. Að sjálfsögðu voru um það skiptar skoðanir, en á spari- sjóðsfundi 13. maí 1965 var sam- þykkt að ganga til samstarfs við Búnaðarbanka Íslands um stofnun útibús frá bankanum í Búðardal. Þegar Búnaðarbankinn tók við rekstri Sparisjóðsins var aðeins einn 10 þús. kr. víxill í vanskilum, en hann greiddist upp innan fárra vikna. Horfur fyrir sjóðinn voru góð- ar. Samningurinn við Búnaðarbank- ann er um margt athyglisverður. Sparisjóður Dalasýslu starfar áfram sem sjálfstæð eining, þótt verkefnin og bundnar innstæður sjóðsins í Seðlabankanum hafi verið færðar Búnaðarbankanum. Stjórn Búnað- arbankans lofar að útibúið starfi með líkum hætti í grundvallaratrið- um og sparisjóðurinn, og varasjóð- inn skal ávaxta í útibúinu. Friðjón Þórðarson segir í áður- nefndu riti: „Það skal skýrt og greinilega tekið fram, að slíkur samningur hefði alls ekki verið gerð- ur nema við ríkisbanka, sem menn töldu sig geta treyst að starfa myndi á sama grunni til frambúðar. Samn- ingurinn ber allur þess merki.“ Er endurheimt Sparisjóðs Dalasýslu möguleg? Þrátt fyrir að Sparisjóður Dala- manna hætti að starfa sem lána- stofnun er árlega haldinn ársfundur sjóðsins. Ábyrgðarmennirnir halda hópinn og líta svo á að Sparisjóð- urinn sé áfram til þó svo að verk- efnin hafi með ákveðnum skilyrðum verið falin öðrum. Þessir ábyrgðar- menn sem nú myndu heita stofn- fjárfestar hafa ekki innheimt stofn- eign sína. Sú spurning hlýtur að vakna hvort kaupin geti gengið til baka, og svar- ið er jákvætt. Í 10. grein samnings- ins stendur: „Ef útibú bankans verð- ur lagt niður skal það sameinast Sparisjóði Dalasýslu, ef það verður þá ósk forráðamanna sjóðsins, og fer þá fram yfirtaka á starfsemi útibús- ins, eignum þess og skuldum með svipuðum hætti og hér er gert af hálfu Búnaðarbankans.“ Þegar Búnaðarbankinn varð hlutafélag og gefin út heimild til að selja hann var það án allra kvaða. Sparisjóður Dalasýslu og Búnaðarbankinn Jón Bjarnason Sparisjóðir Einkavæddur og seldur Búnaðarbanki eða Landsbanki mun ekki bera neinar staðbundnar skyldur, segir Jón Bjarnason, og getur einhliða lokað útibúum sínum. S ú skoðun er algeng að margvíslegri menning- arstarfsemi verði vart hugað líf án stuðnings hins opinbera. Þetta er í mörgum tilfellum reginmis- skilningur. Listir eru einmitt svo öflugt fyrirbæri að þær þrífast best þar sem mannlífið er frjálst, en ekki þar sem þeim er miðstýrt af hinu opinbera. Fólk hefur gaman af menningunni. Það vill hlýða á tónlist, horfa á kvikmynd- ir, njóta myndlistar og fara á leik- rit. Algjör óþarfi er að óttast að menningin deyi drottni sínum þótt fólk fái að velja sér hvaða lista það vill njóta og sé ekki neytt til að greiða fyrir vissa teg- und þeirra frekar en aðra. Ætli leik- og tónlist hafi alla tíð verið ríkisrekin? Þessi tjáning- arþörf, þörfin fyrir að segja sögu á sviði eða í tónum, hefur alltaf verið sterk hjá manninum. Björk Guð- mundsdóttir var ekki valin af hinu opinbera til þess að verða heimsfræg stjarna og ekki Hall- dór Laxness heldur. Fólkið dreif þau áfram og hvatti til dáða, með því að kaupa list þeirra á frjálsum markaði. Snilligáfa í listum er nefnilega þess eðlis að gjarnan eru þeir ein- staklingar sem á endanum ná mestri hylli á skjön við viðtekin viðhorf í samfélaginu. Þetta er fólk sem þorir að gera eitthvað nýtt; taka áhættu í listsköpun sinni og ögra öðrum. Nefnd á vegum ríkisins er afar ólíkleg til að velja þessa einstaklinga úr fjöldanum. Það er fyrir tilstilli al- mennings sem þeir ná frama og er gert kleift að lifa af hug- verkum sínum. Einstaklingar hafa sýnt að þeir geta vel rekið menningarstofn- anir eins og leikhús, myndlist- arsöfn, útgáfufyrirtæki og kvik- myndafyrirtæki upp á eigin spýtur, án afskipta yfirvaldsins. Reyndar hefur það oft reynst erf- itt, enda þeir stundum þurft að keppa við ríkisreknar stofnanir, sem haft hafa aðgang að fjár- munum ríkissjóðs. Rekstur fyrirtækja er almennt betri ef stjórnendur þeirra þurfa að bera ábyrgð á honum. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækis í einka- eigu getur ekki til lengdar rekið það með tapi. Ef hann gerir það á eigandinn um tvennt að velja. Láta fyrirtækið fara á hausinn eða ráða annan stjórnanda. Framkvæmdastjórinn gerir því alla jafna sitt besta til að mæta þörfum listunnenda og gera lista- menn á sínum snærum vinsælli en ella. Þannig er hagur lista- mannanna best tryggður, enda fá þeir hærri tekjur en ef þeir væru með snöru hins opinbera um háls- inn. Fyrir hvern er listsköpunin? Hún er fyrir listunnendur; leik- húsgestina, tónlistaráhugamenn- ina og unnendur myndlistar. Ef þetta fólk er ekki reiðubúið að greiða það sem kostar að skapa menninguna finnst þeim hún ekki vera kostnaðarins virði. Þá er hún heldur ekki kostnaðarins virði. Annar mælikvarði er ekki til. Auðvitað er ljóst að sum list sem nú er stunduð undir vernd- arvæng hins opinbera myndi ekki svara kostnaði ef styrkir yrðu lagðir niður. Það væri þá af þeirri einföldu ástæðu að hún á ekki að bera sig. Ef hún ber sig ekki á frjálsum markaði þýðir það að grípa verður til þess ráðs að láta aðra en unnendur viðkomandi listsköpunar greiða fyrir hana. Það er óréttlætanlegt að gera það; með hótun ríkisvaldsins um viðurlög ef skattar eru ekki greiddir. Sumir listunnendur horfa með vanþóknun á margvíslega aðra neyslu fólks. Þeir hafa ef til vill ímigust á sókn þess eftir „verald- legum gæðum“, svo sem eins og lúxusbifreiðum, dýrum farsímum eða armbandsúrum. Til þess að draga úr þessari „óæskilegu“, eða „óæðri“ neyslu er gripið til þess ráðs að veita auknum fjármunum til lista. Þessi leið er kolröng. Líklegt er að áhugi almennings á „æðri listum“ sé minni en ella vegna þess að þær eru á könnu hins opinbera. Eins og fyrr segir hafa starfsmenn einkarekinna menningarfyrirtækja meiri hag af því að ná til fólks en starfs- menn hins opinbera. Því má segja að hin rétta leið til að auka áhuga almennings á göfugum listum sé að einkavæða menningarstofn- anir. Unnendum lista verður líka að vera ljóst að með því að hætta styrkjum til málaflokksins er mögulegt að lækka skatta í þjóð- félaginu. Kaupmáttur þeirra, eins og annarra, eykst. Ef um leið eru lagðir niður opinberir styrkir í öðrum málaflokkum, svo sem eins og íþróttum, landbúnaði eða öðr- um atvinnugreinum, verður hægt að lækka skatta enn frekar. Reyndar er nauðsynlegt að all- ir þeir sérhagsmunahópar, sem núna njóta ásjár hins opinbera, skilji að við niðurfellingu styrkja eykst kaupmáttur til muna vegna þeirrar hagræðingar sem henni fylgir. Ef aðeins er hætt stuðn- ingi við einn hópinn í einu kemur það niður á afkomu hans, a.m.k. til skemmri tíma, en ef opinber stuðningur er lagður niður al- mennt er það honum, sem öðrum, til mikilla hagsbóta. Samkeppnin hvetur einstaklinginn til dáða á öllum sviðum og verður til þess að kaupmáttur eykst. Ef sam- keppnin er hins vegar um op- inbera styrki er hún engum til góða. Hinn frjálsi markaður er ekki fullkominn. Vel getur hugsast að efnilegir listamenn; snillingar jafnvel, fái ekki tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. Vel getur verið að enginn vilji taka þá áhættu að styrkja þá, með þessum afleiðingum. Lausn á þeim vanda er ekki til. Ölmusa hins opinbera gerir aðeins illt verra. Fjáraustur til útvalinna listamanna er mismunun eins og hún gerist verst. Og jafnvel þótt hægt væri að styrkja alla lista- menn myndi það skapa óheyri- lega sóun í þjóðfélaginu, með til- heyrandi brenglun og bákni. Opinber list Björk Guðmundsdóttir var ekki valin af hinu opinbera til þess að verða heims- fræg stjarna og ekki Halldór Laxness heldur. Fólkið dreif þau áfram, með því að kaupa list þeirra sjálfviljugt. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarjons@- yahoo.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.