Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 39

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 39
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 39 GUÐMUNDUR Einarsson sem mætti til leiks með Hersi frá Hvítárholti gaf tóninn á fyrsta degi mótsins er hann tryggði for- ystu í 250 metra skeiði á frábærum tíma, 21,85 sek., sem dugði honum til sigurs. En gullið var ekki látið duga því Reynir Að- alsteinsson yngri fylgdi fast á eftir á Sprengihvelli frá Efstadal á 22,43 sek. Fað- ir hans, Aðalsteinn Aðalsteinsson, keppti á hesti sem er nýkominn í hans hendur, Meitli frá Kjarnholtum I, og höfnuðu þeir í þriðja sæti á 22,25 sek. en þessi góði tími tryggði þeim sigur í samanlögðum stigum í síðasta spretti skeiðsins. Er þetta í annað skiptið sem Aðalsteinn leikur þennan leik á Norðurlandamóti því í Danmörku fyrir fjórum árum tryggði hann sér þennan titil einmitt með góðum skeiðspretti á ögur- stundu, þá á Dalvar frá Hrappstöðum. En þessi drjúgi skeiðsprettur nú hefur að lík- indum kostað þá félaga sigurinn í fimm- gangi því þeir voru efstir eftir forkeppni en létu undan síga í úrslitunum. Jóhann R. Skúlason hafði öruggan sigur í töltinu á Snarpi frá Kjartansstöðum eftir að hafa leitt að lokinni forkeppni. Þar átti Stian Pedersen fráNoregi á Jarli frá Mið- krika enga möguleika gegn þeim en því var hinsvegar öfugt farið í fjórgangs- úrslitum þar Jarlinn sýndi allar sínar bestu hliðar og vann glæstan sigur. Eyjólfur Þorsteinsson, sem keppti í ung- mennaflokki á Töfra frá Flugumýri, stóð sig með mikilli prýði, hlaut þrenn gull- verðlaun, sigraði í fimmgangi, gæð- ingaskeiði og 100 metra flugskeiði. Þá var frammistaða Bjarnleifs S. Bjarn- leifssonar ekki síðri en hann sigraði í tölti unglinga eftir að hafa hafnað í sjötta sæti í tölti á Krumma frá Jórvík í forkeppninni. Hann sigraði í B-úrslitum og síðar tók hann það í A-úrslitunum með glæsibrag. Þessi frammistaða íslenska liðsins er hreint frábær og langt fram yfir það sem búist hafði verið við. Eysteinn Leifsson valdi liðið að þessu sinni og stjórnaði utan vallar á mótsstað. Er það hans frumraun og verður ekki annað sagt en vel hafi tek- ist til. Átta gullverðlaun voru uppskeran að þessu sinni en Svíar koma næstir með sex gull, Norðmenn hlutu fimm, Danir þrjú en Finnar ekkert. Enn halda Íslendingar ótvíræðri forystu í reiðmennsku á íslenskum hestum á Norð- urlöndum. Norðurlandamótið í hestaíþróttum haldið í Ypäjä í Finnlandi 7. til 11. ágúst Enn tróna Íslendingar á toppnum Morgunblaðið/Bjarnleifur Bjarnleifsson Jóhann R. Skúlason á Snarpi, lengst til hægri, sigraði örugglega í töltinu. Keppinautarnir eru frá vinstri talið Ylva Hagander á Mekki, Nicola Bergmann á Bruna, Chatrine Brusgaard á Jóni, Stían Pedersen á Jarli og Alexandra Montan á Braga. Hægt og hljótt hélt íslenska landsliðið á Norðurlandamót í Ypäjä í Finnlandi með hóflegar vonir í farteskinu. Átta gull varð uppskeran sem er langt framar vonum. Valdimar Kristinsson fylgdist með frækilegri frammistöðu Íslendinganna. Morgunblaðið/Vakri Flest gekk upp hjá Guðmundi Einarssyni og Hersi frá Hvítárholti en þeir sigruðu bæði í 250 metrunum og 100 metra flugskeiði. Tölt 1. Jóhann Skúlason, Íslandi, á Snarpi frá Kjartansstöðum, 7,97/8,28 2. Alexandra Montan, Svíþjóð, á Braga frá Allenbach, 7,50/7,89 3. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 7,17/7,67 4. Chatrine Brusgaard, Danmörku, á Jóni frá Hala, 7,07/7,56 5. Nicola Bergman-Kankaala, Bruni frá Súluholti, 6,93/7,50 6. Ylva Hagander, Svíþjóð, á Mekki frá Varmalæk, 7,07/7,44 Slaktaumatölt 1. Sigfús Sigfússon, Svíþjóð, á Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti, 7,67/7,83 2. Anne Balslev, Danmörku, á Hrammi frá Þóreyjarnúpi, 7,13/7,58 3. Liisa Hildén, Finnlandi, á Viljari frá Skarði, 6,67/7,13 4. Sigurður Sigurðarson, Íslandi, á Krapa frá Akureyri, 6,77/6,92 5. Reynir Ö. Pálmason, Svíþjóð, á Funa frá Hvítárholti, 6,77/6,88 6. Lone Würtz, Danmörku, á Sólfara fra Drastrup, 6,37/6,58 Fjórgangur 1. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 7,30/7,87 2. Erik Andersen, Noregi, á Trú frá Wetsinghe, 6,93/7,33 3. Nicola Bergman-Kankaala, Finnlandi, á Bruna frá Súluholti, 6,83/7,07 4. Jóhann Skúlason, Íslandi, á Snarpi frá Kjartansstöðum, 7,00/6,83 5. Camilla Mood Havig, Noregi, á Baldri frá Leet, 6,73/6,73 6. Sigfus Sigfusson, Svíþjóð, á Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti, 6,70/6,43 Fimmgangur 1. Denni Hauksson, Svíþjóð, á Frama frá Häringe, 6,50/6,74 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Íslandi, á Meitli frá Kjarnholtum I, 6,60/6,69 3. Malu Logan, Danmörku, á Gesti frá Stallgården, 6,47/6,60 4. Jenny Mandal, Svíþjóð, á Fáki frá Hästeryd, 6,00/6,31 5. Tina T. Edvardsen, á Hlekki fra Hofi, 6,47/5,86 6. Rune Svendsen, Noregi, á Hug frá Stóra-Hofi, 6,47/5,45 Gæðingaskeið 1. Rune Svendsen, Noregi, á Hug frá Stóra-Hofi, 6,50 2. Garðar Gíslason, Svíþjóð, á Hraða frá Sauðárkróki, 6,42 3. Sigurður Óskarsson, Íslandi, á Brodda frá Brimnesi, 6,38 4. Jenny Mandal, Svíþjóð, á Fáki frá Hästeryd, 6,04 5. Ingvild Myrås, á Baldri frå Gjelsten, 5,54 100 metra flugskeið 1. Guðmundur Einarsson, Íslandi, á Hersi frá Hvítárholti, 7,54 sek. 2. Reynir Aðalsteinsson, Íslandi, á Sprengihvelli frá Efstadal, 7,58 sek. 3.Garðar Gíslason, Svíþjóð, á Hraða frá Sauðárkróki, 8,31 sek. 4. Rune Svendsen, Noregi, á Hug frá Stóra-Hofi, 8,41 sek. 5. Tina T. Edvardsen, Noregi, á Hlekk fra Hofi, 8,52 sek. 6. Gro A. Tollefsen, Noregi, á Max frá Fossan, 9,21 sek. 7. Ingvild Myrås, Noregi, á Baldri frá Gjelsten, 9,34 250 metra skeið 1. Guðmundur Einarsson, Íslandi, á Hersi frá Hvítárholti, 21,85 sek./9,10 2. Reynir Aðalsteinsson, Íslandi, á Sprengihvelli frá Efstadal, 22,06 sek./8,90 3. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Íslandi, á Meitli frá Kjarnholtum I, 22,25 sek./8,70 4. Garðar Gíslason, Svíþjóð, á Hraða frá Sauðárkróki, 22,96 sek./8,70 5. Sigurður Óskarsson, Íslandi, á Brodda frá Brimnesi, 23,25 sek./7,70 Fimi 1. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 7,00 2. Erik Andersen, Noregi, á Trú frá Wetsinghe, 6,63 3. Christine Lund, Noregi, á Galsa frá Stokkseyri, 6,60 4. Denni Hauksson, Svíþjóð, á Frama frá Häringe, 6,53 5. Lone Würtz, Danmörku, á Sólfara frá Drastrup, 6,10 Samanlagður sigurvegari 1. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Íslandi, á Meitli frá Kjarnholtum I, 23,72 Ungmenni Tölt 1. Tina Engendal Oppen, Noregi, á Svölu frá Mosfellsbæ, 6,57/7,00 2. Marianne Brekke Tabuk, Noregi, á Absolon frá Hof Drenkhahn, 6,57/6,89 3. Thomas Stangeland, Noregi, á Spæni frå Haukali, 6,57/6,72 4. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Íslandi, á Freydísi frá Glæsibæ, 6,13/6,44 5. Jessica Rydin, Svíþjóð, á Jöfri frá Hrappsstöðum, 5,83/6,39 6. Klara Stenmark, Svíþjóð, á Stráki frá Grímsstöðum, 6,07/6,00 Slaktaumatölt 1. Ása Gunnarsdóttir, Svíþjóð, á Bragi frá Hofsstöðum, 5,97/6,42 2. Lotta Klevebro, Svíþjóð, Muna frá Hjaltastöðum, 6,30/6,42 3. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 6,20/6,08 4. Kirstine Segall, Danmörku, á Kjarna frá Tyrevoldsdal, 5,37/5,42 5. Anne-Katrine Justnas, Noregi, á Tjaldi fra Jeppes Torn, 5,80/3,58 Fjórgangur (forkeppni) 1. Thomas Stangeland, Noregi, á Spæni frá Haukali, 6,37/6,47 2. Gry Haglund, á Halldóri frá Vatnsleysu, 6,07/6,37 3. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Íslandi, Freydís frá Glæsibæ, 5,97/6,17 4. Klara Stenmark, Strákur frá Grímsstöðum, 5,90/6,03 5. Anita Berger Gundersen, á Andvara frá Kvistum, 5,87/6,03 6. Tinna Viskum-Madsen, Danmörku, á Gæf frá Ebeltoft, 5,17/5,97 Fimmgangur 1. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, á Töfra frá Flugumýri, 6,00/6,14 2. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 6,07/6,12 3. Ása Gunnarsdóttir, Svíþjóð, á Bragi frá Hofsstöðum, 5,83/5,98 4. Ragnhild Bø, Noregi, á Lómi frá Lindenhof, 5,43/4,50 5. Kristján Magnússon, Íslandi, á Eldur frá Dýrfinnustöðum, 5,60/4,40 Gæðingaskeið 1. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, á Töfra frá Flugumýri, 5,63 2. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 5,50 3. Ása Gunnarsdóttir, Svíþjóð, Bragur frá Hofsstöðum, 4,92 4. Kristjan Magnússon, Eldur frá Dýrfinnustöðum, 2,58 5. Ragnhild Bø, á Lómi frá Lindenhof, 2,33 250 metra skeið 1. Kirstine Segall, Danmörku, á Kjarna frá Tyrevoldsdal, 24,34 sek./6,60 2. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 25,87 sek./ 5,10 3. Ása Gunnarsdóttir, Svíþjóð, á Brag frá Hofsstöðum, 27,24 sek./ 3,70 100 metra flugskeið 1. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, á Töfra frá Flugumýri, 8,39 sek. 2. Ragnhild Bø, Noregi, á Lómi frá Lindenhof, 8,66 sek. 3. Kirstine Segall, Danmörku, á Kjarna frá Tyrevoldsdal, 9,23 sek. 4. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 9,60 sek. 5. Ása Gunnarsdóttir, Svíþjóð, á Bragi frá Hofsstöðum, 9,90 Fimi 1. Frida Dahlén, Svíþjóð, á Reyk frá Rolsta, 5,67 2. Jessica Rydin, Svíþjóð, á Jöfri frá Hrappsstöðum, 5,60 3. Thomas Stangeland, Noregi, á Spæn frå Haukali, 5,30 4. Nanna Dubgaard, Danmörku, á Hjálmi frá Hvammi, 5,10 5. Kanerva Ahonala, Finnlandi, á Pjakki frá Vorsabæ, 4,43 6. Marianne Neumann, Danmörku, á Ársól frá Frederikshvile, 3,93 Samanlagður sigurvegari Kirstine Segall, Danmörku, á Kjarna frá Tyrevoldsdal, 19,76 Unglingar Tölt 1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Íslandi, á Krumma frá Jórvík, 5,40/6,39 2. Hilde Oaland, Noregi, á Tøggi frá Raufarfelli II, 5,60/6,06 3. Mia Eckhoff, Noregi, á Blæ frá Hólkoti, 5,70/5,83 4. Sofie Sandberg, Svíþjóð, á Gerplu frá Árbakka, 5,53/5,78 5. Kine Dyrberg, Noregi, á Flygli frá Hemlu, 5,47/5,78 6. Elinor Hartwig, Svíþjóð, Garpi frá Vallanesi, 5,57/5,72 Fjórgangur 1. Katinka Madsen, á Kiljan frá Aase, 5,73/6,50 2. Sofie Sandberg, á Gerplu frá Árbakka, 5,93/6,40 3. Johanna Gustafsson, Svíþjóð, Blundi frá Hästeryd, 5,87/6,07 3. Mia Eckhoff, Noregi, á Blær frá Hólkoti, 5,63/6,07 4. Camilla P. Sigurðardóttir, Íslandi, á Spræk frá Miðengi, 5,13/5,67 5. Kine Dyrberg, Noregi, á Flygli frá Hemlu, 5,67/5,30 Fimi 1. Sofie Sandberg, Svíþjóð, á Gerplu frá Árbakka, 5,80 2. Johanna Gustafsson, Svíþjóð, á Blundi frá Hästeryd, 5,60 3. Katinka Madsen, Noregi, á Kiljan frá Aase, 5,50 4. Elinor Hartwig, Svíþjóð, á Garpi frá Vallanesi, 5,47 5. Mia Eckhoff, Noregi, á Blæ frá Hólkoti, 5,23 Samanlagður sigurvegari 1. Sofie Sandberg, Svíþjóð, á Gerplu frá Árbakka, 18,27 Norðurlandamótið í hestaíþróttum – Úrslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.