Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINUNGIS einn af hverjum tíu Íslendingum
borðar grænmeti tvisvar á dag eða oftar, en 59%
fólks á aldrinum 15–74 ára borða grænmeti a.m.k.
fimm sinnum í viku. Þeir sem hafa lágar tekjur
borða sjaldnar grænmeti en meðal- og hátekju-
fólk og konur borða mun oftar grænmeti en karl-
ar, eða 6,5 sinnum í viku miðað við 5,1 skipti hjá
körlunum. Þetta eru niðurstöður samanburðar-
rannsóknar sem gerð var á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltsríkjunum en Manneldisráð sá um þátt
Íslands í henni.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins borða oftar græn-
meti en fólk á landsbyggðinni og yngsti aldurs-
hópurinn sjaldnar en þeir eldri. Menntunin vegur
þó þyngst, þeir sem hafa verið lengur í skóla
borða mun oftar grænmeti en þeir sem hafa
styttri skólagöngu að baki. Algengustu grænmet-
istegundirnar á borðum landsmanna eru agúrkur,
tómatar, laukur grænt salat og paprika en blóm-
kál, gulrætur, hvítkál, spergilkál og rófur voru
sjaldnast nefnd.
Háskólagengnar konur í borginni borða
mest af grænmeti og ávöxtum
Neysla á ávöxtum er ekki jafn almenn og á
grænmeti en einungis þriðji hver Íslendingur
segist fá sér ferska ávexti eða ber a.m.k. fimm
sinnum í viku. Rétt eins og með grænmetið þá eru
það konur, fólk af höfuðborgarsvæðinu og þeir
háskólagengnu sem borða oftast ávexti. Tekjur
hafa ekki sömu áhrif á á ávaxtaneysluna og græn-
metið, þeir tekjulægstu borða ekki síður ávexti en
hinir tekjumeiri.
Karlar meira fyrir franskar
kartöflur en konur
Kartöfluneysla hér landi er mikil en 58% Ís-
lendinga borða kartöflur a.m.k. 5 sinnum í viku.
Algengast er að fólk borði soðnar kartöflur en
einn af hverjum þremur borðar steiktar eða
franskar kartöflur einu sinni í viku eða oftar. Þar
skiptir aldur meginmáli en rúmlega helmingur
fólks á aldrinum 15–24 ára borðar franskar eða
steiktar kartöflur vikulega en aðeins 9% fólks á
aldrinum 64–74 ára.
Karlar eru meira fyrir franskar kartöflur en
konur, en um 45% þeirra borðuðu franskar einu
sinni í viku eða oftar en einungis rúmlega 20%
kvennanna.
Aldur er einnig meginatriði þegar magn fisk-
neyslu er skoðað, elsti aldurshópurinn borðar fisk
2,7 sinnum í viku eða tvisvar sinnum oftar en
yngsti hópurinn sem neytir fisks aðeins 1,4 sinn-
um. Fiskur virðist þó ekki vera að hverfa af borð-
um landsmanna en 85% borða fisk a.m.k. einu
sinni í viku og þriðjungur landsmanna þrisvar í
viku eða oftar.
Einungis 10% fylgja
manneldismarkmiðum
Aðeins einn af hverjum tíu borðar fimm
skammta af ávöxtum og grænmeti á dag sem eru
hollustumarkmið Manneldisráðs. Þá er áhyggju-
efni að ungt fólk borðar sjaldnar fisk, grænmeti
og ávexti en þeir eldri en mun oftar steiktar eða
franskar kartöflur og á mikil neysla skyndibita
meðal ungs fólks væntanlega sinn þátt í því, segir
í frétt Manneldisráðs.
Rannsóknin var unnin af norrænum vinnuhópi
sem Manneldisráð átti aðild. Hún er kostuð af
norrænu ráðherranefndinni en Framleiðnisjóður
landbúnaðarins styrkti einnig Íslenska hlutann.
Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar hér á
landi sem fór fram í síma og voru þátttakendur
1002. Könnunin fór fram í apríl og maí á öllum
Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum en
niðurstöður frá hinum löndunum verða birtar síð-
ar.
Manneldisráð sá um rannsókn á mataræði Íslendinga í samnorrænni rannsókn
!"# $% %
$&
' () *%
% %
+ !, -! !, !, .! !( /(!
(0! .! !(
! 1
0! .! !(
2(0! 3
3
3 23 3 3 3 343
3
3 23 3 3 34
.! !(
! !5!
(0! 3
3
3 23 3 3 3 3 634 3
3
3 23 3 34
Langskólagengnir
borða oftar grænmeti
GUÐMUNDI Hallvarðssyni, for-
manni samgöngunefndar Alþingis,
líst vel á hugmyndir sem uppi eru um
að færa höfnina við Lagarfljótsbrú
nær bæjarkjarnanum í því skyni að
bæta aðstöðu fyrir smábáta.
Hann bendir hins vegar á að ekki
séu fordæmi fyrir því að ríkið styrki
gerð smábátahafnar þar sem
skemmtibátar hafa aðstöðu en til álita
gæti komið að ríkið kæmi að fram-
kvæmdum vegna nýrrar viðlegu fyrir
Lagarfljótsorminn.
Farþegaferjan hefur nú aðstöðu við
Lagarfljótsbrú og hefur útgerðar-
stjóri ferjunnar sagt að opinber um-
ræða þurfi að fara fram með tilliti til
þess hvort sótt verði opinbert fé til
framkvæmdanna.
Guðmundur bendir á að sportbáta-
höfn Snarfara í Reykjavík hafi ekki
fengið nein framlög úr opinberum
sjóðum ríkisins þegar hún var gerð en
Reykjavíkurborg hafi hins vegar
styrkt verkefnið.
„Í ljósi þess að verið er að draga úr
fjármagni til hafna vegna aukinna
fjárframlaga til vega veit ég ekki
hvaða hljómgrunn það myndi fá al-
mennt í þinginu,“ segir Guðmundur.
„Það er hins vegar spurning með
Lagarfljótsorminn og það væri þá
annað mál.“ Að sögn Guðmundar
myndi umsókn um fjármagn vegna
nýrrar viðlegu fyrir Lagarfljótsorm-
inn miðast við að um uppbyggingu í
atvinnuskyni væri að ræða.
Hugmyndin um smábátahöfn er
engu að síður góð, að hans mati. „Ég
myndi trúa því að þessi framkvæmd
víkkaði út mannlífsflóruna hjá Hér-
aðsbúum og öðrum nærsveitarmönn-
um, að geta átt þarna bát og brugðið
sér á fallegu sumarkvöldi út á fljótið.“
Formaður samgöngu-
nefndar um hafnargerð
á Egilsstöðum
Ríkið hefur
ekki styrkt
gerð smá-
bátahafna
PETER Milliken, forseti neðri
deildar kanadíska þingsins, kom í
opinbera heimsókn til Íslands í gær
í boði Halldórs Blöndal, forseta Al-
þingis, og mun dvelja hér á landi
fram á föstudag. Með þingforset-
anum í för eru þingmaðurinn Peter
Adams og Mary MacDougall starfs-
maður kanadíska þingsins. Frá
Keflavík var haldið til Akureyrar
og seinni partinn í gær heimsóttu
hinir erlendu gestir Háskólann á
Akureyri og Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar. Frá Akureyri var
haldið á Mývatn en í dag mun kan-
adíski þingforsetinn fara í skoð-
unarferð um Norðausturland en
halda svo til Reykjavíkur í kvöld.
Á morgun mun kanadíska sendi-
nefndin heimsækja sendiráð Kan-
ada og því næst mun Halldór Blön-
dal taka á móti sendinefndinni í
Alþingishúsinu. Þar mun kanadíski
þingforsetinn einnig eiga fund með
Össuri Skarphéðinssyni formanni
Samfylkingarinnar.
Frá Alþingishúsinu verður haldið
til Þingvalla, þar sem Peter Milli-
ken mun þiggja hádegisverð í boði
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra. Peter Milliken mun einnig
eiga fund með Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, á Bessastöð-
um. Að kvöldi fimmtudagsins býður
forseti Alþingis kanadíska starfs-
bróður sínum til kvöldverðar í ráð-
herrabústaðnum.
Með heimsókn sinni til landsins
er kanadíski þingforsetinn að end-
urgjalda opinbera heimsókn Hall-
dórs Blöndal til Kanada í byrjun
júní sl.
Morgunblaðið/Kristján
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Árni Steinar Jóhannsson alþingismaður með Peter Milliken, forseta neðri
deildar kanadíska þingsins, fyrir framan húsnæði Háskólans á Akureyri.
Kanadískur þingforseti í heimsókn
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
við endurbætur á höfninni í Nes-
kaupstað. Verið er að byggja nýjan
360 metra langan varnargarð mun
sunnar en varnargarðurinn sem fyr-
ir er. Gamla garðinum er mokað
upp og efnið úr honum notað í þann
nýja. Stórgrýti, sem garðurinn
verður klæddur með til að verja
hann sjógangi, verður sótt í mynni
Oddsdals þar sem það verður
sprengt úr hlíðinni. Þá verður höfn-
in dýpkuð og verður rúmlega níu
metra dýpi í henni allt að hundrað
metra frá viðlegukantinum framan
við hina stóru frystigeymslu Síld-
arvinnslunnar. Að þessum fram-
kvæmdum loknum eykst allt at-
hafnarými til muna í höfninni. En
hún hefur fram að þessu verið mjög
þröng og erfitt fyrir stór skip að at-
hafna sig þar. Það er Klæðning í
Kópavogi sem sér um að gera nýja
varnargarðinn og Gáma- og tækja-
leigan á Reyðarfirði annast dýpkun
hafnarinnar.
Neskaupstaðar-
höfn stækkuð
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Allt athafnarými eykst til muna eftir að höfnin hefur verið stækkuð.