Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 34

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566 Englasteinar ✝ John Aikmanfæddist hinn 13. janúar 1939 í Edin- borg í Skotlandi. Foreldrar hans voru hjónin Inger Han- signe Olsen, f. 30. ágúst 1912, d. 4. jan- úar 1955, og Andrew Aikman, kaupmaður í Edinborg, f. 8. febr- úar 1912, d. 7. sept- ember 1961. Inger var kjördóttir hjón- anna Methu og Carls Olsen, stórkaup- manns í Reykjavík. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út var John komið í skjól hjá afa sínum og ömmu á Íslandi og þar ólst hann upp fyrstu fimm ár ævi sinnar. Í lok styrjaldarinn- ar fluttist hann til Edinborgar til fjölskyldu sinnar. Systkini Johns eru Carol Ann Aikman Mackay, f. 16. ágúst 1940, maki Alastair Mackay, þau eru búsett í London og eiga fjögur börn; Gordon Olsen Aikman, búsettur á Vancouver Island í Kanada, f. 25. september 1947, maki Sally Hill, þau skildu. Þau eiga tvö börn. Seinni sam- býliskona Gordons var Rosemary Matthews, sem lést fyrr á þessu ári. Þegar móðir Johns lést 1955 fluttist hann hingað til lands til afa síns og ömmu og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1959. Hinn 30. ágúst 1962 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Þórdísi Sigurðsson Aikman, f. 3. ágúst 1941. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ólafía Hjálm- arsdóttir f. 8. júní 1909, d. 7. febr- úar 1994, og Haraldur Á. Sigurðs- son, leikari og verslunarmaður, f. 22. nóvember 1901, d. 19. nóvember 1984. Börn Þórdísar og John eru þrjú: 1) Inger Anna Aikman, f. 24. janúar 1964. Maki Andri Þór Gunnarsson, f. 10. júní 1963. Dætur þeirra eru Þórdís Þuríður Aikman Andradóttir, f. 4. júlí 1994 og Kristín Andrea Aikman Andradóttir, f. 30. mars 1997. 2) Haraldur Ásgeir Aikman, f. 23. febrúar 1967. Maki Hafdís Harðardóttir, f. 22. febr- úar 1967, þau skildu. Sonur þeirra er John Freyr Aikman, f. 13. jan- úar 1988. Barnsmóðir Haraldar er Salbjörg Bjarnadóttir, f. 11. apríl 1966. Dóttir þeirra er Ólafía María Aikman, f. 13. maí 1997. 3) Skorri Andrew Aikman, f. 16. maí 1971. Maki Kristjana Ósk Sam- úelsdóttir, f. 23. febrúar 1967. Börn þeirra eru Þórdís María Aik- man, f. 24. ágúst 1993, Haraldur Andrew Aikman, f. 1. mars 1997, og Skorri Ásgeir Aikman, f. 19. september 2000. John vann alla ævi við verslun og viðskipti; rak fyrirtæki bæði í eigin nafni og síðan sem forstjóri Heildverslunar Ásgeirs Sigurðs- sonar ehf. þar til í september 2000. Hann var virkur meðlimur í Freeportklúbbnum og einn af stofnendum og fyrstu stjórnar- mönnum SÁÁ. Útför Johns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Að eignast ástríkan föður er mikið lán. Að eignast traustan og góðan vin er mikil gæfa. En að eignast hvort tveggja í einni og sömu mann- eskjunni eru fágæt forréttindi sem seint verða fullþökkuð. En því sárari verður líka söknuðurinn þegar leiðir skilja um stundarsakir … því áþreif- anlegra er skarðið sem hann skilur eftir … því dýpra er þakklætið fyrir þau ár sem við áttum saman. Hann var ættarhöfðingi í orðsins fyllstu merkingu; verndari okkar, lærifaðir, ráðgjafi og sálusorgari … en fyrst og fremst var hann fyrir- mynd okkar; mesta og stærsta manneskja sem við höfum kynnst; okkar besti kennari sem notaði að- eins eina tegund af námsgögnum; fordæmi og frelsi. Hann var nógu lífsreyndur til að vita að það lærir enginn af mistökum annarra; nógu þroskaður til að draga aldrei úr okk- ur kjarkinn … heldur fylgjast grannt með, tilbúinn að grípa okkur ef við skyldum hrasa … eða í það minnsta sjá til þess að við stæðum upp á ný. Yfirleitt fékk hann okkur til að brosa út í annað með ýmist sönnum eða stórlega ýktum sögum af enn neyðarlegri uppákomum úr hans eigin lífi, enn svakalegri mis- tökum og ótrúlegum vandræða- gangi. Hvort sem áverkinn var hruflað hné, sært stolt, brostið hjarta eða hans eigin bíll beyglaður á bílaplaninu … þá kunni hann öðr- um betur að stappa í okkur stálinu, kyssa á bágtið og senda okkur svo sigurviss út í lífið á ný. Pabbi var ekki mikil félagsvera og langt frá því að vera hrókur alls fagnaðar. Hann kærði sig ekki um athygli fjöldans – en í faðmi fjöl- skyldunnar og í fárra vina hópi lét hann ljós sitt skína – og það ljós var oftar en ekki litskrúðug flugeldasýn- ing. Hann var andans jöfur; afburða vel gefinn maður sem setti spurn- ingamerki við allt það sem aðrir töldu sjálfsagt og borðleggjandi. „Pólitísk rétthugsun“ var eitur í hans beinum og „almenningsálitið“ var að hans mati einhver versta mælistika sem hægt var að beita á menn og málefni. Rökræður voru hans íþróttagrein … og uppeldisað- ferð. Hann sá yfirleitt ekki aðeins tvær heldur tólf hliðar á öllum mál- um og gat rökstutt nánast hvaða sjónarmið sem var. Og það var þannig sem hann kenndi okkur gagnrýna hugsun; opnaði augu okk- ar fyrir því að það er ekkert alrétt eða alrangt; algott eða alvont – hlut- irnir eru sjaldnast svartir eða hvítir; það hafa allir eitthvað til síns máls. Við stóðum varla fram úr hnefa þeg- ar hann var farinn að spyrja okkur hver væri munurinn á „skæruliðum“ og „frelsissveitum“ sem fréttamönn- um varð svo tíðrætt um; hvernig ástandið væri í dag ef Bretar hefðu haldið að sér höndum 1939 af því þeir væru „friðarsinnar“, og hvort það væri líf að þessu lífi loknu. Þær skipta örugglega þúsundum klukku- stundirnar þar sem við sátum öll fram á rauða nótt við borðstofuborð- ið á Selvogsgrunni og rökræddum um hugsjónir, heimsmálin, tilgang- inn með lífinu, trú og mannlegt eðli. Þetta var borðtennis Aikman fjöl- skyldunnar; heilaleikfimi eins og hún gerist best. Þeim vinum okkar sem óvart villtust inn á þessi „íþróttamót“ þegar heitt var orðið í kolunum stóð oft ekki á sama; fannst við vera að rífast. En aldrei minn- umst við þess að það hafi kastast í kekki milli okkar persónulega; að einhver hafi farið sár frá borði – við vorum að skiptast á skoðunum; rök- ræða en ekki rífast. Hitt er annað mál að oftar en ekki var blóðþrýst- ingurinn kominn langt yfir hættu- mörk þegar við loksins lögðumst á koddann … en launin voru vel þess virði … eftir hvern „leik“ vorum við stundum svolítið ringlaðari en alltaf örlítið víðsýnni en áður. Í raun er það algjör synd að þessi hugsuður skyldi ekki tjá sig meira á opinber- um vettvangi; hann hafði svo ótal margt fram að færa. En eins og títt er um afburða menn og konur; þá voru sjálfsgagnrýnin og hógværðin honum fjötur um fót. Stundum flæk- ir það nefnilega málin enn frekar að sjá svona margar hliðar á hlutunum – það er svo miklu auðveldara að sjá heiminn í svart-hvítu; alhæfa og dæma. Enn þann dag í dag velkj- umst við í vafa um hvað honum fannst í raun og veru um hitt og þetta. Það eina sem við vitum fyrir víst er að hann fyrirleit öfundina, hann vissi að mistök manna segja ekkert til um manngildi þeirra og að strangasta réttlætið er oft mesta óréttlætið. Og þó við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum aldrei komast með tærnar þar sem pabbi hafði hælana í umburðarlyndi, þroska og mannkærleika þá erum við óendanlega þakklát fyrir þessar kennslustundir; þau forréttindi að fá að verða fullorðin undir handleiðslu hans. Pabbi var trúaður maður og trú hans endurspeglaðist í hans daglegu hegðun. Fyrir honum var tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða, að rétta þeim sem minna máttu sín hjálparhönd og vaka yfir því fjöreggi sem honum hafði verið trúað fyrir; fjölskyldu sinni. Hann var sannfærð- ur um að menn uppskæru eins og þeir sáðu – og það væri ekki hlut- verk okkar mannanna að hefna eða hata. Og að mestu leyti tókst honum að lifa samkvæmt þessari lífstrú sinni. Hann átti trausta og góða vini sem hann bar einlæga og ríka um- hyggju fyrir – og einhvern veginn hagaði almættið því þannig að þeir örfáu sem einhvern tíman reyndu að bregða fyrir hann fæti þurftu flestir síðar á aðstoð hans að halda. Það var þá sem yfirburðir hans sem mann- eskju komu best í ljós. Án þess að hika lagði hann sig allan fram um að hjálpa þeim; leit eiginlega á það sem áskorun frá þeim sem öllu ræður; próf sem hann stóðst alltaf með sóma. Hann átti ekki í neinum vand- ræðum með að bjóða hinn vangann þegar hann sjálfur átti í hlut. Hitt reyndist honum erfiðara að fyrirgefa þegar einhver gerði á hlut okkar sem honum þótti vænt um; fjöl- skyldu og vina. Hvaðan þessi þroski hans kom … er ekki gott að segja. Kannski mót- aði það hann meira en við gerðum okkur grein fyrir að móðir hans skyldi skilja hann eftir hér á landi aðeins fimm mánaða gamlan. Ef til vill var það uppeldið fyrstu fimm ár- in hjá öldruðum, dönskum afa hans og ömmu. Eða viðbrigðin þegar hann var sendur út aftur; og brot- lenti inn í breskum, hörðum raun- veruleika eftirstríðsáranna. Kannski var það móðurmissirinn þegar hann var fimmtán ára. Eða hans eigin barátta við vínið fyrstu fullorðins- árin. Það stríð vann hann í einni or- ustu þegar hann fór á Freeport 1976. Í framhaldi af því urðu vinir hans og félagar í Freeportklúbbnum nokkurs konar fjölskylda okkar og trúlega var hann hvað stoltastur af því brautryðjendastarfi sem þeir fé- lagarnir unnu í áfengismeðferðar- málum hérlendis. Sennilega var það allt þetta sem mótaði þennan tilfinn- ingaríka mannvin. Ævi hans var sér- kennileg blanda af harmi og ham- ingju; hann hafði háð marga hildina; gengið í gegnum ómældan sársauka – en hann hafði líka sigrast á erf- iðasta andstæðingi allra manna; sjálfum sér. Þaðan kom þetta und- arlega sambland af geysilegu stolti en jafnframt einlægri auðmýkt. En þó svo framan af ævinni hafi skýjabakkarnir verið margir og sumir æði dökkir þá var seinni hlut- inn bæði bjartur og sólríkur. Sólin í lífi hans var mamma. Hamingja hennar og velferð var það sem skipti hann öllu máli í lífinu. Hún var sam- herji hans og sálufélagi; stoð hans og stytta í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og öfugt. Eftir fjörutíu ára hjónaband skreytti hún ennþá brauðsneiðarnar hans í hádeginu og hann opnaði fyrir hana dyrnar; þau fóru í ís-bíltúra nánast á hverju kvöldi og ef annað þeirra kíkti í kaffi þá gat maður bókað að hitt hringdi bjöllunni tíu mínútum seinna. Þau voru eitt. Og þannig fóru þau í gegn- um þessi fjörutíu ár; sem einn mað- ur. Stundum greindi þau á um hluti, eins og gengur – en aldrei, aldrei sögðu þau styggðaryrði hvort við annað – hvorugt þeirra særði hitt í hita leiksins. Hjónaband þeirra ein- kenndist af djúpri virðingu og ein- lægri ást. Pabbi þreyttist seint á að segja okkur hversu þakklátur hann væri almættinu fyrir að hafa sent sér mömmu; hversu þakklátur hann var henni fyrir að hafa staðið með sér í gegnum súrt og sætt. Ári áður en hann kvaddi þennan heim hélt hann svolitla ræðu henni til heiðurs þar sem hann sagði þeim sem heyra vildu hversu lánsamur hann væri að eiga hana. Nú er kominn tími til að við segjum honum hversu lánsöm við erum að hafa átt þau; að hafa fengið að alast upp hjá foreldrum sem elsk- uðu hvort annað jafnheitt og raun bar vitni. Pabbi kvaddi á afmælis- degi mömmu á slaginu sex. Eitt það síðasta sem hann gerði var að leggja hönd konunnar sem hann elskaði í hönd barnanna sinna; skýr skilaboð um að nú yrði hann að treysta okkur fyrir þessu dýrasta djásni sínu. Og þó svo við munum aldrei geta farið jafnmjúkum höndum um hana og hann gerði … þá munum við svo sannarlega leggja okkur öll fram um að vernda hana … eins og þau hafa verndað okkur í gegnum árin. Sumu fólki verður aldrei hægt að lýsa til fulls; það eru ekki til orð sem ná að lýsa stórmennum. Og það á við um pabba. Við getum sagt ykkur að hann hafði dásamlegan húmor, hann var viðkvæmari en gengur og gerist, óvenju næmur á líðan og tilfinningar annarra. Við getum talið upp tungu- málin sem hann talaði reiprennandi, sagt ykkur sögur af samskiptum hans við barnabörnin, rakið hvernig hann hvatti okkur áfram og hvernig hann missti svefn þegar á móti blés í lífi þeirra sem honum þótti vænt um. En þetta er bara brot af því sem hann var. Hann var jafnhógvær og hann var hæfileikaríkur – og við vit- um að hann hefði farið hræðilega hjá sér hefði hann þurft að lesa þessa kveðju frá okkur; hann trúði því nefnilega aldrei sjálfur að hann væri algjörlega einstakur. Það er ekkert hægt að kveðja mann eins og hann – það er bara allt of sárt. Þess vegna höfum við ákveðið að líta svo á að nú hafi hann einu sinni enn „farið út að hita bílinn“ … og síðan munum við, skömmu síðar, koma út í bíl, eitt af öðru. Það var ekki það að við hefðum ekki í gegnum tíðina margoft reynt að þakka honum fyrir allt sem hann var okkur. – En svarið var alltaf það sama; „Þið skuldið mér ekki neitt – þið skuldið börnunum ykkar það.“ Og þar við sat. Eftir stöndum við nú … stórskuldug … en full af þakklæti og stolti yfir að hafa fengið að vera börnin hans og mömmu. Okkar er sorgin og söknuðurinn … en mestur er þó missir þeirra sem aldrei urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessum sjentilmanni. Við vitum að hann var fullnuma í þessum lífsins skóla … og hann útskrifaðist með aðaleinkunn. Það er hátíð hinum megin … og þar sem hann situr nú við háborðið og skálar að venju fyrir „fjarstöddum vinum“, lyftum við glösum og vottum honum okkar dýpstu virðingu og væntumþykju. Inger Anna Aikman, Haraldur Ásgeir Aikman, Skorri Andrew Aikman. Fyrir einu ári, 3. ágúst 2001, var fámennur hópur fólks saman kom- inn í lítilli torfkirkju norður í Skaga- firði. Tilefnið var að einkadóttir Johns og Þórdísar, Inger Anna, og sonur okkar Andri Þór voru að ganga í hjónaband. Brúðarmeyjar voru dætur þeirra Þórdís Þuríður og Kristín Andrea. Þrátt fyrir fremur kalt veður ríkti að sjálfsögðu mikil gleði þennan dag enda var auk brúðkaupsins verið að halda upp á merkisafmæli Þórdísar. John var að sjálfsögðu mættur til leiks og gladdist innilega á sinn ein- staklega fágaða hátt bæði með ungu hjónunum og afmælisbarninu. Nákvæmlega ári síðar lést John langt fyrir aldur fram og er hann harmaður af öllum sem hann þekktu. John var einstaklega traustur og fágaður maður og honum fylgdi andi kurteisi og siðfágunar, sem hann miðlaði til barna og barnabarna. Hann hafði sérstaklega þægilega nærveru, og áberandi skopskyn sem manni fannst ef til vill vera ættað frá stærri menningarþjóðum. Hann ólst upp bæði í Skotlandi og á Íslandi og varð einnig fyrir áhrif- um af danskri menningu. Þessi mismunandi uppeldisáhrif áttu áreiðanlega sinn þátt í að móta heimsmanninn John Aikman. Einnig átti hann sérlega auðvelt með að læra tungumál, og málakunnáttan nýttist vel í starfi hans sem stór- kaupmaður. Þegar sonur okkar Andri Þór skipti um starfsvettvang og fór að vinna við heildsöluna varð John hans aðalkennari í nýju starfi og óþreytandi að miðla af víðtækri reynslu sinni. Í einkalífi sínu var John lánsamur. Hann kvæntist 1962 eftirlifandi konu sinni Þórdísi Sigurðsson Aik- man, en hjónaband þeirra var ein- staklega farsælt. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn og barnabörnin eru orðin sjö. Það má sjá á myndum frá ferðalagi til Skotlands nú í sumar hversu stolt John og Þórdís voru af afkomendum sínum. Við viljum að lokum senda inni- legar samúðarkveðjur til Þórdísar, barna hennar, tengdabarna og barnabarna. Kristín og Gunnar. Mig setti hljóða og tár læddust fram þegar ég frétti af láti John Aik- man. Hann var pabbi eins besta vin- ar míns sem ég kynntist þegar ég var 12 ára. Ég man reyndar mjög vel eftir því þegar ég hitti John og Skorra fyrst en þeir komu saman inn í sjoppu í hverfinu sem við bjuggum í. Þegar ég hugsa til baka þá get ég varla skrifað um John einan því Aik- man-fjölskyldan er ein heild og John var aðalmaðurinn. Þeir vinir sem stóðu börnum þeirra næst þekktu John og Þórdísi mjög vel því þau gáfu sér alltaf að okkur og höfðu áhuga á því hvað við værum að gera. Heimili þeirra á Selvogsgrunni hef- ur alltaf staðið okkur opið og það var alltaf hægt að vera heima hjá Skorra ef það vantaði samastað. Þaðan á ég góðar minningar. Það lýsir samheldni fjölskyldunn- ar best að ef þú kynnist einum Aik- man þá þekkir þú alla. Það kemur sér vel núna fyrir fjölskylduna, einn fallinn frá og fjölskyldan þéttist enn frekar. Takturinn fundinn á ný. Þegar við eldumst gerum við okk- ur betur grein fyrir hlutum sem við ölumst upp við. Fyrir mig voru þau hjónin góð fyrirmynd um samheldin, einlæg, hjartahlý og yndisleg hjón sem gáfu börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra allt það öryggi og ást sem þarf til að vaxa og dafna. Yndislegur maður hann John. Ég trúi því að hann sé ekki farinn langt frá fjölskyldunni. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16.) John á alltaf stað í minningunni og hjarta mínu. Það er með þakklæti og virðingu sem ég kveð þann mæta mann. Megi Drottinn veita áfram gleði, hamingju og bjarta framtíð í líf Aikman-fjölskyldunnar. Kristjana (Nana). Þær eru margar minningarnar sem eru tengdar John Aikman – og þær eru allar góðar. Við kynntumst í gegnum börnin hans þrjú en í raun leit ég hann og Þórdísi konu hans sem jafngóða vini mína og þau Inger Önnu, Harald og Skorra. Það var segin saga að ef ég hringdi á heimili þeirra og annað hvort þeirra hjóna JOHN AIKMAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.