Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VAIRA Vike-Freiberga, forseti Lettlands, ávarpaði í
gærmorgun fund íslenskra og lettneskra kaupsýslu-
manna um aukin viðskipti milli þjóðanna en hélt síðan
til Þingvalla með eiginmanni sínum, Imants Freibergs,
og snæddu þau hádegisverð með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra og eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen.
Síðar opnaði Vike-Freiberga lettneska listsýningu í
Kringlunni í Reykjavík en heimsókninni lauk með
kveðjumóttöku sem lettneski forsetinn efndi til í Borg-
arleikhúsinu áður en gestirnir héldu af landi brott.
Myndin var tekin á Þingvöllum, f.v. Ástríður Thor-
arensen, Davíð Oddsson, Vike-Freiberga, Freibergs,
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og heitkona hans,
Dorrit Moussaieff.
Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon
Forseti Lettlands á Þingvöllum
JÓN Ragnar Jónsson, verkefna-
stjóri Hins hússins, segir að hagnýt-
ar ástæður séu fyrir því að skyggnið,
sem gaf sig á Ingólfstorgi á laugar-
dag, sé ekki tekið niður við atburði
þar sem ekki er þörf á að nota sviðið
undir því, eins og raunin var á laug-
ardag. Samtökin ’78, sem leigðu Ing-
ólfstorg á laugardag, stóðu fyrir
uppákomu sem flokkast undir stærri
samkomu og komu með eigin sviðsbíl
á staðinn og notuðu ekki sviðið sjálft
undir skyggninu. Hins vegar er svið-
ið notað undir minni samkomur sem
eru bókaðar á torginu í hverri viku.
Yfir sumartímann er skyggnið látið
standa, en hliðartjöld sett upp í hvert
sinn sem sviðið er notað og er það
tveggja stunda vinna fyrir tvo menn.
Jón Ragnar segir mun meiri fyrir-
höfn að taka toppskyggnið niður og
segir aðspurður að ekki hafi komið
til álita að taka skyggnið niður þegar
Gay Pride-hátíðahöldin fóru fram á
torginu. Þegar Jón var spurður
hvort skyggnið hefði verið látið
standa þar eð það var ekki talið
slysagildra sagði hann: „Maður hef-
ur aldrei hugsað út í það að þetta sé
slysagildra. Það segir sig sjálft að
þegar fjöldi manns er kominn þarna
upp á, hrynur það. Það er meira af
praktískum ástæðum sem skyggn-
inu er leyft að vera.“
Skyggnið látið standa
af hagnýtum ástæðum
Morgunblaðið/Ómar
Skyggnið sem hér sést eftir að það féll hefur verið látið standa óhreyft
yfir sumartímann, þar sem sviðið undir því er notað vikulega.
ALGENGT er að barnaolíu eða nudd-
olíu sé úðað í loftið yfir leiksvið til að
lyfta ljósunum upp og gera þau skýr-
ari á meðan á leiksýningum stendur.
Í dómi Jóns Ásgeirssonar í Morg-
unblaðinu í gær, vegna óperunnar
Dido og Eneas sem sýnd er á fjölum
Borgarleikhússins, var kvartað und-
an rykmekki sem grúfði yfir salnum á
meðan á sýningunni stóð svo „að
sviðsljósin voru eins og sólstafir á að
líta“.
Guðjón Pedersen, leikhússtjóri
Borgarleikhússins, segir það alvana-
legt að sprautað sé barnaolíu eða
nuddolíu yfir sviðið og er það á fag-
máli nefnt „mist“, en við það teikna
ljósin sig mun betur í loftinu, að hans
sögn. Í Borgarleikhúsinu hefur verið
notast við nuddolíu.
„Þá geta komið fram sólstafir eins
og minnst var á og ljósamennirnir
ráða miklu betur við lýsinguna,“ segir
Guðjón.
Hann segir að forsvarsmenn Borg-
arleikhússins hafi á sínum tíma látið
kanna nuddolíuna hjá Hollustuvernd
ríkisins sem gaf grænt ljós á notkun
hennar. Að hans sögn hefur umrædd
olía einnig verið notuð í matvælaiðn-
aði.
Guðjón segir að salurinn sé þrifinn
daglega og kannast ekki við að þar
leynist ryk sem angri gesti og söngv-
ara. Nýi salurinn í Borgarleikhúsinu,
þar sem sýningar á óperunni fara
fram, var tekinn í notkun í október í
fyrra.
Þurrkar andrúmsloftið
Að sögn Ingveldar Ýrar Jónsdóttur
söngkonu, sem syngur hlutverk í óp-
erunni, er alvanalegt að notað sé
„mist“ til að lyfta upp ljósunum og
draga fram rétta andrúmsloftið á sýn-
ingum. Hún segir að söngvarar hafi
ekki kvartað undan notkun þess, sé
það notað í hófi. Hins vegar sé það
staðreynd að það þurrki andrúmsloft-
ið sem aftur geti haft áhrif á hálsinn
og röddina. Hún segir að fyrir sýn-
ingar sé raka úðað á sviðið til að
hindra að loftið verði of þurrt. Sömu-
leiðis hafi söngvarar brugðist við með
því að drekka þeim mun meira af
vatni.
Kvartað undan ryki á óperusýningu
Alengt að olíu sé
úðað til að kalla
fram viss áhrif
HEIÐURSSKOTUM þeim sem
hleypt var af þegar Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, og
sendiherra Rússlands á Íslandi,
Alexander Rannikh, stigu um borð
í rússneska tundurspillinn Chab-
anenko var skotið samkvæmt al-
þjóðlegum siðavenjum sjóherja.
Að sögn Finnboga Rúts Arn-
arsonar, sendiráðunautar hjá varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, fer það eftir stöðu
viðkomandi innan hins opinbera
embættismannakerfis, eða hers,
hversu mörgum skotum er hleypt
af í virðingarskyni við þá er þeir
ganga um borð í skipin. Þegar
Ólafur Ragnar Grímsson sté um
borð í Chabanenko var til að
mynda hleypt af 21 skoti, en þegar
rússneski sendiherrann fór um
borð var skotið 19 heiðursskotum.
Finnbogi Rútur segir að hinar
alþjóðlegu siðavenjur fyrirfinnist í
öllum sjóherjum. Í reglunum sé
skýrt markað hversu mörgum
heiðursskotum sé hleypt af í virð-
ingarskyni við menn en það fari
eftir tign viðkomandi. Finnbogi
segir að í handbók bandarísku
strandgæslunnar um þessar siða-
venjur komi fram að þjóðhöfðingi
fái 21 skot og þegar komið sé til
erlends ríkis sé skotið 21 skoti á
ytri höfninni til heiðurs ríkinu.
Sendiherra heimaríkisins fái 17
skot og fyrir þann opinbera emb-
ættismann sem er næstur sendi-
herra að tign er skotið 15 skotum.
Þannig gangi þetta koll of kolli og
skotum fækki því lægri sem við-
komandi sé í tign. Þannig fái að-
alræðismaður níu, venjulegur ræð-
ismaður fái sjö og vararæðismaður
fimm heiðursskot.
Svipaðar reglur gildi svo fyrir
embættismenn innan hersins.
Hershöfðingi eða flotaforingi fái 17
skot, lægra settir hershöfðingjar
og generálar fái 15, einnar stjörnu
hershöfðingi fái 13 og svo fækki
skotunum því lægri í tign sem
menn eru.
Fjöldi
heiðurs-
skota fer
eftir tign
ELDSUPPTÖK í Fákafeni 9 eru enn
ókunn en rannsókn stendur yfir af
fullum þunga hjá lögreglunni í
Reykjavík. Misjafnt er hvert fram-
haldið verður á verslunarrekstri í
húsinu en eigendur eru ýmist að huga
að nýju húsnæði eða koma því gamla í
samt lag.
Sævar Proppé, eigandi Innrömm-
unarinnar Míró, segir þrif standa yfir
hjá sér og vonast hann til að hægt
verði að opna aftur fljótt. Hann vill
koma þeim upplýsingum á framfæri
við viðskiptavini sína að allar myndir,
óinnrammaðar sem innrammaðar,
séu óskemmdar og því geti fólk verið
áhyggjulaust. Afhending myndanna
tefjist hins vegar af skiljanlegum
ástæðum.
Hjá Saumalist urðu umtalsverðar
reyk- og vatnsskemmdir og segir
Eggert Gunnarsson eigandi, að hann
sé farinn að svipast um eftir nýju hús-
næði enda eigi hann síður von á að
hann haldi áfram með starfsemi sína í
húsnæðinu.
Í húsgagnaversluninni Exó er ver-
ið að tæma kjallara hússins og verður
verslunin á efri hæð lokuð næstu 2–3
vikurnar. Ingiþór Jakobsson eigandi
býst við að rafmagn og vatn komist á
um helgina og þá verði unnt að byrja
að þrífa. Hann er mjög bjartsýnn á
framhaldið og ber sig vel þrátt fyrir
áfallið.
Skafti Harðarson, eigandi Teppa-
lands, segir fyrirtækið nú hafa fengið
bráðabirgðahúsnæði fyrir skrifstofur
í Skipholti og bráðabirgðalager í Ár-
múla. Húsnæði fyrirtækisins í Fáka-
feni stendur nú tómt og bíður Skafti
lokaúrskurðar rannsóknaraðila um
hvenær óhætt er að fara aftur inn í
húsnæðið. Segir hann að biðin gæti
orðið lengri en hann átti von á vegna
stækrar lyktar í húsinu. Segir hann
ekki unnt að þrífa kjallarann fyrr en
að rannsókn lokinni.
Eldsupptök í
Fákafeni ókunn
„OKKUR hafði lengi langað til að
hjóla þessa leið,“ sögðu þeir Ágúst
Óskar Vilhjálmsson og Jón Þór
Gunnarsson sem nýlega afrekuðu
það að hjóla frá Hólmavík til Reykj-
arfjarðar en vegalengdin er tæp-
lega eitt hundrað kílómetrar.
Þeim er sannarlega ekki fisjað
saman þessum fjórtán ára strákum
en þetta væri kannski ekki í frásög-
ur færandi nema af því vegurinn
þessa leið er með alverstu mal-
arvegarköflum á Vestfjörðum og yf-
ir fjallveg að fara. „Það var erfiðast
að fara upp Veiðileysuhálsinn en þá
leiddum við hjólin. Við lögðum af
stað frá Hólmavík um klukkan þrjú
að degi til og vorum komnir nokkru
fyrir miðnætti í Reykjarfjörð.“
Eins og fyrr segir var áfangastað-
urinn bærinn Reykjarfjörður við
samnefndan fjörð. Í tugi ára var þar
stundaður hefðbundinn búskapur
sem lagðist af fyrir nokkrum árum
síðan en er nú sumardvalarstaður
síðasta ábúanda, Guðfinnu Guð-
mundsdóttur, en hún er einmitt
amma Ágústar Óskars. „Amma tók
á móti okkur með veislu og var glöð
að sjá okkur.“
Þeir Ágúst og Jón Þór segja
margt hægt að gera á stað eins og
Reykjarfirði. „Við veiddum silung
og skoðuðum verksmiðjuna í Djúpu-
vík sem er í næsta nágrenni. Síðan
er bara fallegt þarna og mikil
kyrrð.“
Strákarnir dvöldu ekki lengi í
Reykjarfirði í þetta sinn en lögðu
upp daginn eftir en þá klukkan níu
um kvöldið. „Það er miklu betra að
hjóla að nóttu til því þá er engin um-
ferð. Við vorum komnir heim til
Hólmavíkur milli fjögur og fimm
um morguninn.“ Þeir sögðust ekk-
ert hafa verið eftir sig nema svolítið
syfjaðir og þreyttir við heimkomuna
og ætla að láta þennan langa hjólat-
úr duga þetta sumarið. Ekkert far-
símasamband er á þessari leið nema
þegar komið er í Bjarnarfjörðinn
svo þeir gátu ekki látið vita um ferð-
ir sínar. „Við gleymum seint þessari
ferð og nóttin var ógleymanleg því
veðrið var svo frábært,“ sögðu þess-
ir hressu strákar að lokum.
Ströndum. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Ágúst Óskar Vilhjálmsson og Jón Þór Gunnarsson nýkomnir heim.
Hjóla að nóttu til