Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 23

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 23 YFIRLITSSÝNING Kiasma, Samtímalistasafns Finnlands, á verk- um bandaríska listamannsins Dan Graham, er viðamesta sýning á verk- um hans hingað til, enda samvinnu- verkefni Kiasma, Serralvessafnsins í Porto, Nútímalistasafns Parísarborg- ar og Kröller-Müllersafnsins í Otterlo í Hollandi. Yfir fjögur hundruð blað- síðna sýningarskrá fylgir þessari risasýningu, sem spannar árin frá 1965 til 2000. Þeir sem eru svo óheppnir að missa af sýningunni í Helsinki geta náð henni í vestanverðu Þýskalandi. Þar verður hún sett upp í Kunsthalle Düsseldorf, og varir að minnsta kosti til áramóta. Dan Graham er að mörgu leyti afar sérstæður listamaður, ekki síst sök- um þess að hann stendur á mörkum tveggja ólíkra – sumir mundu segja ósættanlegra – listgreina; högg- myndalistar og arkitektúrs. Ekki er það síður merkilegt að hann er hvorki menntaður listamaður né arkitekt, heldur sjálfmenntaður á báðum svið- um, og ef út í það er farið, hreykinn af því að vera amatör. Hann heldur því fram að skólar leiði menn óhjákvæmi- lega til akademískra, og þar af leið- andi, öruggra vinnubragða þar sem vanti alla áhættu. Hann bendir á það að Mies van der Rohe hafi verið meðal fjölmargra þekktra arkitekta sem hafi verið sjálfmenntaðir. Af öllum uppfinningum Graham á sviði myndlistar og húsagerðar verð- ur að telja skýli hans hvað merkust, enda eru þau til í öllum hugsanlegum gerðum, opin, hálflukt og lokuð. Á yf- irlitssýningunni má sjá þau mörg í fullri stærð, en flest eru þó sýnd sem lítil módel. Notkun hans á tvíátta speglum sem efnivið í veggi gerir skýlin undarlega upphafin, fjarræn og undurfögur í senn. Með tvíátta spegli er átt við speglun í bak og fyrir. Þá notar hann einnig gagnsætt gler, gjarnan í bland við speglana. Útkom- an er húsagerðarlist sem varla sést því umhverfið speglast hvarvetna í veggjum þess svo einungis grindin sem heldur veggjunum saman gefur til kynna að um byggingu sé að ræða. Þannig nær Dan Graham tvennu fram í einu; náttúru- og landslags- virkni í byggingum sínum, og nánari tengslum milli þeirra sem nýta sér skýli hans. Honum tekst að einangra menn án þess að einn hverfi sjónum annars. Útkoman er vissulega útóp- ísk. Eitthvað þessu lík er húsagerð- arlistin á himnum. Og þó eru þetta áþreifanlegar byggingar. Að vísu eru þær ekki flóknar, enda er þar hvergi að finna þær lagnir, víra, pípur eða rör sem steinsteypan hylur. En það hlýtur að vera áleitin spurn hvort ekki megi þróa út frá þessum listræna arkitektúr íverustaði með léttara yfirbragði en við eigum að venjast. Það er á þessu stigi sem lista- maðurinn Dan Graham gerir vart við sig með hvað mestum þunga. Hann fær okkur til að eygja þann mögu- leika að maður og náttúra geti aftur sæst og að menn þurfi ekki að ein- angra sig frá meðbræðrum sínum þótt þeir eigi sér sitt friðsæla athvarf. Þannig lýsa verk þessa sérstæða listamanns og arkitekts óendanlegri virðingu hans fyrir umhverfinu og meðbræðrum sínum, um leið og hann gagnrýnir skeytingarleysi okkar gagnvart náttúrunni, lífinu og þar með okkur sjálfum. Tveir samhliða skálar – Two Adjacent Pavilions – eftir Dan Graham, frá 1978–1981. Módelin af skálunum eru á sýningunni í Kiasma. Á mörkum listgreina MYNDLIST Samtímalistasafnið, Helsinki Til 18. ágúst. Opið þriðjudaga frá kl. 9– 17, og miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 10–20:30. BLÖNDUÐ TÆKNI DAN GRAHAM Halldór Björn Runólfsson AÐRIR tónleikarnir á Kirkjubæj- arklaustri – af þrennum alls – voru sízt fábreyttari en þeir fyrstu og skákuðu þeim jafnvel að skemmti- gildi, enda var í bland slegið á léttustu strengi þrídægrunnar. Fyrst léku Þórunn Ósk Marinósdóttir og Edda Erlendsdóttir Elegie eftir belgíska fiðlusnillinginn Henri Vieuxtemps (1820–81), angurvært syngjandi verk með fókusinn á söng þessa upphafleg- asta og fallegasta fulltrúa fiðlufjöl- skyldunnar. Þórunn mótaði ferskt en músíkalskt við til fyrirmyndar sam- vægan undirleik Eddu. Eftir hinn ný- klassískan Frakka J. Françaix (1912–97) var síðan leikin snaggara- leg örsvíta, einnig með Eddu við slaghörpuna en Flosa Sigurðsson á altsax. Suðrænu hrynin funheitu í Pambiche, Baiao, Mambo, Samba lento (í 5/8!) og Merengue komust til skila af óþvinguðum þokka, og hefur varla spillt fyrir reynsla Eddu af tangóleik og Sigurðar af djassi. Þá var komið að 5 sönglögum Claudes Debussys við ljóð eftir Baudelaire. Söngkonan las upp prósaþýðingar á undan hvoru lagi – La balcon, Harm- onie du soir, Le jet d’eau, Recueille- ment og La mort det amants, og oft- ast hægferðugur en samt víða krefjandi píanóparturinn var í hönd- um Richards Simms, er lék af öryggi og streymandi þokka. Signý, sem ver- ið hafði svo eftirminnileg í Yermu- svítu Hjálmars H. Ragnarssonar kvöldið áður, virtist aftur á móti falla síður að þessu hlutverki, þrátt fyrir ágætar undirtektir áheyrenda. Eftir hlé komu „Raddir þjóðar“ aft- ur til skjala líkt og fyrra kvöldið með enn eina ónefnda fléttutónsmíð Sig- urðar Flosasonar og Péturs Grétars- sonar. Sem fyrr var byggt á hljóðrit- um Árnastofnunar af liðnu og lifandi alþýðusöngfólki og sögumönnum að viðbættum spuna tvíeykisins á sax/ altflautu og slagverk ásamt bak- grunnshljóðum að hætti musique concrète. Sem fyrr vakti undrun manns hversu samfelldur heildarsvip- ur skyldi nást fram með „live“ raf- eindahljóðum án aðstoðar magnara- varðar. Fyrsti hlutinn var nærri átakanlega sár – gömul kona að raula sálmalag við vatnsnið í bakgrunni og mjúkan altblástur í skáldlegri sam- svörun við strokna stórnaglagígju og víbrafón. Sá seinni var hins vegar gjörólíkur og gáskafyllri, með kostu- legu spjallinnslagi kotroskins karls um kvennamennsku, eldhressum kvæðamannahóp að kyrja „þar sem enginn þekkir mann / þar er gott að vera …“ (vel valið!), eftirhermum af Gvendi dúllara o.m.fl., svo bæla þurfti brosvöðvana af alefli. M.ö.o. hin hnyttnasta upplyfting í listavel tíma- settum flutningi. Í pylsuenda var svíta eftir hinn bandaríska Lou Harrison (f. 1917), Sex stuttir dansar úr Rhymes with Silver fyrir píanókvartett (þ.e. með fiðlu, víólu og selló) og slagverk. Enn með Richard Simm við píanóið. Sann- kallað fjölþjóðabragð var af þessu kostulega verki er hljómaði líkt og væri pantað af Unesco. Fyrsti þátt- urinn, Gigue end Musette, var eins og skákrydduð nýklassísk umbreyting á einhverju líku Slá þú hjartans hörpu- strengi. Rómantíski Valsinn (II.) var í glaðværum „Christmas carol“ jóla- söngvastíl. Eftir lúmskt fyndinn og tangóleitan Fox-trot (III.) í strav- inskíjskotinni dátahermu kom sam- úræjalegt harmsöngslag (Threnody, IV.) byggt á japönskum tónstiga, og hinn hofferðugt herskái V. dans, In Honor of Prince Kantemir, var gegn- sýrður af exótísku flúri austurlanda nær í seiðandi 5- og 6-skiptum serk- neskum hrynmynztrum. Í Round- Dance (VI.), síðasta dansi svítunnar, kváðust á vestrænn nútími og mið- alda módöl lagferli í samblandi af harðkrómuðum mínímalisma og harpslegnum trúbadúrasöng. Hvað sem segja má um heildar- samfestu, þá skorti fráleitt hugvitið í þessu skræpótta en skemmtilega verki sem var sem skapað fyrir lauf- létta sumarhátíð. Leikið var af sam- taka snerpu og gleði, nema hvað Skaufhalaskokkið og Hringdansinn hefðu efalítið grætt á ögn greiðara tempói. Hringdansar og skaufhalaskokk TÓNLIST Kirkjuhvoll Verk eftir Vieuxtemps, Debussy, Sigurð Flosason & Pétur Grétarsson [„Raddir þjóðar“], Françaix og Lou Harrison. Þór- unn Ósk Marinósdóttir, víóla; Edda Er- lendsdóttir, Richard Simm, píanó; Signý Sæmundsdóttir, sópran; Sigurður Flosa- son, saxofónar, altflauta & bassa- klarínett; Pétur Grétarsson, slagverk; Sif Tulinius, fiðla; Scott Ballantyne, selló. Laugardaginn 10. ágúst kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI Ríkarður Ö. Pálsson EFTIR að Farrelly-bræður komu fram á sjónarsviðið með gróteskar gamanmyndir sínar, á borð við Dumb and Dumber og There’s Something About Mary, virðist sem allir séu nú farnir að keppast við að fylla meintar gam- anmyndir sínar órétthugsandi lík- amsúrgangsbröndurum í anda fyrrnefndra bræðra. Kvikmyndin The Sweetest Thing er aðeins eitt dæmið úr fjölbreyttri flóru Farr- elly-eftirlíkinga, sem einhvern veg- inn skortir hinn eiginlega húmor og hæfileikana á bak við grodda- brandarana. Í umræddri mynd er reynt að slá á nýja strengi, enda er hér um að ræða rómantíska gamanmynd sem setur stúlkuna í hlutverk þess glaumgosa sem venjulega er ósjálf- rátt gerður karlkyns í vinsældar- menningunni. Aðalpersónan er hin fagra, eiturhressa og kynþokka- fulla Christina, og með hlutverk hennar fer engin önnur en Camer- on Diaz, sem þykir með fegurri fljóðum á Hollywood-stjörnuhimn- inum í dag. Christina nýtur lífsins sem ung kona með góðan kropp og í fínu starfi, og sama gera sambýliskon- ur hennar, þær Courtney (Christina Applegate) og Jane (Selma Blair). Dag einn hittir Christina hins vegar ungan mann sem er öðruvísi en allir hinir og kolfellur fyrir honum. Það reynist hins vegar erfitt fyrir Christinu að venja sig af glaumgosaviðmótinu og gengur því brösulega að krækja í piltinn. Sagan sem er lagt upp með hér er allra góðra gjalda verð, og hér er sannarlega reynt að horfa á hlutina frá örlítið öðru sjónarhorni en í öllum hinum rómantísku gam- anmyndunum. Leitast er við að sýna þann „kvennaheim“, sem þær Christina lifa og hrærast í, með mjög opinskáum hætti, en frá upp- hafi er sú mynd sem dregin er upp nokkrum stigum of ýkt og tilgerð- arleg. Er þar iðulega gripið til gamanatriða í anda Farrelly- bræðranna, en þær tilraunir virð- ast flestar fremur örvæntingarfull- ar en fyndnar. Cameron Diaz er eins og trúður í því sjónarspili miðju, og sama á við meðleikkonur hennar, þó svo að Selma Blair sé sú sem allra verst verður úti í hin- um örvæntingarfullu tilraunum myndarinnar til að vera frumleg eða fyndin. Eins og rjúpa við staur KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjórn: Roger Kumle. Handrit: Nancy Pimental. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Christina Applegate, Thomas Jane og Selma Blair. Sýningartími: 84 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2002. THE SWEEETEST THING (HIÐ LJÚFA LÍF) Heiða Jóhannsdóttir Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Viðarkamínur SUMARTILBOÐ! Dönsku Varde viðarkamínurn- ar hafa fengið hæstu einkunn hjá sænskum, dönskum og þýskum stofnunum fyrir hita- gildi, öryggi, nýtingu á elds- neyti og litla mengun. Varde kamínurnar eru úr þykku stáli og með steyptan hurðarramma og brunahólf. Fást í svörtu, stálgráu og ýmsum litum. Nú á sérstöku sumartilboðsverði Toppgæði - falleg hönnun - 16 gerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.