Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 46

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA kvikmyndastjarnan Nicol- as Cage og Lisa Marie Presley gengu í hjónaband í laumi um helgina á hóteli á Hawaii. Lisa Marie er dóttir Elvis Presley og fyrrverandi eiginkona söngvarans sér- lundaða Michaels Jacksons. Gekk parið í hjónaband viku áður en 25 ár verða liðin frá dauða föður brúðarinnar. Börn þeirra frá fyrri hjónaböndum voru viðstödd athöfnina. Tólf ára sonur Cage, Weston, var þarna auk tveggja barna Lisu frá fyrsta hjónabandi hennar, dóttirin Daniella Riley, þrettán ára, og tíu ára sonur, Benjamin Storm. Skömmu eftir að sérstöku sex ára hjónabandi Cage og leikkonunnar Patric- iu Arquette lauk hóf hann að hitta Lisu Marie. Cage er 38 ára og hefur leikið í mörgum þekktum myndum, m.a. mynd Davids Lynch, Wild at Heart. Síðustu fréttir herma að Lisa Marie eigi von á barni en það þótti greinilegt við frumsýningu myndar Cage, Windtalkers, fyrr í sumar. Hjónaband í laumi Reuters Nicolas Cage og Lisa Marie Presley á frumsýningu Windtalkers. LEIKARINN og Óskarsverð- launahafinn Charlton Heston hefur greint frá því að hann hafi mörg einkenni Alzheimer-sjúk- dómsins. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. „Leikari getur ekki orðið fyrir meiri missi en missi áhorfenda sinna,“ sagði hann í sjónvarpsávarpi til aðdáenda sinna í dag. „Ég get skipt Rauðahafinu en ég get ekki sagt skilið við ykkur og því mun ég ekki útiloka ykk- ur frá sviði einkalífs míns,“ sagði hann og vísaði þar til hlutverks síns í myndinni Boðorðin tíu. Þá sagðist leikarinn vilja ávarpa áhorfendur nú á meðan hann væri fær um það. „Ef spor mín verða svolítið þyngri, ef nafn ykkar kemur ekki fram á varir mínar, þá vitið þið ástæð- una,“ sagði hann. Reuters Charlton Heston Með einkenni Alzheimer TALIÐ er að leikarinn Jason Priestley eigi að geta náð sér að fullu en hann slasaðist lífshættu- lega í þegar hann ók kappakstursbíl sínum á 180 km hraða beint á vegg í keppni í Ken- tucky. Að sögn lækna er Priestley smátt og smátt að komast til meðvitundar en hann fékk heilahristing og hryggbrotnaði við áreksturinn auk þess sem hann nefbrotnaði og hlaut aðra áverka. „Jason ætti að ná sér að fullu,“ sagði Andr- ew Bernard skurðlæknir á háskólasjúkrahús- inu í Kentucky en þangað var leikarinn flutt- ur eftir slysið. Hann er ekki í öndunarvél og er smátt og smátt að komast til með- vitundar, að sögn lækna. Leikarinn hefur tekið þátt í Indy- keppninni frá því að hún hófst í júlí. Hann hefur jafnframt tekið þátt í fjölda akstursmóta og vann Grand Am-keppnina, sem fram fór í Bandaríkjunum árið 1998. Priest- ley skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í Beverly Hills- þáttunum, en þar fór hann með hlutverk Brandon Walsh. Priest- ley lék í þáttunum frá 1990 fram til 2000, en þá var framleiðslu hætt. Undanfarið hefur hann komið fram í leikritinu Jazz Man í Lund- únum og leikið í nokkrum kvik- myndum. Þá hefur hann lýst kapp- akstri, svo sem Indianapolis 500, fyrir ABC-sjónvarpsstöðina. Jason Priestley slasast alvarlega í bílslysi Ætti að ná sér að fullu Reuters Jason Priestley sló í gegn sem Brandon Walsh. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Sýnd kl. 6. B.i. 10Sýnd kl. 6. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sexý og Single Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í anda There´s Somet- hing About Mary! Cameron Diaz hefur aldrei verið betri. - Sýnd kl. 8 og 10.40. Sýnd kl. 8 og 10. Yfir 35.000 MANNS  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“ SV Mbl „Besta mynd ársins til þessa“ HÖJ                             Thank you for the music söngleikur byggður á ABBA lögunum föstudaginn. 16. ágúst kl. 20 föstudaginn. 25. ágúst kl. 20 Miðapantanir í síma 552 3000.          , 4)!1 +        4!1 +       %<!@(%!  „Besta mynd ársins til þessa“ HÖJ „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl Sexý og Single Vinsældir eru ekki keppni... heldur stríð! kl. 4, 7 og 10. YFIR 13.000 MANNS! Powersýning kl. 11. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Yfir 35.000 MANNS  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com  HK DV                         ! "   #  $ %%%           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.