Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 26

Morgunblaðið - 14.08.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKIPULAGSSTOFNUNhefur fallist á tvo kostiNorðlingaölduveitu sunn-an Hofsjökuls að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum en hafnar einum eftir mat á gögnum um um- hverfisáhrif veitunnar. „Ásýnd svæðisins mun breytast við það að þar verði ráðist í mannvirkjagerð og að mati Skipulagsstofnunar munu allir 3 kostirnir hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif sem í sum- um tilvikum eru ekki afturkræf og á það m.a. við um freðmýrarústir og gróður,“ segir m.a. í niðurstöðukafla skýrslu Skipulagsstofnunar um áhrif á verndargildi Þjórsárvera. Með Norðlingaölduveitu hyggst Landsvirkjun reisa 24 m háa og 600 m langa stíflu við efri hluta Þjórsár austan Norðlingaöldu ásamt 7 m hárri og 300 m langri stíflu við Eyvafen ásamt fyrirhleðslu og safna vatni í lón og veita úr því gegnum 13 km löng göng í Þóris- vatnsmiðlun. Með því á að fá aukið vatnsmagn til að auka afköst í virkjununum á svæði Þjórsár og Tungnaár og „að tryggja nægilegt framboð raforku til að mæta orkueftirspurn raf- veitna og atvinnustarfsemi, m.a. stóriðju á Suðvesturlandi,“ eins og segir í skýrslunni um markmið framkvæmdar. Norðlingaölduveita er í Ása- hreppi og Gnúpverjahreppi og með- al þess sem Skipulagsstofnun bend- ir á í úrskurði sínum er að breyta þurfi aðalskipulagi og drögum að aðalskipulagi hreppanna og að framkvæmdin sé háð leyfisveiting- um Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps. Einnig er minnt á að vinna þurfi deiliskipulag fyrir fram- kvæmdasvæði fyrirhugaðrar veitu. Þá er vatnsmiðlun einnig háð leyfi iðnaðarráðherra samkvæmt vatna- lögum og framkvæmdir innan frið- lands Þjórsárvera eru háðar leyfi Náttúruverndar ríkisins. Í úrskurði Skipulagsstofnunar er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um áhrif hennar. Úrskurð- arskýrslan er 162 bls. og er hana að finna á heimasíðu stofnunarinnar, skipulag.is. Fjallað er um mat á áhrifum á menn og samfélag, á menningarminjar, vatnafar, set- myndun og aurburð, rof, gróður, freðmýrarústir, smádýralíf, fugla, vatnalíf og fiska, jarðmyndanir, landslag, losun gróðurhúsaloftteg- unda og kvikasilfurs og áhrif á verndargildi Þjórsárvera. Friðland Þjórsárvera er um 375 ferkílómetr- ar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um það hvort framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér í skilningi laga um mat á um- hverfisáhrifum byggist á niðurstöðu samanlagðra áhrifa framkvæmdar á alla þætti umhverfisins eins og hug- takið er skilgreint í lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Þrír kostir kynntir Í matsskýrslu Landsvirkjunar eru þrír kostir kynntir við útfærslu Norðlingaöldulóns. 1) Lón í 575 metra hæð yfir sjó sem yrði 29 ferkílómetrar að stærð. Strandlína þess verður 72,9 km og gróin strandlína þar af um 16,5 km. Friðlandið er talið skerðast um 7 ferkílómetra. 2) Lón í 578 m hæð yrði 43 ferkíló- metrar að flatarmáli, strandlínan 172,2 km og gróin strandlína um 55,7 km. Miðað við þessa hæð skerð- ist friðlandið um 14 ferkílómetra. 3) Lón í 581 metra hæð yrði 62 ferkílómetrar sem er rúmlega tvö- falt stærra en lón í 575 m hæð. Strandlína þess verður 221 km að lengd og gróin strandlína um 91 km. Friðlandið myndi skerðast um 34 ferkílómetra í þessu tilviki. Í niðurstöðukafla Skipulagsstofn- unar um áhrif á verndargildi Þjórs- árvera segir að Norðlingaölduveita sé að nokkru leyti fyrirhuguð á svæði sem friðlýst sé samkvæmt lögum um náttúruvernd. Þjórsárver séu stærsta gróna svæðið á hálendi Íslands, þar séu víðáttumestu freð- mýrasvæði landsins og fjölbreytt votlendi. „Sami hluti Þjórsárvera og er friðlýstur nýtur einnig verndar sem svokallað Ramsar-svæði, vot- lendi sem hefur alþjóðlegt mikil- vægi, sérstaklega sem búsvæði fyrir fugla,“ segir í matsskýrslunni. Síðan segir þar: „Við umfjöllun um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar á svæði eins og Þjórsárverum verður að mati Skipulagsstofnunar að skoða öll áhrif og vægi þeirra í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa markað svæðinu sérstaka stöðu, bæði með verndun samkvæmt ís- lenskum lögum og alþjóðlegum samningum. Skipulagsstofnun telur að mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu snúist í grundvallar- atriðum um hvort framkvæmdin geti fallið að þeirri vernd og þeim skuldbindingum sem íslensk stjórn- völd hafa ákveðið og undirgengist Þjórsárverum til handa.“ Mannvirkjagerð almennt óheimil á svæðinu Skipulagsstofnun segir um verndargildið að horft hafi verið til þess að fyrirhuguð Norðlingaöldu- veita sé á svæði sem einstakt sé með tilliti til verndargildis og hluti þess sé friðlýstur sem friðland og mann- virkjagerð þar almennt óheimil. „Það er mat Skipulagsstofnunar að almennt skuli ekki ráðist í umfangs- miklar framkvæmdir sem hafa mikil umhverfisáhrif í för með sér á svæð- um sem vernduð hafa verið vegna sérstæðs og verðmæts náttúru- fars.“ Þá segir að í reglum um frið- lýsingu Þjórsárvera árið 1987 sé fyrirvari um að hægt sé að veita Landsvirkjun undanþágu frá henni til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 metra hæð yfir sjó enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttaúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndar ríkisins. Segir Skipulagsstofnun að miklar rann- sóknir hafi farið fram á náttúrufari Þjórsárvera og áhrifum hugsan- legra framkvæmda á umhverfið. Þær hafi til þessa ekki leitt til þess að friðlýsingarákvæðum hafi verið breytt. Skipulagsstofnun segir um lón í 575 metra hæð að tegundafjöl- breytni gróðurs skerðist um 3% og eitt af fimm tegundaauðugustu svæðunum í Þjórsárverum muni skerðast um 0,6 ferkílómetra. Stöð- ugar og staðnaðar freðmýrarústir, sem séu m.a. mikilvægar fyrir varp heiðagæsa, muni skerðast um 18%. Minnst umhverfisáhrif séu 575 metra hæð en á móti meiri líkur séu á því að land Þjórsár ofan lónsins mun um allt að tvo til þrjá met setmyndunar innan 60 á ekkert að gert. Hafi verið mótvægisaðgerðir sem fel lóni norðaustan friðlands ingu efst úr Norðlingaöld byggingu varnargarða á Þjórsár ofan Sóleyjarhöf hafa muni þau áhrif að 16 muni líða þar til land ofa hækki svo mikið. „Þannig lónið draga úr umhverfi Norðlingaöldulóns innan f ins en gerð þess eykur um l aráhrif framkvæmdarinna Skipulagsstofnun en telur vöktun og mótvægisaðgerð koma í veg fyrir keðjuverka rofs. Þá segir stofnuni ákveðin óvissa ríki um ein hverfisáhrif s.s. bakvatns það niðurstaða Skipulagss að í öllum meginatriðum l hver verði umhverfisáhr lingaölduveitu. Umhv framkvæmdarinnar eru ve að hluta til óafturkræf. M unum um lónshæð Norðl lóns í 575 m y.s. telur S stofnun hins vegar að veru verið dregið úr umfangi aðra framkvæmda, miðað áætlanir um lónshæð, til að móts við umhverfissjónarm að draga úr umhverfi Norðlingaölduveitu. Það Skipulagsstofnunar að verndargildi Þjórsárver áfram mikið og að svæ áfram alþjóðlega mikilvæ Skipulagsstofnun fellst á tvo kosti Norðli Telur alla ko hafa neikvæð Áhrif fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu eru talin margvísleg á gróður, dýralíf og landslag við Þjórsárver. Hér eru rakin helstu atriðin í úrskurði Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum.                 ! "                        HÉR fara á eftir skilyrðin Skipulagsstofnun hefur s því að fallast á gerð No ölduveitu: 1. Í leyfi iðnaðarráðherra t miðlunar skv. vatnalögu tryggt að framkvæm fylgist reglulega með va Norðlingaöldulóns og s þannig að breyting á v samfara breytingu á v verði innan lónstæðis. verði að hækkun lóns eða vori hafi ekki í för að vatn flæði út fyrir ló og yfir gróið land og verði fullt á meðan jörð in og snjólaus. Sk t ÞJÓRSÁRVERIN Fá svæði í óbyggðum, efnokkur, eru jafn viðkvæmfyrir framkvæmdum og Þjórsárverin. Sú staðreynd end- urspeglast m.a. í því að þetta svæði var friðlýst fyrir tveimur áratugum. Náttúruvernd ríkisins hefur m.a. lýst mikilvægi Þjórsárvera á þessa leið: „Gróðurvinjar há- lendisins eru leifar áður víðáttu- meira og samfelldara gróins lands og eru athvarf fjölmargra lífvera, sem ekki þrífast í auðn- inni umhverfis. Þjórsárver verð- ur líka að skoða m.t.t. að verin eru uppspretta fræja, eins konar fræbanki, sem getur nýzt, þegar aðstæður leyfa í umhverfinu. Meirihluti miðhálendissléttunn- ar er líflítil eyðimörk, þar sem gróður þekur minna en 5% yf- irborðsins. Hluti Þjórsárvera er flæðiengi, sem óvíða finnst á há- lendinu. Þjórsárver eru stærsta og fjölbreyttasta freðmýri lands- ins. Þjórsárver eru tegundaauð- ugasta hálendisvin landsins, sem þekkt er varðandi flesta hópa líf- vera s.s. háplöntur, mosa og fléttur, smádýr og fugla. Lífræn framleiðni er margföld á við auðnirnar í kring. Þjórsárver eru mjög mikilvæg fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni.“ Fuglaverndarfélag Íslands hefur lýst þýðingu Þjórsárvera með þessum orðum: „Þjórsárver eru mikilvægasta varpsvæði heiðagæsar í heiminum og vegna mikilvægi þeirra í nútíð og sögu- legu samhengi ætti ekki að skerða þau frekar en orðið er...“ Þjórsárverin eru svokallað Ramsar-svæði en í því felst að um er að ræða votlendi, sem hef- ur alþjóðlegt gildi og Íslending- ar eru aðilar að Ramsar-sáttmál- anum. Af þessum ástæðum og mörg- um öðrum hafa bæði áhugamenn um náttúruvernd og margir stjórnmálamenn lengi talið, að Þjórsárverin væru eitt viðkvæm- asta hálendissvæðið, þegar kæmi að umræðum um framkvæmdir. Ekki er ólíklegt að það eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum og misserum, að svo sé. En þrátt fyrir þetta var um það samið á sínum tíma að til slíkra framkvæmda gæti komið. Í aug- lýsingu frá 10. nóvember 1987 um friðland í Þjórsárverum segir m.a.: „Ennfremur mun (Nátt- úruvernd ríkisins) fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s. enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati (Náttúruverndar ríkisins).“ Fyrir nokkrum mánuðum, þeg- ar umræður hófust um hugsan- legt Norðlingaöldulón, komu fram þau sjónarmið, að slíkar framkvæmdir ættu ekki að fara í umhverfismat vegna þess, að svæðið hefði verið friðlýst árið 1981. Morgunblaðið, sem krafð- ist þess, að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat, þótt lögin um það hefðu verið sett eftir að virkjanaleyfið var veitt, taldi með sömu rökum og blaðið færði þá fram, að Norðlingaöldulón ætti að fara í umhverfismat þrátt fyrir friðlýsinguna frá 1981. Nú liggur fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar. Í úrskurð- arorði hennar segir: „Með vísan til niðurstöðu Skipulagsstofnun- ar, sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa úrskurðar, er lagst gegn byggingu Norðlingaöldu- veitu í 581 m y.s. Fallizt er á byggingu Norðlingaölduveitu í 575 og 578 m y.s. eins og fram- kvæmdin er kynnt í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila með eftirfarandi skilyrðum“, sem síð- an eru rakin í 6 liðum. Saga Skipulagsstofnunar í meðferð á umhverfismati er slík, að ljóst er að stofnunin verður ekki sökuð um ófagleg vinnu- brögð. Þvert á móti er ljóst, að stofnunin vinnur mjög faglega eins og úrskurðir hennar eru til marks um. Engu að síður mun mörgum koma þessi niðurstaða á óvart en trúverðugleiki Skipu- lagsstofnunar verður ekki dreg- inn í efa. Þótt þessi niðurstaða liggi fyr- ir, sem mun koma illa við marga náttúruverndarsinna, er málinu ekki lokið. Fyrir liggja yfirlýs- ingar tveggja ráðherra Fram- sóknarflokksins, sem benda til þess, að óvissa geti verið um ákvörðun umhverfisráðherra verði úrskurður Skipulagsstofn- unar kærður, eins og gera má ráð fyrir. Nú snýst dæmið við. Skipulagsstofnun hafnaði fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un en umhverfisráðherra leyfði með ákveðnum rökstuðningi. Nú fellst Skipulagsstofnun á fram- kvæmdir við Norðlingaöldulón en eftir er að sjá hver verða úr- slit kærumála til ráðherra. Þessi misserin reynir mikið á lögin um umhverfismat, sem sett voru 1993. Í umræðum um virkj- anir á hálendinu hafa vaknað ýmsar spurningar um lögin. Þær hafa hins vegar ekki leitt til viða- meiri umræðna. Á meðan svo er ekki og lögin eru í gildi óbreytt verða menn að hlíta þeim. En tæpast verður um það deilt að við erum komin a.m.k. að yztu mörk- um þess, sem við getum leyft okkur í framkvæmdum á hálend- inu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.