Morgunblaðið - 13.09.2002, Side 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Carnival Legend kemur
og fer í dag. Bjarni Sæ-
mundsson fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Celo di Barents fór í
gær. Örvar kom í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40, kl. 9
vinnustofa og leikfimi,
kl. 14 bingó.
Árskógar 4. kl. 13–16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofan, kl. 13.30
bingó, kl. 10–16 púttvöll-
urinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16, hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
spilað.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er á
mánu- og fimmtudögum.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurðarnámskeið, kl. 14
bækur frá bókasafninu
til útláns, kl. 15–16 bóka-
spjall, kór eldri borgara
Vorboðar: kóræfing í
DAMOS kl. 17–19.
Laugardagar: kl. 10–12
bókbandsnámskeið,
línudans byrjar 5 okt. kl.
11. Námskeið í postu-
línsmálun byrjar 18. nóv.
Uppl. og skráningar
Svanhildur s. 586 8014
e.h.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45 op-
in handavinnustofan,
hárgreiðslustofan opin
kl. 9–16.45 alla daga
nema mánudaga.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
FEBK stendur fyrir
opnu húsi laugard. 14.
sept. kl. 14 í Gjábakka.
Dagskrá: Hljóðfæra-
leikur, upplestur og
fleira. Kaffi og meðlæti.
Farin verður hópferð til
Akureyrar á vegum
FEBK vegna þáttöku í
20 ára afmæli Félags
eldri borgara á Ak-
ureyri, laugard. 12 okt.
Mánud. 16. sept. verður
ferð í Þverárrétt í Þver-
árhlíð í Borgarfirði.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 8 og frá Gull-
smára kl. 8.15 Áætluð
heimkoma er kl. 18.
Þátttökulistar og upp-
lýsingar liggja frammi í
Félagsmiðstöðvunum
Gjábakka (s: 554 3400)
og Gullsmára (s:
564 5260) Athugið – tak-
markað sætaframboð –
Ferðanefndin: Bogi Þór-
ir (s: 554 0233) og Þráinn
(s: 554 0999).
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13. „Opið
hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Brids kl.
13.30 pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16. Á
morgun ganga kl. 10 frá
Hraunseli, rúta frá Firð-
inum kl. 9.50. Bilj-
ardstofan opin virka
daga frá kl. 13.30–16,
skráning í Hraunseli.
Leikfimi eldri borgara í
Íþróttastöðini Björk
(Gamla Haukahúsinu) á
þriðju-, fimmtu- og
föstudögum kl. 11.30
skráning í Hraunseli s.
555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Réttarferð í
Þverárrétt 15. sept-
ember. Leiðsögumaður
Sigurður Kristinsson.
Einnig verður komið í
Reykholt og að Deild-
artunguhver. Selt verð-
ur réttarkaffi. Þeir sem
eiga pantað sæti vinsam-
legast sækið miðann í
dag. Brottför frá Ás-
garði Glæsibæ kl. 12.
Sunnudagur: Dansleikur
kl. 20 Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12 s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12 böð-
un, kl.9–16.30 opin
vinnustofa, myndlist, kl.
9.30 gönguhópurinn
Gönuhlaup leggur af
stað, kaffi á eftir göng-
unni, allir velkomnir, kl.
14 bridge og spila-
mennska. Sviðaveisla
verður 20. sept. kl. 12.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug, frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opinn, kl. 14 kóræfing
hjá Gerðubergskórnum.
Nýir félagar velkomnir.
Síðustu sýningadagar
hjá Huga Jóhannessyni.
Veitingar í Kaffi Bergi.
Allar upplýsingar á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 ramma-
vefnaður, kl. 13 bók-
band.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið virka daga kl.
9–17 hádegismatur, kaffi
og heimabakað meðlæti.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla. Fræðslu- og
kynningarfundur kl. 14.
Dagskrá: Lyf og inntaka
þeirra. – Beinþynning.
Lyfja- og hjúkr-
unarfræðingar annast
fræðsluna á eftir verður
boðið upp á beinþéttni-
mælingu, fólk er hvatt til
að mæta. Kaffi og með-
læti verður á boðstólum.
Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, kl. 10 mæðra-
morgunn, Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir. Undir liðnum
Mæðramorgun: Nú er
verið að fara af stað með
mæðramorgna og eru
allar mæður velkomnar
til að njóta fræðslu og
samskipta hver við aðra.
Við höfum góða aðstöðu
fyrir barnavagna og
kerrur. Börnin geta sof-
ið úti ef vill.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17,
hárgreiðsla kl. 10–11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl.13.30 sungið við
flygilinn, kl. 14.30–16
dansað við lagaval Hall-
dóru, kaffiveitingar allir
velkomnir. Leikfimi-
kennsla byrjar þriðjud.
17. sept kl.11–12, einnig
verður kennt á fimmtud.
kl. 13–14 Theodóra Em-
ilsdóttir.
Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla og
myndlist, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 12.30 leir-
mótun, kl. 13.30 bingó.
Vetrardagskráin komin.
Laus pláss í eftirtöldum
námskeiðum: bókband,
myndlist, leirmótun,
körfugerð, mósaik og
smiðju. Upplýsingar í
síma 561 0300. Allir ald-
urshópar velkomnir.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Vetrarstarfið
er hafið. Leikfimi þriðju-
daga kl. 13, súpa, spil og
spjall. Uppl. gefur Dag-
björt s. 510 1034.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laugar-
dögum.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Félagsvistin
laugard. 14. sept. verður
í Síðumúla 37, húsi
Bridgesambands Ís-
lands, klukkan 13.30, en
ekki í Húnabúð eins og
sagt var í seinasta
fréttabréfi FKE. Þórir
Sigurðsson segir frá
þingi Norrænna kenn-
ara á eftirlaunum.
Karlakórinn Kátir karl-
ar. Hefur æfingar
þriðjudaginn 17. sept kl.
13 í Félags- og þjónustu-
miðstöðinni Árskógum
4. Söngstjóri Úlrik Óla-
son. Tekið við pöntunum
í söng í s. 553 5979 Jón,
s. 551 8857 Guðjón eða s.
553 2725 Stefán.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (16
–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard.
kl.15–17 á Geysi, Kakó-
bar, Aðalstræti 2
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu Vallarbraut 4,
Njarðvík öll mánudags-
kvöld kl. 20.
Minningarkort
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins frást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gengt
Langholtsskóla) sími
588-8899.
Í dag er föstudagur 13. september,
256. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Til frelsis frelsaði Kristur oss.
Standið því stöðugir og látið ekki
aftur leggja á yður ánauðarok.
(Gal. 5, 1.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 fljótfærni, 8 örlög, 9 ól,
10 veiðarfæri, 11 tálga,
13 tómum, 15 toll, 18
óhamingja, 21 blóm, 22
skóf í hári, 23 að baki, 24
léttlyndur.
LÓÐRÉTT:
2 erfið, 3 dráttardýrin, 4
hefja, 5 fléttað, 6 tuddi, 7
tölustafur, 12 dreg úr, 14
ótta, 15 stofuhúsgagn, 16
stétt, 17 ófús, 18 reykti,
19 kynið, 20 beitu.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 breks, 4 fjöld, 7 líðum, 8 örgum, 9 ill, 11 römm,
13 alur, 14 ærleg, 15 bjór, 17 grun, 20 hal, 22 keyta, 23
eljan, 24 nýtin, 25 tunna.
Lóðrétt: 1 bílar, 2 eyðum, 3 sómi, 4 fjöl, 5 öngul, 6 dæm-
ir, 10 lúlla, 12 mær, 13 agg, 15 bókin, 16 ólykt, 18 rýjan,
19 nenna, 20 hann, 21 lest.
Víkverji skrifar...
FORDÓMAR gegn bílum – þ.e.ákveðnum tegundum bíla – eru
útbreiddir og Víkverji verður t.d. að
játa að hann hefur enn fordóma
gagnvart austur-evrópskum bílum,
sem í tíð kalda stríðsins þóttu hálf-
gert drasl. Víkverja er líklega farið
eins og skozka leikaranum Sean
Connery, sem fékk tilboð um að
kynna nýjan Skoda í auglýsingu,
fékk að prófa bílinn og fannst hann
alveg ágætur, en fékk sig bara ekki
til að auglýsa bíl, sem einu sinni kom
ryðgaður úr kassanum, eins og
Connery orðaði það sjálfur. Nú
bregður hins vegar svo við að heil
halarófa af vinum og kunningjum
Víkverja hefur keypt sér Skoda. Vík-
verji hefur fengið að sitja í nokkrum
þessara bíla og það er eins og að sitja
í þýzkum Volkswagen-gæðabíl, enda
eru Skoda-verksmiðjurnar nú í eigu
VW og það er að renna upp fyrir evr-
ópskum neytendum að með því að
kaupa Skoda fá þeir VW-tækni á
lágu verði.
Margir ánægðir Skoda-eigendur
telja sig vafalaust munu geta haldið
tryggð við merkið til frambúðar,
enda hafa bílarnir batnað stórum
undanfarin tíu ár og ættu að geta
haldið áfram að batna. Í tékkneska
blaðinu The Prague Post, sem gefið
er út á ensku, les Víkverji hins vegar
að nú séu æðstu stjórnendur
Volkswagen farnir að ókyrrast
vegna velgengni Skoda. Haft er eftir
sérfræðingum um bílamarkaðinn að
innan samsteypunnar hafi allir verið
himinsælir með rífandi söluaukningu
Skoda til þessa, en nú hafi menn
áhyggjur af því að vönduðu Skoda-
bílarnir dragi úr sölunni á Volkswag-
en-bílum. Sumir spá því þess vegna
að Skoda fái ekki að verða raunveru-
legur lúxusbíll, heldur muni Volks-
wagen vilja þjóna „neðri enda“
markaðarins með Skoda en vilji fólk
dýran lúxusbíl frá samsteypunni
verði það að kaupa Volkswagen eða
Audi. Víkverja fyndist það hálfgerð
synd að leyfa Skoda ekki að fá fulla
uppreisn æru með framleiðslu lúx-
usbíla fyrir vestrænan markað.
x x x
VÍKVERJI er dálítill súkku-laðigrís. Með árunum hefur
smekkur hann þróazt þannig að nú
vill hann helzt dökkt súkkulaði með
miklu kakóinnihaldi. Víkverji hefur
verið súr út í íslenzka sælgætisfram-
leiðendur fyrir að framleiða ekki al-
vöru dökkt súkkulaði og geta þess
jafnvel ekki á umbúðum, hversu
mikið kakóinnihaldið sé í súkku-
laðinu.
Víkverji hefur af þessum sökum
leitað á náðir erlendra vörumerkja
eftir góðu, dökku súkkulaði. Það
kom Víkverja því ánægjulega á óvart
að finna – eins og svar við bænum
sínum – svokallað Síríus 70% súkku-
laði í búðarhillu. Á umbúðunum
stendur að súkkulaðið sé „jafngott til
átu sem í dýrindis súkkulaðirétti og
til matargerðar“ og Víkverji getur
staðfest það, hafandi bæði stýft
súkkulaðið úr hnefa og notað það í
eftirrétti.
Hvenær þessi vara kom á mark-
aðinn veit Víkverji ekki, enda hefur
hún lítið verið auglýst. Þegar skrifari
fór á vef Nóa-Síríusar til að fletta því
upp varð hann litlu nær, því að þar
hefur fréttasíðan ekki verið uppfærð
frá því í apríl 2001.
Hvað sem því líður hefur Víkverji
nú fundið sitt íslenzka uppáhalds-
súkkulaði.
Skemmdar
grillkartöflur
ÉG keypti grillkartöflur
innpakkaðar í álpappír fyr-
ir stuttu.
Það vildi svo til að ég
opnaði álpappírinn og við
blöstu kartöflur sem voru
farnar að spíra og ein var
orðin mjög skemmd. Var ég
að velta því fyrir mér hvort
verið væri að koma lélegum
kartöflum út með því að
pakka þeim í álpappír.
Vil ég beina því til selj-
enda þessarar vöru að
fylgjast betur með gæðun-
um – en ég kaupi þetta ekki
aftur.
Neytandi.
Félag eldri borgara –
fyrirspurn
ÉG vil koma á framfæri lít-
illi fyrirspurn til stjórnar
Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Fyrir um það bil tveimur
árum var mjög ofarlega í
umræðunni að tveir þriðju
hlutar þess er eldri borg-
arar fengju greitt úr lífeyr-
issjóðum væru fjármagns-
tekjur og ættu því að
skattleggjast sem slíkar
tekjur eða bera 10% skatt.
Ekkert hefur hins vegar
heyrst um þetta mál í lang-
an tíma.
Það var látið í veðri vaka
að þessu máli yrði vísað til
dómstóla til úrskurðar.
Margir munu hafa áhuga
að vita hvernig þetta mál
stendur í dag.
Ellilífeyrisþegi.
Hvergi þorsk að fá
Í BRÉFI til dagblaðsins
„La Vanguardia“ í Barce-
lona 5. september þ.m. seg-
ist B. Porcel nokkur hvergi
hafa fengið þorsk í Íslands-
ferð sinni. Og hann á
greinilega við glænýjan
þorsk, steiktan, e.t.v. soð-
inn, en ekki saltfisk.
Og 7. september segir
hann Íslendinga lítið fyrir
að elda fisk og farist það
óhönduglega. Það vil ég
ekki taka undir en það fyrr-
nefnda, þ.e. að þorskur fá-
ist hvergi framreiddur,
passar alveg við reynslu
mína sem leiðsögumaður
með Ítali fyrir fáum árum.
Í heilli hringferð fékkst
hvergi pönnusteiktur
þorskur né nokkur annar
þorskréttur og þótti þeim
það með ólíkindum í landi
sjálfrar þorskveiðiþjóðar-
innar. Þorsk! Nei við erum
aldrei með þorsk var svarið
sem við fengum í myndar-
legum fiskibæ norðanlands.
Þótt mér sé að vísu kunn-
ugt um að þorskréttir hafi
verið á boðstólum á örfáum
veitingastöðum, a.m.k í
Reykjavík, held ég að
langtum fleiri veitinga-
menn mættu bera þorskinn
á borð fyrir útlenda munna
enda annað varla sæmandi
þorskveiðiþjóðinni.
Steinar Árnason.
Norsk-íslensk
orðabók
GETUR einhver vísað mér
á hvar ég get fengið keypta
eða lánaða norsk-íslenska
orðabók. Ég hef leitað um
allt án árangurs. Þeir sem
gætu liðsinnt mér vinsam-
lega hringi í síma 893 9954.
VR til fyrirmyndar
FYRIR stuttu fór ég með
eiginmanni mínum í Versl-
unarmannafélag Reykja-
víkur. Fannst mér alveg
sérstaklega almennilegt og
kurteist starfsfólkið sem
tekur á móti manni þar.
Hreint til fyrirmyndar. Ég
hef átt erindi í minn lífeyr-
issjóð og þar var ekki eins
vel tekið á móti manni og
símaþjónustan þar er ekki
góð. Vil ég benda starfs-
fólki lífeyrissjóða á að taka
starfsfólk VR sér til fyrir-
myndar.
Félagsmaður.
Tapað/fundið
Rauð taska og vind-
jakki týndust
RAUÐ taska merkt Winst-
on og rauður vindjakki frá
Levi’s týndust í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt sl.
sunnudags. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
697 6782. Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
UNDANFARIÐ hefur ver-
ið rætt um skeytingarleysi
og jafnvel grimmd sam-
borgaranna í Reykjavík.
Það eru ekki þeir sam-
borgarar sem ég þekki og
umgengst.
Ég varð fyrir því óhappi
að hjóla upp á kant, missa
jafnvægið og lenda á höfð-
inu á mótum Nóatúns og
Skipholts á laugardaginn
24. ágúst. Þar sem ég
reyndi að staulast á fætur
dreif samstundis að fólk
sem skipaði mér að liggja,
hringdi í neyðarlínu, setti
mig í læsta hliðarlegu,
plástraði skurfur á höfði
og höndum, bar að mér
teppi og hlúði að mér þar
til sjúkrabíll kom.
Starfskonur í Baðhús-
inu komu og tóku hjólið í
geymslu. Á slysadeild
lenti ég í höndum á besta
fagfólki og kom út þaðan
nokkrum tímum síðar,
ringlaður, bólginn, risp-
aður, saumaður en um það
bil í lagi. Ég vil koma á
framfæri þökkum til allra
þessara óeigingjörnu veg-
farenda sem sinntu
ókunnugum manninum
þar sem hann lá í blóði
sínu.
Sveinn Ólafsson.
Hjólreiðamaður færir þakkir