Morgunblaðið - 13.09.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 13.09.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú hringir ingar. Viðgerð á bænum var orðin mjög aðkallandi vegna mik- ils þakleka og var kominn fúi í hrís og torf og því ekki hjá því komist að þekja bæinn upp á nýtt. Vonast er til að viðgerð- UMFANGSMIKLAR viðgerðir standa nú yfir á þjóðveldisbænum í Þjórsárdal. Þar eru að verki hleðslumenn frá Torf- og grjót- hleðslunni ehf. á Hellu með Víg- lund Kristjánsson í broddi fylk- unum ljúki fyrir næsta vor. Á myndinni eru þeir Vikar Þór- isson, Bergur Björnsson og Víg- lundur við vinnu sína og gerir norðvestanrokið þeim síst auð- veldara fyrir. Morgunblaðið/RAX Endurbætur á þjóðveldisbænum HEIMSÓKNIR sjúklinga til 342 sérfræðilækna voru 460 þúsund talsins á árinu 2001 á sama tíma og heimsóknir til Heilsugæslunnar í Reykjavík voru mun færri eða 176 þúsund talsins. Útgjöld Trygginga- stofnunar vegna sérfræðilækna hafa hækkað um 133% á árabilinu 1997–2001 og voru umfram fjárlög allt það tímabil, að því er fram kemur í nýrri stjórnsýsluendur- skoðun Ríkisendurskoðunar á sjúkratryggingasviði Trygginga- stofnunar ríkisins. Fram kemur að tæplega helming aukningarinnar eða 42% megi rekja til fjölgunar læknisverka á tímabilinu, 24% til hækkunar á gjaldskrá og 32% til þess að kostn- aðarhlutdeild sjúklinga hafi lækk- að. Rekur Ríkisendurskoðun út- gjaldavöxtinn meðal annars til samninga við sérfræðilækna á árinu 1998 sem fólu í sér að Trygg- ingastofnun hóf að greiða fyrir ýmsar aðgerðir á stofum sem áður voru gerðar á sjúkrahúsum. Þá hafi gjaldskrá fyrir læknis- verk hækkað til samræmis við launahækkanir sjúkrahúslækna, auk þess sem framfarir innan læknisfræðinnar hafi leitt til auk- inna útgjalda, skort hafi á fullnægj- andi þjónustu annarra aðila innan heilbrigðiskerfisins og aðgangur al- mennings að þjónustu sérfræði- lækna sé frjáls. Eftirliti með framkvæmd samninga áfátt árin 1998-2001 Í skýrslunni kemur fram að for- gangsröðun og breytt verkaskipt- ing séu forsendur þess að ná megi fram aukinni hagkvæmni, mark- vissari skiptingu takmarkaðra fjár- muna og betri samræmingu í heil- brigðiskerfinu. Jafnframt vekur Ríkisendurskoðun athygli á því að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi mark- að þá meginstefnu að samskipti sjúklings og læknis hefjist innan heilsugæslunnar hafi frjáls aðgang- ur að sérfræðilæknum leitt til þess að oft sé fyrst leitað til þeirra. Er því beint til heilbrigðisráðu- neytisins að taka skýra afstöðu til þess í hvaða tilvikum heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga og að framkvæmdin verði í samræmi við þá stefnumörkun. Þá telur Ríkisendurskoðun að kostnaðarlegu og faglegu eftirliti með framkvæmd samninga við sér- fræðilækna hafi verið áfátt á ár- unum 1998 til 2001, einkum á síðari hluta þess tímabils. Einnig er í skýrslunni gerður samanburður á fyrirkomulagi sér- fræðilæknisþjónustu hér á landi og í Danmörku. Í Danmörku séu greiðsluþátttöku hins opinbera settar miklar skorður bæði með til- vísunarkerfi og takmörkunum á fjölda heimsókna hvers sjúklings. Þá sé sérfræðilæknum þar óheimilt að vera samtímis í sjálfstæðum rekstri og í fullu starfi á sjúkra- húsum hins opinbera ólíkt því sem tíðkist hér á landi. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé óeðlilegt að kanna í næstu samn- ingum hvort ekki sé ástæða til þess að takmarka að einhverju leyti um- fang stofureksturs þeirra sem sinni jafnframt starfi á opinberum sjúkrastofnunum. Eiga samkeppnislög að ná til heilbrigðisstétta? Fram kemur einnig að ákvæði samkeppnislaga hafi girt fyrir að takmarka hafi mátt aðgang ein- stakra lækna að samningi TR við sérfræðinga og Ríkisendurskoðun telji að sem liður í því að koma á sem hagkvæmustum kaupum á heilbrigðisþjónustu verði að endur- skoða hvort eðlilegt sé að sam- keppnislög nái til heilbrigðisstétta. Stjórnsýsluendurskoðun á samningum TR við sérfræðilækna Útgjöld umfram fjárlög síðustu 5 ár VEGNA offramboðs á svínakjöti áforma nokkrir svínabændur út- flutning á kjöti til Færeyja og jafnvel fleiri landa, m.a. Rússlands. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínarækt- arfélags Íslands, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Unnið er að því að fá vottun Evrópusam- bandsins fyrir svínasláturhúsi og til stendur að flytja kjötið út í samstarfi við útflutningsfyrirtækið Kjötfram- leiðendur hf. á Húsavík. Að sögn Kristins Gylfa gæti í fyrstu verið um 100–200 tonn að ræða. Í sumum til- vikum er kjötið frá bændum sem eru að hætta í svínarækt. „Aðstæður eru þannig á markaðn- um að nokkrir framleiðendur hafa ekki getað losnað við kjötið sitt, þrátt fyrir mikla verðlækkun á liðn- um mánuðum. Í sumum tilvikum er kjötið orðið annars flokks vara. Margir hafa ekki föst viðskipti með sínar afurðir og þurfa hreinlega að hætta. Við erum einnig að horfa til uppbyggilegra markaða til framtíðar sem geta borgað vel fyrir gott, ís- lenskt svínakjöt. Komið er að ákveðnum kaflaskilum,“ segir Krist- inn Gylfi en svínakjöt mun ekki hafa verið flutt áður úr landi. Hann segir að á meðan verið sé að undirbúa útflutning til Færeyja verði aðrir fjarlægari markaðir skoðaðir, m.a. Rússland, þar sem gerðar eru minni kröfur til slátur- húsa en innan ESB-ríkja. Að sögn Kristins Gylfa stefnir í að framleiðsla á svínakjöti hér á landi fari yfir 6 þúsund tonn á þessu ári, sem yrði 15–20% aukning frá 2001. Hann segir verð á svínakjöti orðið það lágt að það standi ekki undir framleiðslukostnaði. Bændur fái margir hverjir 150–180 kr. af hverju kílói, eða 70–100 kr. undir fram- leiðslukostnaði. Aðspurður hvaða verð svínabænd- ur reikni með að fá fyrir útflutt kjöt segir Kristinn Gylfi það eiga eftir að koma í ljós. Þó sé ljóst að verðið sé ekki hátt en bændur telji betra að fá eitthvað fyrir svínin en að afsetja þau. Sumir framleiðendur komi sín- um afurðum einfaldlega ekki að á markaðnum hér heima. „Við gerum okkur grein fyrir því að málið er viðkvæmt. Einhverjir eru eflaust á þeirri skoðun að frekar eigi að gefa Íslendingum þetta kjöt en um það snýst málið ekki. Ég býst við að það verði eins með aðrar af- urðir og lambakjötið, að það sem ekki selst innanlands verður flutt út. Það er ekki hægt að bjóða neytend- um upp á það að henda afurðum.“ Nokkrir svínabændur áforma útflutn- ing sökum offramboðs á markaðnum Svínakjöt flutt til Færeyja og fleiri landa ÁKVEÐIÐ var að ganga að öllum kröfum kennara við Áslandsskóla í gærkvöldi eftir að ellefu af tuttugu og einum kennara við skólann afhentu skólastjóra uppsagnarbréf sín. Breyt- ingar verða gerðar á skólastarfinu sem meðal annars fela í sér að aðrir skólastjórnendur en skólastjórinn, Skarphéðinn Gunnarsson, munu ekki hafa afskipti af kennaraliði skólans. Uppsagnir kennaranna bárust eftir fund þeirra með skólastjóra og fram- kvæmdastjóra Íslensku mennta- samtakanna þar sem reifuð voru svör þeirra við kröfum kennaranna. Á fundi skólastjórnenda í gær- kvöldi var ákveðið að ganga að kröf- um kennaranna þar sem 11 þeirra hafi ekki talið svör stjórnendanna fullnægjandi. „Við vonum að með þessu takist okkur að ná sátt og kenn- arar dragi uppsagnir sínar til baka þannig að skólastarf geti gengið eðli- lega fyrir sig hér eftir.“ Aðspurð sagði Sunita Gandhi, framkvæmdastjóri ÍMS, að loknum fundinum að hún vonaðist til að hægt yrði að halda í þá stefnu sem skólinn hefur starfað eftir þrátt fyrir að geng- ið væri að kröfum kennaranna. Þá yrði stjórn skólans breytt á þann veg að Skarphéðinn yrði eini yfirmaður kennaranna. „Aðrir stjórnendur munu ekki koma að þeim þætti stjórnunarinnar eins og kröfur kenn- aranna segja til um.“ Áslandsskóli í Hafnarfirði Gengið að kröfum eftir uppsagnir  Ákveðið að/31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.